Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1980, Qupperneq 74

Faxi - 01.12.1980, Qupperneq 74
Við vorum taldir af Marteinn Helgason var einn af fengsælustu og sókndjörfustu skipstjórum í Keflavík fyrir 40 árum. Þess vegna leituöum við til hans og spurðum nokkurra spurninga um formennsku hans og sjómennsku, sem hófst 1923. Þeim fer fækkandi sem sjálfir geta sagt frá svo löngu liðnum atburðum sem hann. Fróðleik sem ekki má gleymast, pvi miklar hafa breytingarnar orðið á þessum langa tíma. Fyrst spuröum við Martein um æskuárin og möguleika ungra manna í Keflavík áárunum 1920- 1930. Hér snerist allt um sjóinn og skyld störf. Markmið allra unglinga var aö komast í gott skipspláss. Allt líf fólksins mótaðist af lífsbaráttunni við sjóinn - allir forfeður þess höfðu áður stundað sjómennsku. Ég var 14 ára þegar ég reri með Guðmundi á Hæðarenda á vertíð, á opnum báti - fjögurra manna fari. Hlutur háseta var úr eigin netum og afla var skipt í fjöru - í Edinborgarvör og hver skipsmaöur gerði að sínum afla. 15 ára var ég landmaður hjá Bjarna Ólafssyni viö m/b Sæfara, sem var fyrsti vélknúni báturinn hér, byggður 1911. Vertíðarhluturinn var kr. 1200. Næstu árin reri ég ýmsum bátum, en eftirminnilegastir eru Skallagrímur og Goðafoss. Hvenær varöst þú svo fyrst formaður? - Árið 1934 tók ég fiski- mannaprófið minna, sama ár varö ég formaður á m/b Svani, 13 tonna báti, eigendur Jóhann Guönason á Vatnsnesi, og bræöurnir Albert og Ólafur Bjarnasynir. Hver er eftirminnilegasti for- maöurinn frá þessum tima? - Guðmundur Kr. Guö- mundsson á m/b Geir. Mín löngun eins og margra ungra formanna var að líkjast honum sem mest, en hann fórst meö skipi sínu 9. febr. 1946 í miklu mannskaðaveöri. Það var stutt ævi fyrir dugmikinn og góðan dreng. Hverjir voru mest nafntogaðir af útgerðarmönnum þessa tima? - Mestur þeirra, reyndar fyrir mína tíð sem sjómanns, var Árni Geir Þóroddsson, en hann flutti úr Keflavík 1929, en hann hafði búið hér í áratugi. Annar var Magnús í Höskuldarkoti, þaö var maöur sem allir litu upp til. Þá voru það bræðurnir Albert og Ingiber Ólafssynir, Ólafur Lárusson, Sigurbjörn Eyjólfs- son, Guðfinnsbræður o. fl. Hvað um sjósókn og aflabrögð? - Sóknin var mikil miðað viö aðstæður. í Faxaflóa fór allt saman, mikill fiskur, góöur botn og landvar í öllum áttum. Ákjósanlegri fiskisvæði voru sennilega ekki til. Þaðan hefur margur verðmætur túrinn verið gerður. Afkoman fór eftir dugnaöi hvers og eins. Duglegir menn reru upp á hlut og varð keppikefli, því að aðrir reru upp á fast kaup. Þeir alduglegustu fengu svo að leggja stubb fyrir sjálfa sig. Ekki var um neinar aflatrygg- ingar að ræða, eins og menn þekkja í dag. Hvernig var vertið hagað til á þessum árum? - Róið var á kvöldin og komið að eftirmiðdag þann næsta,- ef veöur leyfði en oft þurfti aö leita vars vegna veðurs, þá gjarna undir Voga-Stapa. Róiö var á línu fram í byrjun marz, síðan á net í marz mánuði, þá aftur á línu í apríl fram á ver- tíðarlok. í landlegum gengum við sjó- mennirnir til liös við landmenn- ina. En hvaða vinna tók svo við þegar vertið lauk? - Þá varfariðíútilegusemsvo var kölluð. Var þá búið um borð, gert að afla, og saltaö. öll að- staða og aðbúnaður var mjög ó- fullnægjandi ekki einu sinni kojur fyrir alla áhöfnina. En sjó- menn áttu ekki í önnur hús að venda með atvinnu, því fékkst alltaf nógur mannskapur Vinnan