Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 39

Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 39
KRISTÓFER ÞORGRÍMSSON: Upphaf bifreiðatímabils Mér er mikill vandi á höndum að rekja sögu og þróun bílsins, því nákvæmar heimildir eru af skornum skammti. Ýmsir aðilar bæði í Evrópu og Ameríku höfðu á síðari hluta 19. aldar gert til- raunir með smíði á vélknúnum ökutækjum, með misjöfnum árangri. En stór þáttaskil verða í þessari framleiðslu, þegar hinn ungi maður Henry Ford lauk við smíði fyrsta vélknúna vagnsins sem hann smíðaði og reynsluók árið 1893. Og varð hann einn mesti uþpfinningarmaður bílvéla og bílaframieiðslu. Uþþ frá þessum tilraunum færðist bílaframleiðslan í fjöldaframleiðslu og voru margar bílasmiðjur reistar. Ford lagði áherslu á smíði lítilla, sterkbyggðra og ódýrra bíla, handa öllum almenningi, en þar voru kepþinautarnir á öðru máli, þeir smíðuðu stóra og dýra bíla, sem voru aðeins handa fáum útvöldum. Alþingi 1903 mun vera fyrsta opinbera samkoman sem fjallað hefur um notkun vélknúinna vagna á íslandi. Sýnist fara vel á því. Notkun vélvagna mátti heita enn á bernskuskeiði í heiminum og alveg óþekkt fyrirbæri á íslandi, enda vegalagning þar í smáum stíl, er hér var komið og vegagerðinni lítt hagað með hliðsjón af notkun vélknúinna vagna. Eigi verður að sönnu komist svo að orði, að íslend- ingar hafi tekið þessu nýmæli opnum örmum og með einróma fögnuði, enda varla við slíku aö búast um svo stórbrotið og óþekkt fyrirbæri. En það er eigi síður athyglisvert hversu margir af leiðtogum þjóðarinnar gerð- ust strax fylgjendur þess að tilraun yrði gerð með vélvagn á íslandi fyrir atbeina Alþingis og með fjárstyrk þaðan, en að hætti þeirra tíma lágu slíkir styrkir ekki á lausu. Sýna þær undirtektir öðru þetur að samgöngu- leysið hefur verið lands- mönnum mikill þyrnir í augum, og sumir þeirra a.m.k. hafi þá haft vakandi auga á sérhverju því, er ætla mátti að gæti dregið úr þeim vanda eða leyst hann að fullu. Þessi fyrsta umræða um málið á Álþingi ber því vitni, að sumir þingmanna hafa þá þegar vitað talsvert mikið um þessa nýju samgöngubót, þrátt fyrir einangrun landsins og líklega heldur fáar vísbend- ingar um hana erlendis frá, án þess að eftir þeim væri leitað. Margir voru á móti því að bíll yrði keyptur til landsins, en að lokum styrkti ríkissjóð- ur kaup á bíl eftir langa um- fjöllun á Alþingi. Það var konsúll Tomsen sem fékk styrkinn að uþphæð krónur 2000 en áætlað verð var krónur 5000. Árið 1904 kom svo fyrsti bíllinn til landsins, þetta var lítill mannflutninga- vagn 6 eða 7 hestöfl og þætti heldur lítið í dag. Þetta var gamall skrjóður, sem gerði hér heldur litla lukku, enda gekk hann hér aðeins þetta eina sumar, með miklum ýtingum og basli upp hverja brekku. Varð svo slæm reynsla af þessum þíl að hann var fluttur úr landi aftur. Þrátt fyrir ýmsa byrjunar- örðugleika misstu menn ekki trúna á þessari nýju tækni og voru nokkrir bílar fluttir til landsins sem reyndust misjafnlega. Þeir voru notaðir til fólks- og vöru- flutninga og voru farnar áætlunarferðir frá Reykjavík á Þingvöll til Hafnarfjarðar og víðar. Þótti mönrlum nú tími til kominn að bílstjórar gengu undir hæfnisþróf og voru fyrstu ökuskírteinin gefin út 1915 og gengu þá þrír menn undir próf sama daginn þann 15. júní. Hér var um að ræða fyrstu bílstjóraþrófin á íslandi og þótti það svo markverður atburður að þáverandi bæjarfógeti í Reykjavík frestaði útgáfu skírteinanna til 17. júní, og eru fyrstu þrjú ökuskírteinin dagsett á afmælisdegi Jóns Sigurðs- sonar forseta og jafnframt á þjóðhátíðardegi íslendinga. Það fórekki á milli mála að bílarnir þurftu viðhald ekki síður þá en nú og voru bíl- stjórarnir oftast viðgerðar- mennirnir líka. En í ársbyrjun 1917 fór Egill Vilhjálmsson til Ameríku gagngert til að læra bílaviðgerðir og er hann eflaust