Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 5

Faxi - 01.12.1980, Page 5
trébryggju sem alltaf var kölluð Stöplabryggja. Þetta var upphafið að bryggju þeirri sem nú kallast Norðurgaröur og hefur verið aðaluppistaða Sand- gerðishafnar gegnum árin. ( maí mánuði sama ár kom síöan fyrstu 14 vélbátarnir til útgeröar frá Sandgerði og hefur bátaútgerð haldist þar stöðugt síðan með tilheyrandi breyt- ingum og stækkunum í tímanna rás. Ekki gekk þessi útgerð betur en hjá Birni Gíslasyni árið áður og var félaginu slitið um haustið og eignirnar seldar árið eftir. í bók sinni kennir Matthías ódugnaði og áhugaleysi hinna dönsku fiskimanna um hvað afla brögð voru rýr og afkoman léleg. Pétur J. Thorsteinsson keypti hús og aðrar eignir félagsins í Sandgerði en seldi þærfljótlega Matthíasi Þórðarsyni að hálfu og síðan að fullu árið 1910. Árið 1913 keypti síðan Loftur Loftsson frá Akranesi eignirnar af Matthíasi. Um svipað leyti fær svo Haraldur Böðvarsson, einnig frá Akranesi, leigt land undir útgeröarstöö hjá Einari bónda í Sandgerði og var land Haraldar sunnan við land Lofts. Héldu þeir félagar, sinn í hvoru lagi þó, áfram uppbyggingu útgerðaraðstöðu sinnar og ráku útgerð og verslun í Sandgerði um áraraðir. I þessari uppbyggingu voru eðli sinu samkvæmt bryggju- gerðir. Loftur bætti við bryggju þá er Matthías hafði byrjaö á og var hún kölluð Loftsbryggja, síðar Garðsbryggja og nú Noröurgarður. Haraldur byggði sér hinsvegar nýja bryggju sem kölluð var Haraldarbryggja og síöar Miðnesbryggja. Ekki voru þessar hafnarframkvæmdir þeirra félaga eða eftirkomandi eigenda fyrirtækjanna þó ýkja stórar í sniöum og t.d. munu einu framkvæmdirnar frá 1933- 1946 hafa verið þær, að Lands- banki íslands, sem um tíma átti og rak útgerðarstöö Lofts, lét lengja og breikka Lofts- bryggjuna allverulega og mun það hafa veriö 1937. Fyrir nokkrum árum rakst ég á mjög stórhuga og athyglisverða teikningu hjá Hafnamála- stofnun. Teikningin er að fyrirhugaðri höfn í Sandgeröi, hún er frá árinu 1921. Á henni er gert ráð fyrir varnargaröi út alla Bæjar- skerseyrina og öðrum varnar- garði á móti út frá landi norðan við Flankastaöi. Einnig er gert ráð fyrir mjög mikilli uppfyllingu með landinu milli garðsend- anna, það mikla að hún hefði náð rúmlega fram fyrir miðju núverandi hafnarsvæði. Innan á garðana og framan við uppfyllinguna var síðan gert ráð fyrir bryggjum og viölegukönt- um nokkra km. á lengd. Hver sé upphafsmaður eða hönnuður þessarar teikningar hefur mér ekki tekist að frétta en hún er undirrituð af Th. Krabbesem var vitamálastjóri á þeim árum. Árið 1945 semst svo um hjá Miöneshreppi og þáverandi eigenda útgerðarstöðvanna Hf. Miðnes og Garðs hf. að Miöneshreppur kaupi af þeim báðar bryggjurnar og töldust þær h.vor um sig hafa 60 metra viölegupláss á hásjávuðu og var söluverð þeirra til samans 395 þúsund kr. Þau skilyrði fylgdu með frá seljendum: 1. Að verulegar hafnarbætur verði geröar í Sandgerði, og byrjað verði á þeim eigi síöar en á næsta vori. 2. Að endanleg sala og afsal fari eigi fram fyrr en í des. 1946. ( framhaldi af þessu samkomulagi skrifaði hrepps- nefnd Miöneshrepps sam- gönguráðherra bréf með ósk urr að fá ríkisstyrki til að byggja í Sandgeröi höfn fyrir báta og skip. Fróðlegt er að sjá umsögn þáverandi vitamálastjóra í svari sínu til Samgönguráðuneytis um erindi Miðneshrepps. Umsagn- arbréfið er dagsett 24. okt. 1945 og læt ég tilvitnun f þaö fljóta með, sem hljóöar svo. “ örugg stórskipahöfn i Sandgerði með sæmilegri kyrrð við bryggjur er svo dýrt fyrirtæki að það veltur á tugum milljóna. Það er til mjög góð yfirlitsmæling af þessu hafnarsvæöi og rannsókn á því hvort þessi lausn á stórskipa- höfn eða hin sé nokkrum milljónum dýrari eöa ódýrari er tæplega tímabær því liggur í augum uppi aö hver einasta þeirra er of dýr enn sem