Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1981, Blaðsíða 18

Faxi - 01.10.1981, Blaðsíða 18
c. Auk þessa skal velja gjald- kera einn, er skal heimta inn tekjur félagsins og greiða úr félagssjóöi gjöld þess. d. Svo skal og velja einn endur- skoðanda reikninganna; skal hann yfirlíta reikning þann yfir tekjur og gjöld félagsins, er árlega skal leggja fram á alshrejarsamkomu félagsins. e. Loks skal einn ritari kosinn; skal hann á félagsfundum rita í gjörðabók félagsins það er á fundunum gerist, og rita þaö sem þarf, f skotbókina. 2. gr. Úr því félagið er á komið, og hefir samþykkt lög sín, getur enginn komist í félagið nema að minnsta kosti 2/3 (tveir þriðju hlutar) þeirra félagsmanna, er þá eru áfundi, og atkvæöi greiða gefi honum atkvæði sín. Æski einhver að ganga í félag- ið, nefnir hann það við einhvern félagsmanna, en sá félagsmað- ur ber hann upp á fundi og veröa þá á næsta fundi greidd atkvæði um það, hvort hann skuli í félag- ið taka eður eigi. 3. gr. a. Árgjald félagsmanna, skal svo sem fyrri hefir verið, vera 4 rd.; skal þaö vera goldið innan nýárs, og gefur gjald- keri viðurkenningarblað hverjum þeim, er greiðir ár- gjald sitt; en félagsmönnum hefir komið saman um, að skuldbinda sig til þess, að gjalda þetta áriö 1 ríkisdal meira en árgjaldinu nemur; svo skulu allir þeir, er ný- lega eru í félagið gengnir, eður þeir, erframvegisganga í félagið, borga í sjóð félags- ins 48 sk.; er það inntöku- gjald. b. Hafi félagsmaður eigi goldið árgjald sitt fyrir hinn til tekna tíma, skal hann talinn utan félags. 4. gr. Fyrst um sinn er svo ákveðið, að á ári hverju skuli þrisvarsinn- um skotið að spæni, 1. skipti 6. dag janúarm., og hin 2 skiptin á tímabilinu milli 14. maí og 31. október, eftir atvikum og sam- komulagi. Skyldu félagsmenn vilja efna optar til skota að spæni eöur hafa fugl að skotspæni, skulu félagsmenn borga kostn- að þann, er af því leiðir, sérstak- lega, og skal stjórn félagsins gjöra þær ákvarðanir þar um, ei þurfa þykja. 5. gr. ( hvert skipti sem skotið er, skulu vinningarnir vera 8-10, eða þá færri eptir tölu félags- manna. Vinningarnir skulu vera munir úr silfri, prófuðu í Kaup- mannahöfn. Þó mega 2 góðir og gagnlegir munir vera úr öðru efni en silfri, eftir þvi sem stjórn félagsins nákvæmar kemur sér saman um. II. Um skotin. 1. gr. Hver félagsmaöur hefir að- eins 1 tölustaf (Numer), og falla 4 skot á hvern tölustaf. Þegar allir hafa skotiö, fær sú skytta 1. (fyrsta) vinning, sem hefir hæstu upphæð í sínum samanlögðum 4 skotum; á næstu upphæð fellur 2. vinn- ingur, o.s.frv. 2. gr. Eftir að 2 eður fleiri hafa í 4 skotum fengiö jafna upphæð, skjóta þeir einu skoti hver til skotspónsins, og skytta sú, er hæfir skotspóninn næst mið- depli, fær vinning þann, er um var að tefla, og sú skytta, er skaut honum næst, næsta vinn- ing o.s.frv. 3. gr. Engin skytta má láta hvell- hettu á hvellpípu (Piston) sína fyrri en hann er kominn að stólpa þeim eður undirstöðu, er byssan hvílir á meðan skotið er; og skal sú skytta, er brýtur hér á móti, greiða 32 sk. sekt í félags- sjóð í hvert skipti sem honum yfirsést. Að öðru leyti skulu skytturnar gæta allrar varúðar, er þeir hlaða kúlubissur sínar, og á meöan verið er að skjóta, mega menn alls eigi reykja tóbak nálægt skotsvæðinu eða í skothúsi félagsins. 4. gr. Ef skytta sprengir í 3 skipti hvort eftir annað hvellhettu á bissu sinni án þess að skotið fari úr bissunni, hefirhann misst það skot. Leyft skal honum vera, áð- ur en hann sprengir hvellhett- una í 2. eður 3. skipti, að ganga burtu frá skotstólpanum, til þess, að athuga hvers vegna hann eigi fær skotið, og koma bissu sinni í lag. 5. gr. Nú hefir skytta gengið að skot- stólpanum, en er óvarkár, svo að skotiö fer úr bissunni áður en hann hefir miðað bissunni þarer hann vildi, þá skal honum sjálf- um vera þar um að kenna, og skal talið sem hann skotið hafi. Enginn má trufla þann, er stendur að skoti, hvorki með því að koma viö hann eöur á annan hátt. Sá er brýtur á móti þessu, gjaldi 1 rd. r.m. í sjóð félagsins. Skyttu þeirri, er glapin var, skal leyft að skjóta aptur, ef hann krefst þess áður en skotsveinn- inn hefir sagt til, hvar kúlan hæfði, þá er hann var glapinn. 