Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1980, Síða 67

Faxi - 01.12.1980, Síða 67
undrast þetta fyrirbrigði, en nú er það upplýst. (þróttalíf var afar fábrotið á þessum árum í Keflavík, þó var stöku sinnum safnast saman á túni einu þar sem nú er lysti- garður Keflavíkur. Stöku sinnum henti að menn stofnuðu til hnefaleika eftir dansleiki og urðu þá ýmsir meistarar. Annars kom unga fólkinu vel saman og spásseraði úti á tunglskins- kvöldum ein og ungu fólki ertítt. Lífiö í bröggunum var ósköp fábrotið að jafnaöi. í sama her- berginu svaf oftast öll skips- höfnin, og mataðist einnig. Þar geymdum við og öll föt okkar, bæði hrein og óhrein. Alltaf höföum við þó sérstakt eldhús og var því hægt að útiloka mestu matargufurnar þaðan. Oft var þröngt um okkur í bragganum, en sjaldan kom það þó aö sök og oftast sýndu menn hver öðrum tillitssemi. Þegar róið var dag eftir dag var lífið nánast ekkert annað en svefn og máltíðir, en í landleg- um var oft glatt á hjalla. Var þá spilað og teflt fram á nótt, eða menn lágu og lásu blöð og bækur. Þær gátum viö fengið að láni í Lestrarfélagi Keflavíkurog notuöu sumir sér það ósþart. Nokkrir stunduðu kvikmynda- hús á nær hverju kvöldi og sáu því sömu myndirnaroft. örsjald- an fórum við til Reykjavíkur, enda voru samgöngur mun strjálari en í dag. Oftast var líka eitthvaö að gera er fiskurinn var allur saltaöur. Þá þurfti aö rífa uþþ úr salti, umstafla og vigta fullstaðna fiskinn. Þá sjaldan menn fóru til Reykjavíkur komu þeir stundum kenndir til baka, en ekki man ég eftir að það yrði til mikilla leiðinda, og drykkju- skapur tafði ekki sjóróðra hjá okkur meðan ég var í Keflavík. Alltaf urðum viö að útvega okkur þjónustu og þvott á fatn- aði okkar, því engar aðstæður voru til þeirra hluta í verbúðun- um. Ég hafði allar vertíöirnar í visst hús að venda í þvi efni, til Kamillu Jónsdóttur á Tjarnar- götunni. Þar kynntist ég ágætu fólki sem ég ber enn i dag hlýju til. Þegar hvasst var af suðaustri máttu það heita dagleg tíðindi að rafmagnið færi af þorþinu eða hluta þess, því raflínurnar hengu í staurum og slógust saman þegar hvassviðri geis- uöu. Þá var rafstöðin þar sem nú er lögreglustöðin gamla. Ef stað- ið var í aögerö þegar Ijósin fóru, var einhver sendur út af örkinni til að grennslast eftir hvort lang- an tíma tæki að gera við. Væri um stórvægilega bilun að ræöa var haldið heim til hvildar, en annars oft tekið kaffihlé. Mérer mjög minnisstætt hve kapþsfull- ir menn voru að Ijúka verkunum á sem skemmstum tíma, hvort sem um beitningu eða aðgerð var að ræða. Oft var mikill metn- aður milli skiþshafna, hverjir gætu afkastaö mestu á stystum tíma. ( vatnsbólin var sótt vatn i tunnum á kerru Ekki get ég látið vera að minn- ast á, að það var öflun vatns til matargerðar og þrifa. Vatnið varö að sækja í tunnum á vagni í brunnana sem voru á ýmsum stöðum í þorpinu. Við sóttum aðallega í tvo af þessum brunn- um. Annar var neðst á Aðalgöt- unni, en hinn við Brunnstíginn skammt frá heimili Helga Jens- sonar. Skipt var niöur (vaktir og varð vaktin að fara til vatnsöflun- ar hverriig sem á stóö þegar ráðskonuna vantaði vatn. Oft voru menn úrilliref illa stóð á og vont var veður. Einnig fórum við í verslunarferðir fyrir ráðskon- una þegar með þurfti, einkum þeir sem léttari voru á fæti. Mjólk fengum við oftast í húsi Hjartar Gunnarssonar, neðri hæð. Þangaö var hún flutt á brúsum og ausiö í mjólkurílátin eftirþví hve mikið þurfti hverju sinni og hægt var að láta af hendi. Hygg ég að mjólkin hafi verið flutt þangað frá bændum á Vatns- leysuströnd. Ráðskonurnar voru ýmist keflvískar blómarósir eöa rosknar konur sem