Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1980, Side 69

Faxi - 01.12.1980, Side 69
KARVEL ÖGMUNDSSON: Gist í Ólafsvíkurenni Það mun hafa verið í janúar 1929. Strandferðaskipið Esjan kom frá Reykjavík með vörur til verslunar Proppébræðranna á Hellissandi. Ég var við uppskipunarvinnu á öðrum uppskipunarbátnum. Meðai þess er flutt var til lands voru 50 olíuföt. Þegar leið á daginn jókst brimið, sem var þó allmikið um morguninn. Við skipuðum vörunum í land í lendingar- vörum er voru beint framundan Proppéverslun. Það varákaflega erfitt að koma olíufötunum upp á vararvegginn í svo miklu brimi, því öldurnar hrintu bátnum fram á klappirnar með aðsoginu, og þegar frá dró rykkti báturinn í festina, er bundin var fram af bátnum, viö stóran jarðfastan klett, svo hann drægi ekki út. Ekki komust nema tveir að því að lyfta hverju olíufati upp á öldu- stokkinn. Svo var þeim þriðja ætlað að ýta undir botninn og reyna að steypa þeim yfir á var- arvegginn. Ég og Benjamín Hjartarson tókum höndum saman undir annan endann og með hinni hendi héldum við um laggir þess enda er fjær var, þannig höfðum við getað komið flestum olíufötunum upp. En nú vantaði viðspyrnu með svo þungar byrðar. Við höfðum lyft einu fati upp á öldustokk, en í því kom alda og hrinti bátnum fram á klappirnar. Þegar stefnið nam við klettinn varð höggið svo mikið að olíufatið hrökk til baka ofaní bátinn. Ég hélt með vinstri hendi til aö taka mesta fallið af þvl, en verð meö þá hendi milli laga á tveimur fötum. Við heyrðum smell þegar bein í handarbakinu brotnuðu. Ég varð að fá hníf til að skera vettlinginn utanaf hendinni. Þegar því var lokið kom í Ijós að hendin frá úlnlið og fram á fing- urgóma var blásvört og að lögun var hendin eins og blaðra uppblásin. Ég fór til Matthildar Þorkelsdóttur Ijósmóður, Hún hafði svo mörgum hjálpaö, því enginn læknir var á Sandi. Víða voru tæjur af kjöti þrýst út úr skinninu, einkum á handarbaki. Matthildur setti pappaspelkur við hendina, annað var ekki hægt að gera, þvt hún fann hvergi fyrir beini vegna bólgu. Þá var sóttur læknir til Ólafsvíkur. Það var Sæberg ....er þá var læknir þar. Hann kom og sagði hann, að ekkert vaeri að gera fyrr en ef eitthvað drægi úr bólgunni. Seinna frétti ég að hann hefði sagt vini mínum Benedikt Benediktssyn kaupmanni, að vel gæti svofarið að ég missti hendina og þá yrði að senda mig til Reykjavíkur. Nú liðu sjö dagar. Meiðslin höfðust vel við og Sæberg áleit, að útlit væri vonum framar um bata. Ég baralltaf hendinaífatla. Þremur dögum síðar, það ertíu dögum eftir að ég meiddist , veiktist María dóttir okkar úr lungnabólgu. Hún varáöðruári. Sóttin harðnaði og henni var ekki hugaö líf. Allir bátar voru á sjó og engan fullorðinn hægt að fá til að sækja meðul, en hið versta veður var í aðsigi. Ég ákvað þá að fara til Ólafsvíkur. Viggó Bakkmann, sem var vöru- bílstjóri, 'flutti mig að Rauðu- steinum, sem er rétt fyrir utan Ólafsvíkurenni. Það stytti gönguleiðina mikið. Þegar ég kom aö Forvaði var skolliö á ofsarok, þreifandi aust-norðan- bylur og náttmyrkur. Þessu veðri fylgdi hörkufrost, og veltubrim. Ég komst með naumindum fyrir Forvaðann og hljóp svo hratt sem ég komst til Ólafsvíkur. Meðulin voru tilbúin, því ég hafði hringt til læknisins áður en ég fór að heiman. Þegar ég kom til baka útundir Ólafsvíkurenni var orðið svo aðfallið að ég komst með naumindum út á Forvaða, en það er nokkuð há klettahæð, er gengur í sjó fram. En lengra varð ekki komist, því aldrei lægði brimið, svo hugsanlegt yrði að komast vestur fyrir. Að snúa til baka vareinnig vonlaust. Hérvar ég afkróaður, því brimið var svo mikið, að ég sá að innan stundar yrði þar engum manni stætt. Mér flaug þá í hug hvort ómögulegt yrði að synda fyrir, en nú var leiðin oröin það löng og svo taldi ég ólíklegt að ég kæmist út úr briminu, auk þess minntist ég þess að vinstri hendin var rótt aö byrja að gróa. Eina vonin var, að ég gæti klifrað upp af Forvaðanum, þegar þar yrði ekki stætt lengur. En sú leið var heldur ekki árennileg, allt varein svellbunga. Hvað eftir annað lá við að brimið hrifsaði mig af Forvaðanum. Nú var ekki hægt að dvelja þar lengur, ég byrjaði að skríða á brattann, en sú ganga sóttist seint, ég hafði týnt léttanum, en sökum þess að hendin vinstri var veik þurfti ég að beita framhandlegg og olnboga, þeim megin. Stundum fannst mér eins og vindhvið- urnar ætluðu að taka mig á loft og fleygja