6. gr. Leyft skal skyttum þeim, er eigi hafa fyrr skotið, að skjóta hið fyrsta árið sín 4 skot fyrir sig eina, en eptir þann tímaeru þeir skyldir að skjóta fyrir aðra, eins og aörir félagsmenn, er skjóta kunna. Með hlutkesti er ákveðið hverjir skjóta skuli fyrir þá fé- lagsmenn er eigi kunna að skjóta sjálfir, og skal jafna skot- um þessum niður á alla þá fé- lagsmenn, erskjóta kunna. Hlut- kestið fer fram áður en byrjað er að skjóta, en ef svo skyldi að bera, að einhver skytta eigi væri komin, þá er búið að skjóta hið 1. skotið fyrir alla, skal aptur með hlutkesti ákveða hver skjóta skuli fyrir hann, og þá, er hann átti að skjóta fyrir. Engin skytta má fela öðrum að skjóta fyrir sig. 7. gr. Engir aðrir en reglulegir fé- lagsmenn eiga þátt í skotum að spæni; en ef fugl er hafður að skotspæni, eður ef menn efna til skota aö spæni auk þeirra lög- ákveðnu, þá má hver, er þess óskar, eiga þátt í þeim. 8. gr. Fyrst um sinn skal skjótaá 150 álna skotfæri, og mega menn láta bissu styöjast miö stólpa, eða hafa einhvern annan stuðn- ing. Spónn sá, er skotið er að, skal vera hvítur, 24 þumlungar aö þvermáli, með svörtum depli í miðju, sem skal vera 6 þumlung- ar að þvermáli. Hæfi menn í þennan svarta depil, telur það 10, 11 eða 12; hæfi menn í spón- inn fyrir utan svarta depilinn, telur það 9, 8, 7, o.s.frv., allt nið- ur að 1. 10. gr. Hafi kúlan komið í stryk það mitt, er aðgreinir rúm hinna ýmsu tölu-upphæða, þá skal skotið talið svo sem skyttan hafi hæft rúm það, er hærra telur; hafi skyttan t.a.m. hæft stryk það, er aögreinir upphæðirnar 7 eða 8, skal hann fá 8 fyrir skot sitt. 11. gr. Greini menn á um skot eitt- hvert, skal bæði skyttan og allt félagið una við úrskurð þann, er stjórn félagsins með 2 tilkvödd- um félagsmönnum gjöra. 12. gr. Þá er 1 skot hefir skotið verið fyrir hvern félagsmann, skal spónninn sókturog skotin borin saman viö það, er ritað hafi verið í skotbókina, og skal þá reistur upp nýr spónn. 13. gr. Ef skotsveinninn segir, að skot eitt haf i farið f ram hjá spæn- inum, en sá, er skaut, heldur, að hann hafi hitt hann, á hann heimting á, að biðja einhvern af stjórnendum félagsins, að ganga niður að spæninum, til þess að athuga hann, áður en næsta skot er skotið. 14. gr. Svo að skotsveinninn geti gef- ið skyttunum vísbendningu um, hvar hvert skot hefir komið, skal hafa borið, sem er málað hvítum og svörtum köflum á víxl, og eru tölustafirnir 1-9 málaðir með hvítum lit á hina svörtu kafla, en með svörtum lit á hina hvítu kafla; hæfi nú kúla ein spóninn svo, að skytta einhver eigi þar fyrir að hafa einhverja af þessum töluupphæðum, bendir skot- sveinninn fyrst með priki sínu á spóninn, þar er kúlan hæfði hann, og síðan á borðið á þann tölustaf, er svarartil tölustafsins á spæninum. Hafi kúlan komið í hinn svarta depil spónsins, og eigi skyttan að hafa 10 fyrir skotið, þá sveiflar skotsveinninn lítilli stöng með flaggi á enda, einu sinni, en eigi skyttan 11, tveim sinnum, en eigi hann 12, þrem sinnum. Allar frekari ákvarðanir við skot að spæni, eður þá fugl er hafður að skotspæni, og sem kynnu að þykja nauðsynlegar, er stjórn félagsins á hendur falið að gjöra í hvert skipti, og skal hún þáauglýsaþærákvarðanirá hentugan hátt áður en byrjaö er að skjóta. 15. gr. Félagsmenn mega, þegar þeir Til Ihændehaveren af dette Beviis betaler Keblavík og Omcgns Skytteforening 5 , ^ — er fem Rigsdaler Rigsmönt med 4% Itenter pr Annum til hvert Aars ölteMai og Capitalen incd fuldt Belöb 5 Rd. R. M. ifölge Amortisation overrensstemmende med Selskabets Vedtægt. fíostyrelsen for Koblavik $ Ome.gns Skytteforeninr/ den 31 te Mai 1871. ÁriA 1871 lét Skotfélagifi prenta hlutabréf vegna bygglngar Skothússins. Myndln sýnlr eitt slikt bréf. Myndafi var hlutafélag um rekstur hússins, trú- lega eltt hifi fyrsta hér um slófiir mefi þátttöku innlendra manna. f reitinn til vlnstri fœrfii gjaldkeri félagsins inn árlegar rentur bréfsins. FAXI - 138

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.