Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1980, Síða 61

Faxi - 01.12.1980, Síða 61
GUÐNI MAGNÚSSON: Mesta auðlind okkar? Fyrir 40 árum 40 ára afmæli blaðsins FAXA leiðir hugann að því, hvernig umhorfs var hér í byggðarlaginu um þær mundir sem það hóf göngu sína. Götur voru þá engar með varanlegu slitlagi og ástand þeirra því oft ömur- legt. Rafmagn var þá aðeins t.il Ijósa, framleitt með mótor- vélum. Vatns- og skolpveita engin. Og fáa mun hafa órað fyrir því, að við fengjum hita- veitu hér. Síðari heimsstyrj- öldin hafði þá staðið í rúmt ár og voru menn viðbúnir loft- árásum á hverri stundu. Bretar höfðu hernumið land- ið og reistu braggahverfi hér og þar, m.a. hér inni í bæn- um. Margt hefir breyst-og flest til bóta, þó ekki allt. Fólks- fjölgun og uppbygging bæj- arins nefir verið ör. Nú eru flestar götur orðnar malbik- aðar eða olíumalbornar, en gangstéttir vantar víða. Raf- magn frá Sogi kom 1945 og vatns- og skolpveita um svip- að leyti. Og þar sem ég var nokkuð viðriðinn þessa síð- astnefndu framkvæmd, ætla ég að skýra stuttlega frá að- draganda hennar og byrjunarframkvæmdum. Vatnsbólin gömlu ( gamla daga var vatn tekið úr brunnum, og var það ýmist halað upp í fötum eða dælt með handdælum, - svo- nefndum póstum. Hérí Kefla- vík voru þrír póstar, einn við Tjanargötu, annar við Aðalgötu og hinn þriðji við Brunnstíg. Munu þeir allir hafa verið í eigu hreppsins. Á Vatnsnesi var einka- brunnur en ekki var póstur á honum. Þá hafði ísfélag Keflavíkur látið grafa brunn á lóð sinni og var dælt upp úr honum með rafmagnsdælu. Hreppurinn hafði samið við félagið um afnot af brunm þessum fyrir hreppsbúa og látið steypa þar vatnsgeymi, sem vatni var dælt í og gátu menn sótt þangað vatn. Fyrir- hugað hefði verið að leggja vatnsveitu frá geymi þessum og hafði Finnbogi Rútur Þor- vaidsson verkf ræðingur verið fenginn til að gera áætl- un og uppdrátt af þeirri fram- kvæmd. Finnbogi var síðan áfram ráðunautur hreppsins í þessum málum og hannaði vatns- og skolpveituna þegar í hana var ráðist. - Einhver fleir vatnsból munu hafa verið hér áður fyrr, t.d. var brunnur í eigu Duus. Nú var málum svo komið, að menn sættu sig ekki leng- ur við hið aldagamla fyrir- komulag að sækja vatnið í fötum, sums staðar alllanga leið. Komnar voru á markað- inn sjálfvirkar rafmagnsdæl- ur og þeir sem bjuggu í nánd við brunnana fóru að leggja leiðslur frá þeim í hús sín, nokkrir í félagi. Dælunum var komið fyrir niðri í brunnun- um og voru komnar margar dælur í hvern brunn. Voru þær þannig stilltar að þær fóru í gang þegar þrýstingur minnkaði við það að einhvers staðar á leiðslunni var skrúf- að frá krana, en stöðvuðust þegar þrýstingurinn komst yfir visst mark. Þegar fólk fékk þannig rennandi vatn inn í hús sín, jókst vatnsnotk- unin allverulega svo að brunnarnir þornuðu iðulega. Var því orðið Ijóst að eitthvað þurfti að gera til úrbóta. Margir notuðu rigningarvatn af húsum sínum. Steyptu menn þá gjarnan vatnsþrær í kjallara eða utannúss og söfnuðu þar vatni. Gat það verið allgóð úrbót, en gæta þurfti þess vel að taka renn- urnar úr sambandi þegar byrjaði að rigna, meðan þakið var að hreinsast af sóti og ryki. Frárennsli Um frárennsli frá húsum var svipað að segja, að þar var um ófremdarástand að ræða. Þeir sem næst bjuggu sjónum höfðu sumir lagt hol- ræsi frá húsum sínum niður í fjöru. Hinir höfðu margir gert ,,svelgi“ eða rotþrær. Svelg- irnir vildu stíflast með tíman- um, einkum hjá þeim sem höfðu freistast til að fá sér vatnssalerni, og varð þá að ausa upp úr þeim, ella rann þetta ofanjarðar. Hér var einnig úrbóta þörf. Vatns- og bolræsanefnd í ágústmánuði 1941 sam- þykkti hreppsnefndin tillögu um að kjósa þriggja manna nefnt „til að athuga mögu- leika á að leggja skolp- og vatnsveitu um kauptúniö nú í haust eða á næsta vori. Nefndin athugi á hvern hátt heppilegast sé að fá fé til framkvæmda og hvernig hagkvæmast sé að haga verk- inu. Einnig láti nefndin at- huga hvar heppilegast sé að ná neysluvatni, sem fullnægi þörf kauptúnsins. Nefndin skili áliti til hreppsnefndar- innar hið fyrsta.