Faxi - 01.12.1980, Síða 79
manni í Hamborg, að ætla honum
pláss hjá sér í íslenzkri höfn, ef
hann yrði áundan honum til
landsins. Ludtkin Smith fór um
það mörgum fögrum orðum, að
hefðu Englendingar orðið fyrri
til hafnar við fsland að þessu
sinni, þá hefði hann hvorki vænzt
þess né krafizt af þeim, að þeir
vikju úr höfninni fyrir sér, og
nú ætlaðist hann til þess sama
af Englendingum.
Þeir Thomas Haerlack tóku
vel boðskap Þjóðverja og kváð-
ust ekki ætla að bíða boðanna,
en sigla tafarlaust til Grindavík-
ur, þegar hann gengi í norður og
byr gæfi. Síðan kvöddust þeir
með virktum, og héldu. Englend-
ingar út í skip sitt.
Það var allt kyrrt og friðsamt
við Básenda næstu nótt; enska
skipið sýndi einungis ekki á sér
neitt fararsnið. Á annan í pásk-
um kom enn skip af hafi og
stefndi til Básendahafnar. Þar
biðu menn Ludtkins óþreyjufull-
ir eftir því að sjá, hvers konar
skip hér væri á ferð. Undir kvöld
kom það að höfninni og varpaði
þegar akkerum við hliðina á
Önnu frá Harwich. Hér var kom-
ið frægt íslandsfar, Thomas frá
Húll í Englandi. Því hafði lengi
verið haldið til íslands og háð
þar marga hildi. Frægasta afrek
þess var að sökkva Hamborgar-
fari með allri áhöfn norður í
Eyjafirði 1529. Að þessu sinni
hafði skipstjórinn, Jón Willers,
bundizt samtökum við Thomas
Hamond, skipstjóra á önnu frá
Harwich, og höfðu þeir lagt sam-
tímis úr höfn í Lynn í Englandi,
en dregið í sundur með þeim á
leiðinni. Skipið Thomas frá Húll
var 60 lestir að stærð og með 52
manna áhöfn. Aðalfarmur beggja
ensku skipanna var salt, og voru
24 lestir í Thomasi frá Húll. Hins
vegar var þýzka skipið hlaðið
drykkjarföngum, mjöli, malti,
smjöri og hunangi. Iiansafarið
var kaupskip, hingað komið til
þess að stunda verzlun, kaupa
skreið í skiptum fyrir varning
sinn. Ensku skipin voru hins veg-
ar aðallega komin hingað norður
til þess að stunda fiskveiðar og
útgerð, en til þeirra hluta voru
þeim nauðsynlegar bækistöðvar
á landi. Af þeim sökum voru á-
hafnir enskra skipa miklu fjöl-
mennari en þýzkra, því að Eng-
lendinga beið hér umfangsmeira
starf en Þjóðverja. Ei glcndingar
voru flestir með smávöruslatta í
skipum sínum til þess að geta
drýgt eigin afla með verzlun við
Islendinga. Það var því ekki
nema að nokkru leyti rétt hjá
Ludtkin Smith, að næg skreið
fengist ekki á Básendum í skipið
Önnu frá Harwich, því að Eng-
lendingar ætluðu að draga fisk-
inn að mestu leyti sjálfir, og Bás-
endar liggja vel við góðum mið-
um. Englendingar höfðu lagt svo
snemma í „löngu sjóferðina" að
þessu sinni til þess að njóta síð-
ari hluta vorvertíðarinnar við
Suðurland. En þeir þurftu höfn
til útgerðarinnar engu síður en
til verzlunar, og nú lágu þeir fyr-
ir framan höfnina, en fyrir inn-
an lá eitt Hansaskip og bannaði
þeim hafnarvist.
Thomas Hamond, skipstjóri á
Önnu frá Harwich, steig þegar í
skipsbátinn, er Thomas frá Iíúll
hafði varpað akkerum, og fór að
hitta ianda sína og félaga. Hon-
um var vel tekið, og bundust
Englendingar samtökum um að
ráðast á Hamborgarfarið og
ræna það. Þeir töldu sig hafa
mikla yfirburði yfir Þjóðverja í
skipum og mannafla, og ákváðu
að drepa hvern þann, sem veitti
þeim mótþróa, en hengja Ludt-
kin Smith á bugspjótinu. Einnig
segir í þýzkri skýrslu um þetta
mál, að Englendingar hafi boðið
íslendingum að koma til veizlu
að Básendum, því að þar yrði
Þjóðverjakjöt á borðum næsta
dag.
