Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 78

Faxi - 01.12.1980, Page 78
Björtt Þorsteinsson sagnfr.: Básendaorustan 1532 „Festarhringur“ viö Básendaliöfn, jámbolti meö hring, sem skip voru bundin við. Þann 11. marz 1532 hélt all- stórt kaupskip úr höfn í Ilam- horg. Þetta var rammbyggt skip og skipshöfnin, um 30 manns, al- vopnuð byssum, sverðum, lás- bogum og öxum. Undir þiljum voru fimm fallbyssur fólgnar, þungir hólkar með víðum hlaup- um. ÖIl útgerð skipsins gaf til kynna, að þær stundir kæmu, þegar hauskúpumerkið væri dregið að hún og beinagrindin með rýtinginn og rommglasið á iofti hlykkjaðist á þöndu stór- segli yfir morðóðum sjóræningj- um á stórum rosabullum með reifuð höfuð. En skipið hélt ekki venjulega leið sjóræningjasagna og vikinga, sigldi ekki í suður og vestur til þess að ræna gulli og gimsteinum nýfundinna landa, heldur hjó það bárur Norður- sjávar og stefndi á leiðarstjörnu. En e. t. v. var gulls einnig að leita í þeirri átt, jafnvel örugg- tra guMs, en þess, sem reyfarar greina frá. Hafið er vorúfið að þessu sinni, átt óstöðug og vindar snarpir. Áhöfn Hamborgarfars- nis liggur auðsæilega allmikið á. \ ikum saman ann hún sér ekki hvíldar, en siglir og beitir ósleiti- li?ga, og skipið þokast norður og vestur yfir Atlantshaf. Vörður stendur stöðugt í körfunni á stórsiglunni og gefur nákvæma skýrslu um skipaferðir. En ekk- ert ber til tíðinda. Englendingar virðast liggja enn í heimahöfn- um, þeir eru ekki lagðir í „sjó- ferðina löngu“ að þessu sinni, nema nokkrar skútur, sem eru komnar á miðin undan Færeyj- um. E. t. v. ætla þær ekki lengra. Hansafarið siglir djúpt undan eyjunum, og skipstjórinn, Ludt- kin Smith, kaupmaður í Ham- borg fer sjálfur upp i stórsiglu- körfuna og tekur mið, þegar þær hverfa í sæ. Ludtkin Smith er maður um fertugt. Hann hafði nokkrum sinnum verið kaupmaður á Is- líindsförum, en þetta er í fyrsta íiinn, að hann er skipstjóri og foringi leiðangurs norður til eyj- nrinnar. Áður en hann lét úr höfn í Hamborg, hét hann ráð- herra í borginni að vinna íslenzka höfn úr höndum Englendinga og drepa hvern þann, sem reyndi að hindra það áform sitt. Menn vé- fengdu ekki, að hann hefði full- an hug á því að standa við heit- ið, en hingað til höfðu Englend- ingar vcrið aðsópsmiklir á ís- landsmiðum og Þjóðverjum þungir í skauti. Fyrir tæplega hálfri öld hafði frændi Ludtkins Smiths siglt þessa sömu leið og lent í Hafnar- lirði á Islandi kvöldið fyrir allra- postulamessu eða 1. maí. Við Straum, sunnan fjarðarins, lá skipið Vighe frá Lundúnum. Um nóttina vígbjóst skipshöfnin, létti akkerum og sigldi til Hafn- arfjarðar. I moi-gunsáriðgreiddu Englendingar aðför að Hansa- mönnum óviðbúnum, skutu nokkra til ólífis, en tóku skipið herskildi. Þeir ráku skipstjórann, I.udtkin Steen, og nokkra Þjóð- verja með honum í skipsbátinn, en héldu 11 af áhöfninni um borð og sigldu með feng sinn til Ir- lands. Þar lentu þeir í Galway cg seldu skipið, farm þess og fangana 11 nafngreindum írum. Kröfum og kærum fyrir þetta Sjórán og mansal hafði ekki ver- ið sinnt til þessa. Enn þá var veröldin lítið breytt og þræla- markaðir á brezku eyjunum. Vopnabúnaður Hamborgarfars- ins var því ekki ástæðulaus. Árið 1511 höfðu Englendingar tekið Hamborgarfar við Island og farið með það og áhöfn þess til Húllar, en þaðan slapp skip- stjórinn með miklum ævintýrum; hitt skipið tóku þeir í hafi. Árið 1514 tóku þrjú ensk her- skip Hamborgarfar í hafi á leið 1 il Islands, særðu skipstjórann og vörpuðu honum lifandi fyrir norð, og drápu nokkra af áhöfn- ínni. Með skipið fóru þeir til Newcastle og héldu því í tvo mánuði. Að þeim tíma liðnum réðust Englendingar um borð í skipið, tóku stýrimann og hjuggu hann í stykki og vörpuðu þeim útbyrðis, einnig hálshjuggu þeir tvo háseta, en