Faxi - 01.12.1980, Síða 76
og Erlendar var Ólöf Erlends-
dóttir, frænka Erlendar. Ólöf var
fædd í Höskuldarkoti 23. marz
1834. Var Ólöf frá því áfyrsta ári
til 10 ára aldurs fósturbarn hjá
þeim Þórdísi og Erlendi. For-
eldrar Ólafar voru Guörún
Magnúsdóttir, ógift vinnukona í
Höskuldarkoti, systurdóttir
Jóns Sighvatssonar bónda þar,
faöirinn Erlendur Magnússon,
smiöur, ógiftur húsmaöur í Hösk
uldarkoti. Var þessi barneign
talin fyrsta lausaleiksbrot þeirra
beggja. Erlendur var fæddur aö
Brunnastööum á Vatnsleysu-
strönd 1795. Foreldrar hans
voru Magnús Guðmundsson og
hans kona Margrét Erlendsdótt-
ir. Erlendur kom ungur að Hösk-
uldarkoti til hjónanna Jóns Sig-
hvatssonar og Oddbjargar
Snorradóttur, konu hans. Hann
læröi skipasmíði hjá Jóni bónda,
smíðaöi meö honum þrjár segl-
skútur er hann lét smíða á árun-
um 1814 til 1818. Seglduggur
þær munu hafa veriö þær fyrstu
er smíöaöar hafa veriö sem
dekkaðar fiskiduggur hér við
sunnanveröan Faxaflóa.
Vafurlogar hjá
Háaleitlsdraugnum
Erlendur þessi Magnússon
hefur nú í nær hálfa aöra öld
veriö sögufræg persóna frá
þeim tímum er hann átti heima í
Höskuldarkoti. Erlendur var
annar þeirra áræönu manna er
heimsóttu Háaleitisdrauginn
þar sem hann varí myrkri nætur-
innar viö bjartan vafurloga aö
telja aurana sína. Félagi Erlend-
ar i þeirri næturheimsókn til
Háaleitisbóndans var Guð-
mundur Guðmundsson er haföi
auknefnið klárt. Segir frá þeim
Erlendi og Guðmundi og
viöureign þeirra viö Háaleitis-
drauginn i ýmsum þjóösagna-
bókum. í þeim bókum hefur
gætt nokkurra missagna um þá
Erlend og Guömund klárt. Þar
eru þeir sagðir hafa verið bænd-
ur í Ytri-Njarövíkurhverfi og
einnig er þar sagt aö þaö hafi
verið um eða upp úr miöri síö-
ustu öld er sá atburöur geröist.
Hiö rétta er aö þeir Erlendur
smiður og Guðmundur klárt
voru báöir vinnumenn í Hösk-
uldarkoti, samtíða þar á árun-
um 1831-1837, fyrstu árin hjá
sama húsbónda, Jóni Sig-
hvatssyni. Guömundur klárt fór
þaðan til Péturs sonar Jóns er
hann fór aö búa á ööru býlinu.
Var Guðmundur samfleytt í 13 ár
vinnumaöur í Höskuldarkoti hjá
þeim feögum Jóni og Pétri. Er-
lendur fór 1837 inn á Álftanes.
Guðmundur Guömundsson
klárt var fæddur aö Götu í Hvol-
hreppi 6. okt. 1801. Þar bjuggu
foreldrar hans, Guömundur
Jónsson og Herdís Andrésdótt-
ir. Guömundur kom frá
Garðsauka i Hvolhreppi að
Höskuldarkoti árið 1831. í
kirkjubók segir um Guömund,
aö kunnátta hans sé bærileg og
hegðan ekki slæm, og um
Erlend Magnússon segir,
kunnátta allsæmileg, óvíst um
hegðun, í þeim dálki segirsmiö-
ur góöur.
Það mun hafa verið einhvern
tíma seint á myrkvuðu vetrar-
kvöldi á árunum 1831-1837, að
þeir vinnumenn í Höskuldarkoti
sáu bjartan vafurlogann á
Háaleitinu, forvitni þeirra var
vakin, kjarkur þeirra kallaður
fram til að paufast út í myrkriö,
stampast yfir holt, börð, þúfur,
móa og mela beint af augum á
logann. Þeir félagar áttu bæði
erindi og erfiði viö þann, sem
þeir hittu þar.
Það liðu rösk eitt hundrað ár
svo aö ekkert • frásagnarvert
gerðist á Háaleitissvæðinu.
Sauðkindin átti þar sinn haga
heima i friðsæld og frelsi náttúr-
unnar viö félagsskap fuglanna
er lífguðu upp þeirra samfélag.
Lóan og spóinn, krían og kjóinn
kunnu þar vel aö vera. Kalka
gamla (landamæravarða) var á
sínum staö, visaði veginn aö sér
og frá í allar áttir. Einn og einn
ferðlúinn maður, svangur
blautur og kaldur varö úti á heið-
unum þar í kring á heim-
leið frá Keflavík. Ekkert
draugljós til aö lýsa upp svo
mikið sem einn fermetra af hin-
um myrku og grýttu leiöum.