Inni á höfninni lágu Ludtkin
Smith og félagar hans ekki að-
gerðarlausir. Bróðir Ludtkins,
Hans Smith, hafði legið að Bás-
endum um veturinn og keypt
skreið af mönnum. Hann var
uppi við búðimar og tók á móti
varningnum, sem skipað var á
land. Nú fékk Ludtkin hann til
þess að safna 80 manna liði
Þjóðverja og fslendinga og vera
við öllu búinn án þess þó að láta
mikið á liðsafnaðinum bera. Lud-
tkin vildi gjarnan að Englend-
ingar gengju í gildru og honum
gæfist kostur á að launa Jóni
Willers fyrir margs konar hrell-
ingar og ofbeldisverkin norður á
Eyjafirði.
Snemma á þriðjudagsmorgun
2. apríl lét Thomas Ilamond á
skipinu Anna frá Hai’wich vinda
upp segl og létta akkerum, en í
stað þess að sigla suður með
landi til Grindavíkur, eins og
menn hans höfðu talað um, þá
hélt hann inn á höfnina á Bás-
endum. Þegar styrjaldir hefjast,
er venjulega vant að fá úr því
skorið, hver hleypti af fyrsta
skotinu, og svo er hér. Ludtkin
Smith ber það síðar, að Thomas
Hamond hafi siglt inn á Bás-
endahöfn þennan morgun í fögru
veðri og fyrir hagstæðum byr og
tekið formálalaust að skjóta á
stjórnborðshliðina á skipi sínu
með bogum, fallstykkjum og
kastspjótum og eyðilagt stafn og
skut á skipinu og allt að þeim
hluta þess, sem nefnist búlki.
Hins vegar segjast Englending-
ar hafa neyðzt til þess að leita
hafnar að Básendum sökum óveð-
urs, en þar hafi Ludtkin Smith
ráðizt á þá óvara með skothríð.
Að öðru leyti ber enskum og
þýzkum skýrslum sæmilega sam-
an um atburðarásina.
Þótt Ludtkin hafi e. t. v. ekki
hleypt af fyrsta skotinu, þá er
það víst, að Anna frá Harwich
hafi ekki siglt langt inn á Bás-
endahöfn, þegar hann lét senda
henni innihald fallstykkja sinna
og skipshöfn hans hóf skothríð
með öllum þeim vopnum, sem
henni voru til tæk. 1 þessari hrotu
féll Thomas Hamond skipstjóri
fyrir skoti, en kúlnahríð Þjóð-
verja var svo nærgöngul við lyft-
inguna aftan til á skipinu, að
stýrimaðurinn hrökklaðist frá
stjórnvölnum. Þá ætluðu skip-
verjar að kasta út akkeri til þess
að forða árekstri, er skipið rak
stjórnlaust, en Þjóðverjum tókst
að höggva akkeriskaðalinn sund-
ur fyrir þeim, svo að skipið rak
suðaustur yfir lónið og strand-
aði. I þessum svifum kom Thom-
as frá Húll fyrir fullum seglum
og réðst með skothríð framan að
Ilansafarinu. Þeim tókst að slíta
eina akkerisfesti, sem skip Ludt-
kins var fest með, en komu krók-
stjökum á bugspjótið og greiudu
þar atlögu. I þessu áhlaupi féllu
tveir Þjóðverjar, varð annar fyr-
ir skoti, en hinn rekinn í gegn,
og margir særðust. Ludtkin tók
það fangaráð að höggva bug-
spjótið af skipi sínu og losa sig
þannig úr tengslum við enska
skipið, en jafnframt hófu menn
hans ofsalega skothríð að þvi.
