Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 26

Faxi - 01.12.1980, Page 26
Horft um öxl til liðinna tíma Minningar Guðjóns M. Guðmundssonar / sióasta blaði ræddum við um að skyggnast lengra aftur i tim- ann, og þá til þeirra ára, er þú kynntist árabátaútgerðinni af raun, þegar þú unglingur, ný- fermdur hófst sjómennsku sem fullgildur háseti með hinum gætna, en þó ötula og fengsæla formanni, Árna Geir Þórodds- syni. Þú sagðir mór einhvern tima að þú hafir hlotið þetta skiprúm svona ungur, i skjóli föður þins? - Já, það voru sjálfsagt ein- hverjir, sem þótti ég of ungur, en pabbi svaraði þá eitthvað á þá leið, að þeir skyldu bíða þar til hallaöist á borðiö okkar feög- anna, en við rerum á sama borði. Einn róður með Árna Geir Þóroddssynf Atburður sá, er ég nú ætla að segja frá, er ein sjóferð á áttær- ingnum Svaninum frá Keflavík, formaöur var Árni Geir Þórodds- son. Þetta var 8. apríl 1915. Þá var ég á sextánda ári og reri þarna í skjóli föður míns. Þennan morgun róum við á Svani vestur í Garðsjó. Það var noröaustan kaldi. En þegar við komum vestur í Garðsjó, þá er komin töluverð alda, undiralda, en ekki leit út fyrir neitt vont veður. Við drögum svo þarna þrjár trossur og fáum i þær um 360 fiska, þorska, væna og fal- lega. Þetta var mjög góð ballest í áttæringinn. En þegar við erum aö enda við að draga síðustu trossuna, en erum ekki farnir að leggja hana aftur, þá fara þeirað kallast á, pabbi og Árni. Þeirtöl- uöi oft saman ef eitthvað sér- stakt bar við, sem ráða þurfti fram úr. Þá segir Árni: „Ja, ég var að frétta, Gummi, að þeir hefðu verið að fiska á Strandar- brúninni ( gær, ég er að hugsa um aö fara með þessa trossu þangað." „Það líst mér vel á," sagir pabbi. Þá er það ákveöið. Þaö eru sett upp öll segl og við róum undir og nú gengur ágæt- lega inn á Strandarbrún. En eftir því sem við komum innar í bugt- ina, þá er eins og það sé meiri alda og þá er hann farinn aö ganga upp meö bakka í suð- vestri. Þeir eru aö tala um aö hann muni breyta eitthvað um veður. Pabbi er nú á því, að það gæti veriö. Við stefnum nú inná Strandarbrún og erum nokkuö lengi aö dulla þangað. Viö vorum svo vestarlega í Garð- sjónum. Ég tók nú ekki eftir neinum miðum á þeim tíma. Ég var það ungur, að ég lót mig það litlu skipta. En þegar við erum að koma á opna Keflavík, þá kallar pabbi allt í einu upp og segir: „Drengir, við ættum aö flýta okkur að losa okkur við tross- una,“ og þaö var gert. „Sjáið þið hvað er að koma hérna út Kefla- vík?“ Þegar við lítum í átt til lands, sjáum við aö það kemur eins og veggur út flóann hríöar- bylur og skafningsrok á suðvestan. Og við erum inni á Strandarbrún. Þaö var aö sjálf- sögðu ekkert um annað að gera en að setja upp og sigla. Segl voru sett upp og stórseglið rifað. Ég man eftir að Árni kallaöi til pabba og segir: „Guömundur, heldurðu að það sé gerlegt að hafa úti klífirinn?" „Já, við höfum hann, annars náum við ekkert," segir pabbi, „en fokk- una skulum við skilja eftir,“ og það gera þeir. Seglið er rifað og Árni segir, að hafa skuli rakkann neðar- lega. það er lykkjan, sem er neöarlega á mastrinu og spritið stendur f. Oft þurfti að hafa snör handtök við að kippa spritinu úr og þá var betra aö hafa spritið ekki of stíft. Nú er siglt og skipið liggur vel. Það var ágætis ballest í áttær- ingnum og hann liggur alltaf á lögginni. Við sjáum ekki út úr augunum. Ég man að ég lá til kuls, því ég reri á stjórnborða. Nú kallar pabbi til mín og segir: „Ertu nokkuð hræddur, frændi?" ,,Nei,“ segi ég. En hann brosti bara. Hann var alltaf með lausa klóna, gefa út eða taka í aftur, eftir því sem með þurfti, þegar komu vondar kvikur. Við erum nú búnir að sigla nokkuö lengi. Þá kallar pabbi allt í einu: ,,Það er land framundan." I því léttir upp hríðinni og við sjá- um hvar við erum staddir. Við höfum náð inn á Kópu. Það er vík í Stapanum innan við Innri- Njarðvík. Við vorum komnir mjög grunnt. Ekki var um annað að gera en að leggja yfir, og það var gert. Svanurinn þýtur yfir á stag í einni svipan og leggst á hina hliðina. Þá var nú gott hjá mér að liggja, því þá gat ég legið út í hléboröiö. Þegar við komum á móts við Njarðvík, kom skafningsrok út víkina. En það var svo góð bal- lest í skipinu, að allt gekk vel, þó kvika væri mikil. Við siglum nú þar til við komum á opna Kefla- vík, vestarlega nokkuð. Þá segir Árni: „Borgar sig nokkuð að vera að venda upp?“ „Nei,“segir pabbi, „við skulum bara taka saman og róa inn.“ Það var gert. Seglin voru tekin saman, og við Áttæringur meö Engeyjarlaginu. Svanurinn, sem sagt erfrá I þessari grein, var Ifkur þessu skipi. Teikningin er eftir Eggert F. Guömundsson, listmálara. Birt meö leyfi höfundar. vorum víst í klukkutíma á átta árum að róa úr leirnum og inn í Stokkavör í Keflavík. Þar var fiskurinn, þessir um 360 þorsk- ar, seilaðir út. Skipið var nú sett í naust. Fiskurinn var síðan dreg- inn á land og borinn upp þang- að sem honum var skipt. Við héldum nú heim, fegnir giftusamlegum endalokum á erfiðum róðri. Á þessum tímum voru fréttir ekki eins fljótar að berast og nú. Þennan dag gerðist sá atburður í lífi mínu, sem ég gleymi aldrei. En við fréttum það ekki fyrr en daginn eftir, aö sama daginn og viö rerum í Garðsjóinn og lent- um í suövestanveörinu, hafði farist skip frá Austurbænum að „Svona leit ég út um það leyti, sem þessi frásögn gerist. Þarna er ég á fermingarfötunum. Mydina tók Ey- vindur M. Bergmann," segir Guöjón um leiö og hann fær mér myndina. R.G. FAXI - 190
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.