Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 27

Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 27
ÖRN INGÓLFSSON: Hingað áttum við erindi Það fyrsta sem mér kom í hug, þegar vinur minn Jón Tómasson hringdi til mín og mæltist til þess að fá frá mér nokkrar línur í 40 ára afmæl- isblað Faxa, var kvöld eitt í janúar 1954. í suðaustan roki og rigningu seint um kvöld, kynntust við, ég og unnusta mín, nú eiginkona, Keflavík í fyrsta sinn. Þegar við stigum út úr áætlunarvagninum sem verðandi Keflvíkingar eða brottfluttir Akureyringar, mættu okkur svona um 1000 drullupollar af öllum stærð- um og sennilega mjög mis- djúpir líka. Einhvern veginn leist okkur ekki mjög vel á staðinn, svona í fyrstu. Á Akureyri, þarsem gang- stéttir og malbik tilheyrðu daglega lífinu, voru drullu- pollarnir í Keflavík andstæða og ekki beinlínis aðlaðandi. Ef satt skal segja, máég helst ekki sjá svona polla, eins og ég minntist á, öðruvísi en að minnast atvinnuleysis ungs fólks á Akureyri, og reyndar BÁTSENDAORUSTAN Framh. af bls. 243 félaga hans. Þeir bregða við og koma til Básenda, en þar var Ro- bert Legge neyddur til að skrifa undir skýrslu, sem Þjóðverjar sömdu um atburðina, en einnig urðu þeir að afhenda allan vam- ing sinn úr skipinu og greiða 40 lestir skreiðar í skaðabætur. Skreiðina afhenda þeir þann 16. maí, og fengu þeir þá að halda skipi sínu og töldust lausir allra HORFT UM ÖXL Framh. af bls. 190 Tóftum í Grindavík, með allri áhöfn, 10 mönnum. Þarna var þungur harmur kveðinn að bestu vinum okkar í Grindavík, fólkinu á Húsatóftum. Þarna drukknuðu mínir bestu vinir og félagar, bræðurnir Árni og Ólafur, synir Árna gamla á Tóftum. Magnús bróðir þeirra var með skipið. Hann hafði kvænst um nýárið þennan vetur og lét nú eftir sig konu og barn. Hinir bræðurnir voru ókvæntir. Þeir höfðu róið um morgun- inn, eins og öll skip í Grindavík, til þess að vitja um net sín, sem legið höföu lengi óumvitjuð. Hafði Magnús verið búinn að koma að landi um daginn meö fullt skip af fiski, en farið út aftur til þess að leggja nýja trossu. Sáu menn það seinast til hans, að hann sigldi beitivind upp undir land. Þetta slys varö mér slíkt reið- arslag, að mér féllust alveg hendur og ég man að ég fór upp á loft og lokaöi mig af góða stund. Um langan tima, mörg ár, gat ég ekki hugsaö til þess að fara til Grindavíkur eöa koma á þessar slóðir. Hér slitum vió nú tali aö sinni, en ég vonast til a<5 vió hittumst aftur heilir á næsta ári. R.G. mála fyrir þátttöku í orustunni að Básendum. Eftir það sigldu þeir burtu, en Erlendur lögmaður Þorvarðarson lét tylftardóm ganga um ,,skip það og góss, sem rak á land við Básenda í bardaga milli Ludtkins Smiths og Jóns Willers" og dæmist það réttilega fallið undir konung. Þar með voru þessir atburðir úr sögunni í bráð, en ýmsir aðrir áttu eftir að gerast. Seint í apríl kom skipið Thomas frá Lundún- um að Rifi á Snæfellsnesi, en þar lá fyrir Hamborgarfar á sama hátt og við Básenda. Englend- ingar gerðu út bát á fund skip- stjórans á Hansaskipinu og báðu leyfis að mega koma inn á höfn- ina, en fengu synjun. Þá héldu Engiendingar til Grundarfjarðar og lágu þar í þrjár vikur og veiddu og verzluðu. Að þeim tíma liðnum kom þar skip frá Brimum ásamt Hamborgarfar- inu, sem lá við Rif. 1 þrjá eða fjóra daga lágu Hansaskipin á Grundarfirði og höfðust ekki að, en þann 20. maí lögðu þau að landi. Fjörutíu eða fimmtíu manns gengu af skipunum og héldu þangað, sem Englendingar voru með búðir sínar. Þjóðverjar réðust með alvæpni inn í búðirn- ar, brutu upp kistur kaupmanna og höfðu allt fémætt á braut með sér. Síðan fóru þeir um borð í enska skipið og tóku þaðan öll vopn og skotfæri. Hér er um beint rán að raíða, en nú voru nýir og mikiu alvar- legri atburðir á döfinni. Til er staðfest afrit, en ódagsett, af bréfi þýzkra skipstjóra og kaup- manna í Hafnarfirði til ráðsins í Hamborg. Þar segir, að Eng- lendingar í Grindavík hafi tekið fisk, sem Hansamenn höfðu keypt og greitt. Þjóðverjar segj- ast vilja, að ráðinu sé kunnugt, að þeir ætli að ná fiskinum með valdi og leggja líf og góss í söl- urnar. Þeir æskja liðsstyrks og bjóða ráðinu hluta í herfanginu. Um Grindavíkurstríðið verður fjallað í næsta blaði. einnig á ýmsum stöðum öðr- um á landinu, og þeirrar geysilegu atvinnu sem hér var að hafa, og þann stórhug sem var í öllum hér á þessum árum. Innfæddir Keflvíkingar tóku vel á móti vinnufúsum höndu, og létu sig í engu skipta þó veraldlegur auður aðkomufólksins væri ekki mikill að vöxtum, kannski svonaein og ein snærisbund- in taska, og eitthvað smádót í hvítum poka. En þar sem at- vinnan er, þar er framtíðin. Vissulega hefur það sann- ast á fletöllu því aðkomu- fólki, sem hingað flutti og festi hér rætur, og horfir nú á eftir börnum sínum út í at- vinnulífið, sem innfæddum Keflvíkingum, að við áttum erindi hingað. Sennilega er það svo með okkur flest, svona í hita dags- ins, að við gleymum að þakka Skaparanum fyrir þau góðu örlög sem biðu okkar að- flutta fólksins hér í Keflavík. Oft dettur mér i hug janúar- kvöldið góða, fyrirtæpum 26 árum, þegar ég virði fyrir mér Keflavík í dag og sé þau ham- skipti sem orðið hafa. Svovil ég nota tækifærið og óska Faxa til hamingju með af- mælið og þakka vinar- bragðið. Gleðileg jól! Suðurnesjamenn GLEÐILEG JÓL! GOTT OG FARSÆLT KOMANDI ÁR! Verslunarmanna- félag Suðurnesja Hafnargötu 28 - Keflavik - Simi 2570 FAXI - 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.