Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 41
HILMAR PÉTURSSON:
Auka ber samstarf sveitar
féiaga á Suðurnesjum
Á síðari árum hafa miklar
umræður farið fram, um
aukið samstarf sveitarfélaga
og þá um nauðsyn þess að
sameina þau, þar sem
landfræðileg aðstaða er fyrir
hendi. Á nokkrum stöðum
hefur verið tekið upp
samstarf um rekstur ýmis-
konar þjónustustöðva, en
minna hefur orðið um
sameiningu sveitarfélag-
anna. Þó 'hefur það gerst á
Vestfjörðum þegar (safjörður
og Hnífsdalur urðu eittsveit-
arfélag og ekki hefur heyrst
annað, en þar hafi giftusam-
lega tekist til.
Hér a Suðurnesjum hefur
samstarf sveitarfélaganna
verið mikið og alltaf er verið
að auka það og álit flestra að
auka beri það enn frekar. Á
ýmsum sveitarstjórnarráð-
stefnum, sem ég hef setið á
undanförnum árum, hafa
ræðumenn víða af landinu
talað mikið um þetta sam-
starf okkar Suðurnesja-
manna og talið það mjög til
fyrirmyndar. Sérstaklega
voru þeir hissa á því, hvernig
hægt er að koma svona nánu
samstarfi á. Því viða hefur
þetta verið reynt, en ekki
tekist sem skyldi vegna sun-
drungar og metnaðar.
Eiginhagsmunir því miður
látnir alltof oft ráða ríkjum.
Oftast er staðsetning við-
komandi þyggingar, sem allt
strandar á, hún skal vera í
mínu byggðarlagi en ekki
þínu og ekki fæst samkomu-
lag um hvað hagkvæmast er
hverju sinni. Fréttir af hvers-
konar ósamkomulagi hvað
þetta varðar, má oft lesa um í
dagblöðunum og þarf ég
ekki að skýra það nánar,
enda öllum kunnugt.
Fyrsta samstarfið milli
sveitarfélaga á Suöurnesjum
var um byggingu og reksturs
sjúkrahúss í Keflavík. Síðan
líða nokkuð mörg ár, en þá
má segja að hvert stórverk-
efnið hafi tekiö við af öðru.
Heilsugæslustöð Suður-
nesja var komið á fót árið
1975 og starfar eftir sömu
lögum og Sjúkrahúsið. Auk
stöðvarinnar í Keflavík eru
útibú í Grindavík. Sandgerði
og Vogum. Fyrsti áfangi af
þremur hefur nú veriðtekinn
í notkun af viðbyggingu við
sjúkrahúsið. Annar áfangi á
að verða heilsugæslustöð í
tengslum við sjúkrahúsið og
þriðji áfangi 2ja til 3ja hæða
hús með rannsókna- og
hjúkrunardeildum.
Brunavarnir fyrir Suður-
nes eru orðnar vel búnar
tækjum og hús haganlegt
fyrir starfsemina. Fjölbrauta-
skóli hefur verið byggður og
keyþt var í sumar hús fyrir
verknámsdeildir skólans,
húsnæðisþörf fyrir skólann
er því fullnægt að sinni.
Hitaveita fyrir Suðurnes, sem
ríkissjóður er eigandi að
hluta til á móti öllum sveitar-
félögurium. Skrifstofu- og
lagerhúsnæði er staðsett í
Njarðvík. Elliheimilið Garð-
vangur í Garði hefur verið
rekið af öllum sveitarfélög-
unum nema Grindavík og um
næstkomandi áramót verður
Hlévangur í Keflavík rekinn
með sömu yfirstjórn. Nú er í
athugun viðbygging við
Garðvang, sem auka mun
vistrúm um 21 þ.e. 5 tveggja-
mannaherbergi og 11 ein-
staklingsherbergi, auk
föndurstofu, dagstofu og
þvottahúss. Sorpeyðingar-
stöð hefur verið sett á stofn
með framlagi frá sveitarfél-
ögunum og þeirra eign.
Á síðasta aðalfundi Sam-
bands sveitarfélaga á Suður-
nesjum, sem haldinn var í
Stapa 15. nóv. s.l. og raunar
áður hafa orðið miklar
umræður um hvort rétt sé, að
sameina allar rafveitur á
Suðurnesjum svo og
Hitaveitu Suðurnesja í eina
stóra orkuveitu. í þeim
umræðum sem fram hafa
farið um þetta mál, eru mjög
skiþtar skoðanir og eru
a.m.k. Grindvíkingar þessu
mjög andvígir. Það verður
eflaust erfitt að gera hverja
rafveitu uþþ fjárhagslega svo
öllum líki, ef í slíka samein-
ingu yrði farið. Þó held ég að,
það sé fleira sem mælir með
því að stofnað verði eitt stórt
orkubú, það yrði sterkara í
samningum við ríkisvaldið,
heldur en rafveiturnar eru nú.
