Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1981, Blaðsíða 11

Faxi - 01.10.1981, Blaðsíða 11
Karlinn, sem vildi fáokkur, hét Björn Eiríksson frá Karlsskóla við Reyðarfjörð. Þar bjó hann með bróður sínum, Guðna. Björn hafði þann hátt á að kalla hvern og einn á eintal og semja við hann sérstaklega. Mér þótti þetta dálítið kynlegt og spurði Stefán, sem þá kom að sækja mig, hvort karlinn réði mann- skapinn, sinn með hverjum kjör- um. Stefán neitaði því eindregið, en sagði að hann vildi hafa þennan háttinn á. Loksins var ráðningin um garð gengin, Jóhannes var ráð- inn formaður á þriggja manna farkost, ásamt Guðjóni og Lilla, sem hásetum, en Stefán formaður á tveggja manna fari ásamt mér sem háseta. Þegar allt þetta var afstaðið, vorum við, ásamt öllum okkar farangri, drifnir í lítinn vélbát og lagt af stað til Reyðarfjarðar og beinustu leið til Karlsskála. Þegar þangað kom beið bátur í vörinni, sem sótti okkur og far- angurinn og flutti okkur í land. Mér leist strax vel á staðinn. Þarna var myndarlegt og stórt tveggja hæða timburhús í fal- legu umhverfi, með stóru túni í kring og kliðandi bæjarlæk, sem dreif rafstöð fyrir heimilið, bæði til Ijósa og eldunar. Þetta var fyrsta rafstöðin, sem ég hafði séð og þótti mér þetta mjög merkilegt. Þarna var samankomið nokk- uð margt fólk, eða 28-30 manns. Hér var hvort tveggja búskapur til sjávar og sveitar og umsvif þar af leiðandi mikil. Fyrir utan okk- ur sunnanmennina voru þarna tvær skipshafnir frá Eskifirði, sem höfðu þarna húsnæði og uppsátur yfir sumarið. Margt var þaran af ungu og bráðskemmti- legu fólki og félagslíf því framúr- skarandi skemmtilegt. Þarnavar orgel og á það lék elsta heima- sætan, og lék hún ágætlega, enda var lagið óspart tekið um helgar þegar frí var frá störfum. Við fórum strax að róa til fiskj- ar. Fyrst með handfæri og fisk- uðum sæmilega. Aðal fiskimið- in voru svokallaðir Álar, Krossa- nesröst og Vaðlavík. Oft fiskað- ist ágætlega í víkinni. Ég man sérstaklega eftir einum degi. Það var í byrjun júlí í svarta þoku, sem mér fannst alltof tíður gestur þarna. Dag eftri dag sáum við ekki land frá því ýtt var úr vör og þar til komið var í hana aftur. Þennan morgun réru báðir bátarnir samferða út í fjarðar- mynnið, en þegar þangað kom skildu leiöir. Við rérum fyrir Krosssanes, inn í Vaðlavík og renndum þar. Við lentum strax í fiski og um tíma stóð ekki áöðru en höndunum. Eftir miðjan dag var komið hátt í bátinn af ágæt- um fiski. Þá var ég svo heppinn að krækja í 70-80 punda lúðu. Rétt eftir að búið var að inn- byrða hana, kom bátur askvaðandi til okkar. Þetta var Jóhannes Árnason og hans fé- lagar, sem höfðu villst í þokunni. Voru þeir búnir að vera í þræla- róðri allan daginn, höfðu komist vestur fyrir Gerði og aftur til baka inn á Vaðlavík, án þess að renna færi. Þegar hann leit í bát- inn okkar og sá að við vorum búnir að borðfylla og stærðar lúða ofan á allri kösinni, þá varð honum svo mikið um þetta, að hann sagði ekki eitt einasta orð, en ýtti frá út í þokuna og sást ekki fyrr en seint um kvöldið, er hann lenti með hálfan bát af fiski. Happasælir dagar á Austfjarðamiðum Eina helgi í byrjun ágúst fórum við Stefán og Lilli í beitu- leit á bátnum inn í hólmann inni í Reyðarfirði, skammt frá Eski- firði. Þar náðum við í fullan bát af kræklingi, sem við skófum með skóflu af klöppunum. Þegar búið var að fylla bátinn rérum við að landi og borðuðum ágætan mat á grænum bökkum og fengum okkur svo dúr í góða veðrinu. Eftir beitutúrinn fórum við að beita línuna og rerum með hana ýmist í Álana eða austur fyrir Seley. Þangað var þriggja tíma róður. Við fórum með beitu og lögðum línuna tvisvar yfir