Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 97

Faxi - 01.12.1980, Page 97
GILS GUÐMUNDSSON: SANDGERÐI Hér hefst greinaflokkur um Sandgeröi eftir Gils Guömundsson rithöfund. Ritgerö þessi var samin áriö 1945 og birtist þá i Sjómannabiaöinu Vikingi. Hún er endurprentuð hór meö smávægilegum breytingum höfundar. Fortlðin Á Reykjanesskaga hefur allt frá fornu fari verið mikill fjöldi verstöðva stórra og smárra. Hinar helstu þeirra voru Bieringstangi á Vatnsleysu- strönd, Vogar, Njarðvíkur, Leira, Garður.Sandgerði, Stafnes, Hafnir og Grindavík. Frá öllum Þessum stöðvum og mörgum fleiri, leituðu menn út á mið Faxaflóa og Suðurstrandar- innar. Fiskimiðin reyndust að vísu misjafnlega gjöful, og brugðust stundum en þegar öllu er á botninn hvolft, má það heita miklurn vafa bundið, hvort nokkur annar landshluti hefur átt slíka auðlegð fyrir ströndum úti, sem þessi hrjóstrugi, eldbrunni og hraunrunni skagi, sem teygir hæl og tá út í Atlands- hafið. Neðan á ,,ilinni“ á Reykjanes- skaga, en þó miklum mun nær tánni (Garðskaga) en hælnum (Reykjanesi), er byggðarlag það, sem Miönes heitir. Þar er Miðneshreþpur. Skiptist hann í sjö hverfi, er sum hafa verið fjölbyggð mjög á fyrri timun, meðan útræði opinna skipa var í fullum blóma. Hverfi þessi heita: Kirkjubólshverfi, Klapparhverfi, Sandgerðishverfi.Bæjaskers- hverfi, Fuglavíkurhverfi, Hvals- neshverfi og Stafneshverfi. Nálægt miðbiki þessa svæðis er Sandgerði, sem hefur á síðari árum orðið bækistöð mikils vél- bátaflota, og telst nú í hópi stærstu útgerðarstöðva þessa lands. Jörðin Sandgeröi er snemma nefnd í skjölum. Einna fyrst mun hennar getið í skrá nokkurri um •"ekaskipti á Rosmhvalanesi, en sú skráertalin vera frá þvíseintá Sturlungaöld, eða nálægt 1260- 1270. Gömul munnmæli herma, að jörðin hafi upphaflega heitið Séögeröi, af því að þar lágu kornakrar Gullbringu, sem sýslan er kennd við. Segja Sa9nir, aö hún hafi gefið þræli sinum, Uppsa, jörð þá, er hann nefndi Uppsali. Uppsalir eru skammt ofan við Sandgerði. Voru þeir 20 hundruð að fornu ^ati, en Sandgerði 60 hundruð. Líklegt má telja, að saga þessi um þrælinn Uppsa, sé alþýðleg skýringartilraun á bæjarnafn- 'nu Uppsalir. Jaröarheitiö Sáö- 9®rði kemur hvergi fyrir í 9ömlum skjölum, og er þaö aö ^jium líkindum tilbúningur siðari tíma. Hitt mun rétt vera, aö Sandgerði hefur fyrr á öldum verið grasgefnara miklu og frjó- samara en síðar varð. Votta heimildir, að áður á tímum hafi verið svo hátt stargresi milli Bæjaskerja og Sandgerðis, að fénaður sást ekki er hann var þar á beit. Síðar blés þetta svæði upp og gekk á það sjór, svo að þar urðu ýmist berar klappir eftir eða gróðurlaus foksandur. Til skamms tíma hafa sést nokkur merki þess, að þar hafi akuryrkja verið stunduö í allríkum mæli fyrr á öldum. Séra Magnús Grímsson, prestur á Mosfelli, sem kunnur er vegna þess að hann var annar helsti upphafs- maður þjóðsagnasöfnunar hér á landi, kynnti sér fornmenjar á Reykjanesskaga og skrifaði um þær merkilega grein. Hann ræðir þar nokkuð um Sand- gerði og kemst meðal annars svo að orði: „Suður af Flankastöðum við sjóinn eigi langt er bær, sem nú er kallað Sandgerði, en hét að sögn áöur Sáðgerði. Þareru tún fögur og allslétt. Mikið af túni þessu hefur í tyrndinni verið akrar, og sér þar glöggt fyrir skurðum, sem hafa skipt ökrunum I breiðar og langar reimar. Austan og norðanvert með akrinum liggur hóll eða brekka, sem hefur skýlt honum. Garðar sjást hér ei kringum akurinn eða um hann eins og á Skaganum. Tjörn ein er fyrir noröan bæinn, og sér til skuröar úr henni niður á akurinn. Hefur þar mátt hleypa vatni úr i allar rásirnar og af eða á akurinn eftir geðþekkni. Vestanvert við akurinn er túnið nokkuö hálendara. Þar eru þrír eða fjórir bollar eða lautir í röð, og mótar fyrir skurði milli þeirra og fram úr þeim út í sjó. Bollar þessireru nærfellt kringlóttir, misstórirog eigi djúpir nú. Bolla þessa held ég vera mannaverk, og hafi þeir verið notaðilr sem böð eða laugar, því að vel hefði mátt hleypa í þá vatni úr tjörninni og kann ske sjó, þó nú virðist það miöur ætlandi. Má og vera aö þeir hafi verið notaðir til ein- hvers við akurinn, t. a. m. til að láta vatn standa í (Vandbehold- ere ). Þeir eru nú grasi grónir innan. Engar sögur hafa menn nú um bolla þessa, en þeir eru svo frábrugnir öllum hlutum þar í nánd, að mér þótti þeir eftir- tektarverðir. Þeireru hér um bil 3 til 5 faðma í þvermæli". Árið 1703, erÁrni Magnússon og Páll Vídalín ferðuðust unr Gullbringusýslu, lýstu þeirjörð- inni Sandgerði allnákvæmlega, og er þá lýsingu að finna í jarða- bók þeirra. Um þær mundir var eigandi og ábúandi Sandgerðis Vilhjálmur Jónsson lögréttu- maöur. Ekki hafði hann stórt bú á svo mikilli jörð. Kvikfénaður var talinn þessi: „Sjö kýr, ein kvíga tvævetur, ein kvíga veturgömul, einn kálfur, sextán ær, tólf sauðir veturgamlir, tveir tvævetrir, lömb tíu, tveir hestar". Hlunnindi jarðarinnar voru ekki margvísleg, og bar þar útræðið langt af öðrum. Hlunnindum lýsir jarðabókin svo: „Torfrista og stunga engin nema í sendinni jörð. Lyngrif nokkuð lítið. Eldiviðartak af fjöruþangi bæði Ijtið og erfitt. Sölvatekja fyrir heimamenn. Grasatekja nærri því engin. Eggver nokkuð litið af kríu, en hefur áður betra verið. Rekavon nokkur. Heimræði er árið í kring og ganga skip ábúandans eftir hentugleikum; áður hafa hér stundum gengið inntökuskip fyrir undirgift, sem ábúandinn eignaðist; mætti og enn vera ef fiskerí jekist. Lending er góð. Sjór og sandur brjóta nokkuð á túnin þó ekki til stórmeina enn nú. Vatnsból sæmilegt en bregst þó, en það mjög sjaldan". Árið 1703 fylgdu Sandgerði hvorki meira né minna en níu hjáleigur er svo hétu: Bakkakot, Krókskot, Landakot, Tjarnarkot, Harðhaus (?), Gata, Stöðulkot, Bakkabúð og Helgakot. Tvær hinar síðastnefndu voru komnar í eyði, önnur fyrir meira en tíu árum, hin fyrir nær 30 árum. Þessi mikli fjöldi af hjáleigum á ekki víðlendara né gróðurrík- ara svæði en Sandgerðishverfið er, talar skýru máli um það, að afkomumöguleikarfólksinshafa fyrst og fremst verið við sjóinn bundnir. Það var útræðið, sem geröi hjáleigumönnum kleift aö haldast viö á þessum stað. Ella hefði þar verið ólíft með öllu. Árið 1839, þegar Sicjurður B. Sívertsen, prestur á Utskálum, samdi sóknarlýsingu sína, taldi hann Sandgerði eihverja fallegustu jörðina þar um slóöir, kvaö túnið grasgefið og í góðri rækt, en kvartaði undan því að sjór bryti þar upp á svo að til mikils tjóns horfði. Þá voru enn sex hjáleigur byggðar frá Sand- gerði og útræði mikið stundað. Umhverfið ( Sandgerði er lending góð. Þar er eitthvert hið besta og tryggasta sund fyrir sunnan Skaga. Þaö heitir Hamarssund. Sundiö er fremur mjótt og blindsker á báð vegu, svo að voði er fyrir höndum ef nokkuð ber út af. Þarf því allmikla Gils Guðmundsson. nákvæmni og kunnugleik til að taka sundir rétt, þegar illt er í sjóinn, enda er þá nauðsynlegt að kunna skil á straumaköstum þar. En sé rétt aðfariö, ersundið hættulaust í öllu skaplegu. Sandgerðishöfn myndast af Bæjaskerseyri að sunnan og vestan, en Sandgerðis- og Flankastaðalandi aö noröan og austan. Mynni víkurinnar snýr í norðurátt. Að sunnanverðu við sundiö, sem siglt er um inn á höfnina, er skerið Bóla, en skerið Þorvaldur að norðan- verðu. Sú frásaga er höfð í munnmælum, að bóndi einn hafi í fyrndinni búið á Flankastöð- um og átt sonu, efnispilta hina mestu. Sóttu þeir sjó af kappi og réru úr Sandgeröisvík. Einhverju sinni komu þeir úr róðri og lögðu á sundið. Stór- straums-fjara var og bára mikil. Steytti skipið á hellu nokkurri í miðju sundinu, hvolfdi því og drukknuðu menn allir. Bónda féllst mjög um atvik þetta. Litlu síðar rann á hann hamremmi. Fór hann þá út með menn sína og tóku þeir að þreyta fang- brögð við helluna. Tókst þeim að reisa hana upp sunnan tii viö sundið, og er hún sker það hið mikla, sem nú kallast Bóla. Eftir þessar aðgerðir reyndist sundið nægilega djúpt hverju skipi. Út af skerinu Bólu, sem eins konar framhald af Bæjaskers- eyri, er rif eitt mikilð, sem Bólutangarrif heitir. Skagar það langt í sjó fram, og mega skip hvergi nærri koma, svo að þeim sé ekki grand búið. Eru þess dæmi, aö fiskiskip og jafnvel kaupför hafi strandað á Bólu- tangarrifi. Árið 1839 strandaði þar frönsk húkkorta frá Dunkirque. Menn komust af allir, en skip braut í spón. Framh. á naaatu si6u FAXI - 261
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.