Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1980, Side 33

Faxi - 01.12.1980, Side 33
NJÁLL BENEDIKTSSON: Gamlar minningar úr Garði Árið 1920 bjuggu að Brekku í Garöi, hjónin Guömundur Gíslason, fæddur 20/9 1849 og kona hans Jóhanna Sólveig Hernitsdóttir, fædd 15/91867 og dóttir þeirra Ingibjörg Þorgerður, fædd 3/8 1898. Var hún gift Gísla Matthíasi Sigurðs- syni, fæddur 13/7 1896 í Reykjavík. Þá voru þau Ingibjörg og Gísli búin að eignast dóttur, fyrsta barn þeirra sem skírð var Jóhanna Guðný fædd 24/6 1920 að Brekku í Garði. Þau Ingibjörg og Gísli fóru að búa á Brekku árið 1924. Brekka var haröbýlisjörð. Túnin lítil, þúfótt og grýtt. Baöstofan hlaðin úr grjóti og torfi að hluta, en framhald úrtimbri og klætt að innan með panil. Fjós og hlaða að falli komin, enda var þetta rík- isjörð og áhættusamt fyrir á- búðarmann að leggja í mikinn kostnað. Þannig var ástandið þegar Gísli byrjaði að búa, en hann var kjarkmikill og þrek maður og bóndi í þess orðs fyllstu merkingu. Gísli hafði kýr og hesta og hænur. Hann átti plóg og hestvagn. Hann byrjaði að rækta túnið á Brekku, auk þess sem hann plægði garða fyrir Garðmenn. Gísli notaði oft orðasambandið, hepp, diba-dib og mun hafa komið frá þvi að hann varhestasveinn í Reykjavík og keyrði vagnhesta. Þegar Gísli var að plægja fyrir Garðmenn með hesti, sá ég hann aldrei með svipu til að hvetja hestinn, hann sagði bara hepp, dibba dibb. Þá var eins og hesturinn skildi þessi orð og tók á sem Gísli vildi, Gísli var mikill dýravinur og flest dýr vildu með honum vera. Gísli átti stórt og mikið naut með stórum hornum. Hann leigði það Garðmönnum þegar kýr þeirra þurfti á því að halda. Hann fór oft ríðandi á nautinu og stundum til Keflavíkur. Það var tignarleg sjón að sjá Gísla á þessu stóra nauti sem hafði margfalt afl á við Gísla, en naut- ið beitti ekki afli við Gísla. Það fylgdi honum eins og tryggur hundur. Af þessu mátti sjá að dýrin voru vinir Gísla. Eitt sinn sem oftar ók ég til Reykjavikur og var Gísli farþegi með mér. Það var norðan kaldi með frosti og við fórum snemma að morgni af stað. Þegar við komum á Eskihlíöarholtið fyrir ofan Reykjavík var borgin hulin svörtum kolareyk, en borgin var þá kynt upp með kolum. Þá segir Gísli og slær á lærið um leið. “Ja maður, nú vofir mikil hætta yfir Reykjavík," og tvíflytur þessa setningu. Ég segi, "hvað er það Gísli rninn?" og hann svarar, “Ja, maður, allir að telja peninga." Þannig gat Gísli slegið á létta strengi, þá hann þurfti ekki sjálfur að telja sig á að telja peninga. Það mun hafa verið árið 1928, sem Gísli kaupir jörðina Miðhús í Garði. .Þessi jörð var stór og góð jörö. íbúðarhúsiö stein- steypt og sæmilegt hús, miðað við þá tíma. Gísli stækkaði fjós og hlöðu og bætti við sig skepnum. Hann reri til fiskjar til að drýgja tekjurnar, - hann hélt Brekkujörðinni líka og hafði beit þar að sumri. Björt framtíð blasti við Gísla, þó að kreppuárin væru í aðsigi. Gísli kunni mikið af Ijóðum og lögum og raulaði oft við vinnu sína. Gisli sagði mér oft hvað þyrfti að gera bændum til hagsbóta og flestar hugmyndir Gísla eru löngu komnar bændum til bóta. Þannig var Gísli langt á undan sinni samtíð. Árið 1930 býr Gísli M. Sig- urðsson í Miðhúsum i Garði, ásamt konu sinni Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Þá eru þau búin að eignast 9 börn. Tvö elstu voru látin, síðan áttu þau fleiri börn. Seint um haustið 1935 var benzínverkfall: Menn vildu ekki sætta sig við að verð benzíns hækkaöi og vildu fá það lækkaö. Það var nokkur harka í þessu verkfalli. Settir veröir við geyma og vegahindranir og veröir á vegum. Þá urðu hjónin á Meiða- stöðum í Garði, Guðlaugur Eiríksson og Björg Erlends- dóttir fyrir þeirri sorg aö missa ungan dreng. Varð að fá kistuna frá Reykjavík. Guðlaugur sótti um leyfi til verkfallsvarða að mega sækja hana og var það veitt gegn því skilyrði að ekkert yrði tekið á bílinn nema kistan. Ég sem skrifa þessar línur