Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1980, Qupperneq 102

Faxi - 01.12.1980, Qupperneq 102
Tómas Tómasson: Reisum frumherja minnisvarða Því hefur oft verið haldið fram, að menningin ætti hvað erfiðast í smáþorpunum við sjávarsiö- una hór á landi. Talað er um út- nesjamennsku og útkjálkalýð í mjög niðrandi merkingu. íbúar Suðurnesja hafa á liðn- um áratugum og öldum ekki farið varhluta af þessum sleggjudómum. Það má vera að eitthvaö sé til í þessu áliti, en auðvitaö hefur líf og saga fólksins á þessu svæöi ekki veriö átakaminna eða síður frásagn- arverö en annarra ibúa landsins. Hafið og baráttan við það hefur ættö og allsstaöar skapaö þeim, sem við þaö búa, litrik og oftar en hitt harmsöguleg örlög. Hitt er ugglaust sennilegra, að sögu fólksins, sem hér hefur búið í gegnum aldirnar, hefur ekki verið haldið á loft þannig aö þjóðarathygli hafi vakið. Gullaldarbókmenntir þjóöar- innar gerast ekki á þessu svæði, svo að teljandi sé, og þvi höfum við ekki baöaö í Ijóma fornra sögustaða. Þjóðfélagiö var bændaþjóðfólag, og hér hefur aldrei verið talið tiltakanlega gott undir bú. En þrátt fyrir allt hafa þó sprottið upp úr hrjóstrugum jarðvegi Suðurnesja stórmerkir frumherjar. Við höfum ekki haldið nafni þeirra á loft, svo sem veröugt væri, en við skulum fyrir alla muni ekki láta fenna svo í fótsporþeirrahérumSuöurnes aö uppruni þeirra gleymist. Ég ætla hór aðeins að nefna nöfn þriggja slíkra manna, sem gert hafa garöinn frægan, en þó óg nefni þau, þá er ég ekki þar með aö varpa skugga á nokkurn annan Suðurnesjamann, hvorki lífs né liöinn. Fyrst nefni óg Jón Þorkelsson skólameistara, þann stórmerka brautryöjanda um uppfræðslu barna og ungmenna hér á landi, en nafn hans verður æfinlega tengt fræöslu alþýöunnar í landi okkar. íslendingar hafa löngum verið stoltir af því, að almenn menntun þjóðarinnar sé á mjög háu stigi. Þarna lagði Jón einmitt grunninn. Til þess að minna okkur á brautryðjandann, hefur Jóni verið reistur minnis- varði í Innri-Njarðvík, en þar fæddist hann. Næstan nefni ég séra Odd Gíslason, prest á Stað í Grinda- vík, sérkennilegan athafna- og gáfumann, sem lét um ævi sína hin margvíslegustu málefni til sín taka. En þegar haft er í huga, að hann starfaði sem sálusorg- ari og bátsformaöur á brima- samri klettaströnd Grindavíkur, Haldiö var til Danmerkur sunnudaginn 29. júní, og flogiö til Kaupmannahafnar, þar sem dvalið var þar til á miövikudag. Þessa daga notuðu drengirnirtil aö skoöa m.a. Tívolí og dýra- garöinn. Á miðvikudag héldum við svo til þátttöku í fimmta al- þjóðlega knattspyrnumóti drengja, sem haldið var af vinabæ Keflavíkur, Hjörring. Framkvæmd mótsins er í hönd- um knattspyrnufélagsins Hjörr- ing Frem. Mót þetta er haldið annað hvert ár, og hefur Í.B.K. oft náö ágætum árangri á móti þessu. Sjö liðum var boðið til þessa móts, tveim þýskum, eitt sænskt, eitt norskt, eitt finnskt, eitt franskt, og svo okkur, einnig var liö frá gestgjöfunum Hjörring Frem. Á fimmtudag var mótiö sett. Hófst setningarathöfnin með skrúðgöngu frá miðbænum og var gengið að íþróttasvæðinu, þar sem borgarstjórinn Poul Poulsen setti mótið. Að því loknu hófust fyrstu leikirnir, lékum við þá gegn finnska liöinu Kerava, og sigruðum við þá nokkuð örugglega með þrem mörkum gegn einu. Áföstudag- inn lékum við tvo leiki. Fyrst gegn þýska liöinu Wehreim, það lið sigruðum við meö þrem mörkum gegn engu, því næst lékum við gegn sænska liðinu Skeplanda, og var það úrslita- þá er ekki að