Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1981, Qupperneq 21

Faxi - 01.10.1981, Qupperneq 21
KNATTSPYRNUÞANKAR ’81: ÍBK aftur í I. deild Loksins tókst UMFN að sigra í III. deild Vinsældir knattspyrnuíþróttarinnar dvínuöu ekkert á liðnu keppnistímabili hér á Suöurnesjum. Félög og bandalög tóku þátt í (slandsmótinu í hinum ýmsu flokkum og deildum. Auk þess voru Suöurnesjamót og Keflavíkurmót og fyrirtækja- keppnir, sem félögin efna til í fjáröflunarkyni. Þátttakendur skipta hundruðum í þessari skemmtilegu íþrótt, en ekki má gleyma þeim þúsundum sem leggja leið sína á völlinn til aö fylgjast með leikjunum. Þótt Suðurnesjaliöin geti reyndar ekki státað af mörgum titlum þegar litið er yfir sumarið, er hitt nokkuð víst aö aldrei hafa verið fleiri jafn góðir knattspyrnumenn á Suðurnesjum og í sumar, þegar á heildina er litið, enda mikil rækt lögð við iþróttina í flestum byggðarlögum héráðsins. En keppnin í landsmótunum er hörð og liðin jöfn að styrkleika. Oft er því mjótt á mununum um hver hreppir efsta sætið. Heppnin ein getur oft ráðið þar um og hún var vissulega ekki fylgifiskur Suðurnesjaliðanna þegar mest reið á. (þróttaforustan og knatt- spyrnumenn veröa aö leggjast á eitt Sé aðeins litið á árangur sumarsins, þá ber sigur ÍBK í annarri deildinni hæst. Þeir endurheimtu 1.-deildar sæti sitt eftir árs fjarveru og voru vel að sigrinum komnir. Efalítið voru þeir meö sterkasta liöið í II. deild en áttu fremur misjafna leiki. Gátu sigrað hvaða lið sem var, eins og Víkingana, sem síðar urðu (slandsmeistarar, en áttu stundum í erfiðleikum með botnliðin. ÍBK-liðið er skipað sterkum einskalingum, blandað ungum og efnilegum piltum og eldri leikmönnum með mikla reynslu. Verði undirbúningur fyrir næsta leiktímabil hafinn snemma og haldi þeir hópinn næsta sumar, sem mest hefur kveðið að á sumrinu sem er að líöa, þarf (BK ekki að óttast fall úr I. deild á næsta ári. Fari hins vegar svo að piltarnir leiti á aðrar slóðir, innanlands, eða utan, verður erfitt að forðast fall. (þróttaforystan og knattspyrnu- mennirnir verða nú að leggjast á eitt og móta eins sterkt lið og mögulegt er, minnugir þess að átta ár eru liðin frá því að (BK sigraði í (slandsmótinu, en það verður varla gerlegt nema að skapa þá aðstöðu sem bindur menn við heimahagana fremur en önnur félög, í von um fé og frama. Reynismenn töpuöu á heimavelli Um tíma voru Suðurnesja- menn farnir að vona að tvö lið af svæðinu yrðu í I. deildinni næsta ár. Reynisliðið hafði um sinn forystu í II. deildinni, en tókst ekki að halda strikinu. Réði þar nokkru meiðsli leikmanna svo og leikbönn, þannig að þeirgátu ekki teflt sínu sterkasta liði fram þegar leið á kepþnina. Og hefði þeim tekist eins vel upp á heima- velli og eðlilegt má teljast, þá væru þeir í I. deildinni núna, en hvernig sem á stóð, gekk þeim betur á útivelli en heima. Undir stjórn Karls Hermannssonar lék liöið yfirleitt góða knattspyrnu, með léttu og leikandi spili. Miðað við árangurinn sem Reynisliöið náði í sumar, erekki út í hött að ætla þeim baráttuna um efstu sætin í II. deil næstaár, þótt svo að lið eins og Þór (Ak.) og FH séu i deildinni. Loksins sigruðu Njarö- vikingar í III. deild ( þessu spjalli og spám um I og II. deild, má ekki gleyma nýj- um