Faxi - 01.12.1980, Page 57
ÁGRIP AF VEÐURSPÁM
Framh. af bls. 219
og væru þau sunnan við
háhvolfið , þá var ekki þurrviðris
að vænta næsta dag, en ef þau
voru neðarlega á norðurlofti, ef
til vill alveg niður við fjöllin, það
þótti vita á þurrk. Svipuð spá gilti
um stjörnurnar, ef þær tindruðu
mikið þá var sagt að hann væri
,,hvass á stjörnurnar" átti það
einnig að vita á vind. Þá var þaö
ef mjög var þétt stirndur og
bjartur himinn, án þess vera um
tunglsbirtu að ræða, það vissi á
úrkomu. Og þá var það litróf
lofts, þar var nú margar
rúnir aö ráða (, t.d. þeg-
ar glitti í smá heiðríkjugöt í
austri niður viö jörð sem
roðnuðu við sólris. það voru
hinar svonefndu og réttu
austantórur sem ávallt boðuðu
austan rigning, svo ef loftið var
svo blátært yfir öræfajökli aö
morgni og skæri undan tánni-
það var þannig orðað í Meðal-
landi þegar öræfin hyllti uppi
snemma dags-, en kæmi (Dað
fyrir þurfti nú ekki að reikna með
þeim degi þurrum til enda. Nú þá
var það morgunroðinn, hann
veit alltaf á úrkomu og oftfyrren
varir sé hann mikill strax með
sól, aftur á móti var kvöldroði
oftar fyrir góðviðri, en gat þó
brugðist. Þá voru það klósigar
blikudrög sem lágu um þvert
loftiö, til ýmsra átta, en oftast í
reglulegum línum hliö við hliö
og mættust allar að síðustu til
endanna og ævinlega var vinds
að vænta frá þeim enda er mjórri
var og því hvassari sem
breytingar voru örari, en þá kom
að því að ráða, eftirtil skýanna,
hvort úrkoma myndi fylgjastorm
inum, en þaö var oftast stórt
atriði einkum um sláttinn hér á
Suðurlandi, því sjaldan var
þurrkur ofmikill þar á þeirri
árstíð. Sæust sólstafir fyrir
miðjan morgunn þá var hætta á
skúrum þann daginn, en varla
fasta úrkomu. Væri mikið um
Ijósar blikuklær hingaö og
þangað um loftið vissi þaö
ævinlega á úrkomu enda
nefndar vætuklær og sumir
hinir róttækari rosaklær, og
mátti nokkuð meö vissu ákvaröa
áttina eftir því hvernig klærnar
beygöust. Þá var það tunglið,
sitthvað var í það rýnt og spáð
þar eftir en því miður er ég mjög
fáfróður þar um, skal þó telja
það er ég minnist hafa heyrt:
Stafnahvasst -bjart tungl
sprungiö út í suöri, vissi á kalda
norðanátt og væri það með
daufum lit, þá vissi þaö á vond
veöur. Annars heyrði ég einu
sinni mann úr Noröurlandi
segja: Það er ekkert hægt að spá
í tunglið fyrr en eftir fimmtuna,
þaö er að segja eftir 5 fyrstu
daga frá tunglkomu. Þetta hafði
ég aldrei heyrt fyrr hér syðra og
hugsa að það hafi sjaldan veriö
haft á orði. Þá minnist ég eins, ef
tungl grúfði mikið áfyrsta kvart-
eli, þá mundi þaö verða sjóslysa-
tungl. Svona var spurt og leitað
svara, kynslóð eftir kynslóð. Þá
var það meðan lýsislamparnir
með fífukveiknum voru enn
notaöir í baöstofum og annars
staðar þar sem Ijósvant var, þá
var vel að því hugaö hvernig
Ijósið brann, ef það logaði stillt
og rólega vissi það á blíðu og
logn, en brynni það óstillt og
glossaði upp með miklum
breytingum það vissi á vont
veöur. Þetta fór ekki fram hjá
þeim er átti að skara í Ijósiö, því
kveikurinn brann mikið hraðar
ef Ijósið logaði óstillt, auk þess
sem birtan var flöktandi og
notaðist illa, og mátti þó varla
spillast. Á þessu var mikið mark
tekið og þótti nokkuð öruggt, að
minnsta kosti þarsem áfífukveik
lifði.