Sökum vigamóðs gætti Jón Wil-
lers ekki að því, hvað var að ger-
ast, en skip hans rak suður yfir
lónið. Maður nokkur hljóp þá til
og ætlaði að varpa út akkeri, en
var skotinn til bana, og sá næsti,
sem reyndi féll óvígur. Skipið
kenndi brátt grunns sunnan
hafnarinnar, og skipaði Jón Wil-
lers mönnum sínum að róa út
með akkeri í skipsbátnum og ná
skipinu út á næsta flóði. Ludtkin
beindi strax skothríð að skips-
bátnum, svo að Englendingar
gáfust upp við þá fyrirætlun,
þegar einn af mönnum þeirra var
fallinn og báturinn laskaður. Þar
með voru bæði ensku skipin
strönduð, annað innst á höfninni,
en hitt sunnan hennar vestarlega
á lóninu. Norðantil á höfninni lá
Hamborgarfarið og beindi skot-
hríð að skipi Jóns Wllers, en á
landi beið lið Hans Ludtkins al-
búið að taka á móti Englending-
um, ef þeir reyndu að yfirgefa
skipin.
Allan þriðjudaginn sátu Eng-
lendingar í herkví á skipum sín-
um og biðu flæðar á miðviku-
dagsnóttina, en þá ætlaði Jón
Willers að gera nýja tilraun til
þess að ná skipi sínu út, en til-
raunin misheppnaðist. Vindur
var norðlægur og skipið hrakti
einungis Iengra upp á grynning-
arnar. Hins vegar tókst áhöfn-
inni á Önnu frá Harwich að ná
skipinu út á flóðinu og leggja því
við akkeri, og létu Þjóðverjar
það afskiptalaust. Anna komst
ekki úr höfninni nema með því
að sigla rétt hjá Hamborgarfar-
inu, og Þjóðverjar vissu, að Eng-
lendingum þótti sú leið ekki
greiðfær, eins og sakir stóðu.
Öðru hverju kallaði Ludtkin til
Englendinga að gefast upp skil-
yrðislaust, aðstaða þeirra væri
vonlaus. Allar heimildir gefa til
kynna, að Englendingar hafi ver-
ið nokkru liðfleiri en Þjóðverjar
í þessari orustu, en hamingjan
var þeim ekki hliðholl, og á mið-
vikudagsmorgun tilkynntu þeir
Jón Willers og Robert Legge, er
tekið hafði við stjórn á Önnu frá
Harwich eftir fall Thomasar
Hamonds skipstjóra, að þeir
væru fúsir að koma til friðar-
samninga. Þegar þeir voru komn-
ir um borð í Hansafarið, kúgaði
Ludtkin Smith þá til þess að
bjóða skipshöfnum sínum að láta
öll vopn af hendi við Þjóðverja.
Þessu var hlýtt, og voru vopnin
flutt um borð í skip Ludtkins. Að
því búnu skipaði hann mönnum
sínum að fara um borð í skipið
Thomas frá Húll og tæma það af
öllu fémætu. Skipið stóð nú að
mestu á burru um fjöru, svo að
Þjóðverjum var greið leið að
skipinu, en Englendingar sner-
ust enn til varnar, þótt þeir
hefðu fátt vopna. Ludtkin lét þá
höggva gat á byrðinginn og
menn sína ganga þá leið inn í
skipið og ræna. Nú var ekki um
annað að gera fyrir áhöfnina en
flýja á land upp. Þar umkringdu
Þjóðverjai’ þá og tóku tvo þeirra,
sem þeir töldu sakbitnasta fyrir
margs konar ofbeldisverk, m. a.
fyrir að hafa átt drjúgan þátt í
að sökkva Hamborgarfarinu
norður á Eyjafirði árið 1529.
Þessa menn lét Ludtkin háls-
höggva, en misþyi-mdi öðrum
tveimur og skilja þá eftir klæð-
lausa, nær dauða en lífi.
Meðan á þessu gekk, fékk skip-
ið Anna frá Harwich að liggja
í friði á höfninni við Básenda.
En nú kom röðin að því Meðan
orustan stóð, sendiLudtkinsendi-
boða til Hafnarfjarðar og bað
þýzka kaupmenn í firðinum að
koma til Básenda og gera um
deilur sínar og Roberts Legge og
Framh. á bls. 191
Gamlar búðarústir við Básenda.
FAXI - 243