Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 66

Faxi - 01.12.1980, Page 66
JÓHANN JÓNSSON: Á vertíð í Keflavík fyrir fjörutíu árum Þegar óg hugleiddi þaö aö blaðið Faxi yröi 40 ára núna í desember, hvarflaöi hugurinn til þess tíma er ég kom fyrst til Keflavíkur, en þaö var einmitt um svipaö leyti og Faxi var aö hefja göngu sína. Mér eru ekki kunnugir þeir straumar, er lágu til þessað Faxi varötil.endaekki meiningin að segja frá því, heldur rifja upp í stórum drátt- um minningar ungs aðkomu- manns sem þá dvaldi nokkra vet- ur í Keflavík sem vertíöarmaöur. Eins og margir Keflvíkingar muna stunduðu Austfiröingar sjóróðra héöan af Suöurnesjum um þær mundir. Norðfirðingar og Eskfiröingar einkum frá Sandgerði, en Seyðfirðingar frá Keflavík. Þeir komu hingað suö- ur í byrjun janúar ár hvert og reru á vélbátum sínum af svip- aöri stærð og þá voru algengir um Suðurnesin. Þetta voru bátar frá 16 til 35 smálestir aö stærö og þvi Iftil á nútíma mælikvarða. Oftast fór mest af mannskapn- um suöur meö bátunum, bæöi til að spara sér fargjaldið og eins til þess að þurfa ekki að bíða lengi eftir bátunum, ef þeir tepptust á leiðinni, sem oft kom fyrir, Sem dæmi má nefna 10 daga dvöl á Hornafirði eitt sinn og nær viku í Vestmannaeyjum í annað skipti. ( janúar 1939 lagði ég upp í mína fyrstu ferð á vertíð í Kefla- vík, ekki þó með bátnum í þetta sinn, heldur gamla Goðafossi. Ferðin var tíðindalítil, enda fann ég til sjóveiki og hélt mig mest neöan þilja. Viö komum til Reykjavíkur í þann mund er Reykvíkingar voru að rísa úr rekkjum, og sást reykjarstrókur upp úr nær hverjum strompi í borginni. Þá notuðu margir höf- uðborgarbúar kol til hitunar, og eitt af því fyrsta sem gesturinn leit i Reykjavík var kolakraninn. Hinn kalda musterissvip sem Tómas Guðmundsson sá á þessu járnrimlaferlíki gat ég nú ekki séð. Mér fannst henn vera eins og hvert annað kolað járna- rusl, sem vel mátti hverfa af sjón- arsviðinu fyrir nýrri tima tækni. Dagurinn í Reykjavík leiðfljótt og um nóttina gisti ég á Hern- um, ásamt manni sem ég var í för með. Hann sofnaði fljótt, en er ég var að festa blund kom óvæntur gestur inn í herbergið og háttaöi ofan í eina rúmiö sem autt var. Sá var sýnilega drukk- inn og hálf illa á sig kominn, þó myndarlegur maður á besta aldri. Meðan hann háttaði, maul- aði hann harða brauöskorpu er hann tók úr samanböggluðu dagblaðssnifsi og drakk vatn með úr könnu er stóð á borði við rúm hans. Eftir það lagðist hann útaf og sofnuðum við báöir innan lítillar stundar. Daginn eftir var haldiö suöur til Keflavíkur með langferðabíl að mig minnir frá Steindóri. Við vorum rúma tvo klukkutíma á leiðinni, og þegar til Keflavíkur kom var fariö að leita uppi menn þá er vísa skyldu á íverustað okkar á vertíðinni. Þessa vertíð fengum við inni í svonefndu Pálshúsi, á horni Vesturgötu og Kirkjuvegar. Þetta var afbragðs hús, hitað upp með miðstöð og mig minnir að þar hafi líka verið rennandi vatn. Þarna leið okkur mjög vel, svo ekki þarf ég yfir að kvarta, aö Keflavík tæki ekki vel á móti mér. Fleira fólk bjó í hús- inu, því í kjallaranum voru þá for- eldrar Páls Jónssonar spari- sjóðsstjóra, Ágústa og Jón, ásamt Páli. Þarna kynntist ég Páli fyrst sem barni og hefur okkar kunningsskapur haldist síðan. Þessa fyrstu vertíð mína í Keflavík beittum við línuna í húsi því sem kallað var Draugurinn, en gerðum að fiskinum í húsinu sem er nú fyrir neðan Nýjabíó. Draugurinn er nú horfinn, var rif- inn fyrir nokkrum árum. Hann var þar sem nú er bifreiðavöru- verslunin Stapafell. Þrjár vertíðirnar var svo athafnasvæði okkar í langa húsinu sunnan við slippinn og íverustaðurinn gamla Duusbúöin. Þessi vertíö