Þá voru það dýrin, þau áttu
sína veðurvita, alkunnar og
óteljandi eru sögurnar af for-
ustufénu, sem svo að segja
sýndust vita á sig öll veöraþrigöi
og höguðu háttum sínum þar
eftir, en gafst oft illa að breyta
gegn því. Vel man ég eftir því er
ég var smali á kvíánum á
Kaldrananesi ef ærnar hristu sig
er búið var að koma þeim í
kvíarnar, væru mikil brögð að
því vissi það alltaf á vont veöur.
Svo voru það hrossin þau voru
eigi að siður næm á veöurbreyt-
ingar, t.d. hross sem gefiö var á
vetrum og látin aöeins út er gott
var veður velltu þau sér venju
fremur mikið, hristu sig og
legöust svo von bráðar niöur á
fætur sér- ekki afvelta- og
stungu svo munninum ofan í
jörðina, þetta vissi á harðindi og
vakti Ijótan grun er leið að vori.
Þetta hef ég staöreynt oft og
borið það undir merkilegan og
athugulan hestavin og taldi
hann þetta einnig sína reynslu.
Vafalaust er það eins með
dýrin eins og manninn að þau
eru misvitur og misnæm að
varast duttlunga tilverunnar og
sýnast þau oft, jafnvel þau
smæstu, vera betur búin þeim
hyggindum sem í hag koma á
hverjum tíma heldur en viö
mennirnir, þó engan hafi þau
háskólagenginn veöurfræöing
til að útreikna og ákvarða
veðurfariö langt fram i tímann,
nægir þar að minnast á
hagamúsina. Þetta litla
gullfallega dýr. Það má ganga
aö því visu að hafi hún áberandi
umsvif framar venju á haustin, ef
til vill í híbýlum manna, þá veit
það á haröan vetur. En hún hefur
nú fengiö það vit með reynslu
liðinna kynslóöa aö eigi muni á
annaö aö treysta en sjálfa sig
með aödrætti, þó varla mundi
hún þá alltaf fara eftir
ströngustu lögum um eignarétt,
enda fékk hún oft harðan og
ómildan dóm fyrir, þó öll væru
hennar afbrot í lífs nauösyn
unnin, en þaðerönnursaga. Hitt
er torráðin gáta hvaðan
dýrunum kemur sú vitneskja
sem knýr þau til frekari athafna í
einn tíma en annan og sem
ótvírætt sýnist benda á næma
skynjun á hættulegar breytingar
veðurfarsins langt fram í tímann.
Úr því ég fór a minnast á
hagamúsina, þá ætla ég láta
fylgja hér smá músasögur og
eina þeirraerég var sjálfursjón-
arvottur að og sem okkur er
sáum varð það minnisstæð, að
ekki gleymdum meðan báðir
lifðu og er fyrir mér enn
Ijóslifandi og hér kemur sagan.
Það var vetur einn á
Þorláksmessu, ég á þá heima á
Kaldrananesi í Mýrdal, að við
bræðurnir Ormur og ég erum
sendir austur í Vík til að kaupa
einherjar nauösynjar fyrir jólin,
var liðið af hádegi er við lögöum
af stað. Veður var þannig.hálf-
skýjað, nokkuð frost en logn,
snjór yfir öllu jafnfallinn illa
gerður og haglaust um allt, en
afbragös reiðfæri, viö vorum vel
ríðandi og bar greitt yfir. Við
stóðum töluvert við ( Vik, þvf
ekkert kallaði að og tunglskin
um kvöldið en hafði heldur
þyngt í lofti meðan viö dvöldum í
Vík. Þegar við erum að leggja af
stað kemur maöur til móts við
okkur og biður okkurgjöra konu
sinni þann greiöa að taka af
henni smásendingu aö Norður-
götum, en sem þó var ekki alveg
tilbúin hvað við að sjálfsögðu
gjörðum, þar sem þetta var sem
sagt á okkar leið, en nú var
komiö fast að dagsetri er við
endanlega lögðum af stað. Ber
nú ekkert til tíðinda, við höldum
léttann inn víkina, en er viö
komum innst í Skeifnadalinn þá
sýnist okkur sem allt hjarniö er
við sjáum yfir ofan vegar og
neðan sé eitt kvikandi mor. Ég
verð nú að segja það að okkur
brá nokkuö. hvað var þetta
vorum við farnir að sjá ofsjónir?
