Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1980, Qupperneq 55

Faxi - 01.12.1980, Qupperneq 55
ÓLAFUR ORMSSON: Ágrip af veöurspám fyrri tíma Það er illa farið og mikill skaði hve lítil rækt hefur verið lögð við á síðustu áratugum að halda til haga þeim kennimerkjum er íslensk alþýða á liðnum öldum byggði sínar veðurspár á. Þetta var þó vissulega merkilegur vísdómur sem þróast hafði með reynslu kynslóðanna öld eftir öld, og var eigi smár þáttur í daglegu lífstarfi þjóðarinnar bæði til sjós og lands. Árið 1945 komu út "Austantórur” Jóns Pálssonar búnar til prentunar af Guðna Jónssyni, og ver hann þar miklu rumi um þetta efni, er það merkileg ágætis bók þeirra beggja, sem vænta mátti. Ef til vill eru veðurmerki þau er þar getur um, nokkuð staðbundin að einhverju leyti, því segja má að hvert héraö ætti sín spáfjöll fugla og fénað, einnig sína veðurfræðinga, því sannarlega var fólk misviturt á þessu sviði sem öðru, en af flestum þóttu þeir menn að meiri, er öðrum fremur reyndust skyggnari að ráða hinar margslungnu rúnir náttúrunnar, þó alltaf væru þeir til sem töldu þessa spámenn skrýtna fugla og sérvitringa, og víst báru þeir það nafn með réttu, þeir áttu sér meira vit en fjöldinn. Ekki gilti alstaðar hin sömu teikn til veðurbreytinga, fór það mjög eftir landslagi og fleira, og kem ég að því siöar. Einstaka menn voru sérstaklega öruggir að hlusta öldunið sjávar þó þeir byggju langt inn í landi, er mér sérstaklega í huga maður einn er ég heyröi talað um, en sem ég aldrei sá, því hann lifði og dó fyrir mitt minni, og mun ég nú geta hans hér nánar, og hef ég til þess nokkuð öruggar heimildiraöég held, endasvoað segja frá fyrstu hendi. Kárhólmar í Mýrdal var ein af skekktasta bújörð þar í sveit meðan hún var í ábúð, eigi mun sú jörö hafa verið til góðbýla talin, en hafði þó nokkur not af silungsveiði í Heiðarvatni og Vatnsá. Karhólmar eru austast í Heiðardal og háfjöllum girt á þrjá vegu þó eigi mjög nærri. Fyrst er þar búanda getið 1838 og er þar búið samfellt til 1883, en fer þá í eyði í 11 ár, en 1894er þar enn sest að búi, en aðeins í 2 ár og síöan í eyöi. Árin 1865-81 bjuggu þar hjónin Kristín Árna- dóttir í.1830 og Jón Sigurösson f.1826. Hjá þeim var í 2 ár vinnumaður er Einar hét, þá ungur maður, síðar var Einar þessi um tima hjá Agli Gunnsteinssyni i Kerlingardal og hann sagði mér eftir Einari þaö um háttu Jóns sem hér veröur frá sagt. Að sjálfsögðu stundaði Jón sjóróðra á vetrum í Mýrdal svo sem aðrir bændur þar gjörðu á þeim árum, því enn er þá allmikil útgerð frá söndunum þar og raunar lengi síðan. Það lætur nú að líkum, að eigi mundi það "heiglum hent” að stunda sjó frá Kárhólmum suður í Vík eða Reynishöfn og láta sig aldrei vanta til skips er róið var, en þetta lék nú Jón sér að og er þó þessi spotti til sjávar varla styttri en tveggja tíma ferð, miðað við lestagang. Fyrra árið sem Einar var í Kárhólmun reru þeir í Vík, Jón var vanur að hafa þann hátt á er honum leist vel á veður að kveldi að gefa hestum sínum ábætir af heyi við vökulok, því snemma þurfti að taka til þeirra að morgni yrði ræði, var varlafarið síðaren kl. 5, mun það sjaldan hafa komið fyrir ,gæfi Jón hestunum að kveldi að eigi væri sjóveður að morgni. Það vakti forvitni Einars hvað Jón var oft iengi úti á morgnana áður en hann segði Einari að fara að klæöa sig, varð það til þess að hann læðist einu sinni út eftir Jóni án þess að Jón yrði var við. Sér Einar þá hvar Jón liggur við austurhorn bæjarveggsins og lagði vangann fast að veggnum. Þannig færir hann sig til sitt á hvað og fer loks norður fyrir bæ en þá fer Einar inn í bæinn, því hann vildi ekki láta Jón sjásig og lagðist upp í rúm og breiddi yfir sig. Skömmu siðarkom Jón inn og segir "Farðu að klæða þig Einsi minn, en ég býst nú ekki við að það verði róið, en ég þori ekki annað en að fara” enda var veður gott. Er svo ekki að orðlengja þaö þeir fara suður i Vík, þegar þangað kemur eru allir að tygja sig til róðra. Einhver sem hugaö hafði að sjó taldi að sjó mundi heldur vera að kveikja, var því beöið birtu, þetta reyndist rétt, sjó brimaði og enginn reri þann dag. En þessi ferð var sú eina þennan vetur sem þeir fóru án þess aö róið væri. Næsta vetur reru þeir úr Reynishöfn sem er vestan Reynisfjalls og því nokkuð lengra frá Kárhólmum, en þann vetur fóru þeir tvær ferðir þangað án þes að róið væri.en þeir töpuöu líka aldrei róðri.