Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1980, Blaðsíða 14

Faxi - 01.07.1980, Blaðsíða 14
í tilefni stórafmælis LögrecjSufélag Suöurnesja hélt upp á 30 ára afmæli sitt á árshátíð lögreglumanna, sem fram fór í Stapa hinn 29. febrúar síöastliöinn. Félagiö var stofnað 19. des. 1949 og voru eftirtaldir menn kosnir í fyrstu stjórn þess: Sigtryggur Árnason formaður, Þórarinn Fjeldsted ritari, Benedikt Þórarinsson gjaldkeri. Varastjórn: Bergmundur Guðlaugsson, Siguröur Jónsson, Einar Ingimundarson. Á árshátíðinni voru heiöraöir þeir stofnendur félagsins, sem enn eru starfandi lögreglumenn á Suðurnesjum, en þeir eru: Sigtryggur Árnason, yfirlögregluþjónn í Keflavík, Benedikt Þórarinsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, Bjarni J. Gíslason, lögreglufulltrúi á Keflavíkurflugvelli, og Grétar Finnbogason, lögregluflokksstjóri á Keflavíkurflugvelli. Núverandi stjórn Lögreglufélags Suðurnesja skipa eftir- taldir menn: Kristján Kristjánsson, formaður. Meðstjórnendur: Karl Her- mannsson, Björn Bjarnason, Pálmi Aöalbergsson og Gústaf A. Bergmann. Margt hefur breyst frá fyrstu tíð löggæslumála á Suðurnesj- um fram á þennan dag hvað snertir aðbúnað, tækjakost og starfsháttu. Má þar til nefna þegar lögreglumenn gátu lagt ölvaða menn af herðum sér í handvagna ef færa þurfti þá til geymslu, en þegar handvagni sleppti komu bílarnir til sögunn- ar. Talstöö kom ekki til nota fyrr en á sjöunda áratugnum hjá lög- reglunni í Keflavík. Starf lögreglumannsins er margþætt, þar sem oft reynir mjög á lipurö, skapstillingu, ein- beitni og skjóta hugsun. Aðstæður, sem lögreglumenn þurfa að vinna störf sín við, geta verið erfiðar, af utanaðkomandi og aðsteðjandi ástæðum, en til þess er ætlast að þeir sem á vakt eru hverju sinni séu reiðubúnir að fara í hvað sem upp á kemur. SIysati Ikynningar vegna árekstra á Reykjanesbraut ber- ast all oft til lögreglunnar á Suð- urnesjasvæöinu, en alkunna er að á slíkri hraðbraut, sem Reykja nesbrautin er, geta orðið alvar- leg meiðsl á fólki þegar óhöpp eiga sér stað. í slíkum tilvikum reynir mjög á þrek lögreglu- manna þegar við blasa sorgleg- ar myndir á slysstað að viðbætt- um heyranlegum átaknleika. Slik reynsla gleymist ekki þeim, er upplifir hana, og lögreglu- menn eru ósköp venjulegir til- finningalegir borgarar og getur svartur einkennisbúningur þar engu breytt. Sá sem veitir fyrstu hjálp reynir að gera það fumlaust og af bestu þekkingu, en langt finnst þeim sem bíöur og lítils- háttar ákúrur af hendi viðstaddra vegfarenda, sem fyrstir komu að slysstað, í garö lögreglu eða hjúkrunarmanna vegna óralangs tíma, sem þeim finnst liðinn frá því óhappið varð og þar til hjálpin barst, eru settar fram i bestu meiningu með um- hyggju fyrir þeim slösuðu í huga og án þess að gera sér skýra grein fyrir þeim hraða sem að- stoðarmennirnir hafa unnið áfrá því þeim barst vitneskja um um- ferðarslys. ÚTKÖLL í HEIMAHÚS OFT ÁTAKANLEG Útköll í heimahús þegar áfengi hefur gert menn að villi- dýrum, eru ekki óalgeng og er ömurlegt