Faxi - 01.12.1980, Síða 45
pela brennivínsflaska 30 aura,
en koníaksflaska 60 aura.
Nokkurn spöl fyrir noröan Norö-
fjörðshús við Strandgötu komu
svo hin miklu Duushúsog Duus-
verslun, sem allir Keflvíkingar
voru háöir í þá daga. Nokkru
fyrir vestan hús Bjarna Ólafs-
sonar var Þorvarðarhús, og þar
fyrir vestan tveir bæri sem ég
man ekki nöfn á. Þar næst var
önnubær, þá voru Axelshús og
Jónshús efstu húsin í byggð-
inni. Þar með eru öll hús talin
sem voru í vesturplássinu.
í þeim bæjum, sem ég man
ekki nöfn á, bjuggu Vilhjálmur
Bjarnason og Guðný kona hans,
og skammt vestar bjó Þorvarður
Þorvarðarson og Margrét kona
hans.
Margt af þessu fólki var ákaf-
lega hjartahlýtt og gott. Við
vorum sárfátæk þegar til Kefla-
vikur kom og vantaði að vonum
ýmislegt. En þetta blessaða fólk
bætti úr flestum okkar þörfum,
ég held oft langt fram yfir getu,
því víða virtist af litlu að taka í þá
daga. Sérstaklega voru það
konurnar sem þar áttu hlut aö
máli. Þær sáu svo um að við
vorum aldrei soltin í Litla-
bænum.
Þó byggðin væri ekki stór í þá
daga þá kom það fyrir að ég villt-
ist og rataði ekki heim, sérstak-
lega ef ég ranglaði niður að sjó.
Ég varð alltaf að hafa að kenni-
leiti, að hús Jóns Ólafssonar var
með rauðu þaki, og ef ég sá það
þá rataði ég alltaf, en um leið og
það hvarf varð ég rammvilltur og
varð að sþyrja til vegar, en gat
þá ekki skýrt frá þvi hvar ég ætti
heima fyrr en ég sá rauða húsið,
sem ég kallaði svo. Þetta var nú
bara fyrstu dagana, svo lagaðist
þetta þegar ég fór að kynnast
krökkunum og eignast leikfé-
laga. Lítiö man ég hvað gerðist
næstu árin, nema hvað ég man
að þabbi var sjómaður á skútu
sem hét Keflavík, eign Duus-
verslunar. Pabbi mun hafa verið
dágóður fiskimaður. Þá voru
eingöngu stundaðar handfæra-
veiðar. Þá voru kjörin þannig að
hver maður fékk helming af því
sem hann dró af fiski, en útgerð-
in hinn helminginn. Af þessu
varð mannskapurinn að fæða
sig og klæöa, auk þess aö sjá
fyrir heimili hvort sem það var
stórt eða smátt.
( þá daga voru aöeins reikn-
ingsviðskiþti og ekkert fékkst
nema nauösynjavara og meira
að segja þaö bráönaupsynleg-
asta, sem hvert heimili þurfti
með. Gert var uþp við karlana
einu sinni á ári og var þá oft
undir hælinn lagt hvort endarnir
náðu saman. Ef svo reyndist
ekki stóðskuld eftirtil næstaárs.
Var oft æði strembið fyrir stóra
fjölskyldu að lifa mannsæmandi
lífi af þessum hálfa hlut, enda
urðu allir úr fjölskyldunni að
þræla meöan stætt var. Það voru
ekki margir i þá daga sem gátu
hjálþað. Við krakkarnir vorum
öll svo ung og við vorum ekki
talin gjaldgeng. Mamma var sú
eina sem fór í fiskvinnu. Þá var
ekki um aöra vinnu að ræða.
SVERRIR JÚLÍUSSON;
Þankar um FAXA fertugan
Á árinu 1980 eru 40 ár liðin
frá stofnun „Málfundafélags-
ins Faxa“ í Keflavík. Ákveðið
var í upphafi að 12 félagar
væru í félaginu og þeirvaldir
(Dannig, að þeir væru yfirlýst-
ir stuðningsmenn þeirra
stjórnmálaflokka, er fulltrúa
áttu í hreppsnefnd Keflavík-
urhrepps á þeim tíma.
Fundir voru haldnir til
skiþtis á heimilum þátttak-
enda og skiptust þeir á að
hafa framsögu í einu máli,
sem síðan var rætt af öllum
félögunum. Ég man ekki ná-
kvæmlega hvenær ég fór úr
félaginu, en það stýrðist af
því að ég flutti af félagssvæð-
inu. Ég á margar og góðar
endurminningar frá þeim
tíma sem ég var innan dyra í
málfundafélaginu, sem ég er
mjög þakklátur fyrir, það er
Hún fékk 18 aura um tímann og
vann 10-12 tíma á dag, allt fyrir
sama tímakaup, og varð þar að
auki að taka vörur fyrir vinnuna.
Eggert bróðir var farinn að
bjástra við að breiða fisk 7 ára
gamall og fékk fyrst til að byrja
með nokkrar kringlur í kauþ, en
þegar hann fór að þjálfast í starf-
inu fékk hann 5 aura á tímann.
Ég fór að vinna ífiski á 7. ári og
fékk strax 5 aura á tímann. Var
geysihróðugur. Venjulega sendi
verkstjórinn mig til að kalla
byggðamenn til vinnu ef mikið lá
á, hann sagði að ég væri svo
geysifljótur að hlaupa. Oft fór ég
hér um bil í hvert hús í plássinu
og var venjulega 3/4 til 1 klukku-
tima í ferðinni. Ekki voru nú fleiri
í plássinu að heimsækja í þá
daga. Ekki fengum við að eyða
þessum aurum sem viö unnum
fyrir. Þeir fóru allir í heimilis-
haldið. Ég man eftir því eitt sinn
að mömmu vantaði sveskjur í
fiskibollusúþu og bað mig að
fara og fá þær út á mína vinnu.