var fenginn til að fara þessa ferð á aðfangadag jóla 1935. Gísli í Miðhúsum frétti af þessari ferð og baö mig að taka koffort hjá systur sinni, Helgu sem bjó á Fjölnisveginum í Reykjavík og vildi ég reyna að verða við óskum Gísla, þar sem ég vissi að þetta voru jólagjafirtil litlu barnanna þeirra hjóna frá Helgu frænku þeirra. Ferðin gekk vel. Ég fékk benzín hjá Stefáni Bergmann i Keflavík og kom á Laufásveginn þar sem kistan var að mig minnir, - og mátti ég ekki fara neina útúr- króka, að skipun verkfallsvarða, en koffortið var upp á Fjölnis- vegi og fór ég því gangandi þangað. Bar síðan koffortið niður á Laufásveg og batt það rammbyggilega fyrir framan kistuna en áður var ég búinn að koma henni fyrir á pallinum. Síðan var haldið suður, en á Eskihliðarhæðinni eru vega- tálmar og verðir sem krefja mig um feröapassa, sem ég sýndi þeim, en þeir báðu mig um að leysa seglið ofan af svo þeir gætu séð hvað væri á bílnum og gerði ég það umyrðalaust. Koffortið góða kom þá í Ijós og spurðu þeir mig hvað í því væri. Ég sagöist ekki vita það, en það tilheyröi kistunni. Einn varð- anna vildi sjá ofan í koffortiö, en þá gerði svartasta kornél og þaö var sem rigndi grjónum, eins og vélbyssuskothríð. Nú, þegar haglélið buldi á seglinu og bílnum breiddi ég segliö yfir aftur og fékk að halda áfram. Þegar ég kom á Kópavogs- brúna, stytti upp og gerði besta veður. Þar var fólk á gangi á Hafnarfjarðarvegi og líka hjól- andi. Vildu menn fá far en ég mátti ekki sinna þeim neitt, en ók þaö hægt að þeir gátu hangið aftaní og hjólreiðarmenn héldu í pallinn með annarri hendi og hina á stýrinu. Þannig gekk það til Hafnarfjarðar. Þegar við komum á Strandgötuna að Bjössabakaríi, sem var rétt fyrir neðan lllu-Brekku voru þar líka verðir, sem stöðvuðu mig og báðu um passa. Þeir létu sér það nægja að lyfta af einu horninu á kistunni og leyfðu mérsíðan að halda áfram og ferðin gekk vel suður i Garð. Losaði ég kistuna af á Meiðastöðum og fór síðan út að Miðhúsum, meö koffortið góða og var mikil gleöi í litlu börnunum þeirra hjóna yfiraðfá jólapakkana frá Helgu frænku. Það mun hafa veriö árið 1936, að ský drófyrirsólu í Miðhúsum. Mikil veikindi komu uppog kona Gísla deyr. Hann veiktist sjálfur og þessi hrausti maður verður að beygja sig fyrir þessum veikindum. Fer á Hælið og heimilið er leyst upp og börnun- um tvístrað. Það var mikið áfall fyrir Gísla. Hann mun hafa fengið heilsuna aftur að einhverju leyti, eftir mörg ár, en Gísli var aldrei sami maðuraftur. Það hafði eitthvað brostið innra með honum. Konumissirinn var honum sár og ekki síður að börn þeirra gátu ekki verið saman. Gísli var meira en meðal- maður á hæð, þrekvaxinn og herðabreiður, snar í hreyfing- um, með tindrandi björt augu, en stórskorinn í andliti. Hann minnti mig oft á Byron í álögum. Ég minnist ávallt þessara hjóna frá Miðhúsum meö hlýhug. SIGVALDI KALDALÓNS Framh. af bls. 236 litauðugum starfsdegi lifði hann þar síöustu ævistund- irnar í skjóli fjölskyldu sinnar. Hann andaðist 28. júlí 1946. Grindvíkingar horfðu með trega eftir Kaldalónshjónun- um og börnum þeirra. Allir höfðu á einhvern hátt notið mannkosta þeirra og umhyggju. Einnig held ég að þau hafi unað vel hag sínum í Grindavík og Sigvaldi notið þess í ríkum mæli að sinna hugðarmáli sínu sönglist- inni. Með burtför þeirra hjóna lauk merkum þætti í byggðasögu Grindavíkur. Blessuð sé minning þeirra.“ Þegar litið er yfir æfistarf Sigvalda S. Kaidaións og ihuguð dýrleg tónlistargáfa hans, verður manni Ijóst hver hamingja það hlýtur að vera að mega lifa þvi lifi að lækna sjúka og sorgmædda og skilja eftir i sálum þeirra, er hlustað geta og hliða vilja, eilift sólskin. "Svo fögur varð þá jörðin, að þar mátti ekkert aumt sjást, ekkert Ijótt heyrast." Samantekið af J. T. GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Þökkum viöskiptin á árinu. Bókabúö Keflavíkur FAXI - 197
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.