Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 43
Æviminningar Kristins Jónssonar
Frásögn sú, erhér feráeftir, er
upphaf æviminninga Kristins
Jónssonar, eins af eldri
borgurum Keflavikur. Kristinn
var meöhjálpari i Keflavikur-
kirkju um árabil, og síöustu
starfsárin var hann innheimtu-
maöur hjá Rafveitu Keflavikur.
Fyrr á árum var Kristinn framar-
lega i menningar- og félagslifi
unga fólksins hér i byggö. Flann
var um skeiö istjórn Ungmenna-
félags Keflavikur og var þá oft
liötækur i leikstarfsemi félags-
ins.
Kristinn kemur hingaö til
Keflavikur i byrjun aldarinnar,
þegar hér er aö myndast visir aö
sjávarþorpi. Glæsilegt verslun-
arhús og reisuleg kirkja vekja at-
hygli hans er hann sér til Kefla-
víkur i fyrsta sinn, af Grímshól á
Voaa-Stapa.
í þessum minningaþáttum
lýsir Kristinn á Ijósan og lifandi
hátt umhverfi hér og lifsháttum
fólks i byrjun aldarinnar. Þá
bregöur hann einnig upp mynd
af athyglis- og umhugsunar-
veröri lifsbaráttu fólksins i sveit-
inni, þar sem hann fæddist og
dvaldi sin fyrstu bernskuár.
R.G.
Ég er fæddur 3. febrúar á því
herrans ári 1897, í pínulitlum
bæ, sem hét Kálfsstaöakot í
Vestur-Landeyjum. Þegar
foreldrar mínir byrjuðu búskap
fékk pabbi leyfi hjá bóndanum
sem átti og bjó að Kálfsstöðum,
til að byggja þetta kot í landi
hans. Þetta var frámunalega
frumstæð bygging, veggirnir
hlaðnir úr torfi og grjóti, ekkert
þiljaöir innan. Aðeins var ein
langfjöl fest í veggina til aö festa
rúmstæðin í. Súðbyrt timbur var
í þakinu meö torfi að utanverðu.
Gaflinn, þar sem glugginn var
með 4 smárúðum, var hlaðinn úr
torfi og grjóti. Hlóöareldhús var
aftur af baöstofunni, byggt í
svipuðum stíl og úr sama efni.
Ekki vartimburíneinumgólfum,
bara gengið á jörðinni. Þegar
blautt var úti og rigndi, blotnaði
gólfið og var illfært. Þá var bor-
inn mór eða skánaraska á gólfið
til að þurrka það. Stundum, sér-
staklega við hátíðleg tækifæri
var stráö moði, mó eða skánar-
ösku, stundum lyngi þegar
náðist í það. Þetta þótti afskap-
lega fínt, en þetta hækkaöi
gólfið óþægilega mikið yfir áriö,
en það var bætt úr því með því að
stinga út, eins og skán úr fjár-
húsi, venjulega rétt fyrir jólin.
Ekki var neinn olíulampi á
býlinu, enda lítt þekktir þá, nema
á efnaðri bæjum, en notast var
við svokallaða kolu. Það voru lá-
túnsdollur með líkt og
könnustút aö framan, og innst
flötum eða sívölum teini að aft-
an meö gati í endanum, sem í var
nagli til að stinga í veggina eftir
því sem hentaði. ( koluna var
látið lýsi, venjulega hrálýsi, og
þar í var kveikur heimatilbúinn
úr fífublómum sem reytt voru af
stönglinum og ýmist snúin
saman í höndum eða þegar best
lét spunnin á rokk.Svo var þessi
heimatilbúni kveikur settur ofan
í lýsið og lagður í stútinn. Á
þessu logaði sæmilega en alltaf
varð að passa að færa kveikinn
upp í stútinn eftir þvi sem hann
brann. Þó nokkur reykur mynd-
aðist frá Ijósinu og frekar vond
lykt var af Ijósmetinu. Þetta var
afar takmörkuð lýsing, aðeins
smá Ijóshringur, þar sem kolan
var staö'sett. Hvergi var hlýja
nema í eldhúsinu. Þar var eldur í
svonefndum hlóðum, sem
hlaðnar voru úr grjóti. Þar log-
aði eldurinn laus um matarilátin.
