Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1980, Síða 58

Faxi - 01.12.1980, Síða 58
eru talin, sem virtust vita fyrir veöurbreytingar, t.d. lóan, kæmu þær fléiri saman heim á tún í þurrviöri, það vissi alltaf á regn. Mun það hafa stafað af því, að þá vissu þær af reynslu, að ánamaökurinn kom upþ í bleytuna og þá varð að nota tækifærið og grípa hann en votviörið gat hún vitað fyrir, þó við sæjum það ekki, en hvernig? Þaö er gátan. Þá var þaö einkum er leið á sumar og dimmt var orðið á kvöldin og heyrðist hún þá segja stutt dí! Þaö þótti vita á þurrk, en segði hún dí, dí,í það var vætuhljóð. Þá var það kjóinn, hann var nú einn spáfuglinn. Þegar hann renndi sér og hengdi niður vængina og sagði díá.díá díá þá spáði hann regni og fékk oft að launum mörg ónotaorðin og þau Ijót stundum, að minnsta kosti hér á Suðurlandi því hér vantar svo oft þurrk um sláttinn, en hann reyndist oft sannspár, en ég man ekki eftir að hann spáði þurrki. ( Meöallandi var mikið mark tekið á lómnum, þar verpti hann v(ða ( tiarnarhólmum og við tjarnir. Á sumarkvöldum mátti oft heyra breytileg hljóð í honum. Vældi hann ámátlega og "drægi seiminn,, þaö vissi einatt á rigningu, en ef hann gaggaði snöggt þétt þaö þótti vita á þurrk. Svo er það krummi, liklega er hann nú vitrastur allra fugla sem við hér höfum kynni af, enda hefur honum ekki veitt af öllu sínu viti til að lifa. Ár eftir ár að hausti til meðan foreldrar okkar áttu heima í Efri-Ey héldu hrafnar þing í Egginni rétt austan við ( KvíajBólið, var þaö stundum ótrúlegur grúi af hröfnum sem þar komu saman, er mér þetta sérstaklega í minni vegna þess, aö okkur börnum var harðbannaö að styggja hrafnana og hundarnir voru passaöir líka. Sem sagt það mátti ekki trufla þinghaldið. Ekki veit ég nú hvað lengi þing þessi stóðu I hvert sinn, en þarna virtust ekki allir sammála því mikill var hávaöinn og viö þinglok- sem áreiðanlega voru mislöng- fór hópurinn að skifta sér tveir og tveir saman, sem svo flugu saman til ýmsra átta. Eitthvaö var talaö um að ef einn varð stakur síðast, þá hafi þeirer enn voru eftir flogið á hann og helst reynt að drepa hann, átti það að vera elsti hrafninn er kom til þings I það sinn og má með nokkrum rétti segja að þeim væri mannadæmi, því ekki var nú þá stundum breytt svo mannúðlega við gamalmennin. En hvað um það, víst er að strax eftir þinghald voru tveir hrafnar komnir á flesta bæi I ná- grenninu sem svo siðan hóldu þar að mestu til á hverjum degi allan veturinn en hvort þaö voru sömu hrafnar ár eftir ár það vissi enginn, því allir eru krummar hver öðrum líkir að lit og háttum. í Ef ri-Ey voru I mínu ungdæmi 4 búendur, tveir á sama hlaði I uppbænum en á þeim voru einn við hvort heimili, en I Hól sem er svo syðstur bæjanna voru tveir , en í Miöbænum mun enginn hrafn hafa verið meðan Sveinn bjó þar, en hann var mikil skytta og gekk oft með byssu ef veiði var von. En eftir hann flutti suður og Einar kom að Miöbæ, þá settust hrafnar þar að svo sem annars staðar. Alltaf var hrafninum gefið á veturna hjá foreldrum okkar í Efri-Ey og einnig eftirað þau fluttu að Kaldrananesi. Ekki munu hrafnaþingin hafa verið haldin nákvæmlega á sama tíma á haustin, þó mun það alltaf hafa veriö haldið nokkru fyrir vetur- nætur, sumir sögðu þau haldin vanalega um aðra skilarétt, átti það aö vera vegna þess að þá var mestu slátrað I sveitum um það leiti og átti krummi vita þaö en ekki skal ég fullyrða neitt um þaö. Mjög var talið misjafnt hvað margir mættu á þingum þessum en ég man gamlan bónda sem mikiö dáöi hrafninn halda því fram að þar mættu áberandi fleiri þegar vel voraöi því svo gat kreppt að krumma I mestu vor- haröindum að ekki kæmi hann ungum sínum fram, en tækist vel til þurfti auövitaö að ráðstafa ungviðinu jafnframt. Sagt var mér að eigi hafi þessi þing verið haldin á hverju ári þarna í Efri- Ey, en ávallt á sama stað I