mér til. Nú hafði veðrið breytst, vindur gengið til suðausturs. Kafaldið varhætten i þess stað komin slydda, sem breyttist von bráöar í rigningu með ofsa skúrum. Það er sjaldan, sem veður breytist svo snögglega úrfrosti í regn. En nú versnaði um allan helming, því hálkan var næstum óyfirstígan- leg, en ég var hræddastur við þessar sterku vindhviður, sem nú komu, meira á hliö. Ég heyrði hvininn í þeim löngu áður en þær komu og ekki sást handaskil fyrir náttmyrkri. Ekki veit ég hve Iengi ég hef verið að skríða þetta, þegar allt í einu koma blossar. Það voru víst þrumuljós. En við þetta leiftur sýndist mér ég sjá skugga nokkuð langt fyrir ofan mig. Ef það var rétt, þá hlaut það að vera klettabeltið efst í Ólafsvíkurenni. Ég keppti að því takmarki eins og orkan frekast leyfði. Loksins komst ég að klettabeltinu og þar féll ég fyrir þeirri freist- ingu að standa upp, því ég var orðinn sár á hnjám og olnbog- um. Ég litaðist um, en ekkert sást vegna niðamyrkurs. 3rim- hljóðið heyrðist ekki lengur, en veðurgnýrinn var ógurlegur. Máske hef ég ekki verið nógu varkár, þvi nú skall á mig vind- kviða, sem virtist koma frá klett- inum sem ég stóð við. Ég hrökk til, missti tak hægri handar og greip til með vinstri hendi, en þá lögðust fingurnir aftur. Hendin var ekki nógu gróin til að þola það átak. Ég féll við og rann á bakinu á fleygiferð niður. Ég gat velt mér á magann, en mér var ómögulegt að stoppa mig, hvernig sem ég reyndi. Nú heyrði ég brimgnýinn, hann varð hærri og hærri. Allt í einu finn ég bara loft fyrirfótunum. Er ég að fara fram af? hugsaði ég, ofan í brimrótið. En allt í einu er eins og rifið sé í skyrtuna rétt viö buxnastrenginn. öll förin að of- anverðu þrýstast upp að höku. Ég kenndi sársauka frá belstis- stað upp á brjóst, eins og ég væri rifinn með skarpri nögl. Þar með er ég kyrr, ligg bara með beran magann og brjóstið á aur og klaka. En hvað hafði gerst? Odd- hvöss jarðföst steinnibba, er staöiö hafði upp úr klakanum, greip mig eins og bjargandi fing- ur, um leið og ég varað hendast fram af hengifluginu. Ég heyrði að brimið svarraði fyrir neðan. Ég gat mig ekki hreyft og þorði ekki aögera tilraun til þess. En nú kom kuldinn, þessi nístandi kuldi, sem virtist ætla að smeygja sér í gegnum mig. Ég varð strax gegndrepa á inn- eftirleið og nú tók maginn að dofna og brjóstið neðanvert. Vatn og aur rann ofan i buxurnar og ég dofnaði meir og meir. Þá varð ég að taka eina mestu ákvörðun lífs míns, því ekki mundi ég lifa lengi í þessum stellingum. Ég varð aö freista þess, hvernig sem færi, aö gera tilraun til að lyfta mór á þessari bjargandi hraunnibbu, sem ég hékk á. Aðeins augnablik lyfti ég huga mínum til hans, sem öllu ræður. Ég kreppti mig saman, teygði handlegginn út og fram, þrýsti vanganum og hökunni ofan í aurinn, fékk aðeins við- nám og lyftist með því aö taka á eins og orkan leyföi’ þar til ég gat beitt hnjánum til framdráttar. Ég var laus og nú þokaðist ég fet fyrir fet, þar til ég komst aftur upp að klettunum efst í Enninu. Nú tókst mér að skríða austur með klettunum þar til ég kom í gildrag. f miðju gildraginu var klettur, sem næst mannhæðar hár, en sirka tveir metrar ummáls að neðan. Þar fékk ég góða fótfestu og gat staðið upp með því að styðja mig við klettinn. Þá fannst mér eins og ég væri með allþunga byrði framan á mér, sem mér væri ó- viðkomandi. Það var maginn og brjóstið, sem var tilfinningar- laust af kulda. Ég settist undir klettinn er gaf nokkurt skjól, og nuddaði magann, brjóstið og lærin. Þegar ég hafði gert þetta af kappi nokkurn tíma fór lífið að færast i þennan hluta líkamans, en um leið fékk ég ákaflega mikinn kuldahroll. Rétt á eftir tók ég eftir því aö kanturinn á húfunni minni logaði af hræfar- eldi, eins var með vettlingana og allar steinnibbur i nágrenninu. Ég hafði einu sinni áður verið úti í hræfareldi. Hann er einna lík- astur maureldi, og er eins og hann hristist um allar skarpar brúnir. Nú breiddist hann yfir mjög stórt svæði. Það birti talsvert. Ég sá langt út á sjó og það varálíka bjart og þegarsnjór lýsir upp jörð. Ég tók eftir því að á klettasnös skammt fyrir innan mig var eitthvað dökkt á hreyf- ingu, stundum kyrrt og stund- um á hreyfingu, en alltaf á sömu klettasnösinni. Ég gerði mér strax grein fyrir hvað þetta var, því skarfar setiast oft á kletta viö Framh. á nnstu slðu FAXI - 233
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.