Faxi - 01.12.1980, Page 91
JÓN BÖÐVARSSON:
Sameining sveitarfélaga
Eftir að ég flutti til Suðurnesja
fyrir röskum fjórum árum, hef ég
stundum hugleitt samlíkingu
sem ég ætla aö fjaila um nokkuö.
Fyrir röskum tveim öldum
hófst í Bretlandi iönbylting.
Frumkvæöi á sviði vélvæðingar
hóf fámenna eyþjóð í þann sess
að verða mesta stórveldi heims
um nokkurt skeið. En framvinda
sögunnar varö Bretum óhag-
stæð, og margvíslegar aðstæð-
ur valda því að þeir eru nú einna
lakast settir í hópi iðnvæddra
þjóða. Verksmiöjur þeirra eru
margar, yfirleitt smáar á alþjóö-
lega visu og dreiföar um víðáttu-
mikið landflæmi. Nútímahag-
'asðingu er torveldara að beita
en í nágrannalöndunum, og því
reynast breskar iðnaðarvörur
illa samkeppnisfærar á alþjóö-
legum markaöi. Áöur deildu
Bretar og drottnuðu. Nú leitast
Þeir viö aö hafa áhrif á gang
heimsmála, en gengur illa að
horfast í augu við innanlands-
vandamál sem aö þeim steðja.
Fyrir rúmri öld hófst á íslandi
Þilskipaútgerð. Hagkvæmar að-
stæður ollu því að á Suðurnesj-
um varð meiri gróska en víöast
annars staðar hérlendis. Harð-
duglegir menn sóttu fast sjóinn,
og útgeröarmenn og skipstjórar
héöan þóttu blómi sinna stétta.
Upp risu margar fiskvinnslu-
stöðvar og nokkur þorp á litlu
svæði meðfram hrjóstrugri
strönd. En framvindan varð ó-
hagstæö. Margt veldur því að í
frystiiðnaði eru Suöurnesja-
menn nú einna lakastsettirallra
landsmanna. Frystihús á Suður-
nesjum eru mörg, 24 alls. „Flest
eru þau lítil og afkastageta
þeirra nýtist illa vegna sveiflna i
fiskveiðum og skorts á búnaði í
mörgum tilvikum. . . . Stærstu
húsin þar eru ekki hálfdrætting-
ar í framleiöslu á við stærstu
húsin annars staðar á landinu ...
segir í Drögum aö iðnþróunar-
áætlun fyrir Suöurnes sem
byggðadeild Framkvæmda-
stofnunar ríkisins gaf út í nóv-
ember siðastliðnum. Og hér er
eins konar elliheimili íslenska
fiskiflotans. Hvernig horfumst
við í augu við vandann sem að
steöjar?
Sunnan Straums eru sjö sveit-
arfélög - þrír kaupstaðir og fjórir
hreppar. Undanfarin ár hefur
samstarf þeirra verið meira og
árangursríkara en dæmi eru til
annars staðar á landinu. Segja
má að sums staöar hafi Grettis-
taki veriö lyft. Má til dæmis
nefna Hitaveitu Suðurnesja sem
sennilega er besta fyrirtæki
sinnar tegundar á fslandi. Þetta
samstarf vekur vonir um að við
getum tekist á viö stóru vanda-
málin sem hérhefurveriðdrepið
á.
Landfræðiiega eru þessi sveit-
arfélög greinilega afmörkuö frá
öðrum byggðum. Þótt Grinda-
víkurbær og Vatnsleysustrand-
arhreppur hafi nokkra sérstöðu
er Ijóst að meiri samleið eiga þau
með öðrum sveitarfélögum á
Suðurnesjum en höfuðborgar-
svæðinu. Hin fimm eru staðsett
á litlu, landfræöilega saman-
tengdu svæði. Samvinna sveit-
arfélaganna sjö erþegarsvo víð-
tæk að litlar breytingar yrðu á
högum íbúa þótt þau sameinuð-
ust algerlega - en þau styrktust
þá að einu leyti: Sem skipulags-
eining gætu þau tekist á við at-
vinnuvandamál svæðisins, og
leyst þau svoaötil hagsbótayröi
fyrir alla Suöurnesjamenn.
( áðurnefndri skýrslu segir
,,að frystiiðnaðurinn á svæðinu
muni ekki standa styrkum
fótum" nema m.a. veröi komiö á
fót sameiginlegri fiskmóttöku
og fiskmiðlun fyrir togaraafla á
svæðinu þannig að hráefnið
berist jafnt að og stofnuð verði
sameiginleg reiknistofa frysti-
húsanna sem m.a. fylgist meö
hráefnisnýtingu og vinnulauna-
kostnaði. „Hagkvæmni stórra
rekstrareininga er unnt að ná
annaö hvort meö þvi aö hafa
fyrirtæki stór eða auka sam-
vinnu milli minni fyrirtækja." Ef
við mætum aðsteöjandi vanda í
atvinnulífinu á líkan hátt og gert
hefur veriö á sviði heilsugæslu,
löggæslu og skólamála - svo
nokkuö sé nefnt - öðlumst við
styrk til þess að glima til sigurs
þar líka.
Vinnum að því að ( næstu
sveitarstjórnarkosningum verði
leitaö samþykkis íbúa í sveitar-
félögunum sjö á formlegri sam-
einingu þeirra allra.
SUÐURNESJAMENN!
Óskum öllum samstarfsmönnum og
viöskiptavinum okkar á Suðurnesjum
gleöilegra jóla
og gæfuríks komandi árs.
þökkum samstarf og viöskipti
á liönum árum.
Keflavíkurverktakar
Keflavíkurflugvelli
Sími 1850 - 1655
FAXI - 255