Þannig sagöist Agli frá eftir Einari og ennfremur hatði Einar talið aö Jóni mundi fá veðurbrygöi hafa kómiö á óvart skifti hann þaö nokkru máli. Þessi ómenntaði afdalsbóndi hlustaði og skimaði eftir öllum kennimerkjum kringum sig og dró svo sínar ályktanir hverju sinni af því sem hann heyrði og sá, sem svo síðan þroskaðist með reynslu áranna - með ein- hverjum frávikum eftir aöstæö- um hverju sinni - þar til þetta varö honum staðreynd sem hann treysti. Jón vareinnaf veð- urfræðingum þeirra tíma og ef- laust gæddur meiri athyglisgáfu en fjöldinn, enda þurfti á þvf að halda meöan hann byggði Kár- hólma. Það er nú tyrir löngu vitaö aö frosin jörð hrímuð, leiðir hljóð ótrúlega langar leiðir, t.d. hópstökk hrossa eða annarra þungra dýra, grjóthrun o. fl. Þetta með öðru fleira, hefur ef til vill fyrst vakið athygli Jóns og annarra þeirra er við svipuð kjör og einangrun bjuggu, hvort eigi mundi reynandi að hlusta átök undiröldunnar viö marbakka fjörunnar þó verið væri þetta langt frá sjó og fleira gat vissulega komið til greina, því þessir menn voru sífellt með opin augu og eyru fyrir öllum hinum margvíslegu hljóðum og háttum náttúrunnar og drógu sína lærdóma þar af. Þau Kárhólma hjón Kristín og Jón áttu mörg börn, þeirra meðal tvo sonu er ég kynntist nokkuö, þeirhétu Ingimundurf. 1862 og Jón f. 1867, báðir voru þeir bræður valinkunnir sóma- menn. Ingimundi kynntist ég vél, mun hann hafa líkst mikið föður sínum, stundaði hann sjó tra söndunum um langan tíma og formennsku um árabil, og þótti hann vel þeim vanda vaxinn. Einkum þótti hann glöggur að sjá við snöggum breytingum á landbrimi. Einu atviki man ég eftir, er það frá síðustu árum Ingimundar við sjó.hann rær þá sem háseti hjá nágranna sínum Guðbrandi Þorsteinssyni, sjór var ekki góður þegar komið var í sand um morguninn hafði Guðbrandur þó sett fram en hikað við. Gekk Ingimundur þá fram í sjólöðrið og stóð þar um stund, kom svo og sagöi: Ég held hann deyi nú ekki ( dag, heldur mun hann kveikja. Það kom líka fram, sjó brimaði í aöfallið og enginn fór á sjó þann dag og ekki næsta. Ég spurði Ingimund seinna á hverju hann hefði séð þetta hann sagði: Það féll svo á löðrinu.það er þvi sem aidan skvettir upp á sandinn, og þríféll stundum og það veit alltaf á brim, þá er það undiraldan sem ýtir á, en fellur ekki fyrr en með aðfallinu. Svona sagðist honum frá. Jóni bróður Ingimundar kynntist ég minna, hann mun hafa hrakist meira frá foreldrum sinum í uppvextinum heldur en Ingimundur, en þótti allstaöar nýtur liðsmaöur og drengur góður. Mér sagöi næsti nágranni hans í mörg ár, Stefán Hannesson kennari að Jón væri N 0N: '€ f viturt góðmenni.svo sýnilegt er að báðir hafa þeir bræður erft nokkuð af vitsmunum föður þeirra. Jón fór vinnumaður að Skeiöflöt í Mýrdal 1898 til ekkjunnar Guðrúnar Markús- dóttur og giftist henni 1901 einstakri myndarkonu, og mun þar hvergi hafa hallað á hvað manndóm og góðleik snerti. Þar bjuggu þau svo við batnandi hag í farsælu hjónabandi þar til Jón andaðist 7. des. 1926. Það duldist engum sem að Skeiöflöt komað þarvarsnyrtilegaumallt gengið, jafnt utanhúss sem innan.og sýnilegt að hagar hendur unnu þar aö öllum störfum. í þessum kafla hefi ég sérstaklega Skaftafellssýslu í huga, að svo miklu leyti sem ég man um veðurathuganir fólks þar um þærmundirerég ólst þar upp. Já, það voru mörg teikn, bæði á lofti og í landi er í var spáð og hef ég því miður víst mörgu af þvi gleymt er ég sem barn þar í Meðallandi heyrði fólk um tala, þó minnist ég ýmsra hluta, ungur lærði ég visuna: Ef sjást í vestri sólir þrjár/ segist veðrið mjúka./ En ef þær skina skært f ár/skammt er á milli fjúka./ Þessi spá giiti jafnt fyrir allt Suöurland. Bjartursólbauguraö morgni dags veit ávallt á vont veður, og það oft samdægurs, en sé hann síðdegis veit það oftast á þrálát þurrviöri. Og til að festa þennan spádóm í minni fólksins, þá var gripið til Ferskeytlunnar því flestir gátu lært hana og sýnir þaö einnig hvaö sú spá var talin örugg. Baugur um tungi á nætur var nefndur rosabaugur og talinn vita á versnandi veöur og því verra sem þeir væru bjartari, og væri skarö í honum þaðan mundi áttin veröa. Væri miklar og snöggar breytingar á norðurljósum, þaö vissi á vind, Framh. A bla. 221 FAXI - 219
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.