Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 50
JÓHANN PÉTURSSON:
Þróun íbúðabygginga síð-
ustu 40 árin og áhrif
hennar á þjóðfélagið
Þar sem ég er ekki fagmað-
ur mun ég ekki ræða hvernig
hús eru byggð eða úr hvaða
efni, þó það sé ærið um-
ræðuefni, þó ekki væri nema
flötu þökin og allar sþrung-
urnar í steinhúsunum.
Við sem komin erum yfir60
ára aldurinn höfum nokkurn
samanburð. Mörg okkar, ef
ekki öll, munum að 2 og jafn-
vel 4 börn sváfu í sama her-
berginu, og komið var fyrir
hákojum eins og kallað var.
íbúðin eða einbýlishúsið
var af stærðinni 60-80 ferm.
og fjölskyldustærðin 5-10
manns og stundum fleira. Að
sjálfsögðu mátti verða hér
nokkur breyting á, og hún
hefur vissulega orðið hvað
varðar stærð íbúðar, en hvort
þróunin hefur orðið of örsíð-
ustu 40 árin eru eflaust skipt-
ar skoðanir.
Eftir að síðari heimsstyrj-
öldinni lauk var hér mikill
skorturá byggingarefni, regl-
ur voru settar um stærð
íbúða sem kenndar voru við
fjárhagsráð og kallaðar voru
smáíbúðir. Fljótlega vargefið
eftir um hámarksstærö íbúða
eða menn fóru ekki eftir
settum reglum. Kapphlauþið
mikla hófst, mikill fjöldi ung-
menna íærði húsasmíði,
enda var það arðvæniegur
atvinnuvegur, eftirspurn var
mikil og langur vinnudagur
við húsbyggingar hófst og
hefur staðið óslitið síðustu
30 árin.
Fljótlega eftir að húsnæð-
ismálastjórn tók til starfa var
það viðurkennt að mestu
þegar talað var um fjölskyldu
stærð, að hvert barn skyldi
hafa sitt herbergi. Þetta kall-
aði á verulega stækkun á
íbúðarhúsnæöi.
Sé farið fljótt yfir sögu til
dagsins í dag kemur eftirfar-
andi í Ijós, að vísu undan-
tekningar. Nú fyrir skömmu
las ég í einu dagblaðanna
viðtal við húsbyggjendur í
Breiðholti þar sem byggð
voru einbýlishús. Blaðamað-
urinn gekk á milli húsanna og
tók húsbyggjendur tali. Allir
kvörtuðu yfir peningaleysi
og notuðu miður góð orð um
bankastjóra sem allir vildu þó
hjálpa. Eftir að hafa rætt við 5
húsbyggjendurspurði blaöa-
maöurinn þann sjötta: Hvað
er húsið stórt? Svarið var:
Þetta er ekki stórt hús, það er
minnsta húsið í götunni, það
er þara 250 ferm. að flatar-
máli. Og nú fyrir skömmu var
sagt frá því að sótt hafi verið
um lóð fyrir einbýlishús á
Seltjarnarnesi, 450 ferm. að
stærð, að vísu var 70 ferm.
sundlaug innifalin, þannigað
íbúðin var bara 380 ferm. Hér
má segja að um undantekn-
ingu sé að ræða hvað varðar
þetta eina hús.
En er þetta ekki allt í lagi?
Er ekki gaman að sjá þessi
glæsilegu hús? Er ekki
ánægjulegt að ungt fólk sé
komið í stór og glæsileg ein-
býlishús jafnvel áður en það
nær þrítugsaldrinum? Er
ekki langþráðu takmarki náð,
blasir ekki lífið við fjölskyld-
unni, er ekki allt slétt og fellt?
Eða er eitthvað aö, hefur
markið verið sett of hátt?
Hefur verið tekið tillit til að-
stæðna?
Ef skoðað er bakvið tjöldin
kemur ýmislegt í Ijós. Mér
kemur í hug viðtal sem frétta-
maður útvarps átti við prest
nú fyrir nokkrum mánuöum
um vandamál ungra hjóna.
Spurt var hvernig stæði á ört
vaxandi skilnaði hjá ungu
fólki, og reyndar þeim eldri
líka. Presturinn svaraði,
ástæðurnar eru margar en
ein af aðal ástæðunum eru
húsnæðisvandamálin. Fólk á
aldrinum frá 25 til 35 ára
hafði ekki náð því takmarki
að vera eins og pabbi og
mamma, að hafa annað hvort
eignast stóra og góða íbúð,
einbýlishús, bíl eða önnur
lífsþægindi. Þau hafa mörg
ekki þoiinmæði og tíma til að
taka iífið í áföngum.
Það verður að viðurkenn-
ast í þessu sambandi, að
undanfarin 25 til 30 ár hefur
það verið talin ein sú besta
fjárfesting að byggja íbúðar-
hús eða önnur hús úr stein-
steyþu, þannig hefur eignin
fylgt verðbólgunni að
nokkru.
