Faxi - 01.12.1980, Qupperneq 75
GUÐMUNDUR A. FINNBOGASON
Um séra Árna Helgason
prófast og frændfólk
hans á Suðurnesjum
Árni prófastur og biskup
Helgason átti fleiri frændur að
heimsaekja í Njarðvíkur en þá
sem upp hafa veriö taldir (
tveim síöustu blöðum og
Helgi, faðir Árna, átti systur er
bjó á býlinu Ytri-Njarðvík að
vestanverðu víkurinnar. Hét hún
Katrín Einarsdóttir, kona Jóns
Snorrasonar, bónda Gissurar-
sonar frá Narfakoti í Innra-hverf-
inu. Foreldrar Katrínar í Ytri-
Njarðvík og Helga föður Árna
prófasts voru Einar Hafliðason
lögréttumaður í Þrándarholti og
hans kona Sigríður Jónsdóttir
að Stóra-Núpi, Magnússonar.
Bróðir Árna prófasts var Helgi
Helgason stúdent, bóndi í Ytri-
Njarðvík. Hans kona varSigríður
dóttir Jóns Snorrasonar og
Katrínar í Ytri-Njarðvik. Systur
þeirra bræðra Árna og Helga
voru Sigríður, kona Guðmundar
Ketilssonar, verslunarmanns á
Skutulsfjarðareyri, Þóra er átti
Einar Hákonarson í Hnífsdal
(þau bjuggu víðar), bróðir þeirra
var Einar trésmiður í Reykjavík
er átti frænku sína Margréti,
dóttur Katrínar og Jóns Snorra-
sonar í Ytri-Njarðvík.
Jón Snorrason og Katrín
bjuggu i Ytri-Njarðvík frá 1792 í
fjóra og hálfan áratug, meðan
bæði lifðu. Þau eignuðust 4
dætur og einn son, þær fyrr-
nefndu dætur, og Kristínu er
giftist frænda sínum Jóni Jóns-
syni Norðfjörð, syni Jóns Sig-
hvatssonar og Oddbjargar
Snorradóttur í Höskuldarkoti
(Oddbjörg var systir Jóns í Ytri-
Njarðvík). Fjórða dóttirin var
Þórdís er átti Erlend Jónsson frá
Brunnastöðum á Vatnsleysu-
strönd. Snorri sonur þeirra Jóns
og Katrínar mun hafa dáið ungur
að árum.
Einar Helgason trésmiður og
Margrét frá Ytri-Njarðvík áttu
dóttur er Guðný hét. Hún var
kona séra Sveins Skúlasonar,
prests á Kirkjubæ í Tungu.
Dóttir þeirra var Guðrún, fyrri
kona Ogmundar Sigurðssonar,
skólastjóra í Flensborg í Hafnar-
firði. Sonur þeirra séra Sveins
og Guðnýjar var Helgi Sveins-
son, bankaútibússtjóri á ísafirði,
síðar fasteignasali í Reykjavík.
Sigríöur dóttir Jóns og Katrín-
ar í Ytri-Njarövík, giftist 17. okt.
1825 trænda sínum, fyrrnefnd-
um Helga stúdent Helgasyni
(bróður Árna prófasts). Helgi
stúdent var 14 árum yngri en
Árni bróðir hans. Þeir feðgar
séra Helgi Einarsson og Helgi
stúdent fluttu árið 1811 frá Eyri í
Skutulsfiröi að Reynivöllum í
Kjós til Árna, síöar prófasts, er
þar var prestur á árunum 1810 til
1814. Helgi lærði hjá Árna bróð-
ur sínum og fór svo í Bessa-
staðaskóla 1814, varö stúdent
1819 með vitnisburði í betra
meðallagi. 1821 gerðist hann
verslunarmaður í Hafnarfiröi.
Þess skal geta aö á þeim tíma
er Helgi Helgason var í Bessa-
staðaskóla, árið 1816, voru þar í
skóla 28 skólapiltar á aldrinum
14 til 26 ára gamlir, enginn þeirra
var fæddur i Reykjavík, Gull-
bringusýslu né Kjósarsýslu.
Helgi stúdent og Sigríður
bjuggu á ööru býlinu í Ytri-
Njarðvík á móti foreldrum Sig-
ríðar. Þau hjón eignuðust fjög-
ur börn, tvær dætur, Margréti og
Guðrúnu er báðar dóu ungar,
tvo syni er báðir komust til full-
orðinsaldurs, báðir urðu þeir
bændur í Rangárvallasýslu, Árni
bóndi á Brekkum í Holtum og
Hafliði bóndi í Steintóft. Hjóna-
band þeirra Helga stúdents og
Sigríðar í Ytri-Njarðvík varði
aðeins í rösk 10 ár. Helgi sýktist
af vatnssýki, var til lækninga (
Reykjavík, lá lengi rúmfastur, dó
þar þann 3. jan. 1836. Var hann
þá 44 ára að aldri. Umsögn séra
Péturs Jónssonar á Kálfastjörn,
sóknarprests Njarðvíkinga í
þeirra hjónatíð, er á þessa leið
um Helga Helgason stúdent, að
hann sé uppbyggilegasta
tryggðavalmenni, og um Sigríöi
Jónsdóttur konu hans, að hún
sé valinkunn og siðprúö kona. A
heimili þeirra hjóna voru bækur
nógar og hússtjórn prýðileg.