til að vita þegar börnin á heimilinu þurfa að vera áhorf- endur að frelsissviptingu fyrir- myndarinnar og lífakkeris fjöl- skyldunnar, föðurins. Þegarsvo stendur á, reynir mjög á hæfni lögreglumannanna og er þá fyrsta hugsunin sú að milda ástandið eftir bestu getu og reyna að framkalla óaðfinnan- lega aðstoð fyrst og fremst við móður og börn, en í heild sinni við alla fjölskylduna. Hinn ölóði húsbóndi, sem er viti sínu fjær, skynjar ekki lengur þegar svona er komið, þann mikla harmleik sem hann er aðalpersónan í, og þarfnast utanaðkomandi hjálp- ar og er því veitt aðhlynning í gistirými viðkomandi lögreglu- stöðvar. Eftir að þangað er komið er gesturinn í ábyrgð lögreglu- mannanna, sem fylgjast með líð- an hans meöan hann hvílist og e.t.v. hefur þurft að kalla til lækni ýmist honum til aðstoðar eða öðrum fjölskyldumeðlimum hans. Það er svo næsta skrefið þegar nætursvefn hans og hvíld er afstaðið, að lögreglumenn- irnir gerast ráðgjafar niðurbrot- ins manns, sem ekki hefurstjórn á tilfinningum sínum en sektar- kennd og niðurlæging hefur völdin. Það kemursíðan oft í hlut lögreglumannanna að bera sátt- arorð á milli aðila og leita grund- vallar fyrir heimkomu hins auma. Vinnutími lögreglumanna er langur og eru 12 stunda vaktir oft mjög þreytandi þar sem starfa þarf undir álagi utanað- komandi og innanfrá. Utanfrá vegna þeirra viðvar- andi óvissuþátta og spennu, sem ávallt fylgja starfi lögreglu- mannsins, ekki síst þegar mikið er um að vera á svæðinu, dans- leikir eru haldnir á mörgum stöðum samtímis, og það er kannski ill færð vegna snjóa eða hálka á Reykjanesbraut, mikil Jóhann Sveinsson greinarhöfundur, starfaöi lengi i lögregluliöi Keflavik- ur, en er nú Heilbrigöisfulltrúi Suö- urnesja. ölvun í bænum o.þ.h. Slíkirþætt- ir auka mjög á starfsálag lög- reglumanna, sem oft er leitað til sem fyrsta og síðasta aðila til úr- lausnar vandamála borgaranna, ýmist smárra eða stórra, og má oft líkja þeirri öryggisþjónustu sem lögreglumenn gegna við störf slökkviliðsmanna, sem kallaðir eru til ef eldur kemur upp og sinna þarf i skyndi. Þegar komið er til stöðvar eftir erilsöm störf, þar sem greitt hefur verið úr margs kyns erfið- leikum, deilumál leidd til góðra lykta við samkomustaö eða heimahús, mælingar gerðar á árekstrarstað, ekið heim bifreið fyrir ökumann sem neytt hefur áfengis í kunningjahúsi, kannað ástand ökutækja og ökumanna, er hvíldar þörf. SKÝRSLUGERÐ OG TEIKNINGAR Yfir kaffibolla er byrjað að forma væntanlega skýrslu vegna mála sem á það kalla og skila þarf fyrir vaktalok og teikn- ing af árekstrarstað má ekki gleymast. Hvíld og friður tak- markast oft af álagi innanfrá og Framh. á bls. 88 Þeir voru heiöraðir á árshátíðinni, talið frá v.: SigtryggurÁrnason yfirlög- regluþjónn i Keflavik, Bjarni J. Gíslason lögreglufulltrúi á Keflavikurflug- velli, Grétar Finnbogason lögregluflokksforingi á Keflavíkurflugvelli, og Bendikt Þórarinsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. FAXI - 94

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.