Ég held ég hafi átt 12 tíma inni,
eða 60 aura. Þegar í búðina kom
vildi ég fá sveskjur út á alla vinn-
una, en búöarmaðurinn hélt að
það gæti ekki veriö aö ég ætti aö
fá svo mikiö af sveskjum, sem
voru 2 pund, þ.e. 30 aura
pundið, en ég fullyrti aö satt
væri. Spurði hann þá verslunar-
stjórann hvort hann ætti að láta
mig hafa þetta og hélt hann að
það væri allt í lagi. Svo loksins
fékk ég sveskjurnar, en þegar
heim kom, kom það uþp úr kaf-
inu að ég átti ekki aö fá nema '/2
pund, en svo var afgangurinn
bara geymdur í næstu súpur.
Ég man ekki ýkjamikið frá
þessum dögum nema smáglefs-
ur, sem varla eru i frásögur fær-
andi, og læt ég því hér staðar
numiö.
hramh. f næsta blafil
trú mín að kynnin á milli
þessara manna er saman
hafa starfað bæði þar og á
ýmsum öðrum vettvangi, hafi
látið margt gott af sér leiða
fyrir Keflavíkurbæ.
Það var nokkuð snemma á
starfsferli Málfundafélagsins
Faxa, aðfarið varað ræða um
útgáfu blaðs, er ræddi um
menningar- og velferðarmál
Suðurnesja, og kom 1. tölu-
blaðið út 21. desember 1940,
svo að senn fyllir það fjórða
áratuginn.
Það er í mínum huga mikið
framfaraspor er hafist var
handa um útgáfu blaðsins og
þá eigi síður að svo giftusam-
lega hefur til tekist að halda
því út öll þessi ár, og með því
starfi hefur tekist að varð-
veita margt um menn og
málefni Suðurnesja, sem ella
væri fallið í gleymsku. Þeir
menn sem að þessu hafa
starfað eiga miklar þakkir
skilið frá Suðurnesjamönn-
um.
(ávarpsorðum ábm. blaðs-
ins, Valtýs Guðjónssonar, er
birtist í fyrsta tölublaði þess,
segir m.a. eftirfarandi:
,,Málfundafélagið Faxi“
ætlast til að þetta blað verði í
framtíðinni vettvangur fyrir
umræður um málefni Suður-
nesjamanna, þar á þeim að
gefast kostur á að ræða:
1. Framfaramál: útgerð, hafn
armál, iðnaðarmál, rækt-
unarmál, heilbrigðismál,
rafmagnsmál o.fl.
2. Menningarmál: almennfé-
lagsmál, skemmtanir,
skólamál, lestrarfélags-
mál, kvikmyndasýningar,
bindindismál o.fl.“
Einnig segir í áðurnefndu
ávarpi:
„Stjórn þessa blaðs hafa á
hendi 5 menn, 3 þeirra eru
valdir sem fulltrúar stjórn-
málaflokkanna þriggja, Al-
þýðu-, Framsóknar- og Sjálf-
stæðisflokksins. Blaðið
verður því ópólitískt, þ.e.a.s.
heldur ekki uppi málssókn
eða málsvörn eins ákveðins
stjórnmálaflokks."
Að mínu áliti hafa stjórn-
endur blaðsins á þessu ára-
bili sem það hefur komið út,
verið trúir þeirri megin hugs-
un, er fram kom í upphafi og
er það mín skoðun, að ein-
mitt þetta hafi verið megin
styrkur blaðsins og gert það
svo eftirsóknarvert, ekki
aðeins fyrir Suðurnesjabúa
heldur fjölda annarra, margir
hafa lokið lofsorði á blaðið í
mín eyru í gegnum árin.
Ég erekki í neinum vafa um
það, að félagsskapur þessi
sem hóf starf sitt fyrir 40
árum, hefur fært félögunum
margar gleðistundir oa stuðl-
að að þroska þeirra. I þessu
sambandi langar mig að
vitna í samtal mitt við Hall-
grím sáluga Björnsson, yfir-
kennara, er við ræddum um
Málfundafélagið Faxa fyrir
nokkrum árum. Hann sagði:
félagið hefur verið „Háskóli
okkar Suðurnesjamanna."
Þótt ég hafi ekki haft að-
stöðu til að fylgjast með starfi
málfundafélagsins um langt
árabil, þá get ég vel fallist á,
að mikill sannleikur hafi falist
í orðum Hallgríms sáluga. Ég
hef orðið að láta mér nægja
blaðið og finnst mér það allt-
af ánægjulegur viðburður
þegar pósturinn ber mér það.
Ég vil við þetta tækifæri
þakka fyrir þann mikla fróð-
leik sem blaðið hefur fært
mér á liðnum árum.
Þá vil ég senda gömlu fé-
lögunum í Faxa árnaðar-
kveðjur og þakkir fyrir gömlu
dagana og með ósk um að
starfið bæði í málfundafélag-
inu og blaðinu megi blómg-
ast um marga áratugi enn.
Reykjavík, 12. nóv. 1980.
Sverrir Júlíusson
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt komandi ár!
íþróttabandalag Suðurnesja
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viöskiptavinum og starfs-
mönnum gott samstart á liöna árinu.
Baldur hf. ■ Simi 1736
paxi - ona