komiö er" Tilvitnun lýkur. Ég læt svo hvern þann sem til þekkir.um að dæma um þessa rökvísi, og á hvaða forsendum hafnað er. En því miður er kunnuglkeiki ráðamanna þjóðfélagsins oft álíka og þetta. Þessvegna eru Kröfluævintýri svo mörg og víöa. Á árinu 1946, er síöan ráðist í að lengja Garðsbryggjuna um 75 metra og kostaði þaö 886 þúsund kr. Voru það allmiklir peningar þá og þrátt fyrir 60% ríkisstyrk til slíkra framkvæmda, sáu ráöamenn hrepps og hafnar ekki fram á nægjanlegtfjármagn heima fyrir til að uppbygging hafnarinnar gæti gengið eins fljótt og óskað var, þó svo að rík- isstyrkur fengist. Enda sáu þeir einnig hið geysilega þjóðfélagslega óréttlæti sem í því felst að sum sveitafélög fái hafnir nánast á silfurfati og rekstur þeirra tryggðan sér að kostnaðar- lausu, eða eins og segir í Lands- hafnarlögum. “Rfkissjóður lætur gera og starfrækja á sinn kostnaö hafn- armannvirki" Á viðkomandi stað. En önnur sveitarfélög verða nánast að “blóðmjólka" sig til byggingar á samskonar mannvirkjum og rekstri þeirra. Það var því samþykkt á fyrsta fundi hafnarnefndar 1947 að hafnar og hreppsnefnd skrifuöu Alþingi bréf meö ósk um að Sandgerði yrði tekið inn í lögin um landshöfn Keflavík-Njarö- vík og ef það ekki fengist, þá að setja sérstök lög um landshöfn i Sandgeröi. Þessar óskir fengu engan hljómgrunn þá og fengust aldrei fram, þrátt fyrir margendurtekn- ingu á þeim, allt fram yfir 1970 aö menn gáfust upp á aö bera þær fram. Á þessum árum voru því ekki stórstígar framfarir í hafnarmálum Sandgerðinga, þó var Norðurgarðurinn alltaf lengdur meö nokkurra ára milli- bili síöast áriö 1970, þá um 23 metra og er hann þá kominn með í það heila um 260 metra viðlegupláss. Er það álit margra er til þekkja og þ.á.m. Hafnamálastjóra að garöurinn hafi í áratugi verið mest nýtta hafnarmannvirki landsins. Einnig var á þessum árum unnið að dýpkunum innan hafnarinnar áriö 1955 með dýpkunarskipinu Gretti og aftur árin 1963-65 inni í höfninni oa úti í innsiglingarrennunni. A árunum uppúr 1970 verður svo stefnubreyting á tvennan hátt, heimamenn gefa landshafnar- drauminn upp á bátinn og ákveö aö berjast fyrir hafnarbótum “ hvað sem það kosti" ef svo má segja. Og árið 1973 er hafnarlög- unum breytt i það að nú eru flestir þættir hafnarfram- kvæmda styrkhæfir að 75% hluta frá ríkinu. Og síðan 1974 hefur verið unnið að fram- kvæmdum í höfninni á hverju ári. Árin 1974-75 voru gerðirtveir grjótvarnargarðar samanlagt um 1100 metra langir umlykja þessir garðar höfnina alveg nema um 80 m breitt innsigling- arop og jafnframt því að veita skipum og bátum mjög gott skjól í öllum áttum, afmarka þeir núverandi hafnarsvæði, sem ekki hefur enn veriö skipulagt til fulls en virðist samkvæmt frum- teikningum geta með góðu móti rúmað, fast að 2000 metra viðleguköntum. Á árunum 1976-79 var síðan unnið að dýpkunum innan hafnarinnar og aö gerð 60 metra stálþilsbryggju sem er fremst á 120 metra löngum grjótgaröi sem er miðsvæðis í höfninni, og er ætlunin í framtiðinni að lengja hana áfram upp með garöinum. Á þessuári varunnið viðfullnað- arfrágang á áðurnefndri bryggju, steypa á hana kanta og þekju, og í haust var dýpkunar- skipið Grettir að störfum í inn- siglingunni og inni í höfninni. ( innsiglingunni náði Grettir ekki að grafa eins og vonir stóðu til, virðist þar vera meiri klappir og grjót en taliö var, þó náði hann versta haftinu sem var verulega mikiö niöur og einnig að rýmka all mikið á beygjunni inn í höfnina. En dýpkun innsigl- ingarinnar er mest knýjandi verkefnið sem bíður úrlausnar, þvf ennþá þurfa t.d. 50-60 lésta ^'bátar að sæta ■ sjávarföllum í stórstrauma, hváð þá þeir sem stærri eru. En ráðamenn Mið- neshrepps eru ákveðnir í að vinna að lausn þessa máls svo fljótt sem mögulegt er. FAXI - 169
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.