Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 59

Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 59
HUXLEY ÓLAFSSON: Á tímamótum Á tímamótum Faxa, 40 ára, er athyglisvert að bera saman hvernig aðstæður eru á Islandi, þegar Faxi fer af stað og nú, 40 árum síðar, þegar hann siglir undir fullum seglum og góðri stjórn, beint inn í framtíðina. Ég ætla ekki að taka marga þætti, en ef til vill þá örlagaríkustu. Fyrir40árum, 1940, vorum við að komast út úr kreppu sem Faxa 40 ár» staöið hafði í ca. 10 ár. Að okkur tókst á þeim tíma að losna viö kreppuna, má að mörgu leyti segja að sé afleiðing af stríðs- undirbúningi og stríði milli stór- þjóða. Seinna stríðið svokall- aða var þá byrjað. - Litlu síðar var ísland hertekið og enginn vissi hvað framtíðin bæri í sér. - Margir voru með ugg í huga. 1980 - í dag - eru margir meö ugg ihuga.ekkivegnastríðseða erlendra áhrifa heldur vegna heimatilbúinna vandræða, sem er hin mikla verðbólga. Ég ætla ekki að fara út í neina pólitík - Faxi er ópólitískt blað - en ég tel mál ekki lengur póli- tískt, sem allir stjórnmálaflokk- ar hafa glimt við - og allir fallið í þeim átökum. Til þess að lækna sjúkdóm, verður að finna orsök hans. Til þess að ráöa bót á verðbólgunni verður að finna orsök hennar. í því sambandi skulum við hverfa nokkur ár aftur í tímann. Árið 1940, þegar Faxi byrjar göngu sína, var útvegur og fisk- verkun aðalundirstaðan fyrir gjaldeyristekjum þjóöarinnar. Á hverju ári var reynt að finna þaö verð á fiskinum, að báðir gætu lifað. Þá voru engir styrkir eða sjóðir til að hlaupa í. Fiskverðið var miðað við það verð, sem fisk- afuröirnar gáfu á erlendum mörkuöum. Þetta stóð oft í tölu- verðu stappi - en alltaf tókst aö semja um veröið. Þá kom fram, að menn vildu fá einhvern ákveöinn aðila, til að semja ár- lega um verð á hinúm ýmsu teg- undum fiska. Upp úr þeim vangaveltum var verðlagsráð sjávarafurða atofnað, áriö 1961. í fyrstu var samiö upp á gamla lagið - verðiö á fiskafuröunum var miðað viö hvað fékkst fyrir þær á erlendum mörkuðum og þjóðin reyndi að lifa innan þess ramma sem hún aflaði - bæði í kaupgjaldi og öðru. En eftir nokkur ár var breytt til um viðmiöun verðlags á íslensk- um fiskafurðum þannig, að ef kaupgjald í landi haföi prósent- vís hækkað meira en fiskveröiö, var samið um óraunhæft fisk- verð, eða sem sagt - kaup í landi var orðinn grundvöllur verðlags afuröa þeirra, sem áttu aö seljast á erlendum mörkuðum. I fyrstu tóku menn varla eftir þessu, stundum hækkaöi verðlag er- lendis og þá þurfti engra að- gerða með, og ef það lækkaði eða stóð í stað, voru gerðar smá lagfæringar á genginu. En þetta átti eftir aö vinda upp á sig og brátt kom að því, að eftir hverja verösamninga á fiskafurðum, varö að gera gengisbreytingu. Sú gengisbreyting hækkaði allar innfluttar vörur, sú hækk- un leiddi af sér hækkun á land- búnaðarvörum, þessar hækkan- ir leiddu af sér kauphækkanirog kauphækkanirnar leiddu af sér hærra tiskverð í næstu samning- um og þá hófst aftur sami hækk- anahringurinn og í þessum hringdansi erum við stödd í dag. Nú líður varla sá dagur að gengið sígi ekki eitthvað. Verði ekkert að gert leiðir þetta innan skamms til algers hruns. Þettaer kölluð verðbólga - nafniö skiptir ekki máli, heldur að átta sig á því, hvað er að gerast. Vextir hækka svipað og verðbólgan, enda er talið, skv. bankalögmál- inu, að vextir þurfi að vera að minnsta kosti 2-3% hærri en veröbólgan. Vaxtakerfið veldur því, að illmögulegt er að byggja yfir sig. Sömuleiöis er ekki hægt að reka fyrirtæki mð þessari vaxtapólitík. Ný fyrirtæki geta ekki myndast og smátt og smátt leiðir þetta til atvinnuleysis. Ég rek þessa orsaka- og af- leiöingasögu ekki meira að svo stöddu. Fyrir um 40 árum vorum við hertekin af erlendum aðilum, en í dag höfum við sjálf „hertekiö" okkur með eigin aðgeröum. En við getum komist út úr þessari úlfakreppu ef við viljum. Til þess þurfum við aðeins að lifa eftir efnum og ástæðum. Við megum ekki verösetja afurðir okkar hærra en viö fáum fyrir þær. Við verðum að ákveða gengið í dag riflega innan þess ramma, að út- flutningsvörur okkar borgi kostnað við öflun og vinnu og þar festum viö gengiö. Innan þess ramma veröum við svo að lifa. Þá kemur til að við sjálf og ríkiö veröum að fara að spara. Ríkisstjórnin er aðeins eins og framkvæmdastjórn í fyrirtæki. Kostnaðurinn við rekstur fyrir- tækisins verður að vera í hlut- falli við tekjur þess - ef ekki á illa að fara. Við erum í stríöi við verð- bólguna. í stríði þurrkast allir flokkadrættir út - allir vinna saman sem einn maður að því að reka óvininn í burtu. [ okkar stríði verða flokkarnir að sameinast sem leiðbeinend- ur þjóðarinnar. Viö megum ekki kasta allri ábyrgð á stjórnmála- flokkana. Við erum öll samábyrg og þeir geta lítið gert annað en það, sem við viljum, en öll viljum við sigra i þessu stríði - og það verður aö takast. I þessari grein hefi ég aöeins minnst á nokkur atriði. Ef fara ætti dýpra inn í þessi mál dygði allt lesmál Faxa skammt - og því hætti ég hér. ELLEN NYRTIVdRUR llmvötn og baðvörur í úrvali. APÓTEK KEFLAVÍKUR Fjölbrautaskóli Suðurnesja Meistaraskóli fyrir iðnaðarmenn í byggingagreinum verður starf- ræktur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefst kennsla í janúarmánuði 1981, ef næg þátttaka fæst. Námsefni verður hliðstætt því sem veriö hefur í Iðnskólanum í Reykjavík og samræmt í meistaraskólunum á Akranesi, Akureyri, Keflavik, Reykjavík og Sauðárkróki. Þátttökugjald verður 100.000 kr. fyrirtveggja anna nám. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu skólans í síðasta lagi föstudaginn 19. desember n.k. Nánari upþlýsingar veita Héðinn Skarphéðinsson og Surlaugur Ólafsson. Skólameistari FAXI - 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.