Faxi - 01.12.1980, Page 44
Palli varö aö bjarga mér í land
hundblautum. Aö lokum fór
höföinginn sjálfur í leiðangur og
bá tók ekki betra viö, því flekinn
bókstaflega gliönaði í sundurog
Palli á bólakaf. Svo fór með sjó-
ferö þá. Ég man ekki fleiri fleka-
ferðir.
Einn daginn í blíðskaparveðri
um hásláttinn var pabbi aö slá
bæjarsundiö og þakiö á
bænum, sem var kafloöiö.
Þá var kallað á hann inn í kaffi.
Hann lagöi orfið upp á þekjuna á
meðan. Ég hafði aldrei slegið
um dagana, en langaði mikiö
til að verða duglegur sláttumað-
ur, svo ég notaði tækifærið meö-
an pabbi var inni, tók orfiðog fór
að slá. Það gekk allt sæmilega í
fyrstu, en svo var ég svo óhepp-
inn aö reka Ijáinn í jörðina svo
hann varð fastur. Ég var iengi aö
bisa við að losa hann. Loksins
hafði ég þaö. Þá var ég svo óvar-
kár að leggja orfið öfugt við það
sem áður var og Ijárinn sneri
niður. Svo hoppaöi ég yfir hann
og lenti með stóru tána á Ijánum
sem skarst á hol inn að beini. Ég
varð svo yfir mig hræddur að ég
fór að hágrenja með þeim
ósköpum að allir komu
hlaupandi út úr bænum. Þá
fossaði blóðið úrtánni. Mamma
tók mig inn í bæ og batt um tána,
svo blóöiö hætti að renna úr sár-
inu. Ég held að það hafi verið í
fyrsta skipti sem ég skrökvaði
þegar farið var að spyrja um
orsakir slyssins. Ég hélt þvífram
blákalt, aö steinn heföi oltið ofan
á tána og höggvið mig svona illa,
en þegar pabbi sá hvernig Ijár-
inn lá í sundinu, þá komst allt
upp. Ekki var nú vitið meira en
guð gaf. Síðan hef ég haft ör yfir
þvera tána til þessa dags.
Seint um haustið komu ung
hjón til veru yfir veturinn í kotið,
því við höfðum það ekki Iengur
en til vorsins. Þau voru húsnæð-
islaus, svo þeim var leyft að vera
þótt þröngt væri í kotinu. Það
sem mér fannst athyglisverðast
við komu þeirra, var tíu línu olíu-
Iampi, sem þau lögðu í búið og
nutum viö góös af. Sú dýrö er
mér ógleymanleg. Þessi lampi
lýsti út í hvern krók og kima í
baðstofunni. Reyndar var hún
ekki stór, en munurinn frá grút-
artýrunni var geysimikill. Einnig
er mér minnisstætt þegar Sig-
fús, svo hét hinn nýkomni, og
Gróa kona hans komu úr kaup-
staðarferð frá Eyrarbakka
nokkru fyrir jól meö 6 punda rúg-
brauð úr brauðgerðarhúsi
ásamt ýmsu ööru sem ég man
ekki hvað var. Gróa gaf okkur
krökkunum eina brauðsneið
hverju. Mér þótti brauðiö Ijúf-
fengt, ég hafði aldrei um mina
daga bragöaö annaö eins
sælgæti. Eg finn bragöið enn í
dag þegar mér dettur þessi
sneiö í hug, og hvaö mig langaöi
ínnilega í meira, en þaö fékk ég
ekki, því þá hefði Gróa þurft að
gefa öllum 5 krökkunum.
Þarna í kotinu kúldruöust 10
manns yfir veturinn. Þau að-
komuhjónin, sem ég þegar hef
nefnt, faöir minn Jón Pálsson,
móðir mín Jóhanna Jónsdóttir,
viö krakkarnir, sem nú voru
orðnir 6 talsins. Elst var Elín,
fædd 1888, Jón Páll, fæddur
1892, Eggert, fæddur 1894,
Kristinn, fæddur 1897, Júlíana,
fædd 1899 og Þórunn, fædd
1901 i Egilsstaöakoti. Áriö 1902
um Jónsmessuleytiö var lagt í
langferö, hvorki meira né minna
en til Keflavíkur á Reykjanes-
skaga, sem þá var upprennandi
kauptún í eign H.P. Duus-versl-
unar. Ekki fór allur hópurinn í
þetta ferðalag. Elín og Jón Páll
fóru í vinnumennsku, sennilega
til aö létta útgjöldum af pabba,
því efnin voru mjög af skornum
skammti.
