Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1980, Síða 87

Faxi - 01.12.1980, Síða 87
nefnt, án þess að þiggja önnur laun, en ánægju erfiðisins, ef árangur náðist, annars alls ekkert. Eflaust eru það þessír athafna- og hugsjónamenn, hinna ýmsu tíma hinna ýmsu byggöarlaga, sem öðrum fremur hafa fleytt hinni íslensku þjóð fram til þeirrar þróunar, fram til þess þroska, sem hún hefir í dag. Hitt er svo annað mál, að það er engu minna umvert, að gæta þess, sem unnist hefir, heldur en að afla þess. Á því sviði hefir tvimælalaust margt farið úr- skeiðis, sem þeir ágætu menn verða ekki sakaðir um. Hvað sem því líður, eiga “Faxa-menn" ómældar þakkir skilið fyrir sitt áræði og heiðarleg vinnubrögö í 40 ár. "Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur", segir eitt af okkar gömlu spakmælum. Það er jú talandi staðreynd enn þann dag í dag. Upphafsmenn Faxa, stofnendur hans, verða ekki til- greindir hér. Þeir komast til skila annarsstaðar. En það er augljóst, að þeir hafa verið bjart- sýnis- og hugsjónamenn. Eru það auðvitað enn. En í þeirra hlut komu, að sjálfsögðu, byrjunarörðugleikarnir og vaxt- arverkir unggæðisins, sem mörgum hafa orðið þungir í skauti. Þeir ágætu menn stóðu þetta allt af sér og meira til, svo að nú geta þeir, með góðri samvisku, litið um öxl til þeirra vona, sem þeir i byrjun vegferö- ar Faxa, báru í barmi um afdrif hans. Þeir sjá nú að hann skartar, sem blómstur á vaxandi menningarmeiði allra Suður- nesjamanna. Ég tel, að allir lesendur Faxa, séu þakklátir þeim fyrir framtakið og árni þeim heilla í komandi tíð. En því megum við ekki gleyma, að tíminn heldur áfram, þótt okkur langi til þess, að doka aðeins við á góðri stund. Ef ég man rétt, þá varþað Faxi, sem flutti það “ thema“,í eina tíð, að: Við stöðvum ekki andartak- ið, sem líður hjá, um leið og því er lifað. Heldur berumst við með því, um set, í þeim farvegi, sem við höfum búið því. Þetta finnst mér mikil viska. Vafalaust komin frá austurlö'ndum, við innhverfa íhugun. Hún er ekkert verri fyrir það. Ég aöhyllist hana. Við hljót- um öll að gera okkur grein fyrir því, að það er einmitt Ijósblik þeirra vona, sem við berum i barmi hverju sinni, þetta andartak, sem fram hjá fer. Það hlýtur einnig að vera þetta sama andartak, sem skapar árin, sem vefur hverjum einum lífsmynd, lífsmynstur, sem við losnum ekki frá. Að lokum höfum við fullmótaðan feril. Nei. Við stöövum ekki einu sinni andartakið. En við getum valið þvi farveg. Mér finnst, að um leiö, eða auk þess, sem Faxi hefir verið drjúg- látur miðill á málefni hversdags- ins, hafi hanri jafnframt verið, í gegnum árin, í engu minna mæli boðberi þess, að finna liðandi stundu lesenda sinna, farsælan farveg að ströndu fegrandi mannlifs. Ef það er rétt ályktaö hjá mér, þá getur Faxi vel við unað, því varla verður lengra náð, í mannlegu samfélagi. Um það getum við svo alltaf deilt, eins og allt annað, hvað erfagurt og ekki fagurt. Ég set mig ekki í neitt dómarasæti um þau viðhorf. Vissulega stendur Faxi á tíma- mótum, eins og allt hlýtur að gera, sem ber eitthvert líf, þótt með sínum hætti sé. Ekki vegna þess að hann hefir verið við líði í 40 ár. Ekki vegna þess, að það séu einhver þáttaskil í starfi hans. Heldur vegna þess, að stöðugt liggja vegir til allra átta, sem ekki verður komist hjá að velja um. Auðna framtíðarinnar er undir því komin, hvernig til tekst um val þess farvegs.sem við viljum falla í, eða það lífsform.sem við viljum sjálf móta. Við skulum ekki gera of lítið úr því.að þaö er eins og að margur sé of freðinn til fara um það, hvernig hann eigi að smíða sina eigin gæfu. Ég erþarengin undantekning. Þær eru í rauninni alltof fáar. En aftur á móti er vald miðlarans, eins og Faxa, þarna mjög mikið. Eftil vill meira heldur en pennar hans gera sér grein fyrir. Þeir hafa mikið vald. Þeir hafa mótandi áhrif á lesendurna, elia væru þeir tilgangslausir, einskisnýtir. Hver vill vera það? Þótt Faxi teljist aðeins smár miðlari síns byggöarlags, vex gildi hans og reisn, við þá djörfu viöleitni eina, að sameina sundraðar sálir. Vísa þeim til vegar á viðsjálli leið. Að þær missi ekki sjónar á guðdómin- um. Ég mælist ekki til, að Faxi verði gerður að einhverri guðs- orðakistu. Þaö þjónar engum tilgangi. En hann heflrflutt fróð- leik frá fortíð til nútíðar, sem mikið má læra af, fyrir nútíma fólk. Hann hefir einnig flutt fróðleik af þeirri framtíð, sem við, fyrr eöa síöar hljótum að standaframmi fyrir. Því ítarlegri, sem sá fróðleikur er, þess víðara, sem hann spannar, þá er komin nokkur þekking, ef til vill mikil viska, til þess, fyrir lesendann, að taka mið af, ef hann á í einhverjum erfiðleikum meö að finna guðdóm sinn. Finna örlögum sínum farveg, það lífsform, sem spararhonum mikla og erfiða hamingjuleit. Ég á þær frómu óskir til handa, á heilladegi, á afmælis- hátíð, að hann beri gæfu til þess aö flétta ennþá fleiri rósir úr kalkvistum. Að ennþá fleiri lífgrös drjúpi úr hans pennum. Að áfram megi hann skarta, sem blómstur á menningarmeiði. GLEÐILEG JÓL og öðrum Suðurnesjamönnum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOAMNDI ÁRI. GAUKSSTAÐIR HF. Garði - Sími 7049 FAXI - 251
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.