Faxi - 01.12.1980, Side 36
GUNNAR SVEINSSON:
Starfsemi Fjölbrautaskólans
Á aðalfundi Sambands Sveit-
arfélaga á Suðurnesjum var flutt
skýrsla skólanefndar um
starfsemi Fjölbrautarskóla
Suðurnesja 1979. Komu þar
fram ýmsar upplýsingar um
starfsemi skólans.
Skólanefnd sem skipuð er
fulltrúum allra sveitarfélaganna
hélt 10 bókaða fundi á árinu, þar
sem fjallað var um starfsemi
skólans. Fastráðnir kennarar við
skólann voru 32 og stunda-
kennara 11. Mjög litlar
breytingar urðu á kennaraliöi
skólans á árinu. Nýr reiknings-
haldari var ráðinn aö skólanum,
einnig bókavörður, gangavörð-
ur og tvær matráðskonur í hálft
starf.
Nokkuö hefur veriö rætt um
aðsókn nemenda að skólanum
frá hinum ýmsu sveitarfélögum.
Nákvæm nemendatalning, sem
fylgir hér með sýnir að í skólann
komu áriö 1979606 nemendurtil
lengri eða skemmri dvalar. Á
vorönn voru nemendur 486, og á
haustönn 505. Dreifist
nemendafjöldi um allt svæöið,
sem sýnir að öll sveitarfélögin
nýta sér þá aðstöðu er skólinn
veitir.
Rekstrarkostnaður skólans er
greiddur af ríki og sveitarfélög-
um að jöfnu eða 50% hvor, en af
stofnkostnaöi greiðir ríkið 60%
og svéitarfélögin 40%. Ríkið
greiðir einnig öll kennaralaun. Á
árinu 1979 voru framlög ríkis og
sveitarfélaga til reksturskostn-
aðar kr. 86.087.194 og framlag
ríkis vegna launa kr.243.186.627
Heildarkostnaður vegna
reksturs skólans varð því
kr.329,3 milljónir. Framlag ríkis
og sveitarfélaga vegna
stofnkostnaðar var kr.
40.140.965.
öldungadeild skólans á
vaxandi vinsældum aö fagna. (
upphafi haustannar 1979
innrituðu sig 152 nemendur, en
nú í haust mun fleiri. Sýnist
mörgum að takmarkið hljóti að
vera að öll fulloröinsmenntun
fari fram á vegum Fjölbrautar-
skólanna. Mundi þá náms-
flokkakerfið að mestu verða lagt
niður, en sú námstilhögun hefur
verið mjög laus í reipunum. Á
hinn bóginn mundi, ef slík til-
högun kæmistá, alls konarnám-
skeiöahald á vegum Fjölbrauta-
skólans aukast og skipulag þess
veröa sérstakur liður innan
menntakerfisins.
Unnið var aö ýmsum
lagfæringum á húsi skólans s.s.
innréttingu á rishæð hans til
notkunar sem kennarastofa. Var
flutt í það húsnæði um áramótin
79-80 og eldri kennarastofa á
fyrstu hæð notuð sem matsalur
fyrir nemendur. Á yfirstandandi
ári hefur svo verið haldið áfram
með þessar framkvæmdir, en
jafnframt unnið að kaupum á
verknámshúsi, fyrir verknáms-
brautir skólans, en frá þeim
kaupum, á löavöllum 1 var
gengið nú í haust.
Félagslíf nemenda var gott.
Oskum viðskiptavinum okkar GLEÐILEG JÓL!
gleðilegra jóla og gæfuríks Farsælt komandi ár!
komandi árs. Þökkum viöskiptin á liðna árinu.
Rafveita Keflavikur - Simi 2039 Ragnarsbakari hf. - Simi 1120
Nemendur kjósa fulltrúa til setu
á fundum skólanefndar.
Nokkrar umkvartanir hafa borist
frá nemendum og aðstandend-
um um gloppótta stundaskrá, og
aðstöðuleysi til lesturs í
skólanum og til að boröa há-
decjisverð.
Ur þessu hefur verið bætt að
nokkru, en gert verður betur á
næsta ári.
Stórum áfanga var náð í
kennslu skólans nú í haust, er
hið nýja íþróttahús í Keflavík tók
til starfa, en það skapar
skólanum aðstöðu til fullkom-
innar íþróttakennslu.
Næsti áfangi í framkvæmdum
skólans er að Ijúka við breyting-
ar á fyrstu hæð skólans og svo
að innrétta hið nýkeypta verk-
námshús og kaupa í það vélar og
kennsluáhöld, til þess þarf
nokkuð mikiö fjármagn, því
slíkar vélar og tæki eru mjög dýr.
Fjölbrautaskólinn er nú á sínu
5 starfsári. Hann hefur nú þegar
skapað sér verðugan sess meðal
annarra framhaldsskóla þessa
lands, undir ágætri forystu Jóns
Böðvarssonar skólameistara og
Ingólfs Halldórssonar aðstoðar-
skólameistara og þeirra ágætu
liðsmanna í kennarastétt
skólans. Skólinn hefur
gjörbreytt allri aðstöðu til fram-
haldsmenntunar á Suðurnesjum
enda notið ríks skilnings og vel-
vilja sveitarstjórna og alls al-
mennings á svæðinu, sem for-
ráðamenn skólans þakka af
alhug.
Skótanvtnd Fjólbrautatkólan* 1977. Standandl trá vinatrl: Omar BJamþórs-
son SandgsrSI, Jón Hólmgalrsson Grlndavfk, Guórún Slguróardóttlr Garól,
Eggsrt Ólatsson Hðfnum, Ingvar Jóhannsson NJaróvfk. Frsmri röð frá
vinstrf: Hrslnn Asgrfmsson Vogum, Jón Bððvarsson skólamelstarl,
Gunnar Svainsson Ksflavik, Ingólfur Halldórsson aðstoðarskólamslstari.
Fjölbrautaskóli Suóurnesja.
NEMENDATALNING
vor og haustönn
1979.
Keflavík
Njaróvík
Vogar
Grindavík
Hafnir
Garöur
Sandgeröi
Utan sveita-
félaganna 7.
15
4
2
4
1
1
2
5
11
91
30
4
15
2
5
2
22
102
3 6
3
21
2
15
19
104
17
3
15
1
2
3
3
347
93
12
57
6
2 3
30
38
1 9 8
Jtskrifaöir
Stúdentar 19 á vorönn
8 á haustönn
Heilsugæslubr.
ViÖskiptabr. nám 2 ár = 11
Uppeldisbr.
Iönnemar 28
Vélstjórabr, lst, 5
Flugliöabr. 8
Hársnyrtibr. 2
Nemendur í öldungadeild 152
FAXI - 200