Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1980, Síða 75

Faxi - 01.12.1980, Síða 75
GUÐMUNDUR A. FINNBOGASON Um séra Árna Helgason prófast og frændfólk hans á Suðurnesjum Árni prófastur og biskup Helgason átti fleiri frændur að heimsaekja í Njarðvíkur en þá sem upp hafa veriö taldir ( tveim síöustu blöðum og Helgi, faðir Árna, átti systur er bjó á býlinu Ytri-Njarðvík að vestanverðu víkurinnar. Hét hún Katrín Einarsdóttir, kona Jóns Snorrasonar, bónda Gissurar- sonar frá Narfakoti í Innra-hverf- inu. Foreldrar Katrínar í Ytri- Njarðvík og Helga föður Árna prófasts voru Einar Hafliðason lögréttumaður í Þrándarholti og hans kona Sigríður Jónsdóttir að Stóra-Núpi, Magnússonar. Bróðir Árna prófasts var Helgi Helgason stúdent, bóndi í Ytri- Njarðvík. Hans kona varSigríður dóttir Jóns Snorrasonar og Katrínar í Ytri-Njarðvik. Systur þeirra bræðra Árna og Helga voru Sigríður, kona Guðmundar Ketilssonar, verslunarmanns á Skutulsfjarðareyri, Þóra er átti Einar Hákonarson í Hnífsdal (þau bjuggu víðar), bróðir þeirra var Einar trésmiður í Reykjavík er átti frænku sína Margréti, dóttur Katrínar og Jóns Snorra- sonar í Ytri-Njarðvík. Jón Snorrason og Katrín bjuggu i Ytri-Njarðvík frá 1792 í fjóra og hálfan áratug, meðan bæði lifðu. Þau eignuðust 4 dætur og einn son, þær fyrr- nefndu dætur, og Kristínu er giftist frænda sínum Jóni Jóns- syni Norðfjörð, syni Jóns Sig- hvatssonar og Oddbjargar Snorradóttur í Höskuldarkoti (Oddbjörg var systir Jóns í Ytri- Njarðvík). Fjórða dóttirin var Þórdís er átti Erlend Jónsson frá Brunnastöðum á Vatnsleysu- strönd. Snorri sonur þeirra Jóns og Katrínar mun hafa dáið ungur að árum. Einar Helgason trésmiður og Margrét frá Ytri-Njarðvík áttu dóttur er Guðný hét. Hún var kona séra Sveins Skúlasonar, prests á Kirkjubæ í Tungu. Dóttir þeirra var Guðrún, fyrri kona Ogmundar Sigurðssonar, skólastjóra í Flensborg í Hafnar- firði. Sonur þeirra séra Sveins og Guðnýjar var Helgi Sveins- son, bankaútibússtjóri á ísafirði, síðar fasteignasali í Reykjavík. Sigríöur dóttir Jóns og Katrín- ar í Ytri-Njarövík, giftist 17. okt. 1825 trænda sínum, fyrrnefnd- um Helga stúdent Helgasyni (bróður Árna prófasts). Helgi stúdent var 14 árum yngri en Árni bróðir hans. Þeir feðgar séra Helgi Einarsson og Helgi stúdent fluttu árið 1811 frá Eyri í Skutulsfiröi að Reynivöllum í Kjós til Árna, síöar prófasts, er þar var prestur á árunum 1810 til 1814. Helgi lærði hjá Árna bróð- ur sínum og fór svo í Bessa- staðaskóla 1814, varö stúdent 1819 með vitnisburði í betra meðallagi. 1821 gerðist hann verslunarmaður í Hafnarfiröi. Þess skal geta aö á þeim tíma er Helgi Helgason var í Bessa- staðaskóla, árið 1816, voru þar í skóla 28 skólapiltar á aldrinum 14 til 26 ára gamlir, enginn þeirra var fæddur i Reykjavík, Gull- bringusýslu né Kjósarsýslu. Helgi stúdent og Sigríður bjuggu á ööru býlinu í Ytri- Njarðvík á móti foreldrum Sig- ríðar. Þau hjón eignuðust fjög- ur börn, tvær dætur, Margréti og Guðrúnu er báðar dóu ungar, tvo syni er báðir komust til full- orðinsaldurs, báðir urðu þeir bændur í Rangárvallasýslu, Árni bóndi á Brekkum í Holtum og Hafliði bóndi í Steintóft. Hjóna- band þeirra Helga stúdents og Sigríðar í Ytri-Njarðvík varði aðeins í rösk 10 ár. Helgi sýktist af vatnssýki, var til lækninga ( Reykjavík, lá lengi