Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1980, Page 99

Faxi - 01.12.1980, Page 99
vörugeymsluhús það tilheyrði, sem höfuðkúpurnar voru í. Þegar hinn nýi eigandi hafði kynnt sér alla málavöxtu, lagöi hann svo fyrir, að höfuðkúpurn- ar skyldu teknar úr vörugeymsl- unni. Var síðan smíðaöur utan um þær kassi eöa stokkur, með gleri á þeirri hliðinni, sem fram vissi. Kassa þessum var síðan valinn staður í aðalglugga versl- unarinnar. Þaðan blasti við höfnin, svo að nú var öllu rétt- lasti fullnægt. Svo virðist og, sem eigendur höfuðskeljanna yndu nú betur hlutskipti sínu en áður, Þvi að mjög dró úr öllum draumum og tók fyrir flest það, sem menn höfðu viljað kalla reimleika. Fyrir þrem eöa fjórum árum var kassinn með höfuð- skeljunum tekinn úr búöar- glugganum og honum valinn staður þar sem minna ber á. Eru kúpurnar enn í kassa sínum í húsi einu frammi við sjó. Veröa þaer að horfa í gegnum heilan vegginn, en virðist una því hið besta. Þáttur Hjálmarssona Nú mun horfið frá manna- heina- og reimleikasögum öllum og víkur máli voru sem snöggv- asttil Austfjaröa. Maöurernefn- dur Konráð Hjálmarsson. Hann er fæddur aö Reykjum í Mjóafirði, sonur Hjálmars Her- mannssonar, bónda á Brekku, °g síðari konu hans, Jóhönnu Sveinsdóttur. Ungur að aldri hóf Konráð verslunarstörf hjá Carli D. Tulinius, kaupmanni á Eski- firði. Þar kynntist hann útgerð Þilbáta, því að Carl D. Tulinius var allmikið við þaö riðinn. Eftii nokkurra ára veru á Eskifirði, Nuttist Konráð til Mjóafjarðar, °g hóf þar verslunarrekstur og ótgerð á eigin spýtur. Árið 1894 lét hann reisa frystihús á Mjóa- firði, og var þaö eitt hið fyrsta á lendinu. Árið 1902 eignaðist Konráð nýtt gufuskip, yfir 100 rúmlestir, og kallaði það Súluna. ^ak hann síöan síld- og Þorskveiðar með því skipi í nokkur ár, en hafði auk þess allmargt smærri og stærri vélbáta við veiöar frá Mjóafirði °9 Norðfirði. Konráö fluttist síöar til Norðfjaröar og var þar heimilisfastur upp frá því. Hann var um langt skeið einhver mesti sfvinnurekandt- á Austfjörðum, °g lét jafnan mjög til sín taka. Litlu eftir aldamótin hugðist Konráö Hjálmarsson færa út kvíarnar, og tók að leita að nentugum stað við Faxaflóa, þar sem hann gæti komið upp út- Qerðarstöð. Hafði hann um þetta samvinnu við Gísla bróðursinn. Gl'sli Hjálmarsson leitaði fyrir sér á Suðurnesjum, og leist nonum hvergi betur á staöhætti a,la en í Sandgeröi. Tókust nú samningar meö honum og jarð- eiganda, Einari Sveinbjörns- syni. Létu þeir bræður, Konráö og Gísli, reisa hús nokkur í Sandgeröi. Þeirra merkast var íshús, er mun hafa tekið um 300 tunnur síldar. Þessu næst var Súlan send vestur í Faxaflóa og látin stunda reknetaveiðar í Jökuldjúpi. Þá komu tveir eða þrir litlir bátar aö austan, og skyldu þeir færa sér í nyt hin ágætu fiskimið úti fyrir Sandgerði. Gisli Hjálmarsson var umsjónarmaður allra þessara framkvæmda. Útgerðin gekk skrykkjótt. Mun ástæðan ekki síst hafa verið sú, að bátarnir voru hafðir að veiöum yfir sumartímann, en það er gömul og ný reynsla, að um það leyti árs er minnstur fiskur á Sandgeröismiðum. Sáu þeir Konráð og Gísli þann