Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1981, Qupperneq 10

Faxi - 01.10.1981, Qupperneq 10
Æviminningar Kristins Jónssonar - Framhald Frostaveturinn mikli 1918 í byrjun ársins 1918 kom haf- ísinn og svo miklar frosthörkur, að elstu menn mundu ekki ann- að eins. Mikill hluti af innri Faxa- flóa fraus svo að ekki sá út yfir ís- breiðuna. Ég man sérstaklega vel eftir þeim stillum og blíðviðri, sem var hér meðan ísinn varsem mestur. Á legunni í Keflavík voru innifrosnir 3 eða fjórir bátar. Ég ásamt fleirum varð svo frægur að ganga á ís út í Þorbjörn og Hafurbjörn, tvo vélbáta frá Grindavík, sem gerðir voru útfrá Keflavík þessa vertíö. Frostið var 18-24 stig ácelsíus dag eftir dag. Þegar loks kom austan bræla, tók ísinn að hreyf- ast og reka til hafs. Þegar ísinn var horfinn sást hvernig ísinn hafði skafið þangið af klöþþum og skerjum svo ekki sást vottur af sjávargróðri fyrr en voraöi. Sjófuglar ýmsir svo sem æðar- fuglinn og svartfuglinn, hurfu alveg um tíma. Þeir frusu fastir í ísnum, og voru hundruðum saman étnir af veiðibjöllu og mávum. Þegar öllum þessum ósköp- um linnti og ísinn fjarlægðist, var komiö nálægt vetrarvertíð og menn farnir að hugsa til sjó- róðra. Þessa vertíö, 1918, fór ég aftur á Svaninn. Nú var ég ráð- inn upp á hlut og fékk 1/24 hlut úr afla bátsins. Þar að auki var ég hækkaður í tign. Var gerður að landformanni með loforði um 140 krónur i kaup fyrir vertíöina. Þetta starf var síður en svo eftir- sóknarvert, þvisú kvöð fylgdi því að vekja alla landmennina á hverjum morgni, sem unnið var. Verst kom það sér þegar róið var stanslaust dag eftir dag og vel fiskaðist. Þá var oft stuttur svefntími, stundum 2-3 tímar í sólarhring. Var þá slæmt að missa 3/4-1 klukkutíma af þess- um takmarkaða svefntíma. Að öðru leyti líkaði mér starfið prýðilega. í þá daga var sú kvöö, sem fylgdi aflahlut, að hnýta öngla á 20-30 þúsund öngultauma og hnýta4-5 þorsknetaslöngurfyrir útgerðina, áður en vertíð byrjaöi, án þess að fá greiðslu fyrir. Mig minnir að þetta hafi haldist þar til ég hætti að starfa á Svaninum, 1924. í ís fyrir Noröurlandi, á leið til Austfjarða. - Dansað á fram- þiljum meðan skipið sigidi milli ísjakanna til lands Einn góðan veðurdag um vorið 1918, hitti ég vin minn, Stefán Jóhannesson, þar sem hann var mættur „undir Mið- pakkhúsinu". Sagðist hann þá vera á förum austur á firði, óráðinn, en í atvinnuleit, eftirtvo daga. Færi hann með föður sín- um ásamt Guðjóni Eyjólfssyni og Lilla frænda mínum (Guð- mundi Jónssyni), og spurði hann mig hvort ég væri ekki til- búinn að slást í hópinn. Vegna vonleysis um vinnu heima, varð það ofan á að hætta Bifreiðaeigendur á Suðurnesjum Aðalskoðun bifreiða í umdæminu er lokið. Þeir, sem enn hafa eigi fært bifreiðir sínar til skoðunar, mega nú búast við að þær verði teknar úr umferð, hvar sem til þeirra næst. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu. á austurferð í von um eitthvert snatt. Lagt var af stað á tilsettum tíma með ,,(slandinu“, skipi frá Sameinaða gufuskipafélaginu. Skipið kom við í Keflavík og tók þar hóp Sunnlendinga, sem fóru í atvinnuleit, ýmist til Norður- lands eða Austfjarða. ( þessari ferð fór skipið vestur og norður um. Það fór fyrst beint til (sa- fjarðar. Þar var stansað í heilan dag í besta veðri, og höfðum við félagarnir mjög gaman af að skoða bæinn og umhverfið. Um kvöldið var lagt af stað til Akureyrar. Fórum við þá niður í lest að sofa. Ég sofnaði strax og svaf prýðilega til næsta dags. En þegar ég kom á dekk að skoða mig um, þá brá mér hastarlega. Skipið var á mjög hægri ferð í dimmri þoku, og þegar ég leit út yfir borðstokkinn, var allur sjór- inn samfelld ísbreiða, svo langt sem sást, og var skipið ýmist á ferð aftur á bak eða hægt áfram til að forðast stærstu jakana. Þarna var blanka logn og sléttur sjór, svo hættan var ekki svo mikil, ef hægt var siglt. Þegar sólin hækkaði á lofti hvarf þokan eftir nokkurn tíma. Var þá tekin stefna til lands og reynt að kom- ast út úr ísnum, sem tókst með aðgæslu, eftir einn og hálfan tíma. Þá var hringt áfullaferðog stímað í rúman klukkutíma, þar til sást til lands. Á meðan skipverjar voru að bjástra við að koma skipinu út úr ísnum, fengu farþegarnir leyfi til að slá upp balli á framþiljum, og var þar dansað af lífi og sál allan tímann, þar til komið var upp að landi í glampandi sólskini og blíðviðri. Seinna frétti ég að Kristinn Jónsson þokan hefði skollið yfir áður en komið var fyrir Rit og Straum- nes og stefnan því tekin full djúpt til að forðast þessa tanga. Til Akureyrar komum við seinni part dags. Við fórum þaðan um kvöldið beinustu leið til Seyðisfjarðar. Þar var þegar lagst að bryggju, þéttskipaðri fólki. Þegar landgangurinn var kominn á bryggjuna, ruddist skari af körlum upp á skipið og æddi á milli manna og kvenna. Sama spurningin hljómaði alls staðar: ,,Ertu ráðinn?" Ef svo var ekki var maður óðar tekinn á eintal og farið að semja. Ég var á vegum Stefáns og var hann búinn að biðja mig að ráða mig ekki strax, því hann væri bú- inn að hitta mann, sem vantaði 5 menn, svo ég beið rólegur. Annars hefði ég getað ráðið mig í 30-40 staði, svo vareftirspurnin mikií. Keflavík Utsvör Aðstöðugjöld Þriðji gjalddagi eftirstöðva útsvara og að- stöðugjalda var 1. október sl. Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig dráttarvexti og önnur óþægindi. Innheimta Keflavíkurbæjar FAXI - 130

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.