Faxi - 01.10.1981, Page 22
knattspyrnunnar eru áhorfend-
urnir. Ekki eru til neinartölurum
fjölda þeirra, en þeim fer áreið-
anlega fjölgandi sem taka
tryggð við knattspyrnuna yfir
allan skagann, þótt ekki hafi
kannski jafn margir og oft áður
komiö til að horfa á ,,stóru“ liðin,
nema ef undan eru skildir leikir
ÍBK og Reynis. Þeir voru vel
sóttir og þótti mönnum til-
sóttir og þótti mönnum tilbreyt-
ing að sjá þessa gömlu keppi-
nauta frá bernskuárum knatt-
spyrnunnar á Suðurnesjum etja
kapp saman. Einnig var metað-
sókn i Garðinum þegar Víðir oa
ÍBK kepþtu í Bikarkeþpni KSÍ
Svo má líka geta þess, aö búið er
að endurvekjastuðningsmanna-
félag ÍBK - Sportmenn ÍBK, og
væri ekki ráð aö fleiri stuðnings-
mannafélög yrðu stofnuð til að
virkja betur þennan þátt
íþróttarinnar, því óneitanlega
mætti vera dálitiö meiri stemn-
ing ávöllunum en verið hefur, og
til að vekja hana eru ótal ráð sem
áhugamenn eru ekki lengi að
finna, leggi þeir sig fram.
KJARTAN ÓLAFSSON
Framh. af siðu 125
þakklætið í hans garð dýpst og
innilegast.
(bókinni góðu sem þeim hjón-
um var tileinkuð segir: „Þeim
mun dýprasemsorgin grefursig
í hjarta manns, þeim mun meiri
gleöi getur það rúmað. Þegar þú
ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín.
í djúpi vona þinna og langana
felst hin þögla þekking á hinu
yfirskilvitlega, og eins og fræin,
sem dreymir undir snjónum,
dreymir hjarta þitt vorið. Trúöu á
draum þinn, því að hann er hliö
eilífðarinnar. Óttinn við dauð-
ann er aðeins ótti smaladrengs-
ins við konung, sem vill slá hann
til riddara."
Jesús Kristur er sá konungur
eilífðarinnar og kærleikans.
Þökkum Guði fyrir það hljóöum
huga. ólafur Oddur Jónsson
FLÆÐARMÁL
Framh. af síðu 140
nema til komi hitaveita, sem komið
gæti að miklum notum við þennan
atvinnuveg. Ekki hefur hitaveitu-
tæknin verið tekin í þjónustu Sjó-
eldis hf. og hafa þeir því ekki freist-
ast til að vera með vetrareldi nema
sinn fyrsta vetur. Þeir kauþa sjó-
gönguseiði, eins og tveggja ára, í
apríl-maí (eftir hitastigi sjávar) og
ala þau fram eftir hausti, eftir veður-
fari. Þá eru tveggja ára seiðin orðin
kynþroska, oröin 2-4 pund og
stækka lítið meira við þessar að-
stæður og eru þá tekin til slátrunar.
Áhugamennirnir er
máttarstólparnir
Þeir sem ekki eru neitt inni í
málefnum íþróttanna halda að
félögin séu hálfgerðir þurfaling-
ar hins opinbera. Hvað mann-
virkjasmíöi áhrærir má kannski
segja sð svo sé, enda flestum fé-
lögum um megn að byggjs hús
og velli og því sé það samfélags-
leg skylda að leggja slíkt til.
Rekstur félaganna mæðir hins
vegar á herðum margra sem
aðeins vinna fyrir áhugann og
ánægjuna, aöallega við að afla
fjár til starfseminnar. Þeim
mönnum má ekki gleyma og án
þeirra væri ástandið bágborið
hjá mörgum íþróttafélögum, -en
nú erum við víst að fara út fyrir
efnið og rúmið í blaðinu. Um-
fjöllunin var knattspyrna, þar
sem stiklað var á stóru um ár-
angurinn á liðnu keppnistíma-
bili. ( Ijósi þess árangurs sem
náðist, má vel ætla að bæði leik-
menn og aörir áhugamenn um
knattspyrnu hlakki til næsta
sumars í von um skemmtilega
keppni og góðan árangur.
emm.
Sjógengnir laxar fáönnur vaxtarskil-
yrði og verða stundum margfalt
stærri, eins og kunnugt er.
Nú eru notaðar tvær flotgirðingar
og voru 3200 seiði sett í þær í vor og
hafa þau náð góöum þroska. Tvö sl.
sumur hefur Sigurður Ólafsson,
Djúpavogi 10, Höfnum, séðumeldið
og þykir það skemmtilegt og áhuga-
vert starf. Hann telur að fiskirækt
með þessum hætti eigi mikla framtíð
fyrir sér þar sem aðstæður eru góð-
ar og gætu margir staðir á landinu
komiö til greina í þessum atvinnu-
vegi.
AÐALFUNDUR FORELDRA- OG
KENNARAFÉLAGS BARNA-
SKÓLANS I KEFLAVfK
var haldinn 12. okt. sl. Skýrsla fór-
manns gaf til kynna að félagsstarfiö
á starfsárinu var blómlegt og vax-
andi.
Helstu verkefnin voru fræðslu-
fundur með námsstjóra og sóknar-
presti um kennslu í kristnum fræð-
um og gildi kristins uppeldis, fjöl-
skylduföndur á aðventu og Svarts-
engisferö, sem farin var nýlega.
