Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1981, Side 6

Faxi - 01.10.1981, Side 6
¥J\yn Útgefandi: Máltundafélagiö Faxi. Keflavik Ritstjóri: Jón Tómasson Afgreiösla. Hafnargötu 79. slmi 1114 Blaöstjórn: Jón Tómasson, Ragnar Guöleifsson, Kristján A. Jónsson Setning, prentun og frágangur. GRAGAS HF. Suðurnesjahafnir sniðgengnar Undanfarin ár hefur stórum fjárupphæóum veriö variö til upp- byggingar og endurbóta á öllum höfnum Suðurnesja. Framkvæmdir þessar hafa veriö geröar af brýnni þörftil aö bæta aöstööu fiskiskipa- flotans og i flestum tilvikum einnig meö það i huga aö auövelda afsetningu afuröanna á sem hagkvæmastan hátt. Þaö skýtur skökku viö, sem gerist nú næstum daglega, aö fram- leiöendur á Suöumesjum eru látnir flytja á bilum framleiöslu sina til afskipunar i Reykjavik og Hafnarfiröi. Til dæmls var fyrir stuttu ekiö 5600 kössum af frosnum fiski i Hofsjökul, sem lá i Reykjavikurhöfn. Um svipaö leyti var 3200 kössum af frosnum fiski ekiö i skip Eim- skipafélagsins, sem lá i Hafnarfiröi, og tvö önnur dæmi um svipaö magn eru frá siöustu dögum. Megin hluti af skreiöarframleiðslu Suöurnesjamanna er á sama hátt ekiö til fyrrgreindra hafna og er þaö mikiö magn. Fyrir nokkrum árum fór öll þessi framleiðsla til útskipunar ihöfnum á Suöurnesjum. Sama máli gegnir um innflutning. Öll aöföng, enda þótt skráö séu á farmskírteini til Suöurnesjahafna, eru tekin i land í Reykjavík og síöan ekiö suöur. Til Reykjavikur veröur aö sækja alla pappíra og tollafgreiöa þar, vafstra i þvi i 2-3 daga, þegar þest gengur, þó hægt sé aö fá þá þjónustu hór bæöi fljótt og vel af hendi leysta. önnur aöstaöa til þeirra hluta er hér einnig fyrir hendi, bæði vörugeymsla og tollvörugeymsla. Siðastliðiö ár var gerö könnun á vörumagni þvisem skipaö var upp i Reykjavik 1979 og siöan ekiö hingaö suöur. þar kom m.a. i Ijós, aö 2440 tonnum af ýmis konar neysluvöru og 3940 m3 af trjávöru, sem allt var beinn innflutningur til framleiðslu- og þjónustufyrirtækja, og allt á farmskirteinum til Suöurnesjahafna. Einnig má benda á aö vörurtil Varnarliösins erunæstum hættaraö koma héríland. Áriö 1973 var 6694 tonnum afvörum til þeirra skipaö upp hér, en 1979 er vörumagniö komiö niöur í 558 tonn. Hvaö segja þessar staðreyndir okkur? Skipakomum fækkar stööugt frá ári tilárs, þráttfyrirstórbættaaö- stööu viö bryggjur og i landi. Tekjutap hafnanna veröur af þessum sökum mjög tilfinnanlegt og kann aö leiöa til vandræöa um viöhald og viögang þessara lifæöa byggðanna hór syöra. Atvinnutap fjölda aöila veröur mjög tilfinnanlegt, m.a. hafnarverkamanna og annarra starfsmanna Skipaafgreiöslu Suöurnesja, vörubifreiöastjóra og annarra tækjamanna, sem leiöir svo af sér tekjumissir sveitarfólag- anna, auk þess sem þaö rýrir afkomumöguleika annarra þjónustu- fyrirtækja og verlsunar. Þessari þróun veröur aö snúa viö. Gera veröur skýlausar kröfur til sölusamtaka og annarra útflytjenda, aö þeir taki afuröirnar um borö hér á Suöurnesjum. Þar sem fiskafuröir Suöurnesjamanna munu vera um 20% aföllum fiskútflutningi landsmanna, ætti ekki aö þurfa aö ræöa svo sjátfsagt mál. Framleiöendur hér mega ekki láta skipa- félögin bjóöa sér upp á slika þjónustu á sama tima og næstum hver einasta smáhöfn á landinu er heimsótt. Sama er aö segja um innflytj- endur, þeir veröa einnig aö gera þá skýlausu kröfu aö skráö vara til hafna hér, komi hér á land. Á þann eina hátt fá verkamenn