Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1980, Qupperneq 52

Faxi - 01.12.1980, Qupperneq 52
Frú Anna og séra Oddur V. Gíslason meö börnum sínum og tengdasyni. Taliö frá vinstri: fremst: Ragnheiður, f. '87, Ágúst f. ’89, Anna f. ’91. Aö baki þeim sitja prestshjónin. Standandi: Jakobína f. '80, Rósa f. '74, Ólafur Ketilsson, Steinunn kona Ólafsf. '76, Vilhjálmína f. '72, Sigríður f. '77 og Gísli f. '83. Alls áttu þau sr. Oddur og Anna 13 börn. Þrjú dóu ung. Vil- hjálmur Kristinn, sem varð bóndi i Höfnum, er ekki með á myndinní. Sr. Oddur Vigfús Gíslason TsTAa™ Séra Oddur V. Gislason varð þjóðsagnapersóna, jafnvel í lif- andalífi. Fyrir því liggjaærin rök. Hann var einn af athyglisverð- ustu persónuleikum sinnar tíð- ar og langt á undan samtíðinni um marga hluti. Frumkvæði hans og forysta í slysavarnamál- um mun þó væntanlega halda nafni hans lengst á lofti. í þeim málum var hann brautryöjandi og ötull baráttumaður. Gaf m.a. út mánaöarblaðið Sæbjörgu, sem helgaö var sjómannastétt- inni og slysavarnamálum. Sjálf- ur var hann talinn afburða sjó- maður. Hann fann upp og kenndi mönnum að nota báru- fleyga og kjölfestupoka og gerði tillögu um að sundkennsla yrði lögboðin námsgrein í barna- skólum. Hugsjónaauður hans, hæfi- leikar og afköst voru slík, að enn hrífast menn af þeim eldmóði er hann bjó yfir. Margar greinar og heilar bækur hafa verið skrifað- ar um hann og hugfangin skáld- in yrkja um hann Ijóö. Eitt þeirra er hér frumbirt á næstu blað- síðu, eftir Kristin Reyr. Æsku- spor Kristins lágu um Staðar- hverfið. Blómsturvellir voru í ná- býli viðStað þarsemséraOddur þjónaði í 16 ár. Þeir höfðu báðir hlýtt á sömu hljómkviðu brim- hljóðsins frá Gerðistöngum og Malarenda, séð hafrótið æðayfir sker og flúöir og ógna lífi sæfar- enda, horft á þá lútaí lægrahaldi fyrir hamstola Ægisdætrum. Hvar, ef ekki þar, fæðast hug- myndir til úrbóta? Ljóö Kristins er gætt djúpum skilningi á stórmenninu hugum- stóra og athafnadjarfa, sem gætt hafði Staðarhverfið minninga- Ijóma og lifði í fersku minni kyn- slóðarinnar, sem skáldið tengd- ist í bernsku. VORUM TALDIR AF Framh. af bls. 238 Þú og skipshöfn þin lentuð einu sinni i lifsháska. Þú vildir kannske segja okkur frá þvi? - Sunnudaginn 1. marz 1942 vorum við á Ægi GK 263, að draga lóð 16 sjóm. VNV f rá Garð- skaga. Kom þá skyndilega leki að bátnum. Var hann það mikill að eftir 6-10 mínútur var sjór það hátt í vélarrúmi að vélin stöðvaðist, þá var og orðinn hnésjór í lestinni. Bátinn rak undan sjó og vindi. Allir skipverjar stóðu stanslaust við austur í vonskuveðri SA 10 vindstigum, í tvo sólarhringa, en þá hægði veðrið, var þá hægt að létta á bátnum með því að henda allri kjölfestunni og austur gekk betur. Tókst þá loks að minnka sjóinn í bátnum það mikið, að hægt var að gangsetja vélina. Vorum við þá orðnir mjög illa á okkur komnir af vosbúð og matarbirgðir þrotnar. Af og til allan tímann var á hlaupum reynt að kalla á hjálp í gegnum talstöðina. Allt án árangurs. Þegar leið á kvöldið 3. marz og ekkert sást til skipaferöa, tókum við það ráð að keyra á hægri ferð áfram, þrátt fyrir áhættuna. Um miðnættið sáum við Ijós á skipi sem reyndist vera BV Óli Garða. Skutum við upp neyðar- blysum og kom hann okkurþátil hjálpar og dró til Akraness. Þangað komum við síðdegis 4. marz. Var okkur ákaflega vel tekið og vel að okkur hlúð, upplýstist þá, að búið hafði verið að telja okkur af. Við sjópróf kom í Ijós, að þang hafði rekið i hið stóra gat sem orsakaði lekann, var þar komin skýring á því hvers vegna okkur tókst loks að ráða við hann. Þetta var mín mesta lífsreynsla, sem m.a. varð þess valdandi aö eftir þessar hrakningar lét ég smíða læstan matarkassa, sem fylgdi mér öll skipstjórnarár mín eftir þetta. Kassinn var alltaf fullur af niður- suðumat og því um líku og til þess að tryggja að svo væri alltaf haföi enginn að honum lykil nema ég. M & P FAXI - 216
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.