Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1981, Síða 20

Faxi - 01.10.1981, Síða 20
STUTTAR FRÉTTIR AF STAKKI TF-ROM 14 Stakksfélagar tóku þátt i leit- inni af flugvélinni TF-ROM í vor. Var sú leit ein sú umfangsmesta hér á landi. Voru Stakksfélagar aó störf- um i 3 daga samfleytt og voru þaö erfióir dagar, frá 8 og uþþ í 14 tíma ganga á hverjum degi. En það bætti mikið úr hversu vel var hugsaó um leitarmenn á meöan þetta stóó yfir. T.d. var sundlaugin á Blönduósi opnuð sérstaklega, heita súpu og brauó var hægt aö fá í Húnaveri all- an sólarhringinn, og einn daginn eftir erfióa göngu inn Flugumýrar- dal í Skagafiröi, var öllum hópnum, 14 manns, boöiö i mat í Flugumýrar- koti. Kom gestrisni fólksins í Flugu- mýrarkoti okkur borgarbörnunum mikiö á óvart, og héldum viö satt að segja aö svona lagaö þekktist ekki lengur. Blóösöfnun Stakkur hefur í samvinnu viö Blóð- bankann og Rauöa krossinn staöiö fyrir tveimur blóösöfnunum á þessu ári. Gekk fyrri söfnuni mjög vel og settum viö nýtt met, enallsgáfu 179 í það skiptiö. Svo núna í haust gáfu 170 og hefur Árni V. Árnason átt veg og vanda aö undirbúningi og gangi safnananna. Bílakaup Stakksfélagar hyggjast endurnýja bilakost sveitarinnar í vetur. Hafa þegar veriö lagðar inn pantanir á tveimur Volvo C-202 (lapplander) bifreiðum hjá Velti. Koma þeir til með aö kosta til sveitarinnar milli 80 og 90 þúsund, sem er mjög gott verð. Ef gömlu bílarnir seljast fyrir þaö verð sem menn gera sér vonir um, ætti þetta ekki að reynast sveitinni svo erfitt. Skyndihjálp Einn Stakksfélagi sótti 10 daga námskeiö fyrir væntanlega skyndi- hjálparkennara i vetur sem leiö. Námskeið þetta er haldiö af Björg- unarskóla Islands. Erskóli þessi rek- inn af Landssambandi hjálparsveita skáta. Skólinn heldur meö reglulegu millibili svokölluö leiðbeinendanám- skeiö í skyndihjálp, fjallamennsku, stjórnun aögerða o.fl. Kafaradelld Nokkrir félagar úr kafaradeild Stakks sóttu helgarnámskeið hjá Slysavarnafélagi Tslands nú fyrir stuttu og létu vel af. Var þetta mikil og góð reynsla, bæöi hvað nýjungar i útbúnaði snertirog svoaö vinna með mjög reyndum köfurum. Tvisvar sinnum hefur veriö leitað til deildarinnar af einkaaðilum, og deildin beöin um að sækjá í höfnina í Keflavík hluti sem þangaö hafa falliö af slysni, og fyrir þaö hafa veriö greidd fundarlaun sem hún hefur síöan notað til að viðhalda tækjurr og búningum. Svanur Skarphéölnsson Óskar Þórhallsson, kona hans Ellsabet Jóhannsdóttlr, og sonur þeirra, Karl. HÖRÐ KEPPNI SÖLUBARNA Oft hefur verið hörð keppni milli sölubarna Faxa, að ná titlinum sölu- drottning eöa sölukóngur, en sjald- an eöa aldrei eins og viö sölu síð- asta tölublaðs. Hetjur dagsins voru þeir Svanur Skarphéöinsson, sem seldi 130 blöð, og Halldór Sverris- Kristlnn Skarphéóinsson son, hann seldi 125 blöö. Kristinn bróöir Svans var þriöji og seldi hann 98 blöö. Þetta eru allt tápmiklir, áhugasamir og haröduglegir strák- ar. Vonandi gefst þeim tækifæri til aö þroska hæfileika sína og dugnaö til manndóms og farsældar. En þaö er Ásta Magnúsdóttir I vor útskrifaöist 17 ára stúlka, Ásta Magnúsdóttir, sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Suöurnesja með ágætri einkunn og hlaut verðlaun fyrir kunnáttu í þremurtungumálum, sem hún tók próf í. Sl. áratug var hún afkastamikil söludrottning Faxa og átti auk þess mikið af barnalesefni, sem birt var í blaðinu á þeim tíma. Hún hefur einnig fengiö lofsveröa dóma fyrir leikhæfileika. Nú hefur hún hafiö nám í lögfræöi við Háskóla fslands. SKOAÐANAKÖNNUN Félagsfræöibraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja er nú aö gera skoöana- könnun á því, hvort íbúar Keflavíkur- og Njarövíkurbæja óski eftir samein- ingu bæjanna í eitt bæjarfélag og þá af hvaöa ástæöu. Fyrir 40 árum voru þessi byggöar- lög eitt sveitarfélag - Keflavikur- hreppur. Þá kusu Njarövíkingar aö stofna sveitarfélagiö Njarövíkur- hrepp. ör fólksfjölgun og breyttar aðstæður leiddu síðar til þess aö hrepparnir breyttust í bæjarfélag. f seinni tíö hafa bæjarfélögin tekið upp samvinnu um lausn ýmissa mála og ber flestum saman um að þaö sé rétt leið, enda hagur fyrir bæði bæj- arfélögin. Um algjöra sameiningu viröast hins vegar vera mjög skiptar skoöanir i báðum bæjunum. Menn vonast tu þess aö skoöanakönn- unin sýni góða mynd af viljaíbúanna og bíða þvi forvitnir eftir niöurstöð- um. SJÓELDI HF., HÖFNUM Fyrirtæki þetta var stofnað 1978 af þeim Óskari Þórhaljssyni, skipstjóra í Keflavík, Dag Ingimundarsyni, út- geröarmanni í Keflavík, Jóni Gunn- laugssyni, Álftanesi og Eyjólfi Friö- geirssyni, fiskifræöingi í Reykjavík, sem nú mun hafagengiöúrfélaginu. Tilgangur félags þeirra var aö ala upp lax i flotkví til manneldis. Þeir komu sér upp aðstöðu í Ósabotnum í Höfnum. Áöur haföi Fiskifélag Is- lands verið með tilraunir þarna í tvö ár, en þær mistekist bæði árin. Sjó- eldi hf. vars.einnaáriðbyrjaö með til- raunir skammt frá Fiskifélaginu og tókst þeim aö halda laxinum lifandi áfallalítið yfir veturinn. En mikil frost og ísrek geta valdiö stórtjóni og er því vetrareldiö mjög áhættusamt, Siguröur Ólafsson sér um eldið. gömul og ný saga, aö dugleg sölu- börn hafa oröiö afkastamikil til náms og annarra starfa. 1 k FAXI - 140

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.