Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 49
INGIÞÓR GEIRSSON:
Lúðrasveit Keflavíkur
Einn er sá þáttur í bæjarlífinu,
sem menn hafa e.t.v. veitt at-
hygli á undanförnum árum, aö
viö útihátíöahöld hefur Lúöra-
sveit Keflavíkur ekki mætt til
leiks.
Mig langar i nokkrum orðum
aö rekja gang þessara mála og
leiða hugannað því, hvers vegna
svo er komið. Það var í ársbyrjun
1956 að saman komu 20 bjart-
sýnir menn með það í huga að
efla tónlistarlífið í bænum meö
því að stofna lúðrasveit.
Hvatamenn að þessu voru þeir
Guðmundur Norðdal og Guð-
mundur Guöjónsson, sem með
elju og dugnaöi undirbjuggu
þennan fund og stöppuðu stál-
inu í okkur sem mættir voru.
Fæstir okkar höfðu komist i
kynni við starfsemi lúðrasveita
eða lært nokkuð í hljóðfæraleik.
Á fundi þessum má segja aö
einungis hafi verið fyrir hendi
áhugi og bjartsýni viö að koma
upp slíku fyrirtæki.
Þann 15. janúar 1956 var svo
Lúðrasveit Keflavíkur stofnuð
og voru stofnendur 26 að tölu.
Næsta verkefni var svo að út-
vega fjármagn til hljóðfæra- og
nótnakaupa. Við það lögöu
menn á sig mikla vinnu og má
segja að mestur hluti starfsinstil
að byrja með hafi fariö í það.
Víða var leitað fanga, gengið um
bæinn með samskotalista,fariö í
fyrirtæki og leitað til bæjarfé-
lagsins. Þess utan voru haldnir
dansleikir, bingó og hlutaveltur,
því þetta var kostnaðarsamt fyr-
irtæki, hljóðfæri, nóturog áhöld
dýr í innkaupum.
Ákveðið var að öll minni hljóð-
færi keyptu félagsmenn sjálfir.
Þaö var því stór stund þegar
hljóöfærin sem pöntuð voru um
veturinn komu og voru afhent
mönnum þann 9. júlí 1956.
En ekki var allt fengiö þó að
hljóðfærin væru komin, það
þurfti að læra að leika á þau. Þar
kom reynsla og menntun Guð-
mundar Norðdal að góðum not-
um, því honum tókst ótrúlega
vel aö koma mönnum af stað
þannig að áhuginn vaknaði og
menn lögðu sig alla fram við
námið.
Fyrsti formaöur félagsins var
kosinn Guðmundur Guðjóns-
son, ritari Baldur Sigurbergs-
son og gjaldkeri Guðfinnur
Sigurvinsson. Stjórnandi sveit-
arinnar var Guömundur Norð-
dal. Þá hófust æfingar af fullum
krafti og var æft saman tvisvar í
viku allan veturinn og varö ár-
angurinn m.a. sá, að Lúðrasveit
Keflavíkur kom fram við útihá-
tíöarhöld þá um voriö og mætti á
landsmót hjá Sambandi ís-
lenskra lúðrasveita, sem haldið
var á Akureyri voriö 1957 og lék
þar nokkur lög.
Húsnæöismál fyrirstarfsemina
æfingar og fundi var erfitt að
leysa og gekk þaö fremur illa
fyrst um sinn, eða þar til við
fengum leigðan skúr við Tjarn-
argötu. Skúrþennan innréttuðu
félagsmenn í sjálfboðavinnu.
Síöan varTónlistarskólinn þartil
húsa í nokkur ár.
Eitt var það áhyggjuefni, sem
menn veltu fyrir sér, en það var
endurnýjun manna í sveitinni',
það er ekki svo gott fyrir mann
sem ekki hefur lært neitt í hljóð-
færaleik, að komast inn í lúöra-
sveit sem starfar af fullum krafti.