kost vænstan, að hætta þessari til- raun, áður en meira væri lagt í kostnaö. Stóöu hús þeirra auö um hríö. Dönsk útgerðartilraun. Árið 1906 hófust miklar umræður í dönskum blöðum um auðæfi hafsins við strendur íslands. Gekk þar maöur undir manns hönd til aö sannfæra Dani um, að fátt væri gróöavæn- legra og líklegra til skjótrar auð- söfnunar, en að nytja vel þær gullnámur, sem íslensku fiski- miöin væru. Var rætt um þaö fram og aftur, aö það væri Dönum meira en meðalskömm, hversu stórfelldir möguleikar lægju ónotaðir, meöan ekki væri hafist handa um mikla útgerö á íslandi. Þyrfti nú aö gera gang- skör að því, sögöu blööin, að koma upp miklum fslandsflota, og reisa á hentugum stöðum fiskveiðistöðvar í stórum stíl. Blaöaskrif þessi komu allmik- illi hreyfingu á máiiö, og uröu þess valdandi aö fjármálamenn ýmsir tóku að kynna sér þennan möguleika. í fremstu röö þeirra manna, sem horfðu hingaö rannsóknaraugum, var D. Lauritzen, konsúll í Esbjerg. Hann var enginn byrjandi á sviði útgeröarmála, hafði rekið mikla fiskútgerð í Danmörku og var öllum þeim hnútum kunnugur. Lauritzen beitti sér nú fyrir stofnun öflugs félags, er reka skyldi fiskveiöar viö fsland og í Norðursjó, bæöi á vélskipum og gufuskipum. Sumariö 1907 vann Lauritzen að félagsstofnuninni, en lét þó ekki þar við sitja. Þegar á því ári sendi hann út hingað nokkuc skip, er stunduðu fisk- veiöar fyrir Vestur- og Noröurlandi. Veiðin gekk mjög illa, svo að stórtjón varð á út- geröinni. Var þaö ekki glæsileg byrjun, en þó lét Lauritzen þetta hvergi á sig festa. Lauritzen konsúll vildi kynn- ast sem flestu, er til sjávarútvegs heyrði og að gagni mætti koma við fiskveiðar frá (slandi. Ferð- aðist hann hingað í því skyni, - var með í konungsförinni 1907,- og gerði sér þá Ijóst, að fyrsta skilyrðið til góðs árangurs var að ráða vel hæfan og þaulkunnug- an íslending í þjónustu félags- ins. Fyrir valinu var Matthías Þórðarsson, skipstjóri frá Móum á Kjalarnesi. Skyldi hann gerast framkvæmdastjóri félagsins á íslandi þegar er það væri form- lega stofnað, og annast vélbáta- rekstur allan, er þar yrði. Haustið 1907 var smiöshögg- ið rekiö á félagsstofnunina. Langstærstu hluthafarnir voru D. Lauritzen, konsúll í Esbjerg og J. Balslev, stórkaupmaöur í Kaupmannahöfn. Auk þess voru ýmsir minni hluthafar, þar á meöal nokkrir íslendingar. Hlutaféö var ákveöið 300 þús. kr., en mátti auka það upp í 1/2 millj. kr. Skyldi félagið hafa aöal- bækistöð i Kaupmannahöfn. I stjórn þess voru kjörnireftirtald- ir menn: D.Lauritzen, konsúll í Esbjerg, formaður og með- stjórnendur Joh. Balslev, stór- kaupmaður, J. Krabbe, yfirrétta- málafærslumaður og C. Trolle, sjóliðsforingi, allir í Kaup- mannahöfn og Ágúst Flygen- ring útgerðarmaöur í Hafnar- firði. Eitthvert fyrsta verkefnið, sem Lauritzen konsúll varö aö leysa af höndum, var aö kynna sér þaö sem rækilegast, hvar skilyröi til útgeröar væru einna vænlegust við strendur landsins. Ætlunin var sú, að reka vélbátaútgerð í stórum stíl, en auk þess átti aö stunda veiðarátogurum og línu- gufuskipum. Þá var og til þess hugsað, aö notfæra sér síldarmiöin