Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 4

Faxi - 01.12.1980, Page 4
Myndin er tekin 4. ágúst 1976 at togurunum Erlingi og Guömundi Jónssyni, og fleiri skipum JÓN H. JÚLÍUSSON: Þróun hafnarmála í Sandgerði í þessari grein er ætlun mín að rifja upp í stórum dráttum upphaf vélbátaútgeröar á Suðurnesjum og í framhaldi af því þróun hafnamála í Sandgerði. Það munu hafa verið 2 bræður frá Mjóafirði, þeir Konráð og Gísli Hjálmarssynir sem fyrstir manna létu að sér kveða við undirbúning að vélbataútgerð frá Sandgerði. Þeir tóku á árinu 1905 á leigu hjá Einari Svein- björnssyni bónda í Sandgerði „Hamarinn" svokallaða og talsverða landspildu uppaf honum, en „Hamarinn" var þá hálfgerð eyja og umflotinn sjó á flóð. Ekki urðu umsvif þeirra bræðra þó mikil í Sandgerði nema að byggja allstórt hús sem nota átti sem ísgeymslu. Næsta skrefið var svo það, að hinn 4. febrúar 1907 kemurfyrsti vélbáturinn til útgerðarog land- dvalar í Sandgeröi; var það vélbáturinn Gammur RE 107 um 14 lestir að stærð og með 12 hestafla Möllerupvél. Eigandi bátsins var Björn Gíslason (bróðir Þorsteins ritstjóra og skálds) og hafði hann fengið leyfi áðurnefndra bræðra til að nota aðstöðu þeirra í Sandgerði. Skipstjóri á Gamminum var Magnús Þórarinsson en vélstjóri Ólaf Ólsen (síðar vélsmiðju- eigandi í Njarövík). Síðar sama ár kom svo Björn með tvo vélbáta til viðbótar til Sandgerðis. Ekki gekk útgerð bátanna sem best ogkom þar margt til. Til dæmis var engin bryggja á staðnum og ekkert frystihús til beitugeymslu, fara þurfti með vélarhluti til Reykja- víkur til viðgeröar því enginn vélsmiður var þá á Suður- nesjum, vegasambandslaust var við Reykjavík og enginn sími var þá kominn til Sandgerðis. Erfið- leikarnir voru því margir og aflagðist útgerð Björns frá Sandgeröi þá um haustið. Þetta sama haust er síðan stofnað í Danmörku að frumkvæði Lauritzen konsúls, sem jafnframt var aðaleigandi (slands - Færeyja félagið. Tilgangur félagsins var að efla fi'skveiðar við ísland og var einn þáttur þess vélbátaútgerð frá Suðurlandi. Sem forstööumað- ur fyrir bátaútgerðina var ráðinn Matthías Þórðarson frá Móum. í bók sinni „Litið til baka“ II bindi og kom út 1947 segir Matthías að hann hafi valið Sandgerði sem útgerðarstað eftir nána yfir- vegun. Fór honum þar sem mörgum öðrum fyrr og nú, að hann taldi landkosti Sandgerðis það miklatil útgerðaraðframhjá þeim væri ekki gengið. Þeir eru helstir hve stutt er á hin auðugu fiskimið út af Faxafióa, í Miðnes- sjó og á Reykjanessvæðinu og þá ekki síður hve öruggt skipalægi er inni í Sandgeröis- víkinni í skjóli við Bæjarskers- eyrina sem er skerjagarður og liggur í boga sunnan og vestan við víkina um 1 mílu út frá landi. Ver hún víkina fyrir suðvestan og vestanáttum.sem eru verstu áttirnar, það vel að við góðar ankerisfestar var bátum vel borgið þar, jafnvel i aftaka- veðrum og hafróti. Enda var sú Til vinstri nýja bryggjan og innsigllngaropiö og hluti Bæjarskerseyrari baksýn. Myndin ertekin úr SandgerðÍSVÍta. Ijósm.: Reynir Sveinsson aðferð notuð við geymslu bátanna á milli róðra, í landlegum og á milli vertíöa allt fram til 1960. Á þeim árum mátti oft sjá þarvið legufæri um og yfir 30 báta víðsvegar að af landinu, sem stunduðu róðra frá Sandgerði. Á árinu 1908 hófst Matthías handa um byggingu ýmsra mannvirkja í Sandgerði á vegum (slands - Færeyja félagsins og þar á meðal bryggjugerð. Sunnan á Hamrinum lét hann byggja 75 álna (ca.47m.) langa bryggju úr steinsteypu og höggnu grjóti. Einnig tengdi hann steinbryggjuna við land með 70 álna (ca. 44m.) langri FAXI - 168
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.