Sagan af þeim Erlendi og Guö-
mundi klárt geymdist mann frá
manni og var enn Ijóslifandi í
minni gamla fólksins þegar áriö
1940 varö til í aldanna rás og
Háaleitið kom aftur til sögunnar,
og núfóreitthvaðaðgerastaftur
á Háaleitinu, sem um var tal-
andi, eftir rösk hundraö ár. Nú
voru þaö eingöngu menn og
engir draugar, sem þar áttu aö
verjast og berjast. Þá varö þar
aftur vafurlogi stór af silfri og
gulli, er mörgum þótti fallegur á
að líta og I aö sækja. Já, þvílíkur
munur eða þegar þeir Erlendur
og Guömundur klárt voru þar
einir og annar barðist viö draug-
inn alla nóttina þar til dagaöi af
morgni, en hinn hirti alla silfur-
peningana og flýtti sér heim
meö þá, stakk af, eins og þaö
væri kallað á nútímamáli. Skyldi
slíkt nokkurn tíma hafa gerst
síðan þar í Háaleitisháauraborg-
inni?
Eftir aö Ólöf, dóttir Erlendar
Magnússonar smiös, fór frá
þeim Þórdísi og Erlendi frænda
sínum af Vatnsleysuströndinni,
átti hún heima í Ytri-Njarðvík hjá
hjónunum Bjarna Magnússyni
og seinni konu hans Ingigerði
Jónsdóttur. Þegar Ólöf var rösk-
lega tvítug, fór hún vinnukona
aö Höskuldarkoti, giftist Jóni
Péturssyni, bóndasyni þar
(siöar bónda í Höskuldarkoti)
þann 19. nóv. 1857. Jón Péturs-
son í Höskuldarkoti var bróðir
önnu Pétursdóttur í Höskuldar-
koti, fyrri maður önnu var
Magnús Bjarnason. Dóttirþeirra
var Oddbjörg, móðir hins þekkta
útvegsbónda og skipstjóra
Magnúsar Ólafssonar í Hösk-
uldarkoti. Seinni maður Önnu
var Ársæll Jónsson, bóndi þar.
Þeirra dóttir var Guöleif, kona
Ágústar Jónssonar, hreppstjóra
í Höskuldarkoti og á Sunnuhvoli
í Keflavík. Þeirra börn voru
Anna, kona Nóa Kristjánssonar
tryggingafulltrúa í Reykjavík, og
Ársæll. Hans kona var Arndís
dóttir séra Árna Þorsteinssonar,
prests á Kálfatjörn. Þau fóru til
Ameríku, áttu þar heima til ævi-
loka.
Þau Ólöf og Jón Pétursson
bjuggu á fjóröa áratug í Hösk-
uldarkoti. Fyrstu búskaparár
þeirra var Guðrún Magnúsdótt-
ir, móðir Ólafar, þar hjá þeim.
önnur dætra þeirra Jóns Pét-
urssonar og Ólafar, Petrúnella
Júlíana, giftist Sigurði Hallssyni
söölasmiö frá Fróöholtshól á
Rangárvöllum. Þau bjuggu í
Höskuldarkoti frá 1888-1902.
Þar meö var ættarstrengur hins
sögufræga Erlendar Magnús-
sonar smiðs og Háaleitisfara
lokið í Höskuldarkoti, eftir níu
áratugi frá hans fyrstu tíð þar.
Þórdis, dóttir Katrínarog Jóns
Snorrasonar í Ytri-Njarðvík
(frænka Árna prófasts) og Er-
lendur Jónsson hennar maöur,
áttu dóttur er Guríður hét. Hún
var kona Guðmundar skipa-
smiðs í Engey. ( vikuritinu Þjóð-
ólfi 13. sept. 1861 segir um Guö-
ríöi á þessa leiö: Þann 1. júní
þessa árs, dó merkiskonan Guð-
ríöur Erlendsdóttir á Brunna-
stööum, dóttir Þórdísar Jóns-
dóttur Snorrasonar frá Ytri-
Njarövík, kvinna Guömundar
Péturssonar skipasmiðs í Engey
42 ára aö aldri, orðin 12 barna
móðir, lifa 8 þeirra, fríðleiks-
kona, sérlega siöprúð í fram-
göngu, auðkennd að frábærri
stillingu, ástrík og umhyggju-
söm móöir barna sinna.
Kristín var elst af dætrum
þeirra Katrínar Einarsdóttur og
Jóns Snorrasonar í Ytri-Njarð-
vík, hún giftist frænda sínum
Jóni Jónssyni Noröfjörð sem
fyrr er frá sagt (voru þau hjón
systkinabörn). Jón Snorrason,
faðir Kristínar og Oddbjörg
Snorradóttir, kona Jóns
Sighvatssonar i Höskuldarkoti,
foreldrar Jóns Norðfjörö, voru
systkini.
