Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 64

Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 64
STURLAUGUR BJÖRNSSON: Bernskuminningar Á bernskudögum mínum þótti þaö nokur spotti aö fara upp aö vötnum. Þaðerutjarnirtværsem viö kölluðum Litla- og Stóra- vatn og eru skammt fyrir ofan „Eyjabyggð". Á sumrin var margt að skoöa á þeim ferðum og það kom fyrir að gengið var fram á rjúpur, sem ýmist lágu á eggjum eða voru meö unga. Sjálfsagt þótti að fara úr sokk- um og vaða í tjörnunum. Gekk þá á ýmsu og oft þurfti að fara úr fleiri spjörum sem blotnað höföu svo vinda þurfti, snúa og slá viö. Ég minnist eitt sinn, að á góöviðrisdegi fór hópurinn úr öllu. Á meöan flíkurnar voru að þorna var hlaupið um og fannst mér eins og ég kæmi ekki alltaf viö jörö, svo mikill var léttirinn að vera laus við blautan ullar- fatnað og tilheyrandi. Oft var haldið heim eftir uppþornuðum lækjarfarvegi eða götuslóða, sem liggur frá vötnunum. Á vet- urna var farið á skauta upp á vötn. Á þessum árum var vatnselg- ur nokkur úr heiðinni og af tún- unum fyrirofan bæinn. (leysing- um á vorin rann vatnið til sjávar eftir „rásum“. Syðst var Rásin, en svo var hún kölluð í daglegu tali þar sem nú er Kaupfélagið, Tjarnargata 3 og Apótekið. Noröan við Rásina var Tjarnar- gatan og í bakka hennar þeim megin var Nærstrandarbrunn- urinn, sem var einn þriggja brunna bæjarins. Rásin endaöi út í vör sem við kölluöum Lása- vör, því að þar geymdi hann Lási bátinn sinn. En að öllum líkind- um hét vörin Nærstrandarvör, en sunnan viö hana var húsið Edinborg. Enn má sjá leifar af Edinborgarbryggju. Færi vel á ef bjargað yrði tilhöggnu steinun- um úr henni til fegrunar í bæn- um og til minningar og heiöurs gömlu steinsmiðunum. Á móti Edinborg, sem stóð við Hafnar- götuna, var þurrfiskhús sem eitt sinn var ballstaður og var þá kallaö „Draugurinn“. Síðar var hús þetta trésmíðaverkstæði. Þar lærði ég húsgagnasmíði hjá mínum umburðarlynda og góða dreng, Jóni heitnum Guð- mundssyni húsgagnasmíða- meistara. Úr heiðinnisunnan við Nónvörðu og af melunum fyrir ofan kirkjuna rann vatn i gegn- um ræsi á Kirkjuveginum yfir Læknistúnið og í gegnum ,,brýr“ á Vallargötu og Túngötu og féll í rás norðan við Ungó og lá hún undir beitningar- og aðgeröar- skúrum sem byggðir voru yfir rásina og komu fram i vör sunnan við Miöbryggju. Þarna undir og allt um kring var ævin- týraheimur okkar krakkanna. Það þurfti nokkuö hugrekki til að fikra sig í svarta myrkri undir skúrana, en þar var rásin mann- geng og lyktaði af þræsu. Þar áttu að vera út úr rásinni leyni- göng og lúgur. Mikiö var ég feginn aö sjá í dagsbirtuna öðru hvorum megin endans og vera viss um aö farin hafði verið rétta leiðin. Næsta rás, fallega hlaðin, var noröan við Vesturgötu og lá niöur i Stokkavör. Sú nyrsta lá niður í Gróf. í Grófinni átti eitt sinn að gera þurrkví og var loku- búnaður á milli Grófarbryggju yfir i Kartöflugaröinn, en það var grasigróin falleg brekka kölluð sem lá upp á Bergið. Sjór féll þarna inn og var mannvirki þetta notað til sundiðkunar og sund- kennslu. Neðarlega á Kartöflu- garðinum