Faxi - 01.12.1980, Síða 23
Páll S. Pálsson, hæstaréttarlögmaður
Kennari í Keflavík
fyrir 40 árum
Prúöur sat á palli
hann Palli kennari
hann Ijómar likt og ðtta-
línubrennari...
(Úr Ketlavikurreviu 1940)
Þegar ég sótti um lausa kenn-
arastööu í Keflavík sumarið
1940, en ég hafði veturinn áður
verið kennari í þorpinu i Viðey
og þar áður 2 vetur við Mýrar-
húsaskóla á Seltjarnarnesi, þá
fannst mér ég koma i nýjan
heim. Ég var alinn upp fyrir
norðan í hæglátum mótbyr
kreppuáranna, þarsemtíminntil
sveita stóð næstum kyrr, svo að
LÍFEYRISSJÓÐUR
Framh. af bls. 247
hafa skrifstofur og umboðs-
menn víða um land. Gæti þá
"báknið“ orðið nokkuð
viðamikið.
Þá segja menn, að það væri
eðlilegast að sameina þetta
kerfi Tryggingastofnun ríkisins,
og nokkuð er til í því.
En væri slíkt kerfi tekið upp og
iðgjöld innheimt í svipuðu formi
og nú er gert, þá er hætt við að
mörgum myndi þegar stundir
líöa þykja drjúgur skildingur
falla frá heimabyggðum til
ríkisins. Skildingur sem mætti
nýta til þess að létta undir meö
hinum öldruöu, t.d. með
byggingu elliheimila í hinum
ýmsu formum.
Hitt er svo annað, að hér þarf
að sjálfsögðu ýmsu að breyta.
Margir lífeyrissjóðir eru svo
fámennir, að engin von er til
þess að þeir geti sinnt hlutverki
sinu sem æskilegt væri. Hér þarf
því að setja löggjöf um lífeyris-
sjóðina í landinu, sem markast
af því sjónarmiði, sem er þeim
hagkvæmast, er sjóðanna eiga
aö njóta.
Greininni fylgja nokkrar tölu-
legar upplýsingar um starfsemi
lífeyrissjóðsins fyrstu 10 árin,
1970-1979. Tekjurnar eru á
þessu tímabili rúmlega 2,6 mill-
jarðar króna. Greiddur lifeyrir á
sama tímabili er kr. 258 milljónir.
En eins og sjá má hefur hann
hækkað úr 0,8% af iögjaldatekj-
um fyrstu fjögur árin í 22,7% af
iögjöldum síðustu þrjú árin.
Að liðnu árinu 1984 kemur í
hlut lífeyrissjóðsins að taka við
hlutverki umsjónamefndar eftlr-
launa. Bætast þar við lífeyris-
greiðslur, sem á síðasta ári
námu 46.283 milljónum króna,
og aö sjálfsögðu fara vaxandi.
Ragnar Guöleifsson
vetrarannríki og vertíð sjávar-
plássins voru mér framandi.
Allir voru vinnandi og
áhugasamir um starf sitt og ekki
afskiptasamir um hag annarra,
en yfirleitt var fólkið álúðlegt og
vinsamlegt.
Ýmsar leifturmyndir frá
kynnum mínum af Keflavik
veturinn 1940-1941 líðamérfyrir
sjónir þegar ég er beðinn að
geta þeirra nú eftir 40 ár og skal
minnst á örfá atriði.
Heirrisstyrjöldin var skollin á
og var maöur lítt var við hana
nema í fréttum. Þó var þar ein
undantekning. Héraðslæknirinn
var mikill þýskumaöur og
áhugasamur um gang styrjald-
arinnar. Þó að ég sé ekki viss um
aö hann hafi fylgt Þjóðverjum að
málum, þá er eitt víst að hann
hlustaöi öll kvöld á Þýska
útvarpið og þá gjarnan á höfuð-
paurana Hitler og Göbbels.
Hvenær sem hann sá mig á götu
kallaði hann til min og lét mig
heyra skellihlægjandi hvað þeir
hefðu verið að segja í gær. Þá
hlustaði hann einnig af athygli á
útvarpsþulinn, sem kallaði sig
Lord Haw-Haw og hæddi og
kvaldi Englendinga með
háðsyrðum öll styrjaldarárin.
Hann var enskur að uppruna og
Bretum kvað hafa létt stórlega
þegar þeir náðu til hans að stríði
loknu og gátu hengt hann.