Venjulega sátu pottarnir á
hleðslu sem myndaöi eldholið,
en vatnsketillinn oftast hengdur
í járnhlekkjafesti með krók á
endanum, sem fest var upp í
rjáfur. Eldsneyti var venjulega
svokölluð skán (þurrkaður kúa-
skítur) og mór, sem víða var
stunginn úr jörðu og þurrkaður.
Einnig voru notaðir birkilurkar
og lyng þegar til náöist.
Ekki var búsakpurinn eða lífs-
afkoman beysin á svona smá-
kotum eins og okkar. Venjulega
voru aðeins tvær kýr og þegar
best lét einn kálfur. 15-20 rollur
og 1-2 hestar. Reynt var að hafa
aðra kúna snemmbæra en hina
síöbæra, sem kallað var, til að
hafa mjólk úr annarri kúnni þar
til hin var borin. Venjulegastóðu
kýrnar geldar eða mjólkurlausar
nokkurn tíma fyrir burð. Fóðrið í
þá daga var oft misjafnt að gæð-
um, eingöngu hey, enginn fóð-
urbætir eins og nú tíökast.
Túnið í kringum kotiö var
mjög lítiö. Mig minnir að ekki
hafi fengist af því eitt kýrfóður,
eöa 30-40 hestburðir. Þaö sem á
vantaði var snapaö á mýrum og
valllendisböröum. Ekki man ég
samt eftir að heylaust hafi oröið
á kotinu.
Oft var matur af skornum
skammti og stundum ekkert að
éta nema mjólkurlöggina úr
kúnni. Og til þess að drýgja hana
var hún sett í svokallaðar byttur
og látin standa yfir nóttina. Að
morgni var rjóminn sestur ofan
á. Þá var undanrennan sem
kölluö var, látin renna í gegnum
gat neðst á byttunni, sat þá
rjóminn eftir, þá var hann tekinn
og þeyttur í flautir til að drýgja
hann, svo allir fengju eitthvað.
Til þess að þeyta rjómann var
notaður kústur með um 20 cm
skafti með mjúku strái, svipað
og er núna i bílkústum. Svo var
skaftir tekið milli handanna og
snúið hratt til hægri og vinstri.
Þessi aðferð var furöulega fljót-
virk.
Ég var ungur um þetta leyti.
Þó man ég eftir hve ofsalega
hungruð við krakkarnir vorum.
Það hlýtur að hafa verið átakan-
legt fyrir mömmu að horfa á 5
krakkagrislinga, sem heimtuðu
mat af henni þótt ekki væri til, og
pabbi langt í burtu við sjóróðra,
niðri á Eyrarbakka. Og þó eitt-
hvað fiskaðist var ekki nokkur
leið að koma því til okkar svo
langt í burtu, því ekkert og eng-
inn var til að senda, og síst aö
vetrarlagi.
Venjulega fór pabbi til róðra
nokkru eftir réttir, til að reyna að
afla viðurværis, en venjulega
kom hann ekki afturtil okkarfyrr
en rétt fyrir jólin. Þá varð hann
að ganga alla leiðina og bera í
bak og fyrir eins og hann gat,
bæði fiskmeti og ýmislegt smá-
vegis í jólaglaðning. Ekki man
ég hvaö pabbi kom með úr kaup-
staðnum, þaö eina sem mig
rámar í var óróinn sjóvettlingur
fullur af kandíssykri. Ég man að
við systkinin fengum smámola
upp í okkur og þótti þetta mikill
viðburður, því við höfðum ekki
bragðað svona sælgæti í fleiri
vikur. Venjulega var ekki keypt-
ur meiri sykur til ársins og þetta
látiö duga svo lengi sem þaö
entist, sem oftast var styttri tími
en áætlað var.
Stundum var svo þröngt í búi,
að ýmist mamma eða eldri
systkinin urðu að fara á efnaðri
bæi og snapa matarögn, til að
við dræpumst ekki úr sulti. Alltaf
held ég að þau hafi fengið ein-
hverja úrlausn, því alltaf lifðum
við. Sennilega hefði ég dáið úr
eymd og volæði þarna hefði ég
ekki átt hauk í horni. Það hugði
mér enginn langra lífdaga. Eg
var svo aumur þegar ég fæddist,
að ég var skírður sama daginn.