stóð Sundskálinn. Frá þeim árum þegar lífið var fiskur, minnist ég tjöru- og salt- lyktarinnar og þeirrar kyrrðar sem ríkti og var helst rofin af mótorskellum bátanna, sem höfðu hver sitt þekkjanlega hljóð sem Bergið magnaði. Þá var athafnasvæði þeirra Kefla- víkin, þar sem hver bátur hafði sína múrningu og í þeim voru tjörubornir uppskipunarbátarnir sem annars settu svip sinn á var- irnar þegar mótorbátarnir voru við múrningarnar. Mátti þá heyra öldugjálfur og marr í reið- um. Gætti þá væröar í bænum. Hér var margt hraustra ung- menna, bæði konur og karlar sem léku sér við að synda á milli Grófarbryggju og Miðbryggju. Mér er í minni þegar öðlingur- inn hann Geiri (Sigurgeir Guð- finnsson) var að synda frá Gróf- arbryggju yfir í múrningu og fra einni múrningu til annarrar og upp í Framneskletta. Þátttaka okkar krakkanna í þessu mannlífí gat veriö aö hnýta á, stokka upp, beita, góna hausum, taka saman bein, breiða fisk, taka saman, sækja vatn og færa mat og kaffi á flösku í sokk. Farandi okkar eigin götur, sem gátu verið bakk- inn eða fjaran, komandi við í Kistunni, Steinabáti eða ósnum, svo eittvað sé nefnt af þeim stöðum sem athuga þurfti og staldra við á. Nægur tími var til leikja á óafgirtu leiksvæði okkar, sem var heiðin, þar með talið Hjallatún, Grænás. Fitjar, Bergiö, óspillt fjaran með sprett- fiskum sínum og ígulkerjum, klettarnir og skúrarnir. Það eru nokkrirdagaraf ágúst og í dag ætla ég út á Berg. Þang- að sem ég áótaldarferðir, mértil hvíldar, heilsubótar og unaðar. Ég held upp úr „Grófinni" upp eftir sundurtættum „Kartöflu- garðinum" og áður en komið er á Háberg má sjá hvar fleygað hefur verið út hleöslugrjót sem minnir á gamla tíð. En eflaust hefur taka þess verið meiri hin- um megin við veginn sem liggur út í Garð i námunda við litlu hlöönu og múrfylltu sprengi- efnageymsluna, þar sem ný- byggöin rís. Af Berginu er viðsýni mikið yfir Faxaflóann með sinn mikla og fallega fjallahring frá Reykja- nesfjallgarði til Snæfellsjökuls. En hvað var það sem mér barst fyrir vitin þegar ég gekk eftir „Grófinni" og hvað séég af Háa- bergi? Jú, það er bærinn og ná- grenni hans. Ekki er að efa að þarhefurmargtveriðvelgert. En þvílík sjón. Hvar er fallegi bakk- inn og Stokkavörin og hvar er umhverfi Miðbryggjunnar og hvað hefur komið fyrir Básinn? Ég er að ræða þetta við sjálfan mig þar sem ég stend hér einn. Jú, vinur, bernskustöövar þínar eru þarna undir, undir þessu þarna. Mér er litiö niöur í fjöru því þar hefur grámávur staðiö á öörum fæti á þaragrónum steini drykklanga stund. Æðarkolla með tvo stálpaða unga hrökkl- ast frá landi þegar hún verður mín vör og aövarar ungana sína. Ég sný mér undan, því ég ætla að ganga hér um og er að hugsa hvort vanti hina löppina á mávinn. Að lýsa sérkennum Bergsins eins og Stekkjalánni, nípunum, pollasteinum, víkun- um, grasigrónum bölunum, tjörnum, strandbergi og skúfum, er ekki á mínu færi. Þarna er líka „Stakkur hiö gamla hró“ kvað skáldið okkar hann Kristinn Reyr. Framh. ð n»>tu slðu Gatklettur á Vatnsnesi FAXI - 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.