Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1981, Qupperneq 12

Faxi - 01.10.1981, Qupperneq 12
A hvaða tíma er byggðasafnið opið? Bæjarbúar hafa undanfarið velt því fyrir sér, hvers vegna byggðasafnið sé ekki opið að staðaldri. Langi menn til að skoða safnið reka þeir sig á, að þeir þurfa að hringja í forráða- menn safnsins, en það finnst ýmsum hreinasti óþarfi og verða þar af leiðandi af að koma á Vatnsnes. ( sumar var því lofað í Suður- nesjapóstinum, að birtir yrðu á prenti fastiropnunartímarsafns- ins. Að því er séð verður hefur hins vegar ekki bryddaö á slíku í blaðinu. Mörgum finnst hreinasti óþarfi að hringja í forráðamenn safnsins, nema aö sérstakt til- efni komi til. En ef opið væri reglulega, t.d. einu sinni í viku að sumarlagi, kæmu fleiri sem fyrir forvitnis sakir langaði að líta á safniö. En Ijóst er að kynna þarf safniö mun betur en gert hefur verið, t.d. í dagblöðum. Úti á landi eru mörg minja- söfn opin flesta daga vikunnar yfir sumarmánuðina, og oft einn til tvo daga í viku yfir veturinn. Ráðamenn safnsins ættu aö hyggja betur að þessu en hing- aðtil, þvígamlarminjaráekki að geyma á stað þar sem ekki verö- ur náð til þeirra. Allra síst ef um opinbert safn er að ræða. Tak- markið hlýtur að vera að vekja áhuga fólks fyrir þeim, og það verður best gert með því að flest- ir hafi sem greiðastan aðgang að safninu. Keflavik, 9.9.'81. Skúli Magnússon Vegna fyrirspurnar Skúla Magnússonar hér að ofan, hafði Faxi samband við formann byggðasafnsnefndar, Ólaf Þor- steinsson, og leitaði upplýs- inga um starfsemi safnsins. Hann upplýsti að nokkrar endurbætur heföu verið gerðar á safnhúsinu, m.a. skipt um glugga, og hefði það dálítið hamlað sýningar. Stjórn safns- ins ákvað að hafa safnið lokað í júní, júlí og ágúst, þó þannig að hægt væri fyrir ferðamanna- hópa og aðra er þess óskuðu,að komast í safnið með því að hafa samband við Skafta Friðfinns- son safnvörö. Frá 1. september væri safnið opið frá kl. 14-17 alla sunnudaga, og virðist það nokk- urn veginn fullnægja eftirspurn- inni, a.m.k. að svo komnu máli. En eins og áður er hægt að kom- ast í safnið á öðrum tímum ef þess er sérstaklega óskað. Ólafur taldi það há safninu hve húsrými væri takmarkað - ekki væri hægt að sýna nema brot af þeim munum sem til eru og nú eru í geymslu, hins vegar væri myndasafn orðið all gott og aðgengilegt og raunar einnig margt forvitnilegra hluta, sem nú þegar er hægt að sýna. Fyrirhugað er að byggja 2-300 m2 sýningarsal og verið að l.eita heimildar Keflavíkur- og Njarð- víkurbæja til að hefja þá byggingu svo fljótt sem verða má. „Þegar sýningaraðstaða hefur þannig verið stórbætt, gerum við okkur vonir um að skólarnir hér á skaganum fari að nota safnið meira en gert hefur verið - þá verður hægt að taka á móti heilum bekkjardeildum,“ sagði Ólafur. „Margir kennarar hafa verið hér og hafa haft orö á því að slík söfn, vel búin mynd- um og munum sem aögengileg væru fyrir gesti, gætu og ættu að vera heppileg tengibrú milli nú- tíðar og fortíðar. Það myndi opna mörgu barni og unglingi glugga inn í liðinn tíma, auka þeim skilning á lífi og starfi for- feðranna, aðbúnaði og lífshátt- um genginna kynslóða." Faxi tekur undir þærskoðanir og óskir þeirra Skúla Magnús- sonar og Ólafs Þorsteinssonar, að safnið megi verða slík al- menningseign og nægtarbrunn- ur fróðleiks og menntunar kom- andi kynslóðum, að þeir fjöl- mörgu einstaklingar sem lagt hafa því lið og bæjarfélögin Keflavík og Njarðvík megi sæmd hljóta af Byggðasafninu Vatns- nesl. Fyrsti knattspyrnuvöllurinn í Keflavík Hann var geröur af félögum i Ungmennafélagi Keflavíkur 1933. Rakaö var saman öllu grjóti af melnum fyrir ofan kirkjuna, en þaö var mikið og smátt, og því síöan ekið burt. Allt var þetta gert í sjálfboðavinnu. Knattspyrnuvöllur þessi var í notkun fram ástríösárin.eöaþartil Hringbrautin var lögð. Auk þess sem knattspyrnavariðkuö, vareinnig æft og keppt í handknattleik, bæöi pilta og stúlkna. Guöjón Guöjónsson rakari, sem flust haföi hingaö frá Vest- mannaeyjum, var aöal hvatamaöur og þjálfari í þessari grein. Handknattleikur var hér eingöngu leikinn úti, því ekk- ert var húsnæðiö fyrir hendi í Keflavík fyrir slíkt. Keppnir voru háöar hér heima og heiman og meöal annars fór flokkur stúlkna til Vestmannaeyja áriö 1937 á vegum UMFK í boöi íþróttafélags þar, en stúlkur frá Eyjum höföu komiö hingaö til keppni. Þótt feröin yröi ekki sigursæl, var hún skemmtileg og eftirminnileg þeim sem þátt tóku i henni. Þátttakendur í Vestmannaeyjaför 1937 Fremst frá v.: Magnea Arnadóttir, Elín Ólafsdóttir, Guölaug Gísladóttir, Anna Bergmann, Guðrún Jónsdóttir. önnur röö frá v.: Þórunn Ólafsdóttir, Guörún Bergmann, (Dúnna) Jóhanna Gisladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Laufey Guðjónsdóttir. Aftasta röö frá v.: Helgi S. Jónsson fararstjóri, Ingibjörg Ólafsdóttir, Ásta Friömundsdóttir, Ásta Kristjánsdóttir, Halla Þorsteinsdóttir, Svava Hannesdóttir, Inga Ingimundardóttir og Guðjón Guöjónsson þjálfari. FAXI - 132

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.