Faxi - 01.12.1980, Qupperneq 35
Landgræðslunni að 2/3. Auk
þess lagði Landgræðslan til
kostnað vegna aksturs og
dreifingar.
Til þess að starf þetta megi
skila árangri þarf jafnframt að
hlúa að gróðrinum og ekki síst
að fría hann frá allri beit. Það er
því nauðsynlegt aö varslan við
landgræöslugirðinguna og
smölunina á svæðinu sé í góðu
lagi.
Á fulltrúaráðsfundi Sambands
(slenskra sveitarfélaga sem
haldinn var í Reykjavík 13. og 14.
marz s.l. var samþykkt að hvetja
sveitarstjórnir til að taka afstöðu
til álitsgerðar Verkaskiptanefnd-
ar um stjórnsýslukerfi sveitar-
félaga. Samþykkt var í stjórninni
að freista þess að senda
sameiginlega umsögn um álits-
geröina og var tveim stjórnar-
mönnum þeim Albert Sanders
og Gunnari Jónssyni falið að
semja drög að umsögn sem
síðan yrði send sveitarstjórnun-
um til umsagnar. Hér er um
mikið verk að ræöa, sem ekki er
lokið, en þarf vafalaust að hraða
svo sem tök eru á.
Á þessu ári var endanlega
gengiö frá skiptum á milli
Sambands sveitarfélaga í
Reykjaneskjördæmi og Sam-
bands sveitarfélaga á Suður-
nesjum. Eiríkur Alexandersson
varaformaðlur S.S.S. mætti á
framhaldsaðalfund SASÍR sem
haldinn var 21. maí s.l. Þar var
gengiö frá uppgjöri eigna og
skulda og var samþykkt að
hlutur S.S.S. skyldi vera 45.2%.
Skuld S.S.S. viö SASlR var þá
206.601 króna. Að auki eiga svo
samböndin í sameiningu- hús-
eignina Garðaflöt 16-18, en hún
er nú reikningsfærð á
22.219.465 kr. samkvæmt bráða-
birgðauppgjöri pr. 30. des. 1980
og er þá búið að taka inn í
dæmið greiöslur sem sveitarfél-
ögin hafa samþykkt að greiða á
þessu ári. Nú hefur borist erindi
frá stjórn SASÍR, þar sem skýrt
er frá því að húsnæði þetta sem
ætlaö var undir starfsemi
fræðsluskrifstofu Reykjanes-
umdæmis sé ekki nægilega
stórt, og jafnframt er skýrt frá því
að bæjarsjóður Garðabæjar haf i
hug á aö kaupa húsiö meö þaö
fyrir augum aö setja þar á fót
heilsugæslu eða læknamiðstöð.
Þetta erindi barst ekki til mín fyrr
en 12. nóv. s.l. og hefur ekki
veriö tekiö fyrir í stjórn
sambandsins en SASlR óskar
eftir svari fljótlega.
Lögreglusamþykktir í öllum
lögsagnarumdæmum á Suður-
nesjum hafa nú verið sam-
ræmdar og hafa þær ýmist verið
birtar eða eru aö sjá dagsins Ijós.
Fyrir liggja tillögur aö
samræmingu gatnageröar-
gjalda en þær virðast eiga erfitt
uppdráttar. Hér er þó um mikið
nauðsynjamál að ræða því
misræmi í gatnagerðargjöldum
getur valdið röskun á eölilegri
byggðaþróun.
Á stjórnarfundi sambandsins
hafa lánaumsóknir til Byggða-
sjóðs verið teknar til umsagnar
og yfirleitt verið samþykkt að
mæla með þeim, þó hefurkomið
fyrir að útaf hefur brugðið ef full-
trúi þess sveitarfélags sem um-
sóknin hefur veriðfrá hefur lagst
gegn henni. Þá vaknar sú
spurning hvort eðlilegt sé, að
stjórn sambandsins veiti
umsagnir um slík mál, þvi
augljóst er aö hér skiptir mestu
máli álit heimamanna.
Svo sem öllum sveitarstjórn-
armönnum á Suðurnesjum er
kunnugt um.standa sveitarfél-
ögin sámeiginlega að rekstri
margra fyrirtækja og stofnana,
ýmist nokkur eða öll saman. Á
þessum fundi verða fluttar
skýrslur frá þrem stofnunum
þ.e. Fjölbrautaskóla Suður-
nesja, Sjúkrahúsi og heilsu-
gæslu og Garðvangi, dvalar-
heimili aldraðra. Þessar
stofnanir standa nú í mikilli upp-
byggingu og má þar nefna aö
Fjölbrautaskólinn keypti ísumar
húsnæði undir verknáms-
kennslu, nýbygging sjúkrahúss
hefur verið tekin í notkun að
hluta og verður væntanlega að
fullu lokið fyrir næsta sumar. Þá
er hafinn undirbúningur að
byggingu heilsugæslustöðvar i
tengslum viö sjúkrahúsið. Stjórn
Garðvangs hefur undirbúið
stækkun dvalarheimilisins um
21 pláss fyrir vistmenn.
Nú nýlega var haldinn aðal-
fundur Sorpeyðingarstöðvar
Suðurnesja. Málefni hennar eru
því fundarmönnum enn í fersku
minni en þess má geta að
viðgerð á stöðinni er nú að Ijúka
og starfsemi að hefjast að nýju.