Fyrir fáum árum var heil-
brigðisfulltrúi ráðinn fyrir
Suðurnes, en samkvæmt
lögum eru yfirmenn hans
heilbrigðisnefndirnar á
svæðinu. Starfssvið hans er
orðið mjög viðarmikið m.a.
aðbúnaöur starfsfólks á
vinnustöðum svo og eftirlit á
hverskonar heilbrigðis-
málum. Þá var í júlí s.l. ráðinn
til starfa meindýraeyðir fyrir
sveitarfélögin sameiginlega.
Rekstur fyrrgreindra
stofnana hefur yfirleitt
gengið vel og sambúðarer-
fiðleikar verið hverfandi litlir.
Hvert sveitarfélag hefur
greitt eftir íbúatölu reksturs-
kostnað þeirra og hefur það
mælst vel fyrir. Þéttbýlið
hefur létt hinum fámennari
byggðum róðurinn, sem
sjálfsagt er.
Ég tel að öllum hljóti að
vera Ijóst, að þau þjónustu-
fyrirtæki, sem nú eru rekin
sameiginlega af öllum sveit-
arfélögunum á Suður-
nesjum, væri nú ekki öll fyrir
hendi, ef þetta samstarf hefði
ekki tekist og því þjónusta við
fólkið á þessu svæði mikiö
skemmra á veg komin. Tel ég
að utan Stór-Reykjavíkur-
svæðisins sé hvergi betur
búið að fólki hvað þessa
þjónustu varðar en einmitt
hér og er það fyrst og fremst
vegna þessa samstarfs.
Það er augljóst mál, að lítil
sveitarfélög hafa ekki fjár-
hagsgetu til að byggja eða
reka öll þau þjónustufyrir-
tæki, sem nútímafólk ætlast
og krefst af samfélaginu.
Á Suðurnesjum eru
vegalengdir milli sveitarfél-
aganna stuttar og vegir mjög
góðir, er því öllum vorkunar-
laust að komast á milli þeirra.
Mér finnst því sjálfsagt, að
haldið verði áfram því sam-
starfi, sem orðið er og auka
það eftir bestu getu. Þannig
að búseta fólks verði reynt að
gera sem jafnasta hvað alla
þjónustu varðar og það
gerum við best með því, að
láta ekki deigan síga í
þessum efnum.
Eftir því sem samstarf
sveitarfélaganna eykst,
verður sú spurning áleitnari
hjá mörgum, hvort rétt sé að
sameina öll bæjar- og
hreppsfélögin á Suður-
nesjum í einn stóran kaup-
stað. Eflaust gæti það orðið
hagkvæmt fjárhagslega, öll
stjórnsýsla yrði einfaldari og
ódýrari. Ýmislegt annað
verður samt, að taka með í
reikninginn, sem ekki er
hægt að reikna til fjár, en
höfðar meira til tilfinninga
fólks til sinnar heima-
byggðar. Eru nú allir tilbúnir
að leggja sitt gamla
hreþþsfélag niður og innlima
það alfarið í eitt stórt sveit-
arfélag? Persónulega efast
ég stórlega um það, þrátt
fyrir það, að hægt yrði að
lækka stjórnunarkostnað og
eflaust sitt hvað fleira. Ég tel
að það verðu nokkuð margir,
sem vilja greiða meira til sins
gamla hreþþsfélags og hafa
þar allt óbreytt. Mér finnst að
hér verði að fara hægt í
sakirnar, ég er alinn uþþ í
fámennri sveit og hef ekki
gleymt hugsunargangi
þeirra, sem í þeim byggðum
búa.
Aftur á móti tel ég mjög
athugandi og raunar eðli-
legt, að sveitarfélög, sem
byggst hafa saman og eru þá
orðin í sjálf u sér eitt
sambyggt svæði sameinist í
eitt sveitarfélag, enda er þá
orðið um svo náið sambýli að
ræða, t.a. hvað verslun,
skóla, stéttarfélög, heilsu-
gæslu, brunavarnir o. fl.
mætti telja, að fráleitt er
orðið að tala um neina
sérstöðu hvers sveitarfélags
fyrir sig. Þá er orðið svo
margfalt fleira, sem þessu
fólki er sameiginlegt, heldur
en hitt sem skilur sundur.
Það verða mín lokaorð, að
það er þjargföst trú mín, að
auka beri samstarí sveitar-
sélaga á íslandi, ekki aðeins
hér á Suðurnesjum heldur
um allt land.
Traktorsgrafa
og BRÖYD X2
Tek að mér alla
almenna gröfuvinnu.
PÁLL EGGERTSSON
Lyngholti 8 - Keflavík
Simi 3139
FAXI - 205