Drífa Sigfúsdóttir var endurkjörin
formaður og með henni í stjórn eru
nú Sigríður Jóhannesdóttir, Björg
Ólafsdóttir, Jakob Kristjánsson, Sig-
rún Ólafsdóttir, Guðjón Sigurðsson
og kennararnir Vigdís Karlsdóttir og
Sóley Birgisdóttir.
A fundinum var samþykkt að fé-
lagiö gengi í Landssamtök foreldra-
og kennarafélaga.
FORSÍÐUMYNDIN
er af jaröstööinni Skyggni.
Þröstur Magnússon, teiknari,
vann myndina fyrir Póst- og
símamálastofnunina með út-
gáfu frímerkis fyrir augum.
VIÐBURÐARlK ÆVI
Framh. af siðu 129
ist. Helga giftist líka í sínum
fermingarkjól og hafði brúöar-
slör og krans. Það er óhætt aö
segja að við höfum tjaldað þvi
sem til var í orðsins fyllstu merk-
ingu.
Ég flutti svo með eiginmanni
mínum að Látrum daginn eftir
og við byrjuðum búskapinn þarí
félagi við foreldra hans. Efnin
voru lítil eins og gengur til að
byrja með. Um veturinn 1918
voru mjög miklar frosthörkur.
Víkina lagði svo ganga mátti út
aö Sæbóli og jörð sprakk víða.
Lækurinn heima við húsið fraus,
svo við urðum að sækja vatn í
næstu læki. Ég minnist þess þó
ekki að okkur vantaði eldivið.
Tengdaforeldrar mínir voru að
mestu á okkar heimili alla tíð og
létust bæði hjá okkur í hárri elli.
Þau voru Ragnhildur Jóhannes-
dóttir og Hjálmar Jónsson frá
Stakkadal. Tengdamóðir mín
var lengst af heilsulítil.
Það voru mikil viðbrigði að
vera á þessu fámenna heimili á
Látrum, eftir að hafa alist upp í
stórum systkinahópi. Ekki var
laust við að mér leiddist fyrst.
Mér fannst ég hafa lítið að gera.
Við fluttum á mölina, höföum
engar skepnur. Ólafur stundaði
sjó, var á togurum frá Reykjavík
að vetrinum, en á smábátum frá
Látrum frá þvi á vorin og fram á
haust. Um þetta leyti voru mót-
orbátar sem óðast að koma, og
fljótlega eignaðist Ólafur mótor-
bát og var alltaf formaður. Hann
var fiskinn og einnig mjög lag-
inn við vélar og hjálpaði mörg-
um með viðgeröir á vélum. Á
togurum var hann kyndari.
En mér leiddist ekki lengi. Árið
eftir, 3. október, fæddist fyrsta
barnið, dóttir sem skírð var
Ragnhildur. Eftir ellefu mánuði
fæddist svo drengur sem skírð-
ur var Sveinn. Hann dó ársgam-
all og var það mikið áfall. Þau
fengu kíghósta bæði börnin og
ég líka. Þetta var ákaflega erfið-
ur tími. Ég hélt lengi að telpan
myndi deyja, en hún var miklu
veikari en hann, en hún lifði það
af og lifir enn, en hann dó. I júní
1921 fæddistdóttirsemskírðvar
Oddný. Það varmikiðerfiðleika-
ár. Þá var að ganga skæð far-
sótt, sennilega spænska veikin,
sem aldrei barst til Vestfjarða
1918. Fæðingin var afar erfiö,
sóttur var læknir til mín sem ekki
var gert nema í neyð. En telpan
fæddist heilbrigð og ég komst
aöeins á fætur, en veiktist fljót-
lega af þessari farsótt og lá milli
heims og helju í margar vikur.
Mér er sagt að læknirinn hafi
talið mig af, en ég skreið saman
og komst á fætur fyrir haustið.
Þrjár aðrar konur í nágrenninu,
sem eins var ástatt fyrir, dóu
allar og börn þeirra líka.
Um haustið, eða þegar ég var
nógu hresstil aðsitjaáhestbaki,
fluttum við til Efri-Miðvíkur og
hófum búskap á einum þriðja
hlutanum. Þetta voru fyrstu bú-
ferlaskipti okkar af mörgum.
Það urðu nú sérstakar ástæður
til að við vorum stutt þarna. Um
vorið kviknaði í húsinu í vondu
veðri og það brann til kaldra
kola. Ólafurog Hjálmar tengda-
faðir minn voru báðir á Látrum
við róðra. Við Ragnhildur vorum
einar heima með telpurnar tvær
og dreng ófermdan, sem var
okkurtil aðstoðar. Ég hljópstrax
með börnin heim til foreldra
minna, en stutt var þangað.
Næst bjargaði ég saumavélinni,
en mér þótti alla tíð vænt um
hana og notaði hana mikið, og
síðan því sem við gátum náð.
Það var köld aðkoma hjá feög-
unum þegar þeir komu heim og
fundu ekkert af húsinu nema
rústirnar. Eftir þetta óhapp flutt-
um við aftur að Látrum.
Framhald
Pantiö jólakortin
tímanlega.
LJÓSMYNDASTOFA SUÐURNESJA
Hafnargötu 79 - Keflavik - Simi 2930
FAXI - 142