komu með okkur að austan. Allt voru þetta afbragðs matseljur, sem sumir fengu ofurást á. Þessi ár voru umbrotatímar i alþjóðamálum. Árið 1939 skall á síðari heimsstyrjöldin og haföi i för með sér margvíslegar breyt- ingar á lífi og kjörum okkar íslendinga. Á seinni vertíðunum sem ég var í Keflavík seldum við fiskinn mest í skip sem lágu hérí höfninni. Var fiskurinn ísaður niður og siglt með hann til Eng- lands. Ekki urðum við mikiö vör viö ógnir stríðsins sem geisaöi þó umhverfis okkur, en vel var fylgst með því sem var að gerast og hlustað á allar fréttir er bár- ust í útvarpinu. Man ég sérstak- lega eftir 9. apríl, þegarÞjóðverj- ar tóku Danmörku og réðust á Noreg. Þá uröu margir felmtri slegnir. Eitt sinn skeði þó hörmulegur atburður meðan ég var hérna í Keflavík. Þaö var þegar skotinn var niöur banda- rískur tundurspillir skammt frá Garöskaga, og bátar héðan björguöu fjölmörgum sjóliöum og komu meö þá inn til Keflavík- ur. Margir af áhöfninni týndu þó lífi. Ég sá nokkra af þessum ungu mönnum meö eigin aug- um, og undraöist þá, eins og reyndar oft síðan, hvaða öfl það eru sem ýta þjóöum út í stryjald- ir, þar sem ungir menn deyja að þarflausu eða verða örkumla til æviloka. Vorið 1940 fór ég af vertíðinni nokkrum dögum fyrir lok. Það vildi svo til að senda átti fisk austur til verkunar með v/b Dag- nýju frá Siglufirði. Með henni fór ég ásamt einum félaga mínum, og vorum viö komnir heim um það leyti sem Bretarnirhernámu ísland. Alls var ég fimm vertíðir í Keflavík á þessum árum og lík- aði vel bæði við fólkið og staðinn. Hefði vel getað hugsað mér að setjast þar að, en haustið 1944 bauðst mér kennarastarf í minni heimabyggö og tók ég því. Af þeim sökum lögðust vertíðar- ferðir mínar niður, en oft bárust mér fréttir af Suðurnesjum bæði frá skyldmennum og eins með frændum sem þangað fóru eftir að ég hætti. Haustið 1960 flutti ég i Garð- inn og hef þvífylgst nokkuð með málefnum Keflavíkinga, enda þar alltaf með annan fótinn, vegna þess að þangað þurfa Garöbúar aö sækja ýmsa þjón- ustu svo sem sýslu, banka, versl- ana og SBK. Þá hef ég að sjálf- sögðu hitt marga sem ég áður kannaðist við. Ekki veit ég hvort þeir hafa glaöst við að hitta mig, en eitt veit ég, að í huga mínum geymist minningin um fólkiö og staðinn Keflavík eins og hann var um líkt leyti og fyrsta blaö Faxa kom út. Jóhann Jónsson TVÖ LÍTIL LJÓÐ Kvöld í Garðinum Skýjabakkar á lofti, er litast af geislum sigandi sólar. Dökkir að austan og dimmir, i bjarma aö vestan og bjartir. Skúrir yfir Esju og Akrafjalli, en bjart yfir bláhvitum Jökli. Fiskibátar á leið inn Flóann kljúfa mjúklega mislitar öldur krotandi löðri i kjölfarið, og hvitfuglinn eltir i ætisleit. Smátt og smátt rökkvast skýin einnig að vestanverðu. Dagurinn liðinn, draumar á næsta leiti. Hið myndræna kvöld i myrkur horfið. Perlan í útsogi öldunnar sá ég glitra á dýra perlu. Eg hljóp út sandinn og hugðist þar höndla hamingju lifs mins. En ný alda reis og ruddist upp sandinn ógnandi hamingju minni, Þá hvarf mér perlan, en sjórinn fyllti sandi skó mina. - Sárfættur gekk ég til óhamingju minnar á ný. Jóhann Jónsson GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! GLEÐILEG JÓL! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Farsælt komandi ár! Raftækjavinnustofa Ingolfs Bárðarsonar • Simi 2136 Knattspyrnufélag Keflavikur GLEÐILEG JÓL! GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Farsælt komandi ár! Þökkum viöskiptin á liöna árinu Þökkum viðskiptin á liöna árinu. Hjólbarðaþjónustan Rafvík hf., Háholti 23 - Simi 2295 Aðalstöðinni • Simi1516 FAXI - 231
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.