Hitaveita Suðurnesja er okkar
merkasta fyrirtæki. Þar er áfram
unniö að uppbyggingu á fullum
krafti. Hitaveitan heldur árlega
sinn aðalfund þar sem kjörnum
fulltrúum gefst kostur á að ræða
málefni hennar. Ég mun því ekki
fara nánar út í málefni Hitaveit-
unnar.
Heilbrigðilsfulltrúi Suður-
nesja starfar undir óbeinni
stjórn sambandsins, en
samkvæmt lögum eru yfirmenn
hans he i I br i g ð i snefnd i r
sveitarfélaganna. Formenn
þeirra mynda svo heilbrigðis-
nefnd Suðurnesja. Þetta kerfi er
nokkuð þungt í vöfum og þyrfti
aö setja nánari reglur hvað þetta
varðar. Heilbrigölisfulltrúi er
Jóhann Sveinsson og hefur
hann sinntfjölda málasem undir
embættið heyra svo sem aö hafa
eftirlit með aðbúnaði starfsfólks
á vinnustööum, hreinsun
hunda, útrýmingu skordýra og
meindýra, eftirliti með matvæla-
framleiðslu og alls konar
sýnatökum, svo eitthvað sé
nefnt. Þá má ekki gleyma Fisk-
iðjunni, sem tók til starfa 26.
febr. s.l. með ráðherraleyfi upp á
vasann.
f júlí s.l. tók til starfa
meindýraeyðir, Júlíus Baldurs-
son, sem ráðinn var af
sveitarfélögunum sameiginlega.
hann mun sjá um eyðingu
nagdýra, skordýra, villikatta og
flækingshunda og fylgjast með
aö haldnar sóu samþykktir um
hundahald á svæðinu og verður
hann aö öðru leyti aðstoðar-
maður heilbrigðisfulltrúa vegna
tengdra starfa og lýtur stjórn
hans. Fyrirhugað er að mein-
dýraeyðir fái starfsaðstöðu í
Áhaldahúsi Keflavíkur en unnið
er að því að skapa þar aðstööu.
Keyptur var bíll til afnota fyrir
meindýraeyðinn en ekki ertaliö
boðlegt að flytja eiturefni í bílum
sem jafnframt eru notaðir til
einkaafnota og fólksflutninga.
Embætti heilbrigðlisfulltrúa
hefur aðsetur í skrifstofuhús-
næði S.S.S. í Ytri-Njarðvík. Það
húsnæði var tekið á leigu af
Hitaveitu Suðurnesja og er 99
fermetrar auk 36 fermetrar í
sameiginlegu. Húsaleiga í
samningi miðað við apríl s.l. er
kr. 121.500 á mánuði. Aðstaða
þar er öll hin vistlegasta og
sambandinu til sóma. Fram-
kvæmdastjóri sambandsins er
Haraldur Gíslason, hefur hann
unnið því gott starf, en s.l. árfór
mestur hluti starfs hans og skrif-
stofunnar i að vinna að
málefnum Sorpeyöingarstöö-
varinnar.en nú ætti að geta orðið
þar breyting á og er raunar
nauðsynlegt því málefni
sambandsins eru margvísleg og
krefjast mikils tíma.
Á fyrsta starfsári samband-
sins fékk það framlag úr Jöfn-
unarsjóöi til jafns á við önnur
landshlutasamtök, en á þessu
ári brá svo við að félagsmála-
ráðuneytiö úrskurðaði að það
framlag sem áður var greitt til
SASÍR skyldi nú skipt að jöfnu
milli SASIR og S.S.S. I ár er sá
hluti sem til okkar rennur um 10
milljónir króna. Stjórnin vildi
ekki una þessum úrskurði og
hefur nú höfðað mál á hendur
Jöfnunarsjóði til að fá þessum
úrskurði hnekkt. Best væri
auðvitað að þetta mál leystist án
þess að til málareksturs komi og
er ekki að vita nema það geti
tekist.
Byggöasjóður leggur sam-
bandinu til fé sem nemur
launum eins starfsmanns eða
um 10 milljónir.
Fjárhagur sambandsins er
annars ekki slæmur eins og er,
enda greiða sveitarfélögin í raun
mestan þann kostnaö sem af
starfsemi þess leiðir.
Góðir sveitarstjórnarmenn,
samkvæmt stofnsamningi er
tilgangur sambandsins aö vinna
að hagsmunamálum sveitar-
félaganna á svæðinu og efla og
styrkja samstarf þeirra. ( sam-
eiginlegum málum á það að
koma fram, fyrir hönd sveitar-
félaganna gagnvart ríkisvaldinu
og öðrum. Viö skulum ekki
missa sjónar á þessum mark-
miöum. Ég held að vel hafi tekist
hingað til og vona að svo verði
áfram. Samstarf sveitarfélag-
anna á Suðurnesjum hefur verið
gott og mætti jafnvel vera öðrum
til fyrirmyndar. Ég vil svo aö
lokum þakka meðstjórnendum
mínum og framkvæmdastjóra
gott samstarf þann tíma sem ég
hef verið formaður þessara
samtaka og í nafni stjórnarinnar
þakka ég öllum sveitarstjórnar-
mönnum ágæta samvinnu.
Verslunarmenn
Atvinnurekendur
Sparið tíma í jölaösinni og pantið
SNITTURNAR OG MATINN
fyrir starfsfólkið, hjá okkur.
Fljót og góð þjónusta.
iþlúmnn
Smáratúni 28, Keflavík Símar 1777 og 3846
FAXI - 199