Elín fór aö Bolafæti í Ytri-
Hrepp, en Jón Páll aö Fljótshól-
um í Flóa til Jórunnar systur
pabba og manns hennar. Ég
man nokkuö vel eftir upphafi
ferðarinnar, sem hófst snemma
morguns í glampandi sólskini
og blíðu. Pabbi fór fyrstur í lest-
inni og teymdi reiöingshest, sem
var meö alla búslóðina, bæði
mat og fatnað, og að auki með
Júlíönu systur bundna við klyf-
berann í öryggisskyni, svo hún
dytti ekki af baki. Þá varein belja
bundin aftan í hestinn. Þar næst
komum við Eggert og tvímennt-
um á hestinum og var Eggert
falið að dangla í beljuna ef hún
yrði löt i taumi, þvi hann var
framar. Og að síðustu kom
mamma og reiddi Tótu, sem þá
var á fyrsta ári.
Þannig mjökuðumst viö áfram
fót fyrir fót í gegnum Flóann. Ég
man þegar við komum að ölfus-
árbrú, sem var búið aö byggja
fyrir nokkrum árum, að verið var
að setja á hana slitdekk úrtimbri
til að styrkja hana. Við fórum
óhindruð yfir brúna og vorum þá
komin i ölfusiö. Svo héldum við
sem leiö lá að Gljúfurárholti og
fengum gistingu þar í fjárhús-
kofa yfir nottina.
Það var lagt upp snemma
morguns og haldið sem leið lá
yfir Hellisheiöi, að Kolviöarhóli,
og gist þar. Þar fengum viö aö
sofa i rúmum og fór ágætlega
um okkur. Um morguninn var
lagt í Svínahraun og ekki stopp-
aö nema smátíma þar til komið
var aö Árbæ. Þar var tekið prýöi-
lega á móti okkur og leið okkur
þar ágætlega. Þar var stansaö aö
mig minnir hálfan annan sólar-
hring. Pabbi fór morguninn eftir
til Reykjavíkur ásamt Eggert
bróöur með kúna sem áöur er
nefnd og reiðskjótann okkar
Eggerts, og var hvort tveggja
selt. Svo komu feðgarnir báðir á
sama hestinum til baka.
Ég var dálítið forvitinn og fór
því að skoða mig um. Þegar ég
kom austur fyrir bæinn sá ég þar
eitthvaö verkfæri, sem ég hafði
aldrei séð fyrr. Ég fór að grúska í
þessu og skoöa og giska á hvað
þetta gæti veriö. Eg var strax
geysihrifinn af þessu undri.
Þetta voru mörg hjól á fallegri
grind með ýmsum tökkum.
Loksins stakk ég því undir
blússuna mina og fór inn til
mömmu og sýndi henni gersem-
ina og spurði hvort hún vissi
hvað þetta væri. Jú, mamma
sagði að þaö væri ónýt klukka
og sagði mér að fara meö hana á
sama stað, því líklega ættu
börnin á bænum klukkuna. Ég
fór með gersemiö til sama lands,
en mig langaöi svo óskaplega
mikið til aö eiga gripinn, aö ég
tók þaö til bragðs aö búa til nógu
stóra holu fyrir klukkuna og rót-
aöi svo moldinni yfirog setti svo
torfu yfir og gekk mjög snyrti-
lega frá öllu saman með það í
huga að taka hana með mér um
morguninn um það leyti sem við
lögðum af stað.
Pabbi og Eggert komu úr
Reykjavík um kvöldið og hafði
Eggert frá geysimörgu að segja,
sem fyrir hann bar í kaupstaðn-
um. Snemma morguns var lagt
af staðtil Keflavíkurog varmein-
ingin að fara þangað í einum
áfanga. Ég fór strax að svipast
eftir felustað klukkunnar, en
hvernig sem ég leitaði fann ég
ekki staðinn og varð að fara án
hennar og þótti súrt í brotið og
aldrei hef ég getað gleymt
klukkuræflinum síðan.
Við styttum okkur leið til Hafn-
arfjarðar, fórum beint af auga
yfir holt og hæðir og vorum
komin til bæjarins fyrir hádegi.
Nú var lestin farin að styttast.
Eggert var fyrir aftan pabba,
Júlla systir á sama stað, en ég
auminginn var fyrir aftan
mömmu, sem var með Tótu litlu
fyrir framan sig. Ég man að við
stönsuðum í blíöskaparveðri
undir stórum húsgaflL Mér
fannst húsið geysistórt. Ég held
nú samt að þetta hafi verið með-
alhús þegar nánar var athugað.
Þarna var ágætisfólk með
hjartað á réttum stað. Það var
með alls konar góðgæti og gaf
okkur öllum eins og við gátum í
okkur látið. Eftir þessar ágætu
góðgerðir var lagt af stað gegn-
um bæinn. Ég man hvað mér
fannst vegurinn einkennilega
nálægt sjónum, en fljótlega
hætti ég að hugsa um það, þvi í
sömu andrá kom heill hópur af
strákum, sem ertu okkur með
ópum og hrópum. Sjáið þið kell-
inguna sem er meö krakka fyrir
framan sig og aftan, og kallinn
með strák fyrir aftan sig. Mér
fannst þeir elta okkur langa-
lengi, samt held ég aö svo hafi
nú ekki veriö í raun, en ég varð
ofsareiöur og reyndi að sparka í
þá sem næstir voru, með mínum
stuttu skönkum. En svo hurfu
þeir allt í einu og viö komumst
fyrir fjöröinn og barekkerttiltíð-
inda sem ég man, þartil við kom-
um á móts við Grímshól og sáum
til Keflavikur.