útheimti miklar vökur og litla hvíld. Einn formaður hafði þó meiri fyrirhygju en aðrir, Þorvaldur I Þórukoti, á Ársæli, setti hann, að ég best veit, fyrstu vökulögin, þar sem hann veitti sínum mannskap fasta hvíld og haföi af því aug- Ijósan ávinning með betri afköstum og ánægðari mönnum. Hvar var svo landað? - Stokkavörin var notuö sem uppsátur, Edinborgarbryggja var enn notuð, en aðalbryggjan var Miðbryggjan. Básbryggjan var fyrir 4 báta, þ.e. einka- bryggja þeirra sem áttu fiskhús í Básnum, enda byggð af þeim árið 1929. Þú hófst formennskuferil þinn 1934 á m/b Svan, sagðir þú, hvað tók svo við? - Ég var með hann í tvö ár, en á árunum 1936 til 1940 var ég með ýmsa báta. 1940 ræðst ég til Ólafs Lárussonar sem formaður á m/b Sæborginni sem var 21 rúmlesta skip, 1942 var ég svo með m/b Ægi, eigendur Keflavik hf. og gekk það allt þol- anlega. En 1943 tek ég svo við nýju skipi, sem var hinn 29 smálesta Svanur GK 530, smíðaður í Dröfn Hafnarfiröi fyrir Ólaf Lárusson. Kostaði hann með vél kr. 260 þús. Var hann afburða sjóskip og jafnframt lipurt og gott fiskiskip. Með Svaninn var ég í 5 ár. Við athugun á aflaskýrslum frá þessum tímum kemur fram aö þaö eru 4-5 bátar sem berjast um aflametið þessi ár og Marteinn á m/b Svaninum, þar alltaf í efstu sætunum frá 1-3. Aflahlutur á Svani var frá 9 til 13 þús. á vertíð á þessum árum. 1940 voru í Keflavík 47 fiskiskip yfir 12 smálestir og 18 aðkomuskip. Skipverjar voru 529. Hvernig var á striðsárunum, höfðu þau ekki áhrif á sjósókn? - Jú, á stríðsárunum voru sett bannsvæði. Þaö þýddi að ekki var hægt að sækja á bestu veiði- svæðin vegna þýsku kafbát- anna. Við urðum að krækja suður fyrir veiöisvæðin vegna bannsvæðanna. Einu sinni man ég þaö, aö við freistuöumst til aö bregða okkur inn á bannsvæöi, en hegning var Martelnn Halgason við slíku broti að báturinn skyldi kyrrsettur, skipti það engum togum að við vorum rétt búnirað leggja línuna þegar tundur- spillir kemur auga á okkur og siglir í átt til okkar. Við rétt höföum það, að draga inn línuna í tæka tíð og forðaokkuráðuren verra hlytist af. Hvaða skilyrði telur þú að þurfi til þess að góður árangur náist úr veiðiferð? - Góö útgerð, góöur mann- skapur bæði í landi og á sjó, og samtaka skipshöfn. Velgengisár mín á Svaninum tel ég, að eingöngu megi rekja til þess að þar var valinn maður í hverju rúmi. Þaö var gaman aö koma til Keflavíkur með mikinn fisk. Þá mátti sjá góð handtök til sjós og viö losunina í þádaga. Sami andi ríkti við vinnuna hjá öllum, allir kepptust við og hver hvatti annan. Vinnuhraðinn var mikill og þaö hefði verið gaman að geta tekið kvikmynd af vinnu- brögöunum þegar mest gekk á og hamagangurinn var hvað mestur. Hvernig voru öryggismál sjó- manna í þá daga? - Þau voru í algjöru lágmarki. Aðeins einn til tveir bjarghringir og hafnarskilyrði bágborin. Þegar talstöðvar loks komu, voru þær mjög lélegar. Annars var sama hvort talað var um öryggismál eða aðbúnað, hvorugt þætti mönnum bjóðandi í dag. Á þessum árum lentuð þið stundum i aflahrotum. - Já. Eftirminnilegasta afla- hrotan var vafalaust á Skalla- grimi um páskaleytiö, viö eini báturinn á sjó. Við fylltum bátinn svo, að við hlífðum ekki einu sinni káetunni, þar sátum við í fiskkösinni með kostinn okkará hnjánum og stíföum úr hnefa. Framh. á blt. 216 Svanur GK 530 FAXI - 238
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.