dag- inn og fiskuðum sæmilega, sérstaklega á síðari lögnina. Við vorum 10 tíma í þessum róðri og vorum orðnir þreyttir þegar að landi kom, því við urðum að róa báðar leiðir í blanka logni. Dálítið einkennilegt atvik fannst mér koma fyrir þetta sumar í sambandi við mig. Dag nokkurn vorum við með hand- færi ÍÁIunum. Viðfiskuðumsára lítið og rérum heim á leið. Þegar við vorum komnir nokkurn spöl inn fjörðinn stönsuðum við og létum reka á meðan við fengum okkur bita og sopa. Af einhverju fikti renndi ég færi, án þess að eiga nokkra fiskivon, en strax og færið nálgaðist botninn, krækti ég í fisk. Þetta var stærðar þorskur, feitur og fallegur. Ég var fljótur að renna aftur og festi strax í fiski. Þá fór Stefán að renna og varð strax var. Við vorum þarna í tæpan klukku- tíma og fylltum hér um bil bát- inn af rokna þorski og stórýsu. Á meðan við stóðum í þessum kappdrætti, kom bátur með 4 körlum aðvífandi og þegar þeir sáu hvað ört við kipptum þeim gula inn, réru þeir eins nálægt okkur og þeir komust og renndu allir, en fengu ekki eitt einasta seiði, og í land réru þeirán þess að verða varir. En skömmu eftir að þeir fóru, hættum viö að verða varir. Þá hönkuðum við og rérum heim glaðir með ágætan afla. Við renndum þarna á sama stað nokkrum sinnum eftir þetta und- ur, en fengum aldrei kvikindi. Heimamenn á Karlsskála trúðu okkur ekki, að við hefðum fengið svona góðan afla á þessum stað. Þeir vissu ekki til að slíkt hefði skeð áður. ( annað sinn kom annað atvik fyrir mig, sem ég skil ekki. Stefán formaður minn varð skyndilega veikur, svo hann gat ekki farið á sjó. Ég bað þá Jó- hannes föður hans að lofa mér að fljóta með honum þennan dag, og var það auðsótt. Við rerum á réttum tíma út í Krossa- nesröst. Við vorum með hand- færi. Veður var gott þennan dag. Við renndum þarna til reynslu. Ekki var færi mitt fyrr komið í botn, en ég setti í fisk og dró nokkuð góðan þorsk. Ég renndi strax aftur og ekki stóð á þeim gula. gula. Þannig hélst þetta fram yfir hádegi, að ekki stóð á öðru en höndunum. Jóhannes sleit upp einn og einn fisk, en var of ákaf- ur og missti töluvert. Lilli og Guöjón fengu ekki vott af fiski. Þetta fannst mér einkennilegt, svo ég spurði þá hve mikið grunnmál þeir tækju. Þeir sögð- ust taka einn faðm. Ég sagði þeim að taka þrjá faðma. Þá fóru þeir fyrst að verða varir. Nokkru áður en farið var í land var ég svo heppinn að krækja í ágæta lúðu, 90 punda, spikfeita og fallega. Þegar í land kom skipti Jó- hannes afla dagsins í helming og sagði mér að hirða annað kastið óskert. Ég harðneitaði að taka helming aflans og sagöist gera mig ánægðan með 1/4 hluta. En karlipn var ósveigjan- legur og varð endirinn sá, að ég hlaut helming aflans sem á bátinn kom, en lúðuna lögðum við óskipta inn i heimiliö, og fengum hver sinn hlut þegar upp var gert. En það er í frásögur fær- andi, að þessar tvær lúður sem ég dró, voru þæreinu sem á land komu á Karlsskála þetta sumar. Framhald i næsta blaði Útivistartími barna Samkvæmt lögum um útivistartíma barna á tíma- bilinu 1. september til 1. maí, er börnum 12 ára og yngri ekki leyfilegt að vera á almannafæri eftir kl. 20.00 nema I fylgd með fullorðnum. Sömuleiðis er börnum yngri en 15 ára óheimil úti- vist eftir kl. 22.00 nema ífylgd meðforeldrum eðaá heimleið frá viðurkenndri æskulýðsstarfsemi. Barnaverndarnefnd Keflavikur íþróttahúsiö, Sandgerði Lausir eru nokkrir tímar í íþróttahúsinu. Einn- ig er hægt að fá leigða badmintonvelli á laug- ardögum. - Uppl. í síma 7736. Hef flutt skrifstofu mína að Hafnargötu 37a, Keflavík, III. hæð. — Sími 3566. JÓN G. BRIEM, lögmaður FAXI - 131

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.