Kristín og Jón Noröfjörö gift-
ust 12. nóv. 1818, bjuggu þau í
Þórukoti fyrstu búskaparárin,
síðar á Efstaleiti, það býli stóö
skammt í norðaustur frá Hösk-
uldarkoti, þar bjuggu þau hjón í
15 ár. Hefur þar ekki veriö búiö
síöan. Jón og Kristín fóru þaöan
aftur að Þórukoti, bjuggu þar
síðustu 3 búskaparár sín. Þar dó
Kristín, 3. júlí 1843, fjörutiu og
niu ára aö aldri. Jón Norðfjörö
fékk 1841 heiöurspening úr
silfri, ærulaun iöni og hygginda,
sáttasemjari í rúm 20 ár. Börn
þeirra Jóns og Kristínar voru
séra Snorri Noröfjörö er bjó
fyrstu árin í Þórukoti og á Efsta-
leiti, vígðist 1849 aðstoðarprest-
ur til séra Péturs Jónssonar á
Kálfatjörn. 1851 varö séraSnorri
aöstoöarprestur hjá frænda sín-
um sérÁrna Helgasyni, prófasti í
Görðum. Varö síöar prestur í
Goðdölum, Reynisþingi íSkafta
fellssýslu og síðast í Hítarnesi í
Mýrarsýslu. Kona séra Snorra
var Sigríður Guðmundsdóttir,
stúdents í Hafnarfiröi Pétursson
ar, þau voru systkinabörn. Ingi-
gerður móðir Sigríðar og Jón
Norðfjörð, faðir Snorra, voru
systkini. Meðal barna þeirra Sig-
ríðar og séra Snorra, voru
Kristín Oddbjörg, kona Jakobs
Þorbergssonar á Kolbeinsstöð-
um í Kolbeinsstaðahreppi, síðar
í Reykjavík. Ingigerður Anna átti
mann, Jóhann Jónsson sööla-
smið. Þær systur voru báðar
fæddar í Ytra-Njarðvíkurhverf-
inu. Tvær dætur aörar áttu þau
séra Snorri og Sigríður. Þær
hétu Soffía Sigríður og Gróa,
voru báðar ógiftar. Sonur þeirra
hjóna var og Jón bóndi á Lækj-
arbug, Hraunhreppi, Mýrar-
sýslu, hans kona var Guörún
Jónsdóttir Ijósmóðir. Fóstur-
sonur þeirra er Valtýr Guðjóns-
son, kennari, bæjarstjóri og fyrr-
verandi bankaútibússtjóri í
Keflavík.
Dóttir þeirra Jóns Norðfjörð
og Kristínar i Efstaleiti var Odd-
björg fyrsta kona séra Björns
Þorlákssonar prests á Hösk-
uldsstöðum í Húnavatnspró-
fastsdæmi 1844 til dánardags
1862. Þau hjón áttu ekki börn er
upp komust. Séra Björn var þrí-
kvæntur.
Þórður hét bróðir þeirra Katr-
ínar Einarsdóttur í Ytri-Njarðv-
vik og séra Helga föður Árna
prófasts. Kona Þórðar hét Sig-
ríður Jónsdóttir, bjuggu í Minni-
Mástungu í Stóranúpssókn. Þau
hjón áttu tvo syni er báðir hétu
Einar. Þeir bræðir ólust upp að
mestu leyti hjá Katrínu frænku
sinni og Jóni í Ytri-Njarðvík.
Yngri bróöirinn giftist Ástríði
Magnúsdóttur frá Brunnastöð-
um á Vatnsleysuströnd. VarÁst-
ríður systir fyrrnefnds Erlendar
Magnússonar smiðs, er heim-
sótti Háaleitisdrauginn. Tvö
voru önnur þeirra systkini í
Njarðvíkum, Guðmundur Magn-
ússon bóndi í Móakoti í Innra-
hverfinu. Hans kona varSigríður
Þorláksdóttir Ijósmóðir, og
Kristín Magnúsdóttir, kona
Ásgríms Sigurðssonar, bónda í
Bolafæti. Þau Ástríður Magnús-
dóttir og Einar Þórðarson,
frændi Árna prófasts, bjuggu í
Bolafæti í tæpan áratug.
Einar dó þar hálffimmtugurað
aldri.
Árni Helgason prófastur var
elstur sinná systkina. Hann hef-
ur án efa viljaö vera þeim til að-
stoðar þegar með þurfti. Á þeim
vegum heimsótti hann frændur
sína í Njarðvíkum, þegar hann
hjálpaði Einari bróður sínum til
að komast utan til Kaupmanna-
hafnar, þangað sem Einar fór til
að læra trésmíði (snikkaranám).
Þegar að því kom að Einarskyldi
Framh. á bls. 193
FAXI - 240