Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 51

Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 51
SKÚLI MAGNÚSSON: Snemma beygist krókurinn í tilefni 40 ára afmælis Faxa Til tíöinda mátelja, ertímaritá (slandi nær háum aldri, en þaö hefur nú gerst er Faxi fyllirfjórða áratuginn. Erfiöleikana viö út- gáfu blaðs þekkja allir sem þar hafa komið nálægt og ætla ég ekki aö ræöa það frekar. Suöurnesjamenn standa í þakkarskuld viö þá, sem að þessu ágæta blaöi standa. Það hafa svo mörg dæmi sýnt á liðn- um árum, hve mikilvæg geymsla Faxi er ýmsu efni. Gamalt og nýtt efni er þar birt, sem alltaf þarf að vitna í aftur og aftur. Mér er þaö best Ijóst eftir aö hafa margflett Faxa í hvert sinn sem skrifa skal um ákveðinn mála- flokk helgaöan sögu byggöar- laganna. Eðlilega ber Faxi svip síns tíma hverju sinni, meö fréttum og fregnum. Þar hafa mest áhrif þeir menn sem ritstýrt hafa blaö- inu, enda er Ijóst, að við hver rit- stjóraskipti veröa nokkur skil, bæði efnislega og málfarslega. Ég hef verið svo heppinn aö hafa yfirleitt átt ágæt samskipti við stjórnendur blaðsins, enda er þaö fyrsta skilyröið til þess aö lífsneistinn haldist meö þvi. Eftir því sem fleiri fást til aö leggja efnið af mörkum, því betra verö- ur blaðið. Mér veröur litiö til baka rúman áratug aftur í tímann, þegar ég hóf að skrifa í Faxa. Þá var Hall- grímur ritstjóri. Áhugi hans gerði þaö að verkum, að ég ákvað að halda áfram aö skrifa í blaðið eftir birtingu fyrstu grein- arinnar, í marz 1969. Það varð mér einnig töluverö hvatning er hann og blaðstjórnin greiddu mér ritlaun árið 1971, 10 þúsund krónur. Síðar á sama ári veitti stjórn Kaupfélags Suðurnesja mér einnig 10 þúsund úr menn- ingarsjóði félagsins, sem viður- kenningu vegna ritstarfa. Það varð mér einnig hvöt til að halda áfram því starfi sem hafiö var. Það var snemma árs 1967, sem fyrst vaknaði verulegur áhugi minn til að afla mér fróð- leiks um bygaðina sem hafði fóstrað mig. Ahuginn var þó nokkru eldri, því í desember- blaði Faxa 1965, birtust tvær gremar eftir Magnús í Höskuld- arkoti, sem höfðu mikil áhrif á mig. Fjölluöu þær um Keflavík. Þær urðu til þess, að ég skrifaði í Gagnfræðaskólanum alllanga ritgerð um bæinn, og hitti í mark, - en skriftin var ekki nógu góð! Þá var kennari í íslensku Guðni Kolbeinsson, nú starfsmaður í Árnastofnun við Suðurgötu. En þarna á veturnóttum árs- ins 1967 dreymdi mig um að gera einhverja alvöru úr fram- kvæmdum. Ég var svo heppinn að kynnast ág'ætum manni, sem kom mér til aðstoðar. Það var Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður. Vegna árbókar Landsbókasafns, sem ég hafði þefaö uppi í bókasafninu hjá Hilmari, setti ég mig í samband við Finnboga. Um leið tjáði ég honum áhuga minn fyrir sögu þjóðarinnar, og Suöurnesja ekki síst. Finnbogi taldi engin tor- merki á að ég gæti fundið sitt af hverju á safninu innfrá, ef ég kæmi. Hann kvaðst myndusjátil þess, að ég fengi þar þá af- greiðslu sem ég þyrfti á að halda. Ég skyldi bara koma þegar færi gæfist. Og ég lét ekki segja mér þaö tvisvar. En það er að segja af árbók Landsb.ókasafns, sem varö tilefni bráfaskipta okkar Finn- boga, að hann seldi mér hana fyrir hálfviröi, 300 krónur, rúm- lega tuttugu árganga. Sagði hann það gert í virðingarskyni vegna áhuga svo ungs manns á sögu lands og þjóðar. Inneftir fór ég næst þegar mánaðarfrí var í skólanum. Finn- bogi var í skrifstofu sinni og ræddum við saman stundarkorn uns hann sýndi mér ríki sitt, hátt og lágt. Ennfremur leiðbeindi hann mér við spjaldskrá safns- ins, sem er lykillinn að notkun þess. Það kom af sjálfu sér, að fyrsta rit sem ég athugaði á lestrarsal Landsbókasafnsins, var Faxi. Og grunar mig aö slíkt liggi enn fyrir þeim sagnriturum, sem koma að mér gengnum. Eftri fyrri kynni mín af blaöinu var það eðlilegt. Greinar Mörtu og annað efni hafði ekki að öllu farið fram hjá mér, þó tæplega hafi ég tileinkaö mér það strax á barnsaldri. En snemma beygist krókurinn er stundum sagt, og fáum er Ijóst hvað býr í hverjum nýjum