Skólastjórinn var ágætur
íhaldsmaður og stóð framarlega
í hreppsnefndarmálum sem
oddviti. Hann tjáði mér þegar í
upphafi kunningsskapar okkar
aö þó að kreppan hefði sorfiö
hart að flestum landshlutum
hefði sú ekki orðiö reyndin í
Keflavík og þakkaði hann það
að miklu leyti fádæma vinnuorku
og starfsgleði þorpsbúa, enda
tók hann fram með nokkru stolti
að áhugi unga fólksins beindist
að sjósókn og útræði og enn
hefði enginn Keflvíkingur síöan
hann kom í plássið sótst eftirað
fara svokallaða menntaleið með
stúdentspróf og háskólanám að
markmiði. Hann hefur kannski
sagt þetta til þess að stríða mér,
því ég hafði nælt mér í utan-
skólastúdentspróf vorið 1940.
Presturinn var skólastjóri Ung-
lingaskólans og kenndi ég
eitthvaö hjá honum tímakennslu
á kvöldin. Hann var ógleyman-
legur persónuleiki og ákaflega
vinsæll hjá nemendum sem
öðrum. Þótti mér skaði er ég
frétti að hann hefði síðar flutt til
Vesturheims með fjölskyldu
sinni.
Ég kenndi hálfan daginn (
Innri-Njarðvík og fór á milli
ýmist gangandi eða með
Steindóri í áætlunarbílnum. Þar
snæddi ég hádegisverðinn og
þar var gaman að koma. Allt var
svo frjálslegt og fólkið bar
kennarann á höndum sér. Eftir
að ég hætti kennslu um vorið
vann ég um sumariö í Skipa-
smíðastöðinni hjá Bjarna og var
þaö mér ómetanlegur skóli
vegna lögfræðistarfa síðar að fá
að kynnast þannig bátum og út-
gerð.
Þrátt fyrir ysinn og þysinn við
höfnina og bílaskröltið, forina
og drulluna á Hafnargötunni á
vertíðinni þá var Keflavík í raun
og veru kyrrlátur bær með
sérlega friðsamlegu umhverfi.
Margar gönguferðir fór ég með
litlu krakkana er vora tók upp í
heiðina, þvi þar var dásamlegt
að reika um lynggrónar breiður
þar sem hjalli tók við upp af
hjalla og ekkert truflaði náttúru-
kyrröina. Nú er þar heldur öðru-
vísi um að litast. Ég kunni ákaf-
lega vel við hve veöurlagiö er oft
stillt í Keflavík og annarsstaðará
Suðurnesjum á vorin og sumrin
þegar kvölda tekur.
Það fór fram aðalmanntal
1940 svo sem ávallt skyldi vera á
10 ára fresti og var mér ætlaö
það hlutverk að fara i hvert hús í
einni götunni á manntalsdaginn
og skrifa upp nöfn íbúanna. Enn
þann dag í dag man ég hve
margt kom mér á óvart úr lífi
fólksins þegar svona óvæntan
gest bar aö garði um miöjan dag
með eyðublöð og spurningar
um hagi þess. Dapurleg mynd
blasti við mér í einni risíbúðinni.
Bátur hafði farist nokkrum
dögum áður og meðal bátsverja
var fyrirvinna heimilisins þarna,
kornungur sjómaður, nýlega
aðfluttur til Keflavíkur. Barnung
Páll S. Pálsson
vorið 1940
ekkjan hélt á barni á handlegg
og dillaði öðru í rólu sem hékk úr
rismæninum í miðri stofunni.
Hún vírtist algjörlega utan við
sig og svaraöi naumast
spurningum um nöfn og aldur
barna o.s.frv. Ég hafði þá aldrei
og reyndar aldrei síöan séð eins
yfirþyrmandi sorg og einsemd í
fari nokkurrar manneskju. Ég
sagði konunni frá þessu þarsem
ég var í fæði og mun hún hafa
gert einhverjar ráðstafanir til
þess að konurnar heimsæktu
ungu ekkjuna og reyndu að hug-
hreysta hana, en sennilega
hefur það verið heldur seint því
eftir því sem ég frétti síðar varð
algjör sturlun hlutskipti hennar.
Þannig tók hafið sinn toll af
þessu harðgerða og ágætafólki.
Samkennarar mínir í Keflavík
og nokkrir aðrir menningar-
frömuðir þar buöu mér þátttöku
í fólaginu Faxa og reyndist það
sannarlega ánægjulegur félags-
skapur. Ég óska félaginu og
blaðinu til hamingju með
afmælið.
Heimilismatur
Leggjum áherslu á
pizza og grillrétti.
NAUTIÐ
Hafnargötu 19a - Keflavík
Sími 3390
FAXI - 187