“ í þessari nefnd lenti ég sem formaður, en auk mín voru í henni til að byrja með Valde- mar Guðjónsson og Sigur- þór Guðfinsson. Allmikil mannaskipti urðu síðar í nefndinni. Eftir hrepps- nefndarkosningarnar, sem fóru fram um veturinn, komu í nefndina Stefán Franklín og Ólafur E. Einarsson í stað þeirra Valdemars og Sigur- þórs, en hann var bá kosinn í hreppsnefndina. Ég var hins vegar í nefndinni til 1958, en lét af formennsku í henni 1954. Verkefnið sem okkur var falið var meira en svo, að við gætum lokið því á þeim tíma sem okkur var settur. Reyndin varð sú, að verkið tók á annan áratug - er raunar ekki lokið enn og verður aldrei að fullu lokið meðan byggðin stækkar. Fyrsta verkefnið var að leita eftirvatninu. (fyrstu virt- ist það vonlítið verkefni. Það var ekki vitað þá, sem síðar kom í íjós, að undir öllum skaganum væri að finna gott neysluvatn, sem stenduralls staðar í hæð við sjávarmál. Það var heldur ekki almennt vitað að til væri tækni til að ná vatni upp úr djúpum borhol- um. Ýmsir trúðu því ekki að það væri hægt nema að grafa brunna, því dælur þær sem þá voru þekktar, drógu ekki að sér nema 6-8 metra. En djúpvatnsdælur voru þá komnar á markað erlendis. Fyrst fengum við lánaðan jarðbor sem ríkíð átti. Hann var mjög lítill, boraði aðeins 3ja tommu holu og varfrekar seínvirkur. Verkfræðingur- inn útvegaði jarðfræðing til að athuga hvar líklegast væri að bora. Hann athugaði hvar fjöruvötn rynnu helst til sjáv- ar og benti síðan á stað nokkru fyrir vestan kirkiu- garðinn. Var síðan hafist handa. Þetta var um haustið 1941. Þegar unnið hafði verið við borurnna í hálfan mánuð var aðeins komiö niður á 10 metra dýpi. Þá bárust nefnd- inni tilmæli frá ameríska hernum um að fá lánaðan borinn um tíma til að leita að vatni hér í heiðinni, á hinu fyrirhugaða flugvallarsvæði, en forsenda fyrir því að flug- völlurinn yrði byggður hér var, að nægilegt vatn fengist, og var þetta fyrsta fram- kvæmdin við gerð hans, en áður höfðu Bretar gert flug- völlinn upp af Fitjunum. Nefndinni þótti rétt að verða við þessum tilmælum, þar sem gott gæti verið að hafa samvinnu við Ameríkana, enda lánuðu þeir okkur síðar loftpressu leigulaust. Var síðan borað í heiðinni og fannst þar nóg vatn. Þótti okkur það góðs viti. Þegar borinn kom aftur var tekið til aftur við sömu holuna. En ekki hafði lengi verið borað þegar borinn brotnaði. Þetta var svonefndur demantsbor og var hausinn á honum eða krónan alldýrt stykki. Voru því uppi fyrirætlanir um að reyna að ná henni upp, en aldrei varð af því og mun hún sitja þar enn. Þannig lauk þessari fyrstu tilraun án ár- angurs. Var nú komið fram á vetur og var ekki meira gert að sinni í þessum efnum. Hins vegar var gerður samn- ingur við Sveinbjörn Gísla- son múrarameistara í Reyk- vík, um framleiðslu á skolp- rörum og verkstjórn við fyrir- hugaða vatns- og skolpvéitu. Flutti hann hingað og byggði sér íbúðarhús. Næsta vor, 1942, var fenginn að iáni jarðbor frá Reykjavíkurbæ. Var hann nokkru stærri og boraði fjögurra tommu holu. Með honum vorU boraðar tvær holur á svæði, sem mun vera nálægt því sem Sunnu- brautin er nú, en þá var það óbyggt. Þessar holur gáfu góða raun og fengust úr þeim 5-6 sekúndulítrar úr hvorri. Þótti nú sýnt að fá mætti nóg vatn nér, þó hvorki væru hér ár eða lækir. Ætlunin var að virkja þessar holur, en þegar til kom þótti það ekki borga sig. Þær voru of grannar og of langt frá þeim stað, sem heppilegur var fyrir vatnsgeymi. Framh. á nnstu siðu FAXI - 225
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.