fyrir Norðurlandi. Ýmsir staðir komu til athugunar. Eftir nokkra könnun varákveöiö aö Sandgerði í Miðneshreppi yröi fyrir valinu sem fiskveiöi- stöö fyrir vélbáta, er stunda áttu þorskveiöar með línu bæði vor og sumar. Þaö var taliö af kunnugum, að skilyrði væru ein- hver hin bestu, sem hugsast gæti. Þá mun þaö og hafa ráðiö nokkru um val staðarins, að þar var íshús þeirra Hjálmarssona frá Mjóafiröi, og stóð nú autt. Var því engum erfiðleikum bundiö að fá þaö keypt fyrir lítiö fé. Samningar tókust einnig greiðlega við eiganda jaröarinn- ar, Einar Sveinbjörnsson. Var síðan hafist handa um framkvæmdir. Þessu næst var Hafnaríjörður valinn að bækistöð fyrir botn- vörpuútgerðina, en Siglufjörður sem síldarstöð. Aöalstjórnandi þessa nýja fiskveiöifélags var ráðinn J.Balslev, og hafði hann skrif- stofur sínar í Kaupmannahöfn. Auk hans gengu í þjónustu félagsins þrír framkvæmda- stjórar. Einn þeirra, Adamsen að nafni, skyldi hafa aöalstjórn á útveginum í Esbjerg, en þar átti að vera ein deild félagsins. Annar, S. Goos, hafði aðalum- sjónina hér á landi og annaöist reikningsfærslu. Hann bjó í Hafnarfirði. Hinn þriðji, Matthías Þórðarson, átti að hafa umsjón meö vélbátaútgerðinni í Sandgerði, eins og fyrr segir. Innarlega við Sandgeröisvík aö austanverðu, út frá Sandgeröistúninu, liggur hólmi nokkur, umflæddur á flóði. Nefnist hólmi þessi Hamar, enda eru þar vföa berar klappir. Á hólma þessum lét hið nýja útgerðarfélag reisa hús allstór. Voru það bæöi fiskhús, salthús og bækistöö til aö beita í Ifnu fiskibátanna. Framan við Hamarinn vargerð steinbryggja, 10 fet á hæö og 75 álnir að lengd. öll var bryggja þessi steypt og hlaöin úr höggnu grjóti. Var grjótið höggvið úr klettum þeim, sem næstir voru. Þá var gerð trébryggja frá landi og niöur á Hamarinn. Varlengd hennarum 70 álnir. Fiskhúsið á Hamrinum þótti myndarleg smíð.Það var35 álnirá lengd og 16álnir á breidd. „Bólverk" allstórt eða fiskað- geröarsvæði var steypt fyrir framan húsið. Breidd þessvarlO álnir. Þá var ennfremur reist stórt hús,- eða öllu heldur tvö hús sambyggð -, fyrir ofan Hamarinn. Var annað húsið íbúöarhús fyrir verkafólk, skrif- stofur og eldhús, en í hinum hlutanum var verslun og vöru- geymsla. Allar þessar byggingar voru reistar aö fyrirsögn Matthíasar Þóröarsonar og undir umsjón hans. Tók verkið skamman tíma og var að mestu leyti lokið á fimm mánuðum. Mannvirki þessi öll munu ekki hafa kostaö nema um 50 þús. kr. Bágborin sjómennska. Um miðjan marzmánuö 1908 kom fyrsta skipiö frá félagi þessu til að fiska hér viö land. Var það togari er „Britta" hét. Á togara þessum voru að mestu leyti íslenskir hásetar, en skip- stjóri og stýrimaður danskir. Ráðinn var íslenskur fiskiskip- stjóri, og fór „ Britta" sföan út á veiöar. Litlu síðar kom annaö skip félagsins, línuveiöarinn „Nellý" . Á „Nellý" voru skipverj- ar allir Norömenn. Bæði voru skip þessi gömul og illa löguð til fiskveiða hér við land. Afli reyndist nauðatregur, og mun félagiö hafa orðið fyrir allmiklum skaöa á þessari útgerð. Framh. á næstu sföu FAXI - 263
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.