veraldarþegn. Upp frá þessu lá leiðin oft í Safnahúsið við Hverfisgötu, og alltaf rak einhver ný vitneskja á fjörurnar í hvert sinn. Árin 1968 og 1969 fór ég minna á safnið, en haustið 1970 hófust ferðir mínar þangað fyrir alvöru, enda var ég,þá byrjaður að skrifa greinar í Faxa um sögu Keflavíkur. Framan af var efni greinanna mest tínt úr öðrum ritum, aðal- lega prentuðum, en frá júní 1971 fór að birtast efm sem áður var ókannað. Nefni ég til dæmis ýmsa vitneskju um Þórð Thor- oddsen og útgerð Duusverslun- ar, sem ég hafði tundið í bréfa- safni sýslumanns. Næstu fjögur árin kannaði ég svo bréfasafniö að miklu leyti, en það nær yfir rúmlega 130 ára tímabil. Einnig tvö höfuðblöð 19. aldarinnar: Isafold og Þjóðólf. Var hvort tveggja mikið verk eins og gefur að skilja, - blöðin t.d. tugir ár- ganga Upphaflega var ætlun min með skrifum í Faxa, að draga saman efni i yfirlit að Keflavík- ursögu allt fram á okkar daga. En af því varð aldrei og ég lauk ekki greinunum. Höfðu þær þó birst að staðaldri í 3 ár. Ýmislegt varð þess valdandi að ég lauk þeim ekki, meðal annars það, að ég sá að uppsetning þeirra var alls ekki heppileg. A6 rekja at- burði mest eingöngu eftir tímaröð er afleitt í slíku yfirliti. En allt um það er yfirlitið hið eina sem enn hefur komið á prenti um keflvíska sögu, ef smágrein- ar eru frátaldar. Einnig ritaði ég ýmislegt annað í blaðið á þessum árum, en mest tengt sögu og menning- armálum. Samvinnan við Hallgrím var líka með ágætum meðan hann var ritstjóri. Vóg þar þyngst orðheldni hans og góðar efndir á framkvæmdum. Ef hann taldi nausyn á að breyta handriti málfarslega, sam- þykkti ég það strax, og slíkt kom stundum fyrir, enda vargeta mín tæplega á við áralangan ritferil hans. Enda sá ég síðar, að maður lærir ýmislegt af þeim sem eru eldri í ritlistinni, og ekki síst af lestri góðra bóka og tíma- rita. Þaö skerpir málvitund og hefur áhrif á stíl og framsetn- ingu. Mér var það líka hvöt, að fólk tók greinum mfnum vel og hafði gaman af þeim . fróðleik sem birtist, og e.t.v. hefur fróðleiks- fýsnin oröið upphaf þess, að ég hóf skrifin í Faxa. Ég miklaðist ekki af þeim ritstörfum og geri ekki enn, en vinsa allt úr sem má veröa mér til gagns og lærdóms. Slíkur á að vera höfuð ávinning- ur hvers rithöfundar. Þá fyrst verður alhliöa framför. Sfðan hef ég komist i kynni við ýmsa menn, lærða og leika, sem orð- ið hafa mér að liði. Eg hóf ritstörf og heimildasöfnun algjörlega ófróður um slík störf, en af sam- ferðamönnunum hef ég fræðst og af ritum þeirra hef ég reynt að tileinka mér betri vinnubrögð en áður. Ýmsa gæti ég nefnt í þessu sambandi auk Hallgríms Th. Björnssonar. Læt aðeins nægja að drepa á mann, sem veriö hef- ur í farabroddi íslenskra fræöa, og ég varð svo lánsamur að kynnast snemma. Það er Þórður Tómasson, safnvörður í Skóg- um. öll kynni mín af sögumönn- um og ritum þeirra hafa líka stuðlað að þvi, aö ungur maður varð fljótari að tileinka sér ýmis- legt en ella hefði orðiö. Eftir að framhaldsgreinunum um sögu Keflavíkur lauk í Faxa, leið nokkur tími þar til ég léöi blaöinu efni á ný. Ég var að sönnu ekki aögeröarlaus en skrifaöi ýmsilegt í blöð, nær og fjær. En fyrr en síöar stakk ég á ný niður penna í Faxa, og hélt áfram viðteknum hætti, ýmist að kvelja lesendur eða fræða þá, allt eftir þvi hve söguáhugi þeirra var mikill. Sumir hafa nefnilega engan áhuga fyrir staðreynda- og ártalaupptaln- ingum þeim sem þeim virðist sagan vera. En sagan er annað og meira-húnersamtíminnlíka. Og þegar farið verður að gefa út heildarverk um sögu byggðar- laga á Suðurnesjum kemur Faxi aö góðum notum - aftur og aftur - verður því eftirsóttari sagna- sjóður með hverju ári sem líöur. Ég óska Faxa þess, að hann megi sigla í blásandi byr inn á höfn tíunda tugarins, og heiti á sem flesta að stuðla að því. Allt er fertugum fært! ^ Fjölbrautaskóli Suöumesja Skólaslit á haustönn 1980 verða í íþróttahúsinu í Keflavík. föstudaginn 19. desember kl. 16. Skólameistari FAXI - 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.