Það fyrsta sem við okkur blasti
var kirkja, gríðarlega há að mér
fannst, með háum turni, ósköp
svipaöur að gerð og turninn á
gamla landshöfðingjahúsinu.
Einnig var mér starsýnt á versl-
unarhúsin sem sáust vel í sól-
skininu. Ég var mjög hrifinn af
þessum stórkostlegu bygging-
um, því annað eins hafði ég
aldrei séö um mína daga.
Eggert bróðir var ekkert hrif-
inn, því hann var nýbúinn aö
vera í höfuðstaðnum og hafði
séö þar meira en helmingi stærri
hús. Til Keflavíkur komum viö aö
mig minnir klukkan hálf ellefu
um kvöldið. Stansaö var heima
hjá hálfbróður pabba og farið af
hestbaki eftir langan dag, og var
okkur boðið inn og framreiddur
indælis kvöldmatur, sem allir
höfðu fulla þörf fyrir. Pabbi og
Jón bróðir hans fóru með bú-
slóöina í húsið sem við áttum að
eiga heima i. Strax og búið var
að borðafórum við heim að sofa.
Þetta var mjög lítiö hús, sem
kallaö var Litli-Bær. Mamma bjó
upp rúmin í snatri og við krakk-
arnir sofnuðum í einum hvelli.
Eftir langan svefn og Ijúfa
drauma vaknaöi ég snemma
morguns endurnærður og af-
þreyttur. Fór ég nú að líta í kring-
um mig og athuga umhverfið.
Vistarveran var inngangur í aust-
urenda á suðurhliö, frekar
þröngur gangur og eitt herbergi
með tveimur rúmum viö suöur-
hlið og einu rúmi við norðurhlið
og lítil eldavél. tveggja hólfa
kolavél við milliþilið norðan
megin.
Þetta var bæöi svefnherbergi,
eldhús og þvottahús. Stærðin
var í hæsta lagi 12-14 fermetrar,
eða svipuð stærö og á eldhúsi,
sem ég sit í núna. Samt sem áður
var þetta ólíkt betri vistarvera en
í kotinu okkar í sveitinni. Þetta
var þó allt úr timbri og timbur-
gólf aö auki, og hlýjafráeldavél-
inni.
Þegar ég fór nánar að líta í
kringum mig, fannst mér
Keflavíkjjeysi þéttbýl og mann-
mörg. Ég var óvanur aö sjá
bæina svona nálægt hvor
öðrum. Næsta nágrenni Litla-
bæjar, sem staðsettur var ná-
lægt frystihúsi Keflavíkur hf.,
sem nú er nálægt stíg sem lá
niður að sjó er seinna var nefnd-
ur Íshússtígur, örskammt fyrir
norðan, varbærsem hét Sjóbúð.
Þar bjó Ólafur Ólafsson og Kari-
tas kona hans ásamt 4 eða 5
börnum sínum. Þar fyrir norðan
var Hjörtsbær. Þar bjó Páll
Magnússon og Þuríður kona
hans ásamt 3 eða 4 börnum sín-
um. Þar skammt fyrir austan eða
nær sjónum var Jóhannsbær,
tvíbýli. Þar bjuggu Jóhannes
Árnason, Guðný kona hans og 2
börn þeirra, og í hinu býlinu var
einstæð kona, ógift, sem hét
Ingveldur Magnúsdóttir. Þar
næst, en aðeins neðar á sömu
íínu og Hjörtsbær, var Smiöjan.
Þar minnir mig aö búiö hafi
ekkja sem hét Anna, móðir Eng-
ilberts skútuskipstjóra, og Ingi-
björg dóttir hennar. Nokkuð
fyrir vestan Hjörtsbæ í sömu línu
bjó Jón Ólafsson formaður, í
nokkuð stóru timburhúsi, aö
mér fannst, með rauömáluðu
þaki. Fyrir sunnan (shússtíginn
stóð hús Bjarna Ólafssonar for-
manns, bróður Jóns, og þarfyrir
neðan gamli barnaskólinn, sem
stendur enn. Þetta var næsta ná-
grenni, en fyrir sunnan skólann
kom Kot. Þar bjó Högni Ketils-
son, Anna kona hans og 3 börn
þeirra. Fyrir sunnan Kot var Eld-
húsið, þar bjó Jón bróöir pabba
ásamt konu sinni Þóru Eyjólfs-
dóttur og að mig minni 4
börnum. Þar fyrir neðan en mjög
nálægt voru Noröfjöröshús. í þá
daga var þar áfengisverslun í
austurenda og kostaöi þá 3ja
FAXI - 208