særðu 5 hættulega ' ryskingum, sem urðu við of- beldisverkin. Þannig voru 15 af áhöfn skipsins drepnir, þegar bví var skilað að lokum með nokkrum hluta farmsins. Árið 1528 réðust 7 ensk skip á Hamborgarfar í höfninni að Rifi við Snæfellsnes, og tóku úr því öll vopn, byssur, púður og matvæli og meginhlutann af farmi þess. — Ári síðar réðst Englendingurinn Jón Willers frá Lynn á Hamborgarfar norður í Eyjafirði og sökkti því í hafið með 36 manna áhöfn. Að lokum birtast hvítar jökul- bungur yzt við sjóndeildarhring i norðri, og blásvört háfjöll teygja sig upp fyrir hafsbrún hvert af öðru. Island rís úr hafi í grárri vormorgunskímu, kald- ranalegt en heillandi. Sjómenn töldu, að fjöll þess byggju yfir geigvænum töframætti,þau væru svo segulmögnuð, að þau soguðu skip upp að hafnlausum söndum og brytu þau í spón með því að draga að sér nagla úr byrðingum þeirra. Árlega fórust hér skip með ströndum fram, en samt sem áður hættu menn aldrei að sigla til íslands, ef þá hafði einu sinni borið þangað. I heima byggðum þeirra lék það ekki á tveimur tungum, að Islandsfarar yrðu fyrir gerningum; þar bjuggu seiðkonur í fjöllum. Hamborgarfarið hélt djúpt undan Vestmannaeyjum og stefndi fyrir Reykjanes. Nokkr- ar enskar duggur voru á leið inn til eyjanna, annars voru engin skip sjáanleg. Skipshöfnin hafði unnið kappsiglinguna tii Islands að þessu sinni og gat valið sér verzlunarhöfn samkvæmt því á- kvæði íslenzkra laga, að sá á höfn, sem fyrstur lendir þar að vorinu. Á laugardagskvöldið fyr- r páska hélt skipið að lokum inn á lónið að Básendum við Stafnes. Höfnin að Básendum er langt og mjótt lón eða gjögur, sem skerst vestan í Romshvalanes pjnnanvert. Siglingaleið inn á lónið er alllöng og tæp milli skerja, en fyrir innan er útfiri og þröng lega. Hér var því einu skipi gott að verjast. Fyrir sunnan Básenda skerast svipaðir básar inn í nesið eins og Kerlingarbás, Kirkjuvogsbás og Blasíubás og Þórshöfn. Frá sum- um þessum stöðum var dálítið út- ræði, og Básendar urðu verzlun- arstaður Erglendinga á 15. öld, cn Hamborgarar náðu höfninni sum árin seint á öldinni. Verzl- unarbúðir voru norðan hafnar- innar, og þar lagði LudtkinSmith skipi sínu við fjögur akkeri og lét binda landfestar eftir því sem menn kunnu bezt. Daginn eftir voru heilagir páskar og guðsþjónustur í kirkj- im að Hvalsnesi og Kirkjuvogi, cn menn Ludtkins Smiths unnu að því að skipa upp vörum og búa um skipið á legunni, en gerðu sér síðan glaðan dag. Þegar leið á daginn, sáu þeir, að skip kom af hafi og stefndi til Básenda. I eir tygjuðust þegar til varnar, ef óvinir væru á ferð, en komu- menn felldu segl og vörpuðu akk- erum fyrir utanhöfnina.Skömmu síðar var báti róið frá skipinu að Hamborgarfarinu, en á honum var enskur kaupmaður að nafni Thomas Haerlack, auk stýri- manns. Þeir Ludtkin tóku þeim iélögum vel og glöddu þá með mat og góðum bjór. Þeir fréttu, að hér var komið skipið Anna frá Harwich í Englandi, um 120 lestir að stærð og með um 80 nanna áhöfn. Englendingar höfðu lagt úr höfn þann 15. marz og hreppt mjög hagstætt veður Þeir báðu leyfis, að mega leggj- ast á höfnina, en þeirri málaleit- an tók Ludtkin Smith þunglega. Hann bað þá félaga að skila aft- ur til manna sinna, að þeim væri ráðlegast að leita sér annarrar hafnar, því að skip þeirra væri svo stórt, að nægur fiskur yrði ekki fáanlegur í bæði skipin að Básendum. Hann benti þeim á, að allar hafnir við Island stæðu opnar hverjum sem vildi, og væru rjálsir verzlunarstaðir þeim, sem þangað kæmu fyrstir að vor- inu. Samkvæmt þeirri hefð sagð- jst Ludtkin eiga einkarétt til Básendahafnar að þessu sinni, en þar að auki hefði hann heitið Hinriki nokkrum Berndes, kaup- Bátalega og núverandi viti á Stafnesi. FAXI - 242
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.