keppinaust í II. deildinni, Njarðvíkingum, sem unnu sér þar sess með langþráðum og tímabærum sigri í III. deildinni undir leiðsögn júgóslavans Mile, sem reyndar ætlar að leiða þá til orrustu næsta ár einnig. UMFN- liðið er alveg óskrifað blað í II. deild. Miðað við styrkleika þess á sumrinu er varla hægt að krefj- ast meira af liðinu en að það haldi II. deildar sæti sínu. Séu aðstæður athugaðar þá ætti þeim að vera í lófa lagið að efla liðið með nýjum mönnum og sterkari, án þess að veikja nokk- uð nágranna sína. Góðir verk- efnalausir knattspyrnumenn, sem eru gengnir upp úr aldurs- flokkunum eru til staðar, og hver veit nema UMFN hafi þörf fyrir þá. Reynist það rétt vera getur UMFN sett stefnuna í hærri mörk II. deildar. Harmsaga Grindvíkinga Barátta Grindvíkinga fyrir II. bikarnum. Keflvíkingar fagna, aö baki liöinu, yfir þvi aö þaöskull vera komlö i 1. deild aftur. Njarðvikurliðiö, sem vann 3. deildina, og leikur því i 2. deild næsta keppnis- tímabil. deilar sæti er orðin harmsaga. Hvað eftir annað hafa dyrnar staðið þeim opnar en lokast á seinustu stundu og aðrirveikari aðilar skotið þeim ref fyrir rass. Eins og oft áður sýndist leiðin upp í II. deild greiðfær fyrir Grindvíkinga. Siglfirðingar og Einherji frá Vopnafirði voru keppinautar þeirra í úrslitariðl- inum. Grindvíkingar töpuðu fyrir KS i fyrri leiknum á útivelli, en sigruðu þá heima fyrir. Ein- herji kom að því er menn héldu nokkuð á óvart með því að sigra KS á útivelli - gott fyrir Grinda- vík, sem átti báða leikina óspil- aða við Einherja. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Einherji bar sigurorð af KS i seinni leikn- um og Grindvíkingum fyrir norðan, svo heimaleikurinn við Einherja skipti ekki máli. Grind- víkingar unnu hann, en Einherji sigraði í riðlinum og leikur í II. deild að ári. Léttir varö Viöi þungur Það verða því tvö Suðurnesja- lið í III. deildinni næstaár, Grind- víkingar og Víðir, en þeir síðar- nefndu áttu í harðri keppni við Njarðvíkinga um efsta sætið í undanúrslitariðlinum um II. deildar sætið. Lengi vel leit út fyrir að Víðirætlaði að merjasig- ur, en óvænt jafntefli við Létti á útivelli dró úr líkunum og tap fyrir UMFN batt enda á vonir þeirra um nýjan keppnisvett- vang á næsta ári. Þeir sitja því eftir með sárt ennið eins og Grindvikingar, en búa sig vafa- lítið vel undir næsta keppnis- tímabil í vissu um betri árangur. ÍBK tapaöi á óhagstæöari markatölu Öll félögin á Suðurnesjum og (BK, sendu yngri flokka í (s- landsmótið, að Víöi undanskild- um, sem var aftur á móti eitt fé- laga héðan, sem sendi kvenna- flokk í mótið. Árangurflestra var góður, en lengst náði II. aldurs- flokkur (BK, þótt ekki tækist að hreppa meistaratitil. Þeir höfðu óhagstæðari markatölu en KR- ingar sem gengu með sigur af hólmi, en að dómi þeirra sem fylgdust með keppninni var (BK- liðið talið það sterkasta, en heilladisirnar brugðust þeim. Efstu sætin og titlareru auðvitað það sem er nokkuð þungt á met- unum, en hitt eröllu meiraatriði, að iðka holla íþrótt, fá útrás og ánægju í skemmtilegri képpni og læra að taka jafnt sigri sem tapi. Innbyrðis keppni Suðurnesjaliðanna dró aö sér áhorfendur Einn óaðskiljanlegur hlutur FAXI -141

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.