Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1981, Qupperneq 3

Faxi - 01.10.1981, Qupperneq 3
Landssíminn 75 ára Þessir fimm heiðursmenn hafa veitt stofnuninni forstöðu frá byrjun: OLAV FORBERG landssímastjóri 1906-1927 GfSLI ÓLAFSSON landssímastjóri 1927-1931 GUÐM. HLfÐDAL landssímastj. 1931-’35 póst- og símamálastj. 1935-1956 GUNNL. BRIEM póst- og símamála- stjóri 1956-1971 JÓN A. SKÚLASON póst- og símamála- stjóri 1971 Vaxandi stofnun Breytingar í þjóöfélaginu hafa oröiö mjög miklar á sl. 75 árum. Fólksfjöldinn hefur ná- lega þrefaldast, var um 80 þús- und manns áriö 1906. Fjöl- breytni í þjónustu af hálfu sím- ans hefur aukist mjög. ( fyrstu var eingöngu um talsíma- og skeytaþjónustu að ræða, en nú annast síminn auk þess báta- og talstöðvarþjónustu, radíóflug- þjónustu, telexþjónustu, data- þjónustu, tæknirekstur útvarps og sjónvarps o.fl., og í sjónmáli eru ýmis verkefni, sem takast þarf á viö á næstu árum. Pðll V. Danfelsson (Úr „Póst- og símafréttir") Að opna glugga mót blíðviðri Var það ekki eitthvað á þá und, sem geröist 1906, er Island tengdist umheiminum með símasambandi? Það nálgaðist það að við gætum rétt nágrönn- um handan álanna höndina og boðið góðan dag. Aukin kynni og vinahót, sem þannig sköpuð- ust, voru mikils viröi. Þjóðin kom upp að hlið vina- og frændþjóða, að vísu nokkuö vanbúin og kannski uppburöarlítil í fyrstu - en tjöld einangrunar og von þekkingar voru dregin frá. Ylur og kraftur aukinnar tækni og margháttaðrar kunnáttu nam hér land og þróaðist með meiri hraða en víðast hvar annars staðar. Öll samskipti og við- skipti stór jukust, útgerð gjör- breyttist og verslunin færðist öll í íslenskar hendur. Innanlands haföi síminn kannski enn meiri áhrif. Von bráðar var hann kominn um allar byggðir landsins. Hann tengdi saman hreppa, sýslur og lands- hluta. Einangrun varað mestu úr sögunni. Síminn reyndist besta öryggistæki ef vá bar að hönd- um. Ýmis konar viðfangsefni fengu greiðari afgreiðslu og öll viðskipti færðust til nútímalegri hátta. Það væri ekkert á móti því að ungir og gamlir hugleiddu það stundarkorn, hvar íslenska þjóðin væri á vegi stödd í menn- ingu og viðskiptum, ef síminn hefði ekki komið til sögunnar. Símakerfiö hefur eðlilega þró- ast í nokkrum áföngum til þess sem það er nú. Skyggnir er stór- kostlegur áfangi. Með jarðstöð- inni Skyggni fást nær ótrúlegir möguleikar. T alsambönd til allra heimshorna margfaldast. Hann getur einnig flutt myndefni til og frá landinu. Við eigum að geta séð heimsviðburðina um leiö og þeir gerast, og þeir útlendingar, sem hafa áhuga á okkar málefnum eða hérlendum atburðum, getaopnaðfyrirsjón- vörp sín og séð og heyrt til okkar. Séð Heklu gjósa, Gull- fodd glymja í gljúfrum sínum, síldarflotann halda til veiöa, ævintýri Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, heyskap og fiskeldi í Hjaltadal og hvaðeina sem þeir vilja fræðast um land og þjóð. Við erum ekki lengur einangruð við útjaðar heimsbyggðarinnar. J.T. Jarðstöðin Skyggnir Hinn 6. október 1980 var jarð- stööin Skyggnir tekin í notkun og þar með var náð nýjum áfanga í sögu fjarskipta á (s- landi. Upphaf þeirra miklu breyt- inga, sem átt hafa sér stað áfjar- skiptasviöinu á þessari öld, má rekja 75 ár aftur í tímann, eða til 29. sept. 1906, en þann dag tók Landssími (slands til starfa með því að opnað var tal- og ritsímasamband milli Reykja- víkur og Seyöisfjarðar og ýmissa staða á leiðinni. Á árinu 1906 er einnig lagður sæstrengur til (slands á vegum Mikla norræna ritsímasam- bandsins og komst (sland þannig í ritsímasamband við umheiminn. Árið 1935 er talsamband við útlönd opnaö og byggð stutt- bylgjustöö í þeim tilgangi í Reykjavík. Annaðist þessi stöð viðskipti við útlönd í 25 ár, en þá þótti einsýnt að auka þyrfti möguleika á talsambandi við útlönd. Ríkisstjórn fslands gerði samning við Mikla norræna rit- símafélagið um lagningu tveggja sæstrengja í austur- og vesturátt frá (slandi. Strengir þessir, Scotice og lcecan, höföu Starfsfólk Pósts og Síma á Suðurnesjum piryrvjQ r» . rmwm l 4fu| hélt upp á 75 ára afmæli stofnunarinnar 29. sept. sl. Boöiö var til kaffidrykkju i Stapa. Þátttaka var mjög góð. Björgvin Lúthersson, stöövarstjóri i Keflavík, var veislustjóri. Hann flutti stutt yfirlit yfir sögu stofnunarinnar og þó einkum þróunina hér á Suöurnesjum og stööu símamála í dag. Hann benti á aö þensla í símamálum hefði óvíða verið meiri en hér syöra og ekki hefðist við aö stækka stöövarnar. FAXI - 123

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.