fyrsti íslendingurinn sem stundaði nám i þeirri grein. Egill var við námið í 7 mánuði hjá verkamiðjum “Overlands" í Vesturheimi. þætti það sjálfsagt stutt nám í dag, en var samt undirstaðan í stórfyrirtækinu Egill Vil- hjálmsson hf. í Reykjavík, sem flutt hefur inn bifreiðar síðan. Bifreiðaeftirlit ríkisins var stofnað 1928 og hefur lítið breyst skoðun á bílum og prófun á ökumönnum siöan. Það er, að bílar eru skoðaðir undir berum himni víðast hvar á landinu með happa og glappaaðferðinni, í stað þess að færa skoðunina inn á bílaverkstæðin þar sem þeir eru viðgerðir fyrir skoðun hvort sem er við miklu betri aðstæður er eftirlitið hefur uþp á að bjóða. ökukennslan er á litlum batavegi þar sem gleymist yfirleitt að kenna akstur á vegum í lausamöl og við slæmar aðstæöur, enaa kemurekki ósjaldan ífréttum að ökumaður hafi misst stjórn á bíl sínum í lausamöl og ekið útaf eða velt bílnum. Þjónusta bílaverkstæða er í stórum dráttum þannig að bílaumboðin reka eigin verkstæði og eingöngu fyrir sínar tegundir, en verkstæð- in út um landsbyggðina þurfa að geta þjónað helst öllum tegundum bíla og reynist það oft erfitt þar sem skortur er á sérverkfærum fyrir hverja gerð af bíl fyrir sig. En menn reyna eftir bestu getu svo að þjónustan er a.m.k. sæmileg víðast hvar. Þó nokkuð mikill inn- flutningur hefur verið á bílum síðustu ár og eru nú um það bil 80.000 bílar á skrá í landinu. Fyrir tíu árum síðan var stofnað félag bílaverkstæða, innflytjenda og varahlutasala og heitir það Bílgreinasam- bandið það er meðal annars upplýsingamiðill fyrir félags- menn, samræmir útsölutaxta og sendir félagsmönnum allar upplýsingar um það sem er að gerast hverju sinni. Þá kemur að námi bifvélavirkja, það er tvíþætt annars vegar eingöngu skólanám og síðan eins árs vinna á verkstæði og að því loknu í sveinspróf, en hins vegar fer neminn á samning hjá iðnmeistara sem byrjar á þriggja mánaða reynslutíma og síðan er námið samtals í fjögur ár þar af eitt ár í iðn- skóla sem dreifist á námstímann. Það mun hafa orðið heldur léleg útkoma af iðnskólalærðum nemum sem eiga að gangast undir próf að ári liðnu eftir skólaveruna, samkvæmt minni reynslu eru þeir svipað undirbúnir og neminn sem hefur unnið sinn þriggja mánaða reynslutíma á verk- stæði. Þegar nemi hefur lokið námi sínu og gengist undir sveinspróf þarf hann að vinna að iðn sinni í þrjú ár í viðbót og getur þá öðlast meistararéttindi í bifvéla- virkjun að undangenginni umsögn iðnráðs. Þegar ég flutti til Keflavíkur um áramótin 71-72 varð ég fyrst var við það að bifvéla- virkjar í Keflavík og Njarðvík voru harla fáir með réttindi og allra síst með meistara- réttindi. sem unnu að iðn sinni en þeir voru aðeins þrír eftir því sem ég kemst næst og hefur lítið breytst síðan, nema bifvélavirkjum hefur fjölgað en meisturum ekki og er það vegna þess að menn hafa fengið undanþágu til þess að ganga undir verklegt sveinspróf. Á 12 bílaverkstæðum í Keflavík og Njarðvík eru nú aðeins 5 bifvélavirkjameist- arar, 3 bílamálarameistarar 1 rennismiður og 1 vélvirki. Undantaldir aðilar hafa ’ í vinnu hjá sér 7 nema 9 bif- vélavirkja og 20 ófaglærða menn, samtals vinna við bíla- viðgerðir 42 menn en þettaer miðað við verkstæði þarsem vinna fleiri en einn maður. Ég hef ekki tölu á hversu margir ófaglærðir menn vinna í bíl- skúrum en ætla má að milli 50 og 60 menn vinni daglege að bílaviðgerðum í KeflaviT og Njarðvík. Skýringin á hve fáir réttindamenn endast í fagini er sjálfsagt sú að þetta ei erfið vinna, illa launuð oc sóðaleg og hafa menn sót mjög í aðra vinnu aðallega í Keflavíkurflugvelli oc víðar.Sem dæmi má nefni bankaútibústjóra, trygginga- fulltrúa, slökkviliðsmenn, lögregluþjóna,tollverði,for- stjóra, bílstjóra og ýmsum öðrum störfum, sem tilheyra ekki bílaviðgerðum. FAXI - 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.