og þjón- ustufyrirtæki þaö, sem þeim ber og hafnirnar arö af þeirri fjárfest- ingu, sem þær hafa lagt i og neytendur lægra vöruverö, þar sem fyllstu hagkvæmni er beitt. Suöurnesjamenn, veriö samtaka i aö standa á rótti okkar. Faxi hefur hleraö aö búiö sé aö skipa nefnd sem á aö fara á fund sölusamtakanna, skipafólaganna og annarra þeirra er meö þessi mál fara. Nefndin er skipuö mönnum frá Vinnuveitendafélagi Suöur- nesja, Skipaafgreiöslu Suöurnesja, Verkalýös- og sjómannafélagi Keflavikur og Njarövikur og Landshöfn Keflavikur-Njarövikur. AllirSuðurnesjamenn treysta þviaö nefndin haldi fastáþessu máli og leiöi þaö til farsælla lykta. J.T. Tómas Þorvaldsson Þorsteinn Jóhannesson Formannsskipti hjá SÍF Á aðalfundi SÍF, Sölusam- bands ísl. fiskframleiöenda 10. júní sl., gaf Tómas Þorvaldsson, Grindavík, ekki kost á sér að gegna formennsku í samtökun- um lengur. Tómas hefur gegnt formennsku í þessum stóru sam- tökum, sem flytja út allan salt- fisk okkar, í 16 ár og í stjórn 4 ár áður. ÞegarTómas skilaði af sér höfðu samtökin gert stærstu samninga um sölu á íslenskum fiskafurðum, sem nokkurn tíma höfðu verið geröir. Tómasi voru þökkuð frábær störf i þágu samtakanna á liðn- um árum. Nýr formaður var kjörinn Þor- steinn Jóhannesson, Reynistað, Garði. Þorsteinn hefir verið í stjórn samtakanna sl. 16 ár og er því vel kunnugur málum. Á Suöurnesjum hefur lengst af verið framleitt mikið af salt- fiski, allt uþþ í 40% af heildar- framleiðslu landsmanna. Það er því ekki að ófyrirsynju að Suð- urnesjamenn hafa verið íforystu þessara samtaka. Faxi óskar Þorsteini velfarn- aðar í þessu mikilvæga starfi. Stutt spjall um íþróttir Keflavík sigrar í 2. deild Ekki var veran lengi í annarri deild og rættist þar sgádómur vor frá í vor. Lið Keflavíkur er ungt og til alls líklegt næstu árin í fyrstu deild. Slæmt er að Guðni skuli ekki verða áfram með liðið. Vonandi verður þó Ástráður áfram. Ungu knattsþyrnumennirnir stóðu sig einnig með ágætum, m.a. komust bæði 4. og 2. fl. í úrslit. Nú hefur nýi æfingavöllurinn verðið þakinn og mun þegar á næsta sumri stórbæta alla æf- ingaaðstöðu knattspyrnu- manna. Ungmennafélagsmót á Suðurnesjum 1984 Ákveðið hefur verið að lands- mót verði haldiðsameiginlegaaf UMFN og UMFK árið 1984. Það er ætíð merkilegur viðburður og ætti að geta orðið mikil lyfti- stöng fyrir bæði þessi félög og reyndar allar íþróttir hérá næstu árum. örugglega munu bæði bæjarfélögin leggja áherslu á að bæta og laga íþróttamannvirki. Svo heppilega vill til, að í Kefla- vík er hafin uppbygging áfrjáls- íþróttaaðstöðu á íþróttavellin- um. Búið er að skipta um jarð- veg í hlaupabrautum og stökk- svæðum og mun á næstunni gengið frá frárennslislögn. Á næstu tveimur árum er gert ráð fyrir að leggja gerviefni á braut- irnar og ganga að öðru leyti frá vellinum. Að því loknu verður völlurinn eflausteinn hinn glæsi- legasti á landinu. Sundlaug verður að koma fyrir landsmót, en ekki hefur heyrst hvort það verður bráða- birgðalaug eða varanleg laug. Hvort það mál verður leyst af Keflavík eða Njarðvík erekki enn vitað. Faxi óskar ungmennafélög- unum til hamingju með þetta verkefni og er ekki í vafa um, að það verður vel af hendi leyst. Vetraríþróttir Og þá er haustið komið með frost og snjó. Ekki látum við það hafa áhrif á okkur, heldur tökum til að afloknum vinnudegi og FAXI - 126

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.