ófyrirsynju, að hæst haldi nafni hans á ioft, brautryöjandastarf hans að slysavörnum á sjó. Það starf hans verður aldrei ofmetið. öryggisgæsla og björgun mannslífa verður aldrei metin til fjár hjá þjóð, sem sækirfang sitt í sjó á norðurhjara. Þessum stórmerka manni hefur ekki verið sýnd sú ræ.ktarsemi, sem minning hansáskilið.enþóhafa Grindvíkingar tengt nafn hans við öryggisvita við hina viösjálu innsiglingu ( höfn sína. Sá þriðji, sem ég nefni hér og nú, er Bjarni Sæmundsson, náttúrufræðingur, sem fæddur var og uppalinn í Grindavík. Á tímum þegar allt snýst um fiski- rannsóknir, fiskvernd, stærö fiskistofna og hættu á ofveiöi, hjá þjóð, sem ennþá á að veru- legu leyti allt líf sitt undir sjávar- fangi, þá er ekki úr vegi, að frumherja í þessum málum sé minnst. Bjarni Sæmundsson varð þessi frumherji hjá þjóð okkar. Hann helgar fyrstur ís- leikur um efsta sætið í riölinum. Þann leik unnum við með einu marki gegn engu og tryggöum okkur rétt til að leika til úrslita í mótinu, gegn Hjörring Frem. Úrslitaleikurinn fór fram á laugardag og er skemmst frá því að segja, að þar sýndu okkar drengir hvað þeir gátu gert. Með mikilli samheldni, sigruöu þeir danska liöiö örugglega meö þrem mörkum gegn engu. Sagt var við okkur að leik loknum að þar hefði Keflavík leikið sinn besta leik í mótinu, og sýnt mjög góða knattspyrnu. Það voru þvl þreyttir en ánægðir (slendingar sem tóku á móti gullverðlaun- unum í mótslok. lendinga mikinn hluta starfsævi sinnar í það að rannsaka fiskstofna viö strendur landsins og möguleikana á hagkvæmri nýtingu þeirra. Hann ryður brautina á því sviöi, þar sem í dag og á næstu árum veröur skorið úr um tilveru okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Nafn hans hefur aö verðleikum verið tengt rannsóknum á hafinu og nytja- fiskum þess, og ber nú eittfiski- rannsóknarskipið nafn hans. En þá kem ég að tilgangi þessara oröa. Mér sýnist tími til kominn, áö við hér á Suðurnesjum reisum Bjarna Sæmundssyni verðugan minnisvarða í fæðingarbæ hans, Grindavík, og tengjum þannig nafn hans óafmáanlega því sjávarplássi á Suðurnesjum, sem ól hann. En jafnframt væri slíkt vottur þess að við kynnum að meta að verðleikum þann brautryðjanda, sem lagði horn- steininn í þann grunn, sem við byggjum líf okkar og afkomu á. Á sunnudag var farið meö öll liðin í stutta skoðunarferö til Hirtsalls og Skagen. Sá skemm- tilegi háttur hefur verið haföur á hjá þeim sem sáu um mótið, aö láta hverju liöi í té aðstoðarmann og fengum við til liðs við okkur Ole Larsen, góðan kunningja margra Keflvíkinga, og bað hann fyrir kveðjur til allra þeirra sem tekið hafa þátt í móti þessu undanfarin ár. Ferð þessi gekk í alla staði mjög vel og voru mót- tökur allar og aðbúnaöur vinum okkar i Hjörring til mikils sóma. Ungu knattspyrnumennirnir okkar sýndu góða framkomu utan vallar sem inna, og haldi þeir áfram á þessari braut, þurfa Keflvíkingar ekki aö horfa með kvíöboga til framtíðarinnar. Einn úr fararstjórn Fjölbrautaskóli Suöurnesja Kórstjóri óskast Áformuð erkórstofnun við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Ráða þarf söngstjóra og raddþjálfara frá næstu áramótum. Skriflegar umsóknir meö upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist skrifstofu skólans fyrir 20. desember 1980. Nánari upplýstngar veitir Ingólfur Halldórsson, aðstoöarskólameistari. Skólameistari Keppnisferð 4. fl. Í.B.K til Hjörring, vinabæjar Keflavíkur FAXI - 266
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.