Helgi Helgason (bóndi i Ytri-
Njarðvik, bróðir Arna prófasts)
mun vera fyrsti maður sem búið
hefur í Njarðvíkum meö þann
lærdóm og þá nafnbót að heita
stúdent.
Sigríöur Jónsdóttir, ekkja
Helga stúdents, giftist nokkru
eftir lát hans. Seinni maöur
hennar var Jón Runólfsson,
bóndi, hreppstjóri og sáttasemj-
ari í Árbæ í Holtum. Jón var
sonur séra Runólfs Jónssonar
prests í Keldnaþingum og hans
konu, Guðrúnar Þorsteinsdótt-
ur, prests á Krossi í Landeyjum.
Sonur þeirra Jóns og Sigríðar á
Árbæ, var Helgi Jónsson, síðar
bóndi þar, hans kona var Helga
dóttir Siguröar ísleifssonar
bónda og hreppstjóra á Barka-
stöðum í Fljótshlíð og hans
konu, Ingibjargar Sæmunds-
dóttur. Helga frá Barkastöðum
var systir þeirra bræðra Sæ-
mundar og ögmundar Sigurðs-
sonar er giftust systrunum
Steinunni og Helgu Arinbjarnar-
dætrum frá Tjarnarkoti, er fyrr
var frá sagt.
Hið forna býli séra Hallgríms
Péturssonar, Bolafótur í Ytri-
Njarðvíkurhverfi, var í eign Sig-
ríöar Jónsdóttur frá Ytri-Njarð-
vík, eftir að hún fór þaðan til bú-
setu að Árbæ í Holtum.
Með bréfi dagsettu þann 23.
september 1876 undirskrifar
Helgi Jónsson á Árbæ (sonur
Sigríðar) sölusamning á
sameignarjörð þeirra mæðgina,
Bolafæti, sem erþá að nýju mati
5 ra 64 álnir, fyrir umsamið
verð krónur 650, sem er þegar að
fullu borgaö. Kaupandi var Arin-
björn Ólafsson, bóndi í Tjarnar-
koti í Njarðvík. Þess skal og geta
að nær 20 árum síöar, það er
röskum tveim mánuöum eftirað
Arinbjörn bóndi í Tjarnarkoti
deyr, selur Ásbjörn bróðir hans
bóndi ( Innri-Njarövík, Bolafót,
fyrir hönd dánarbús Arinbjarn-
ar. Kaupandi var Þóröur
Thoroddsen héraðslæknir. Sölu
verð á Bolafæti var þá ellefu
hundruð krónur, 200 krónuráttu
að greiöast (eins og orðað er)
strax í peningum, en 900 krónur í
innskrift fyrir 15. dag ágústmán-
aðar næst komandi. Var þetta
bréf undirskrifað 20. febrúar
1896 af seljanda og kaupanda.
Þórdís Jónsdóttir frá Ytri-
Njarðvík, systir þeirra fyrr-
nefndu Margrétar og Sigríöar,
fór ung að heiman. Hún giftist
Erlendi Jónssyni ættuðum frá
Brunnastööum á Vatnsleysu-
strönd. Var Erlendur fósturson-
ur Bjarna Halldórssonar, bónda,
lögréttumanns og hreppstjóra í
Sviöholti í Bessastaðasókn á
Álftanesi og konu hans
Valgeröar Helgadóttur frá Hliöi
á Álftanesi. Erlendur og Þórdís
bjuggu fyrstu árin að Skótjörn í
Bessastaðasókn, fluttu þaðan
að Brunnastöðum á Vatnsleysu-
strönd. Þar dó Erlendur nær
fimmtugur að aldri. Síðar árið
1840 er Þórdís ekkja í Halakoti
þaráströndinni. Með Þórdísi bjó
Hafliði Þorsteinsson. Var hún þá
46 ára gömul, en Hafliöi 27 ára.
Þau giftust þann 11. nóv. 1840,
Katrín dóttir Þórdísar og Erlend-
ar fyrri manns hennar, var þá
oröin 24 ára gömul þar á heim-
ilinu.
Fósturdóttir þeirra Þórdisar
Framh. é n»atu sl&u
Fré vlnstri: ólafur, Arlnbjðrn, Ólafur Arlnbjamarson, Jóhann Gunnar, Svanhvlt, Slgrífiur Eyþórsdóttlr
og Kristlnn.
FAXI - 239