Því var það m.a. fyrir tilstilli
stjórnar Lúörasveitar Keflavíkur
að stofnuð var lúörasveit
drengja í Barnaskóla Keflavíkur
árið 1961. Von okkar var sú að
þaöan kæmi mannskapur sem
gengi inn í sveitina í framtíöinni.
Þetta bar þann árangur, að
fjórum árum seinna gengu 14
drengir í Lúðrasveit Keflavíkur
sem fullgildir hljóðfæraleikarar
og svo aftur eftir fjögur ár 17
drengir. Eftir það varð sú breyt-
ing á að Lúörasveit drengja var
lögð niður í þeirri mynd sem
verið hafði, og kennsla A blást-
urshljóðfæri færð inn í Tónlist-
arskóla Keflavíkur. Eftir þá
breytingu komu ekki nýir menn
inn í sveitina.
Starfiö á þessum árum gekk
upp og ofan eins og gengur í
flestum félögum. Gömlu stofn-
félagarnir fóru að tínast úr hópn-
um og þeir drengir sem komu í
sveitina störfuðu flestir stuttan
tíma vegna f ramhaldsnáms og af
fleiri orsökum. Starfsemin var
þó í grófum dráttum sú, að mest-
ur tíminn fór í æfingar. Æft var
tvisvar í viku á haustin og vet-
urna og síöan spilað úti á sumrin
við ýmis tækifæri. Einnig var
leikið um jólin og við álfabrennu
á þrettánda. Haldnir voru tón-
leikar m.a. í kirkjunni og þá með
kór. Hljómleikar voru haldnir í
Félagsbíó. En stærstu hljómleik-
arnir voru árið 1970 þegar
Lúðrasveit Keflavíkur stóð fyrir
landsmóti Sambands íslenskra
lúðrasveita hér í Keflavík. Það
var geysimikil vinna en uppskar
líka mikla ánægju, þegar mættar
voru lúörasveitir víðsvegar að af
landinu og marseruðu niðuralla
Hafnargötu og léku hverfyrirsig
nokkur lög og síðan allar sam-
eiginlega hér í skrúðgarðinum. (
þessari Lúðrasveit íslands, eins
og hún er oftast nefnd á þessum
mótum, voru um það bil 250
blásarar.
Félagslíf var líka gott, haldin
voru skemmtikvöld, farið í heim-
sóknir til lúðrasveita í öðrum
byggðarlögum og oftast endaði
starfsárið með ferðalagi út á
landsbyggöina.
Orsakir þess aö starfsemi
sveitarinnar lagðist niður eru
sjálfsagt margar. Stofnfélagarn-
ir voru allir hættir að starfa og
við tóku þeir drengir sem komu
úr drengjalúörasveitunum. Þeir
voru e.t.v. of ungirog óreyndirtil
að ráða við verkefniö. Það er
tímafrekt að starfa í lúörasveit ef
árangur á að nást, menn verða
að vera mjög áhugasamir og
leggja sig alla fram svo þaö geti
gengið.
Hér í Keflavík eru án efa til
nógu margirmenn sem lært hafa
á blásturshljóöfæri til þess að
lúörasveit geti starfað, og það er
merkilegt að í 6500 manna bæ
skuli ekki vera öflug lúðrasveit.
Það ætti ekki að vera eins erfitt
að endurvekja sveitina eins og
að byrja frá grunni, ef menn sem
hafa áhuga sameinast um verk-
efniö. Eitthvað mun vera til af
hljóöfærum frá sveitinni, þó er
sjálfsagt búið að glata sumu,
allgott nótnasafn á sveitin að
eiga.
Skólalúðrasveit er nú tekin til
starfa á ný og vonandi veröur
haldiö áfram á þeirri braut, því
þó langt sé í land þar til þeir
verða útskrifaðir er verið að
vinna að uppbyggingu fyrir
framtíðina.
Með þetta í huga vona ég að
Lúðrasveit Keflavíkur mæti til
leiks á ný.
Lúörasveit Keflavlkur á fyrstu árum slnum
FAXI - 213