Við fórum af baki til að athuga
þetta nánar og þá kemur
skýringin, þetta erö mýs. Ástóru
svæöi hvert sem litiöer. Þarnaer
hálendi nokkuö, snjórinn þar
grynnri og puntstráin stóöu þar
viða upp úr og hér eru þær
komnar í mörg hundraða tali og
hamast viö að rífa axiö af
puntinu og gæta einskis annars
svo þær naumastforöuðu sérfrá
fótum okkar. Við teymdum
hestana inn af hæöinni niöur
hallann að Saurukeldu þar var
meiri snjór og engin puntstrá
sjáanleg, enda þar engin hús og
ekkert bjargræði til aö vinna við,
þó varla mundi nú hafa vanþörf
verið að fá einhvern fóöurbæti
með. En hvað mundu mörg
prósent hafa lifaö af þau
harðindi sem framundan voru
hafi þeim ekkert betra aö munni
borist? Ég veit nú að einhverjir
sem lesa þetta, ef nokkrir verða ,
halda að ég ýki frásögnina, en
ég segihvert orö satt, en vitni hef
ég engin því sáermeö mérvarer
dáinn. Við héldum svo ferö
okkar áfram og komum að
Götum, og sögðum Jóni,
húsbóndanum hvaö við höfðum
séð. Já, lagsmaöur en það var
oft hans talsháttur þetta veit allt
á molharöindi, snjótittlingarnir
svo aö segja elta mann á milli
húsanna dag eftir dag, enda
hefur hann blikað í dag og hert
frostið með kvöldinu og þaö veit
alltaf á vont. Þetta lét heldurekki
lengi á sér standa, því um
morguninn var kominn
moldbylur með brunagaddi og
segja mátti aö harðindi héldust
með litlum hvíldum fram í
þorralok en þá fór heldur að lina
og dró mikiö úr snjókomu og
vorið var gott, hvað margar sem
lifað hafa veturinn af.
Þá minnist ég einnar sögu er
maður af Vesturlandi sagði mér
eftir aö ég flutti hingað til
Keflavíkur. Þannig hagaði til þar
sem þessi maöur átti heima að
gegnum heimaland jarðarinnar
rann á, sem venjulega varfremur
vatnslítil, en gat orðiö æði
fyrirferöamikil í leysingum á
vetrum og vori og gjörði þá
stundum ærinn usla á
slægjulöndum jarðarinnar meö
aurburði o.fl. Þarna með ánni óx
snarrótarpuntur stórgeröur sem
stóð lengi frameftir hausti
sígræn og fór stundum þannia
undir snjó ef tíð var frostlítil. Á
hverju hausti bar nokkuö mikiö á
músarholum þarna með ánni, en
þó mismikið, sennilega hefur
þessi aösókn músanna að ánni
stafað frá þessum stórgerða
punti, hann var matmeiri en
venjulegur graspuntur og
músinni fundist hægari heima-
tökin, aö búa sem næst þessu
matþúi þó eigi væri þaö
auðugra, en varla er nú ástæöa
að væna hana um sporleti miöaö
við stærð vissi hún af öðru betra.
En nú kem ég loks aö
höfuökjarna þessarar frásögu:
Þaö sagði þessi maður mér eftir
fööur sínum, að aldrei hefði i
sinni tiö fariö músarhola á vetr-
um f ána, sem grafin var á sama
hausti, sem sagt, hann gat reitt
sig á aö áin fór ekki hærra en aö
neöstu holunni frá haustinu. Og
aö þessu athuguðu Iftur svo út
sem músum komi fátt á óvart, en
vfst er aö þær sjá lengra fram (
tíma og rúm helduren vorir veð-
urfræöingar.
Svipaða sögu hef ég einnig
heyrt úr Borgarfirði syöra.
En það eru fleiri dýr en þegar
Framh. * næstu slfiu
FAXI - 221