hófst með mikilli aflahrotu, sem hélst nær þrjár vikur, og voru margir þá orðnir framlágir þegar úrtök uröu. Ekki var það furð, því ekkert höfðu menn haft við að vera fyrir austan frá því haustiö áður er sjóróðrum lauk þar. Komið var til að afla tekna og þvi ekki legiö á liði sínu En viö vorum komnir á vertíð til að afla okkur tekna, svo ekki dugði aögefast uppfyrren ífulla hnefana. Venjulega voru sex fullorðnir menn í landi við hvern bát, en auk þess var oftast ráöinn einn unglinguríbeitning- una. Var hann nefndur krónu- strákur, vegna þess að hann fékk eina krónu fyrir hvert skip- pund er báturinn aflaði. Flestir mannanna höfðu þá vissa upphæö af hverju skippundi, svonefnda „premíu", en þaö breyttist fljótt eftir að stríöiö var komið í algleyming, vegna hækkandi verðs á fiskinum nær daglega, og því ókleift að binda sig við vissar upphæðir. Var þá tekin upp hlutaskipting sem enn tíðkast. Keflavík var ekki stór staöur um þessar mundir. Þar bjuggu þá um 1100 manns, en fjölgaöi að mun á vertíðum. Þá var efsta gatan í plássinu Kirkjuvegurinn og að fara inn á Garð var raunar ferð út úr þorpinu. Landað var úr bátunum á fjórum stöðum, það er að segja: við Garðinn, í Básn- um, við Miðbryggjuna og í Slippnum þegar hagstæð voru sjávarföll og veður gott. Þegar ekki gaf á sjó, fengum við að láta beittu línuna inn í kæli hjá Hf. Keflavík, sem og fleiri austan- og heimamenn. Oft var þröngt á þingi þegar allir voru að taka út línuna, ef allt í einu gaf á sjó. Þó man ég ekki eftir neinum árekstrum við heimamenn nema síður skyldi, því þarna kynntist ég ýmsum sem virtust muna mig þegar ég flutti hingað á Suður- nes árið 1960. Allar götur í Keflavík voru þá malargötur, sem oft voru ókræsilegar yfirferðar eftir afla- hrotur í rigningartíð, einkum Hafnargatan. Einhver fann það út að hún væri líkust kakósúpu og kölluðum við hana oftast Kakósúpuna okkar á milli. Á skemmtigöngum um þorpið var því betra að vera vel skóaður, en best að vera í vaðstígvélum. Þá voru síðar og víðar buxur í tísku og geta því flestir ímyndað sér hvernig skálmarnar litu út eftir gögu um Hafnargötuna í þá daga. Einnig sást kvenfólkiö oftast stlgvélaö á búðargöngum sínum. Þessa fyrstu vertíð sem ég var f Keflavík söltuðum við nær því allan fiskinn, nema síðast um vorið. Þá seldum viö nokkur bíl- hlöss af slægðum fiski til Reykjavíkur; mig minnir í skreið Skemmtanalíf var nokkurt og allgott í Keflavík um þessar mundir. Kvikmyndir voru sýndar í Alþýðuhúsinu sem nú er Fél- agsbíó. Ásberg kaupmaður rak þá þetta kvikmyndahús og bauð hann okkur oftast einu sinni á vetri. Eflaust hefur þetta átt að vera þakklætisvottur fyrir það, að við versluðum mest við hann þessa vetur sem ég var í Keflavík. Dansleikir voru haldnir bæði í Ungmennafélagshúsinu og Al- þýöuhúsinu. Svo vildi til að annan veturinn sem ég dvaldist í Keflavík, höfðum við aðsetur í kjallara Alþýðuhússins og þegar dansleikir voru heyrðust hljóð- færaleikurinn og fótaspörkin fram eftir nóttu. Ekki létum við ungu mennirnir okkur vanta, ef tími gafst til dansleikja. Stund- um komu flokkar úr Reykjavík með einhver atriði. Man ég það helst að í Ungó hlýddi ég á MA- kvartettinn. Ef þessir flokkar skemmtu í Alþýðuhúsinu þegar við vorum þar, fengu þeir að búa sig í okkar vistarverum. Hleri var á vesturþili kjallarans inn í dans- salinn og sátu dömur oftast á bekknum yfir hleranum. Hægt var að fjarlægja hlerann og horfa inn í salinn. Einhverju sinni var hlerinn fjarlægður og klipið í fót dömu er á bekknum sat, en síðan var hlerinn settur á sinn stað í hasti. Stúlkan hefureflaust Teikning eftir Jóhann Jónsson FAXI - 230
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.