Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 65

Faxi - 01.12.1980, Blaðsíða 65
Þaö er sá tími sumars að lág- vaxinn gróðurinn skartar sínu fegursta. Fíngerð blóm beiti- lyngsins sem þekur móann eru sprungin út og eykurstórum á lit gróðursins, slikjugrátt grjótið með mosagróöri og skófum fellur hér vel að. Ilmurinn af mold og gróðri fyllir loftið í regn- úðanum og það glittir á svört krækiberin. Ég er kominn út undir Nípu. Þarna er ,,Skálin“ (hvilft í stein) og hér var þorst- anum svalað ef í henni var vatn og alltaf gert krossmark yfir áður. Ég fæ mérhundasúru (Ól- afssúru) og skarfakál. Hérerþað best. Ég fyllist löngun til að tylla fæti á Nípuna. Hérfékkst marg- ur fallegur þaraþyrsklingurinn og steinbíturinn. Hér gerir kría athugasemd við veru min og býr sig til atlögu. Hún steypir sér niður að mér með tilheyrandi hljóði. Ekki er hún ein á ferð, óstyrkur ungi hennar stillir sér fyrir ofan mig og sendir mértón- inn. Ég held af Nípunni og heyri blítt hvatningarhljóð kríunnartil ungans sem svarar á móti og tekur stóra hliðardýfu. Ég hlakka alltaf til komu kríunnar á vorin og það bregst ekki, að 11. maí má heyra til hennar og sjá hátt á lofti. Á og í Berginu verpa og sjást margar tegundir fugla. Þar hef ég séð svölu og á vetrum gæsii og svani á Bergvötnunum. Sjá má mink bregða fyrir ef heppnin er með og spor hans í snjónum. Iðulega sjást selir í sjónum. Griðland eiga fuglarnir litið fyrir mönnum og ein er fuglategund- in sem við leggjum mikla rækt við, en það er svartbakurinn. Á Suðurnesjum verpir hann í þús- undatali og er á góðri leið með að útrýma og fælaaðrartegund- ir fugla frá okkur. Viö ættum því að draga út lífsafkomu hanssem er okkar umgengni. Þá er það þessi sérstæða manngerð sem skilur eftir sig slóð dauðra, særðra og limlestra fugla sem bíða þess að deyja af kvölum og úr hungri. Þeirþyrma engu og þá varöar ekkert um ástand þeirra. Þeirra er láö og lögur. Á velbúnum sportbáti er lítil teista miskunnarlaust elt með hrópum, bölvi og bending- um til þesssemdrápstólinustýr- ir, í hvertsinn sem skelfingu lost- inn fuglinn neyðist til að koma upp á yfirborðið til þess að fá sér loft. Ég hef „þrætt Bergið" og farið hring í kringum Bergvötnin. Ljót voru ummerki manna þar. Nú ætla ég lyngmóann heim og tek stefnu á mastrið hjá pósthús- inu. Ég fjarlægist garg svart- baksins og heyri spóa vella. Ein heiðlóa fylgir mér nokkurn spöl. Hún kveður ekki lengur vorljóð- in sín en lætur vita af veru minni hér. Égerfarinnaðgreikkaspor- ið þvi regnið er komið í gegnum fötin mín. Sturlaugur Björnsson Nærstrandarrás, Tjarnargata og Hafnargata. Sóö út á Keflavfk. Skýrsla v/Dvalarheimilisins GarðvangS, - Flutt af Jóhanní Gunnari Jónssyni, formanni stjórnar Starfsemi Dvalarheimilisins Garðvangs hefur gengið að ósk- um sl. ársem fyrr. Istjórn heimil- isins situr nú eftirtalið fólk: Gunnar Jónsson form., Sesselja Magnúsdóttir, Albert Sanders, Jósef Borgarsson, Jón Kr. Ól- afsson og Ólafur Sigurðsson. Rekstur heimilisins skilaði hagnaði árið 1979ogskv. bráða- birgðauppgjöri 30. sept. sl. er enn hagnaður á rekstrinum. Heimilið hefur verið fullsetið og aö jafnaði um og yfir 30 manns á biðlista eftir vistrými. öll sveitarfélögin hafa nú nýtt sér rétt sinn á vistrými og skipting réttlát í samræmi við eignarhlutfall sem kostur er. Fjöldi stöðugilda starfsmanna er 6 og svo til óbreytt frá upphafi og nær sömu starfsmenn. A þessu ári hafa fjölmörg félagasamtök og einstaklingar sýnt Garðvangi ræktarsemi með gjöfum og þjónustustarfi. Það er ómetan- legt og ber að þakka. Svo sem sveitarstjórnarmönn- um er kunnugt hefur nokkuð verið unnið að undirbúningi vegna hugsanlegrar stækkunar Garðvangs. Jafnframt hefur Gerðahreppur tekið jákvætt í sölu á núverandi húsnæði sem stjórn Garðvangs taldi æskilegt að verða myndi. Frumteikningar liggja nú fyrir að 490 ferm. við- byggingu sem myndi auka vist- rými um 21, þ.e. 5 tveggja manna herbergi og 11 einstaklingsher- bergi, auk föndurstofu, dag- stofu, þvottahússog lingeymslu. TILKYNNING UM Áramótabrennur Þeim sem hafa ætlað sér að hafa áramótabrennu, ber að sækja um leyfi til Slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja í Keflavík. Skilyrði fyrir leyfisveitingu er, að ábyrgðarmaður sé fyrir brennunni. Brennur sem verða hlaðnar upp og ekki hefur verið veitt leyfi fyrir, veröa fjarlægöar. Umsóknir berist fyrir 20. desember 1980. Lögreglan I Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbrlngusýslu Brunavarnir Suöurnesja Kostnaðaráætlun frá því í ágúst '80 nemur 198 millj. kr. Eldhús, matsalur og setustofa sem fyrir eru teljat fullnægjandi fyrir a.m.k. 40 manns. Nú er unnið að könnun á fjár- magnsmöguleikum vegna við- byggingar og stefnt að því að unnt verði að gefa sveitarstjórn- um yfirlit um þau mál sem fyrst. Það er mat stjórnar Garðvangs að ná beri samningum um kaup á núverandi húsnæði og hefja stækkunarframkvæmdir sem allra fyrst. Þvi fer ég þess á leit við sveit- arstjórnarmenn, sem ég veit að allir eru málinu velviljaðir, að málið fái skjóta úrlausn er til þeirra berst. öll vitum við að þörfin er gífurleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.