Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 47

Faxi - 01.12.1980, Page 47
15 ár frá stofnun Systra- félags Kefiavíkursóknar Á þessu ári eru 15 ár frá stofnun Systrafélags Kefla- vikursóknar. Félagið hefur stöðugt unnið vel að sínu ætl- unarverki og verið mikil lyfti- stöng i öllu þvi sem lotið hef- ur að málefnum kirkjunnar. í tilefni afmælisins leitaði Faxi til stjórnar félagsins um að fá stutta frásögn affélags- starfinu og fylgir sú frásögn hér með ísamantekt ritara fé- lagsins. Faxi óskar félaginu til ham- ingju með 15 árin og árnar þvi allra heilla á ókomnum árum. Séra Björn Jónsson boðaði til fundar í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík, 12. marz 1965. Mættu þar 57 konur, sem rituðu nöfn sín í bók er látin vargangaámilli fundargesta, en stofnfélagar töldust allir þeir er rituðu nöfn sín fram til fyrsta aöalfundar, eða um 100 félagar. Á fundinum flutti séra Björn ræðu þar sem hann lýsti þeirri þörf sem væri fyrir kvenfélag innan kirkjunnar. Að lokinni ræðu séra Björns uþþhófust fjörugar umræður um málefni kirkjunnar og samþykkt voru lög fyrir félagið, sem hlaut nafnið Systrafélag Keflavíkursóknar. Tilgangur félagsins er sá að efla kristilegt safnaðarlíf og vinna að menningar- og mann- úöarmálum í prestakallinu á þann hátt sem heppilegt er talið á hverjum tíma. Eftirtaldar konur skipuðu fyrstu stjórnina: FormaðurSjöfn Jónsdóttir, gladkeri Ásta Árna- dóttir, ritari Sigríður Aðalsteins- dóttir, meðstjórnendur Marta Ei- ríksdóttirog Þorbjörg Pálsdóttir. Þegar félagið var stofnað stóðu yfir breytingar á kirkjunni og var mikil þörf fyrir stuðning safnaðarfólks. Beitti félagið sér fyrir söfnun til kaupa á nýju pípuorgeli og einnig gaf Systra- félagið nýja kirkjubekki. Eitt fyrsta stórmál Systrafél- agsins var útg. minningarkorta, en allur ágóði af sölu þeirra hefur runnið í steindu gluggana er prýða Keflavíkurkirkju, en þegar því verkefni lauk var minningarkortasjóðurinn sameinaður Hjálparsjóði Keflavíkurkirkju. Eins og nærri má geta hafa margar leiðir verið reyndar ífjár- öflunarskyni. Þar má nefna útgáfu fermingarkorta, en þau þykja mjög falleg og sala þeirra gengur ávallt vel, fjölskyldu- skemmtanir í Staþa, basara, kaffisölur og margt fleira. Árið 1970 eignaðist Keflavík- ursöfnuður Safnaðarheimiliö Kirkjulund, frá þeim tíma hefur allt starf Systrafélagsins farið fram í því húsi. Fundir okkar eru ágætlega sóttir. Rædd eru félagsmál ýmiskonar.flutt erindi og myndasýningar, en ánægju- legustu fundirnir eru þó handa- vinnukvöldin og hópvinnan sem eru undanfari allra jóla-basara sem við höldum. Á fundi í Systrafélagi Keflavík- Fyrsta atjórn og endunko&endur. Fremri röð: Asta Árnadóttir, Sjöfn L. Jóns- dóttir, Sigríður Aöalsteinsdóttir. Aftari röö: Sigrid Toft, Marta Eiríksdóttir, Þorbjörg Pálsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir. Núverandf stjórn. Fremriröð: Sóley Sigurjónsdóttir, RandlTræen, Helga Pót- ursdóttir. Aftari röð: Jóna Ingimundardóttir, Gunnlaug Olsen, SvanaSveins- dóttir. urkirkju, sem haldinn var 21. mars 1977, var samþykkt, að opna félagið fyrir öllu safnaðar- fólki er náð hefur 16 ára aldri, þá var nafni félagsins breytt og heitir það nú Safnaðarfélag Keflavikurprestakalls. Breyting þessi var gerð vegna óska er höfðu komið fram hjá eigin- mönnum félagskvenna. Aðeins fáir karlar hafa gengið í félagið enn sem komiö er. Kæri lesandi hvort sem þú ert karl eða kona, ef þú hefurnáð 16áraaldri þáert þú velkominn sem félagi. Um fjórðungur félaga hafa setið í stjórn félagsins um lengri eða skemmri tíma og flestir gengt nefndarstörfum. Núverandi stjórn skipa. Formaður Randi Træen. Gjaldkeri Sóley Sigurjónsdóttir. Ritari Helga Pétursdóttir. Með- stjórnendur Jóna Ingimundar- dóttir, Gunnlaug Olsen og Svana Sveinsdóttir. Hvernig okkur hefur tekist að framfylgja stefnuskrá félagsins sem getið er um í upphafi verður hver félagi að meta fyrir sig, en mitt álit er þetta: Við mættum sækja kirkju betur en við gerum, menningin speglast í kirkju- gluggunum og fundarsókninni, mannúðarmálin læt ég liggja milli hluta. H.S.P. Anægjulegustu fundirnir eru handavinnukvöldin fyrir jólabasarana GLEÐILEG JOL! Farsælt komandi ár! Þökkum starfsfólki öllu á sjó og landi, Grindvíkingum, svo og öðrum viöskiptavinum liðna árið. FISKANES hf., Grindavík FAXI - 211
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.