rúmfastur, dó þar þann 3. jan. 1836. Var hann þá 44 ára að aldri. Umsögn séra Péturs Jónssonar á Kálfastjörn, sóknarprests Njarðvíkinga í þeirra hjónatíð, er á þessa leið um Helga Helgason stúdent, að hann sé uppbyggilegasta tryggðavalmenni, og um Sigríöi Jónsdóttur konu hans, að hún sé valinkunn og siðprúö kona. A heimili þeirra hjóna voru bækur nógar og hússtjórn prýðileg. Helgi Helgason (bóndi i Ytri- Njarðvik, bróðir Arna prófasts) mun vera fyrsti maður sem búið hefur í Njarðvíkum meö þann lærdóm og þá nafnbót að heita stúdent. Sigríöur Jónsdóttir, ekkja Helga stúdents, giftist nokkru eftir lát hans. Seinni maöur hennar var Jón Runólfsson, bóndi, hreppstjóri og sáttasemj- ari í Árbæ í Holtum. Jón var sonur séra Runólfs Jónssonar prests í Keldnaþingum og hans konu, Guðrúnar Þorsteinsdótt- ur, prests á Krossi í Landeyjum. Sonur þeirra Jóns og Sigríðar á Árbæ, var Helgi Jónsson, síðar bóndi þar, hans kona var Helga dóttir Siguröar ísleifssonar bónda og hreppstjóra á Barka- stöðum í Fljótshlíð og hans konu, Ingibjargar Sæmunds- dóttur. Helga frá Barkastöðum var systir þeirra bræðra Sæ- mundar og ögmundar Sigurðs- sonar er giftust systrunum Steinunni og Helgu Arinbjarnar- dætrum frá Tjarnarkoti, er fyrr var frá sagt. Hið forna býli séra Hallgríms Péturssonar, Bolafótur í Ytri- Njarðvíkurhverfi, var í eign Sig- ríöar Jónsdóttur frá Ytri-Njarð- vík, eftir að hún fór þaðan til bú- setu að Árbæ í Holtum. Með bréfi dagsettu þann 23. september 1876 undirskrifar Helgi Jónsson á Árbæ (sonur Sigríðar) sölusamning á sameignarjörð þeirra mæðgina, Bolafæti, sem erþá að nýju mati 5 ra 64 álnir, fyrir umsamið verð krónur 650, sem er þegar að fullu borgaö. Kaupandi var Arin- björn Ólafsson, bóndi í Tjarnar- koti í Njarðvík. Þess skal og geta að nær 20 árum síöar, það er röskum tveim mánuöum eftirað Arinbjörn bóndi í Tjarnarkoti deyr, selur Ásbjörn bróðir hans bóndi ( Innri-Njarövík, Bolafót, fyrir hönd dánarbús Arinbjarn- ar. Kaupandi var Þóröur Thoroddsen héraðslæknir. Sölu verð á Bolafæti var þá ellefu hundruð krónur, 200 krónuráttu að greiöast (eins og orðað er) strax í peningum, en 900 krónur í innskrift fyrir 15. dag ágústmán- aðar næst komandi. Var þetta bréf undirskrifað 20. febrúar 1896 af seljanda og kaupanda. Þórdís Jónsdóttir frá Ytri- Njarðvík, systir þeirra fyrr- nefndu Margrétar og Sigríöar, fór ung að heiman. Hún giftist Erlendi Jónssyni ættuðum frá Brunnastööum á Vatnsleysu- strönd. Var Erlendur fósturson- ur Bjarna Halldórssonar, bónda, lögréttumanns og hreppstjóra í Sviöholti í Bessastaðasókn á Álftanesi og konu hans Valgeröar Helgadóttur frá Hliöi á Álftanesi. Erlendur og Þórdís bjuggu fyrstu árin að Skótjörn í Bessastaðasókn, fluttu þaðan að Brunnastöðum á Vatnsleysu- strönd. Þar dó Erlendur nær fimmtugur að aldri. Síðar árið 1840 er Þórdís ekkja í Halakoti þaráströndinni. Með Þórdísi bjó Hafliði Þorsteinsson. Var hún þá 46 ára gömul, en Hafliöi 27 ára. Þau giftust þann 11. nóv. 1840, Katrín dóttir Þórdísar og Erlend- ar fyrri manns hennar, var þá oröin 24 ára gömul þar á heim- ilinu. Fósturdóttir þeirra Þórdisar Framh. é n»atu sl&u Fré vlnstri: ólafur, Arlnbjðrn, Ólafur Arlnbjamarson, Jóhann Gunnar, Svanhvlt, Slgrífiur Eyþórsdóttlr og Kristlnn. FAXI - 239
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.