Egginni er haldin voru, en ekki man ég til að hafa heyrt aöra staði tilnefnda sem hrafnaþing- staði þar eystra, þó varla hafi þetta verið sá eini fyrir alla sýsluna. Svo má segja að hjá mörgum hafi krummi verið hið mesta uppáhald og mikið mark tekiö á ýmsum háttum hans og skal nú minnast þess helsta sem ég heyröi um getið. Það var fastur vani bæjarhrafnanna I Efri- Ey og svo mun víöar hafa veriö í Út-Meðallandi aö fljúga rétt fyrir dimmuna beint uþp T Eldhraun og gistu þar um nætur, færu þeir fyrr eitt kvöld en annað og görguöu mikið, það vissi ætíð á versnandi veður, að maöur tali ekki um, ef þeir veltu sér um hrygg. Kæmu þeir snemma að morgni flögruðu um með kokhljóði og hyrfu svo en kæmu fIjótt aftur þá var vissara að gá til kinda, þá myndu þeir vita af einhverju dauðu og það heyrði ég gamlan bónda segja, að hrafninn léti sig alltaf vita ef eitthvað væri dautt, enda gæfi hann krumma bita af því áður en hann bæri það heim. Annars var hrafninn lengi vel nokkurs konar þjóðsagnapersóna í vitund þjóöarinnar, góður og hollráður þeim er veittu honum velgjörðir, en grimmur og hrekkvís þeim er sýndu honum óvild í einhverri mynd. Vafalaust er þetta leifar frá Ásatrú, enda mun nú persóna krumma nokkuð hafa breytt um svip I vitund þjóðar- innar á okkar tíma, sem vænta má. Þó að margt á síðustu tímum hafi snúist okkur til hagsældar sem gamlir eru, þá er þó einnig margs að sakna, t.d. þess að gaman væri nú að hafa þingtíðindi krumma I hendi sér og að kunna að lesa þau sér til vitsauka. Fleiri voru þeir fuglar er marktækir þóttu sem spáfuglar um veðurfarið, alkunn er setningin þessi: Þegar spjóinn vellir graut, þá er úti vorhörkur og vetrarþraut,,. En ég held nú samt aö hann hafi ekki almennt verið tekinn alvarlega. Heyrði ég konu, mesta fuglavin segja „Það er ekkert að marka árans spóann.því maður veit aldrei hvort hann er að spá veður- breytingum eöa hann sé I bónorðshugleiðingum, því hann er nú ekki við eina fjölina felldur fuglinn sá; og þá er hann svo montinn- eins og hann er nú reyndar alltaf- að hann beitir öllum sínum raddbreytingum sem hann kanntil aðgjörahosur sínar sem grænastar fyrir þeirri sem hann er hrifinn af í það skiftiö, uss ég tek ekkert mark á honum“. Svona sagðist henni frá. En ég ætla nú ekkert að fullyrða um hve mikilli spádóms- gáfu spóinn er gæddur eða hversu staðfastur hann er I sínum einkamálum, en ég hef mesta gaman af honum, hann er svo skemmtilega kátur og smástrýðinn einkum við hunda. Og prýðilega er hann laginn við að villa mönnum sýn um hvar hann byggi hreiðursittog virðist kunna góð skil á þeim hyggindum sem honum þá í hag koma. Svo er þaö hrossagaukurinn (mýrarsnípan). Ekki veit ég til að hún hafi neinn veðurfræðingur verið talin, en það voru ákaflega margir sem tóku mark á því hvar þeir heyrðu fyrst til hennar á vorin. Er til heil þula um þaö, okkur til leiöbeiningar-sem trúnað lögðum á það- svohljóðandi:Uppi unaðsgauk- ur, Austri auðsgaukur, Suðri sælsgaukur, Vestri vesælsgauk- ur, Norðri námsgaukur og niðri nágaukur, ef maður stóð hærra en gaukurinn, t.d. upp á fjalli og hann hneggjaði neðar. Svo var það síðasta og merkilegasta spáteiknið, ef svo hittist á að hann hentist undan fótum manns skrækjandi I fyrsta sinn og "öskraði þá með ósköpum mesta, ekki mun þig spekina bresta,, já svo var nú þaö, ekki minnist ég þess að hann hafi þannig heilsaði mér á vori, enda er ég eldrei neinn spekingur að viti. Þá eru það hænsnin, þau virtust vel finna á sér veðrabrigði.ef þau kroppuðu sig mikið og hristu sig, það vissi ævinlega á regn og sama var þaö með ýmsa aðra fugla. Þetta staðreyndi ég. Framh. I næsta blaði íbúar Vogum og Vatnsleysuströnd Allt í hátíðarmatinn fáið þið hjá okkur. Allt til skreytinga og mikið úrval af kertum. Eflum eigin verslun, verslum heima. VOGABÆR - Vogum Sími 6516 FAXI - 222
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.