Húsnæðsmálastjórn hefur
svo til eingöngu lánað út á
nýbyggingar. Síðustu 3 árin
hefur þó oröið nokkur breyt-
ing á, nú er farið að lána út á
eldra húsnæði. Margir hata
sótt eftir kaupum á eldra hús-
næði, sér í lagi ungtfólk. Með
þessu móti minnkar bygg-
ingahraðinn og mikið eldra
húsnæði nýtist betur. Ég tel
að húsnæðismálastjórn ætti
að lána hætti upþhæðir til
kaupa á eldra húsnæði en
hún gerir í dag, með því
skapast jafnvægi, fólk sem
komið er á efri ár gæti losnað
við stundum alltof stórar
íbúðir og keypt sér minna.
Ef gerður er samanburður
á fjölskyldustærð fyrir 40 ár-
um, þá var meðaltalið 6-7
manns, en í dag er það sem
kallað er kjarnafjölskylda
3.15. Ef þetta er skoðað svo-
lítið nánar kemur í Ijós að í
lögsagnarumdæmi Reykja-
víkur eru taldar vera 32.100
íbúðir sem þýðir 2.6 meðal
fjölskyldustærð. Sé landið
skoðað í heild með 74.000
íbúðir, verða rúmir 3 á íbúð
og milli 10 og 15 þúsund
íbúðir eru yfir 140 ferm og
stærri.
Þetta gerist á meðan fjöl-
skyldustærðin fer stöðugt
minnkandi. Þetta er gífurleg
breyting á ekki lengri tíma en
40 árum. Ég er ekki
talsmaöur boða og banna og
vil að menn ráði sér sjálfir, en
ég held að sumar íbúðabygg-
ingar séu komnar út fyrir
skynsamleg og þjóðhagsleg
mörk.
Þeir sem eru að setja á
stofn heimili í dag ráða að
öllu jöfnu ekki við þann
kostnað sem því fylgir að
eignast heimili þrátt fyrir það
að bæði vinna utan heimilis.
Fjárhagsvandræði margra
heimila er fyrst og fremst
vegna húsnæðismála, þar
kreppir skórinn. En hvað er
til ráða?
Sú kynslóð sem í dag
byggir þetta iand er alin uþp
við það að hver skuli eignast
þak yfir höfuðiö. Það er að
sjálfsogöu æskilegt, ef það er
mögulegt svo vel fari. Mín
skoðun er sú að það sé að
verða óhjákvæmilegt að til
komi oþinber og félagsleg
aðstoð, ekki til að gefa
neinum neitt, heldur til að
koma upp ódýrum hæfilega
stórum íbúðum, þar sem at-
borgunarskilmálar eru við-
ráðaniegir venjulegu
daglaunafólki, sér í íagi fyrir
þá sem eru að hefja búskap.
Leigjandinn hefur aldrei
búið við neitt öryggi á íslandi.
Það skiptir engu máli þótt
hann standi í skilum með
húsaleiguna, hann verðurað
víkja ef húseigandanum
sýnist svo. Þetta öryggisleysi
hefur rekið margan heimilis-
föðurinn út í byggingarfram-
kvæmdir, sem hann í sumum
tilfellum hefur engan vegin
ráðið við.
Húsnæösimálastjórn ætti
að byggja og eiga leiguíbúðir
víða um landið, breyta þarf
húsaleigulögunum þannig
að leigjandinn búi við meira
öryggi en hann býr við í dag.
Ekki ma gleyma þeim
mörgu ungu mönnum og
konum sem hafa komið sér
upþ eigin húsnæði á undan-
förnum áratugum og allt
hefur farið vel, þó sumir hafi
ekki höndlað lífshamingjuna
vegna þess að þeir hafa
spennt bogann of hátt. Mín
skoðun er sú og hefur verið
lengi, að sá mikli hraði sem er
ríkjandi til að eignast sem
mest á sem stystum tíma,
skapi ekki varanlega lífsham-
ingju. Það er flestum nauð-
synlegt að eignast hlutina í
áföngum og eftir efnahag.
Það eykur lifshamingjuna að
hafa ekki lokið öllu of
snemma, eiga einhverja
áfanga eftir. Eftirvæntingin
og vonin er hverjum manni
nauðsynleg, að minnsta
kosti fram yfir 50 ára aldur-
inn, þar sem meðalaldur
karla er orðinn 76 ár og
kvenna yfir 30 ár.
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptin á liöna árinu.
Fer&amífiatfifiln hf.
c/o B|ami Valtýtson
Siml 1286 - 1516
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viöskiptin á liöna árinu.
Fiskverkun Axels og Péturs
Sími 2587
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Duus ht. - Sími 2009
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt komandi ár!
Þökkum viöskiptín á liðna árinu.
Efnalaug Suðurnesja - Simi 1584
FAXI - 214