Faxi - 01.12.1980, Page 100
Frá því um miðjan júlímánuö
og þar til í seþtemberbyrjun,
stunduðu „Britta" og „Nellý"
síldveiðar frá Siglufiröi. Afli var
góður, en síldin seldist fyrir
smánarverð. Fór því svo, að
síldarleiðangurinn svaraði
naumast kostnaði.
í byrjun maímánaðar komu
fyrstu Danirnir, sem fiska áttu í
Sandgerði, og höfðu með sértvo
oþna vélbáta. Um miðjan
mánuðinn komu tólf vélbátarfrá
Esbjerg, 15-20 smálestir að
stærð. Áttu þeir einnig að
stunda línuveiöarfrá Sandgerði.
Bátar þessir voru allt tvístöfn-
ungar, vel smíöaðiroggóðirísjó
að leggja, en vélarnar reyndust
gersamlega ófullnægjandi. Var
það hvort tveggja, aö þær voru
of litlar og illa geröar, svo aö
bilanir máttu heita daglegt
brauö. Lágu sumir bátarnir
stöðugt vélvana og í algerum
ólestri. Var og ekki hlauþið að
því að fá viðgerð í fljótu bragði,
og mátti einu gilda hvort stórt
var eða smátt, sem úr lagi haföi
gengiö. Þurfti aö leita með
hvaöeina til Reykjavíkur, en það
reyndist tafsamt og kostnaðar-
mikið. Væri þaö lítilræöi, sem
bilað hafði, var einatt til þess
griþiö að senda röskan mann
gagngert með hinn brákaða hlut
til Reykjavíkur, en það var hvorki
meira né minna en fullur tólf
stunda gangur. Mátti því ekki
slæpast ef komast átti á einum
degi hvora leið, síst þegar bera
þurfti allþunga pinkla, sem
oftast var.
Skipverjar á þessum jósku
bátum voru allir danskir. Aðeins
var ráðinn einn íslenskur leið-
sögumaður eöa fiskiskipstjóri,
sem átti að „lóðsa" allan flotann
á fiskimiðin. í landi voru 40 - 50
íslenskar stúlkur, sem beittu
linuna, 4-5 stúlkur viö hvern
bát. Útgeröin gekk mjög
skrykkjótt, og mátti raunarsegja
að á flestum bátunum færi allt i
handaskolum. Voru það ekki
nema opnu bátarnir tveir, sem
komust upp á lag með að fiska
svo að nokkru næmi. Þar voru
aöeins þrír menn á sjónum, tveir
Danir og einn íslendingur á
hvorum. Allir fiskuöu bátarnir
með línu. Bar margt til þess,
hversu lítill árangur varð af
tilraun þessari. Þess er fyrr
getið, hve lélegar vélar bátanna
voru. Métti heita aö tveir þeirra
lægju rígbundnir við bryggju allt
sumarið, og komust ekki útfyrir
höfnina án þess að allt endaði
með ósköpum og skelfingu. Þá
voru yfirmennirnir algerlega
ókunnugir öllum staöháttum hér
við land, og höfðu ekki
hugmynd um hvernig hentast
væri að bera sig til við línuveiðar
á (slandsmiðum. Enn kom það
til, að veiða þessarvoru reyndar
að sumarlagi, en þá er jafnan
minnstur fiskur í Faxaflóa og út
af Reykjanesi.
Að lokinni Sumarvertíðinni
1908, fór Lauritzen konsúll að
kynna sér það, hvernig félaginu
haföi reitt af. Kom þá í Ijós það,
sem raunar var áður vitað, að
stórtap hafði oröiö á allri
útgeröinni. Urðu þetta slík
vonbrigöi fyrir eigendur og
stjórnendur félagsins, að þeir
ákváðu að hætta allri útgerð við
(sland og selja fasteignir þær
sem félagið átti þar. Varð þetta
til þess, að löngun Dana til að
ráðast í útgerð á íslandi rénaði
stórum.
Suðurnesjabúar
Tökum að okkur alla innrétt-
ingasmíði eftir ykkar ósk.
GLEÐILEG JÓL!
Farsælt komandi ár!
Húsabygging hf. - Trésmiðja
Garði - Sími 7140
Keflvíkingar
Suðurnesjamenn
Afgreiðum á verksmiðjuverði hinar vinsælu málningarvörur:
VITRETEX plastmálningu
VITRETEX mynsturmálningu
VITRETEX sandmálningu
HEMPEL’S þakmálningu
HEMPEL’S skipalökk
HEMPEL’S grunnmálningu
CUPRINOL fúavarnarefni
GOOD WOOD þiljulökk
A Framleiðandi á Islandi:
Síippfélagið íReykjavíkhf
Málningarverksmiðjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414
Umboðsmaður á Suðurnesjum:
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON
málarameistari
Borgarvegi 30 - Njarðvík
Sími 2471
FAXI - 264
I