Var fæddur með óþverra kirtla-
veiki. Það gróf í öllum kirtlum og
var ég oft með háan hita. Þetta
var að gramsa í mér i tvö ár. Þá
voru allir kirtlar útgrafnir og
farnir að þorna. Fór ég þá fyrir
alvöru aö lifna við. Mestan þátt í
batnandi heilsu minni var aö
þakka vinkonu minni á Kálfs-
stöðum, húsfrú Gróu, sem var
óspör á góöan bita og sopa
handa ræflinum. Þegar ég var
orðinn svo státinn að geta
labbað á milli bæja.
Ég man enn, þó stór væri ég
ekki, þegar ég kom að heim-
sækja Gróu mína og hún kallaði
mig ræfilinn sinn meö saman-
brotna flatköku í hendinni.
Búriö var í fremri enda baö-
stofunnar og ein nokkuð há
trappa upp í það. Ekki varaötala
um að ég fengi kökuna nema ég
kæmist aö eigin rammleik inn í
búrið, en tröppuskömmin var
svo há, eða ég svo lítill. Þófórég
að reyna að bjarga mér og
teygði mig sem ég gat og lagði
vinstri löppina upp á tröppuna
og velti mér svo inn í búrið. Þá
var heldur betur tekið á móti mér
og hrósað fyrir dugnaðinn. Oft
Kristinn Jónsson
var ég dag og nótt um kyrrt og
lifði þá í vellystingum praktug-
lega og var sáröfundaður af syst-
kinum mínum. Þessar velgjörðir
björguðu áreiðanlega lífi mínu
og heilsu. Blessuð sé minning
Gróu minnar á Kálfsstöðum.
Arið 1900 varð sú breyting á
högum okkar, að við fluttum al-
farið frá kotinu og blessuðum
Kálfsstööum. Á krossmessu
lögðum við land undirfótsuðurí
Flóa og höfnuðum í Egilsstaöa-
koti í Villingaholtshreppi. Ég
man bókstaflega ekkert eftir því
ferðalagi, en ýmislegt rámaði
mig í eftir að við komum á stað-
inn, enda þá orðinn 3ja ára. Þaö
fyrsta sem ég man vel eftir er. að
ég var sendur að Egilsstöðum til
að fá lánaðan ketil. Sá hlutur var
ekki til í búslóðinni frá Kálfs-
staðakoti. Sennilega man ég
svona vel eftir þessu atviki, af því
að ketilfjandinn var svo þungur,
að ég varð oft að draga hann á
eftir mér eða halda honum fast
viö löppina, sem var afar
óþægilegt. En alltaf þvældi ég
katlinum heim. Oft grenjaöi ég
yfir honum á leiöinni af van-
mætti og reiöi. Þetta var stór
pottketill og þykkt efni í honum
og ég ekki beisinn bógur til aö
standa í stórræöum. Aldrei bað
ég um að fá ketilinn lánaöan,
heldur sagði alltaf: Ég á að
sækja ketilinn.
Egilsstaðir eru á Þjórsárbökk-
um og aðalleikvangur okkar var
á söndunum niöur við á. Ég man
að Palli bróðir, sem var næst-
elstur, var venjulega foringinn í
hópnum. Hafði einhvers staöar
náö í nokkrar spýtur og reyndi
aö njörfa saman fleka. Mig
minnir aö hann hefi verið bund-
inn saman með snæri. Svo átti
aö sigla þessu út á ána. Mig
minnir að Palli hafi fyrst sent
Eggert bróður til að prófa far-
kostinn. Allt gekk vel hjá honum
og kom hann hróðugur að landi.
Þá heimtaði ég að fá að prófa
næst., þó stuttur væri. Þaö var
auösótt mál. Allt gekk vel í fyrstu
en svo fór víst eitthvað úrskeiðis,
því ég valt af flekanum í ána og
Framh. á nnstu sfðu
FAXI - 207